Morgunblaðið - 20.12.1985, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 20.12.1985, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUft 20. DESEMBER1985 Sparisjóður Hafnarfjarðar hef- ur nú séð á bak mikilhæfum stjórnanda. Það er stórt skarð fyrir skildi og vandfyllt. Eftirsjáin er mikil. En vonandi ber stjórn Sparisjóðsins gæfu til að fylla það skarð eins og best verður á kosið, við hliðina á ungum, dugmiklum sparisjóðsstjóra, svo ég noti ummæli Guðmundar um sam- starfsmann sinn. Starfsferill Guðmundar var orðinn langur, og margt að breyt- ast með nútímatækni. Það hafði hvarflað að Guðmundi að hætta. Fyrir stuttu sagði han við mig: „Ég vissi, að það var einhver breyting framundan, við vorum búin að ræða það, en ekki grunaði mig, að hún yrði þessi." Mennirnir álykta, en Guð ræður. Farsælu ævistarfi er lokið, ástríkur heimilisfaðir hefur kvatt. Ég veit, að starfsfólk Sparisjóðs Hafnarfjarðar saknar Guðmund- ar. Það kynntist mannkostum hans, góðvild og græskulausu gamni, þegar við átti. Minningin lifir. Ástvinum öllum votta ég samúð mína og minni á heilaga ritningu: „Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni ásamt þakkargjörð. Og frið- ur Guðs, sem er æðri öllum skiln- ingi, mun varðveita hjörtu yðar í samfélaginu við Krist Jesúm.“ Þessi orð mín voru síðasta kveðja til Guðmundar. Guðlaug Elísa Kristinsdóttir Ég var ekki hár í lofti, þegar ég í fyrsta sinni, þá fimm ára gamall fór erinda fyrir föður minn í verzl- un Þorvaldar Bjarnasonar. Mér var ævinlega vel tekið af þeim sem það störfuðu, en ég minnist þess sérstaklega þegar ungur maður heilsaði mér með hlýju ávarpi og sagði: „Komdu sæll frændi." Af meðfæddri forvitni þá spurði ég föður minn, þegar ég hafði skilað því sem ég var sendur eftir, hver þessi maður væri og hvernig við værum frændur. Maðurinn var Guðmundur Guð- mundsson, sem þá var nýorðinn verzlunarstjóri þar og vissulega vorum við frændur. í þá hálfu öld sem síðan er lrðin höfum við Guðmundur Guðmunds- son sparisjóðsstjóri átt samleið og náið samstarf en nú skilja leiðir að sinni því frændi minn Guð- mundur lézt 13. þ.m. 71 árs að aldri og verður jarðsettur frá Hafnar- fjarðarkirkju í dag. Guðmundur Guðmundsson fæddist í Hafnar- firði 2. desember 1914 og af traustu hafnfirsku bergi brotinn. Faðir hans og nafni, Guðmundur J. Guðmundsson sjómaður og fiskimatsmaður, var einn hinna kunnu Hellubræðra, sem flestir voru þekktir sjómenn í Hafnarfirði í upphafi þessarar aldar og öðrum betur þekktu fiskmiðin út Hafnar- fjörð útáSvið. Móðir Guðmundar, Vilborg var Jónsdóttir Þorvaldar bónda Olafs- sonar í Ási við Hafnarfjörð og konu hans Önnu Katrínu en hún var dóttir Árna J. Matthiesen verzlunarmanns. Guðmundur ólst upp í foreldra- húsum í hópi fjögurra systkina og stundaði nám við Flensborgar- skóla og síðar Verzlunarskóla ís- lands. Enda þótt sjórinn heillaði hann ungan lét hann sér nægja að aðstoða föður sinn í þeim efnum á námsárunum og eyða frístundum sínum þegar fram í sótti við bátinn sinn. Svo fór að faðir hans drukkn- aði er síldveiðiskipið Örninn fórst sumarið 1936 en móðir hans lézt í hárri elli. Eins og að framan greinir hóf Guðmundur störf við verzlun Þor- valdar Bjarnasonar 1934. Gerðist hann þar verzlunarstjóri, en ekkja Þorvaldar Bjarnasonar kaup- manns, frú María Jónsdóttir Víðis, rak verzlunina; starfaði Guðmund- ur þar til ársins 1946. Hann gerðist þá framkvæmdastjóri fyrir fisk- veiðahlutafélaginu Stefni hf. og skrifstofustjóri hjá Jóni Gíslasyni útgerðarmanni og síðar fram- kvæmdastjóri hjá Lýsi og mjöl hf. Árið 1965 hóf Guðmundur Guð- mundsson störf hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar og varð sparisjóðs- stjóri frá 1. ágúst 1967 til dánar- dægurs. Frændi minn Guðmundur var áhugamaður um félagsmál og var alls staðar sótzt eftir starfskröft- um hans. Samfara skarpskyggni og víðtækri þekkingu á málum var samvizkusemi hans og áreiðan- leika viðbrugðið. Til forystu var hann kvaddur hvort heldur var í hópi samstarfs- manna eða áhugamanna um sam- eiginleg málefni. Ungur skipaði Guðmundur sér í raðir þeirra sem grundvalla lífs- skoðanir sínar á frelsi einstakl- ingsins. Hann var í forystusveit ungra sjálfstæðismanna, formað- ur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna í Hafnarfirði og í stjórn kjördæmaráðsins í Reykjaneskjör- dæmi. í bæjarstjórn Hafnarfjarð- ar kusu sjálfstæðismenn hann 1970—82, en áður hafði hann gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir þá sem þar sátu. Á vettvangi starfsins og meðal samstarfsmanna var hann til for- ystu valinn, hvort heldur um var að ræða samtök vinnuveitenda eða sparisjóðina. Til þess var tekið hversu mikla alúð og rækt hann lagði við þau störf sem hann tók að sér og gjarn- an kenndur við þau störf svo samgróinn var hann þeim. í samskiptum sínum sem full- trúi vinnuveitenda við verkalýðs- samtökin ávann hann sér mikið traust og trúnað, enda af samtök- unum og félögum leitað til hans til lausnar vandamálum. Guðmundur Guðmundsson eign- aðist traustan og góðan lífsföru- naut, þegar hann 2. júlí 1938 kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni Elísabetu Magnúsdóttur Jó- hannssonar læknis á Hofsósi. Börn þeirra sem lifa eru þrjú og í hópinn hafa bætzt tengdabörn og barna- börn. Þrátt fyrir tímafrek störf var ævinlega stund fyrir börnin og í föðurhlutverkinu var Guðmundur vissulega stærstur og beztur með styrkri stoð eiginkonu sinnar. Á kveðjustund vil ég þakka Guðmundi Guðmundssyni marg- háttuð störf hans, sem ég veit að hinir fjölmörgu sem hann starfaði með og átti viðskipti við taka undir. Persónulega þakka ég frænda mínum Guðmundi samfylgdina og samstarfið sem var mér ómetan- legt. Við Sigrún sendum Elsu og fjöl- skyldu hennar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Guðmundar Guðmundssonar.^ Matthías Á. Mathiesen Atvikin höguðu því svo að Guð- mundur Guðmundsson var einn þeirra manna, sem ég kynntist fyrstu daga eftir að ég flutti til Hafnarfjarðar. í ársbyrjun 1941 réðist ég til skrifstofustarfa hjá Skipasmiðastöð Hafnarfjarðar. M.a. þurfti ég að annast bókhald og uppgjör reikninga. Slíkum störfum var ég alls óvanur og þurfti að læra flest frá grunni. Vinnuveitandi minn sagði mér að maður sá, sem hefði hjálpað sér með þessi störf að undanförnu væri reiðubúinn til þess að leið- beina mér. Og maðurinn var Guð- mundur Guðmundsson. Hann ráð- lagði mér að fá mér kennslubók í bókfærslu og í vélritun, sem ég gerði. Síðan æfði ég vélritun og las mér til í bókfærslunni, studdist jafnframt við það bókhald sem Guðmundur hafði fært auk til- sagnar hans og leiðbeininga. Átti ég honum mikið að þakka í þessu 59 efni og held ég að starfið hafi gengið sæmilega. Þannig fékk ég fyrstu bókhaldsþekkingu mína frá Guðmundi Guðmundssyni. Alla tíð síðan lágu leiðir okkar Guðmundar saman meira og minna. Einkum var það í sambandi við félagsmál og þá innan sjálf- stæðisflokksins. Það var gott að vinna með Guðmundi. Hann var ósérhlífinn og skilaði því starfi sem hann tók að sér. Hann var góður að skipuleggja verk og var dugmikill afkastamaður. Guð- mundur var alltaf hreinn og beinn og sagði álit sitt í hverju máli, sem við var að fást. Lifssaga Guðmundar, sem öll var í Hafnarfirði, verður ekki rakin í stuttu máli. Hann kom víða við sögu í bæjarlífinu. Hann var virkur í atvinnulífinu um langt árabil og var vinsæll og traustur starfsmaður og yfirmaður. Bæjar- fulltrúi var hann í 12 ár og gegndi mörgum trúnaðarstörfum á þeim vettvangi. Auk þess gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum á þeim vettvangi. Auk þess gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum í félögum og í Sjálfstæðisflokknum. Þá var hann sparisjóðsstjóri frá 1967. Guðmundur fylgdist vel með og kynntist ýmsum erfiðleikum fólks og mun margur hafa notið leið- beininga hans sér til gagns. Það kom vel fram í opinberum störfum hans, að hann lagði sig fram um að halda þannig á málum, að þeir sem minna máttu sín væru ekki hlunnfarnir, heldur studdir og hjálparhönd rétt þar sem þörf var á. Umfram allt vildi hann stuðla að því að fólk gæti staðið á eigin fótum eins og kostur var. Guðmundur var orðheldinn og þótti miður gæti hann ekki borið fullt traust til annarra í þeim efnum. Hann var reglusamur og stóð eins og klettur gegn því að losað væri um hömlur í sambandi við vímuefnaneyslu, enda mun hann í störfum sínum oft hafa kynnst harmleikjum í sambandi . .TUf iGróf'**1 Það verdur fjör og fjölmenni á Steindórsplaninu. Jólaskemmtun á morgun laugardag frá klukkan 15°° og fram eftir degi. Álafosskórinn syngur jólalög. * Gluggagægir hittir alla hressa krakka og gefur Freyjugott. * Jólatríóið leikur og syngur jólalög. Mætum öll í hátíðarskapi. Gleðileg jól Verslanir í Grófinni A, Vesti HA«NA»ST«4 T S *H «09 'J! «1« •. ! AAFOSSBÚÐIN Vesturgötu 2. simar 13404 — 22090 Veslurgotu 1 — simi 11350 BOKAVERSLUN *■- SNÆBJARNAR __ . , _ tm. k*C 11II C Hafnarstræti 4 simi 14281 PjúslHinnii kolhrun lijor^ol/sdollir Kt-ramiker VESTVRCOn 5 j.* BLINAÐARBANKI ÍSLANDS Tryggvagötu 22 ReyKjavik. Austurstr 5 siml 11556 *BIÍ)Mt\\lXnR HAfnarstiæti 3 sm>. 1?717 — 23317 Heimilistæki hf Hafnajvtrstl 3. 101 Reykjavfk FERÐASKRIFSTOfAN Iffarandi Vesturgötu 5 Aðalstræti 4 Simi 15005 VESTURGÖTU 4 1 15 SO 'Ska juöinti SENDIBÍLAR HF. TOPP. islenskur si __ j 1 : VELTUSUNDI 1 rj X -fe) heimilisidnaöur O -jp -jO Halnartlrsli 3. •imi 117(5 IHfnaoirA ii K<-,k)A,ik 'imi IA7MI Aöalslr*!. 6 ]\ES VIDEO HAFNARSTRÆTI 2 ^ , ,3- , ^EJORI s.f YArtí Hafnarslr*!. 1 - Simi 17451 HAFNARSTRÆTI 4 “ Vlamhorq
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.