Morgunblaðið - 20.12.1985, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 20.12.1985, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985 61 ,,Kommissarinn“ eítir Sven Hassel er 14. bók höíundar. Þessi meistari strídsbókanna heíur náð algerri metsölu hér á landi sem annars staðar. Verð kr. 938.- Halldóra Halldórs- dóttir — Minning var tekið hvað bornin hennar voru alltaf í fallegum fötum, en hún saumaði allt á þau sjálf og yfirleitt uppúr gömlum fötum að því er hún sagði mér. Börn þeirra Halldóru og Antons eru þessi í aldursröð: Reynald Sævar f. 1935 (látinn), Einar Sævar f. 1937 (látinn), Brynjar Sævar f. 1938, verkstjóri í Gefjun á Akureyri, Víkingur Sævar f. 1942, húsasmiður á Akureyri, Halldór Sævar f. 1945 (látinn), Richard Sævar dó á fyrsta ári, Heiðbjört f. 1951 hárgreiðslukona og húsmóðir á Vopnafirði, Hákon Sævar f. 1950 (látinn). Richard misstu Halldóra og Anton á fyrsta ári, en hin komust öll á fullorðinsár áttu maka og börn og eru barnabörnin komin eitthvað á þriðja tuginn og iangömmubörn nokkur. En frá árinu 1967 hefur verið mikill reynslutími fyrir Halldóru því síðan hefur hún staðið yfir moldum fjögurra barna sinna, eiginmanns og einnar tengdadótt- ur, Hönnu, sem var kona Reynalds, elsta sonarins. Á þessum tíma kom í ljós að Halldóra var ein af hetjum hvers- dagslífsins, þvílíkt æðruleysi og þvilíka stillingu sýndi hún í öllum þessum sorgum og fyrir það verður hún ógleymanleg okkur öllum sem hana þekktu. Síðustu árin dvaldi Halldóra á Hrafnistu í Hafnarfirði, hafði hún búið sér fallegt heimili í litlu ibúð- inni sinni þar. En undir það síðasta ágerðist nýrnasjúkdómur sem hún hafði átt við að stríða nokkur síð- ustu árin og lést hún að kvöldi þess þrettánda desember á Borgar- sjúkrahúsinu. Að leiðarlokum vil ég þakka Halldóru vináttu og tryggð á liðn- um árum og óska henni góðrar heimkomu og endurfunda við horfna ástvini. Þeim sem eftir lifa sendi ég innilegar samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning hennar. Gunnlaug Ólafsdóttir Agatha Christie var godsögn í lifanda lífi. í bókinni ,,Fílar gleyma engu...“ er stöðug spenna ivafin leyndarhjúp sem Agatha ein gat skapað. Hercule Poirot í sínu besta formi. Verð kr. 850,- Tvær ómissandi á jólunum! Fædd 16. október 1912 Dáin 13. desember 1985 Að heilsast og kveðjast það er lífsins saga, og öll eigum við það víst að deyja. Þó er eins og dauðinn komi okkur alltaf á óvart, það er alltaf erfitt að þurfa að sjá á bak ástvinum, jafnvel þótt okkur bjóði í grun hvers megi vænta. Ég, sem þessar línur rita, kynnt- ist Halldóru árið 1%1 er ég bast tryggðaböndum við son hennar Einar, og öll árin síðan hefur hún verið mér sem kær vinur, og þótt stundum hafi verið langt á milli funda héldum við alltaf sambandi og var það meira fyrir hennar til- ' w \m stilli en mitt. Því í neysluþjóðfélagi nútímans er vinnutíminn oft lang- ur og okkur vill gleymast að rækta vináttuna en svo einn góðan veður- dag er vinurinn horfinn, vinurinn sem við ætluðum svo mikið að hitta og tala við þegar tími yrði til. Ég er ekki nógu kunnug ættum Halldóru til að þora með að fara, vonandi verða aðrir til þess, en hún var af Skagfirskum og Eyfirskum ættum, ung stúlka kom hún til Akureyrar og hitti tilvonandi eig- inmann sinn, Anton Sölvason, en hann veiktist af berklum og beið hún hans í fimm ár, meðan hann dvaldi á „Hælinu" sem svo var nefnt — oft ekki hugað líf. En Anton hafði verið þrekmenni mikið og hann snéri aftur til lífs- ins, þótt aldrei yrði hann samur eftir. Fyrstu búskaparárin bjuggu Halldóra og Anton í litlu húsi á Akureyri sem hét Steinaflatir og þar fæddust öll börnin sem urðu átta að tölu. En seinna fluttu þau á Eiðsvallagötu 5 og þar bjuggu þau er ég kynntist Halldóru, og þar var gott að koma á hlýlegt og fallegt heimili þeirra. Halldóra var þannig gerð að allt gljáði af hrein- læti og snyrtimennsku í kringum hana, og henni vannst svo vel að maður varð aldrei var við að hún hefði mikið að gera. Hún vann ekki utan heimils, en eitthvað mun hún hafa kennt sauma, og til þess Martin Berkofsky BIS/Iartin lerkolsky' Franz Liszt Allur ágóði rennur til byggingar tónlistarhúss í Reykjavík Hann situr í kjólfötum við flygla. Birtist á íslandi leðurklæddur á kraftmiklu vélhjóli. Hann æfir sig i afskekktum vita — heldur tónleika um allan heim. Hann hefur hljóðritað tónlist Franz Liszt fyrir pop tónlistar út- gáfufyrirtæki. Hann hefur verið kallaður sérvitringur, öfgamaður.. Hann er mjög umdeildur pianóleikari; ef til vill með snert af snillígáfunni. „Hann" heitir Martin Berkofsky. Fæddur í Bandarikjunum en býr nú í Garðskagavita úti á Reykjanesi. Berkofsky ferðast viða um lönd og kemur fram með fremstu hljómsveitum heims i hinum ákjósanlegustu tónleikasölum. Á íslandi heldur hann tónleika I kvikmyndahúsum, leikhúsum og ýmsum öðrum óhentugum húsum Það kemur ekki til af góðu, þvi enn skortir Islendinga raunverulegt tónleikahús sem hýsir og hlúir að fjölbreyttu og þróttmiklu tónlistarllfi landsmanna Pianóleikur Berkofskys hefur vakið ákafa hrifningu og lof, jafnt meðal gagnrýnenda sem almennings; hvarvetna rómaður fyrir einstaka dýpt, næmni og máttuga tækni. Berkofsky hafnar alfarið þeim staðli sem nútima samkeppnisandi setur píanóleikurum. Hann er sannfærður um að píanóleikur lýtur, fyrst og síðast, aðeins eigin lögmálum. Reglur og venjur sem takmarka 1 einhverju sköpunarfrelsi pianóleikarans skulu þvi víkja. Martin Berkofsky er hjartanlega sannfærður um gildi tónlistar Franz Liszt: Hún er jafn lifandi og ástríðufull í dag sem þá; hún skírskotar til reynslu sérhvers manns; speglar djúpar tilfinning ar sem allir þrá og allir búa yfir Og hún er tónlist allra tíma; endurskin þess sannleika sem aldrei fellur úr gildi; tónl'st sem mun ávallt njóta áheymar fleiri en þeirra sem samkenna sig við klassíska tónlist. Á íslandi, landi mótsagna, hefur Martin Berkofsky, maður mót sagna, fundið jafnvægið milli sjálfs síns og umhverfis Það gerir honum kleift að virkja þá krafta sem eru hverjum einlægum tónlistarmanm nauðsynleg forsenda til áframhaldandi sóknar að háleitustu markmiðum listarinnar Það er aðeins andartak hins óvænta — sem eru svo mörg á íslandi — að það skuli vera M|ÖT; fyrirtæki sem annars hefur einbeitt sér að pop tónlist, sem gefur út þessa hljómplötu Andartak hins óvænta Fyrirtækið vildi gefa út hljómplötu með tónlist Franz Liszt i flutningi Berkofskys og skyldi allur ágóði renna i sjóð Samtaka um Byggingu Tónlistarhúss Martin Berkofsky féllst á það glaðlega. Þessi hljómplata er afleiðing og samruni þess óvenjulega og óvænta; fyllilega í samræmi við lífsskoðun Martin Berkofskys og tónlist Franz Liszt. Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal yakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á f miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.