Morgunblaðið - 20.12.1985, Page 35

Morgunblaðið - 20.12.1985, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985 35 gegn mótframlagi Atvinnuleysis- tryggingasjóðs. Þess er vænst að þessi breyting auki ekki útgjöld Atvinnuleysistryggingasjóðs og að stjórnvöld greiði fyrir framgangi málsins. 9.2. Menntunarmál: Aðilar vinnumarkaðarins eru að vinna að þessu máli í náinni samvinnu við sjávarútvegsráðuneytið og hefur sjávarútvegsráðherra m.a. nýlega skipað sérstaka starfsfræðslu- nefnd til að vinna að málinu. Ber að fagna stöðu mála og láta í ljós von um áframhaldandi starf og árangur af því. 9.3. Stefnt skal að því að aðilar vinnumarkaðarins semji um möguleika á vaktavinnufyrir- komulagi í fiskvinnslu eða annars konar sveigjanlegu vinnufyrir- komulagi. Athugaður verði sér- staklega ávinningur þessa varð- andi betri nýtingu á vélum og tækjum. Einnig með tilliti til meðferðar á hráefni og betri að- búnaðar fyrir starfsfólk. 9.4. Skattfrelsi tekna fyrir fisk- vinnslufólk sem vinnur fullan vinnutíma eða umfram 1700 tíma áári. 10.0. Rannsóknirog þróunarstarfsemi Skorað er á sjávarútvegsráð- herra að skipa eins fljótt og auðið er starfshóp er endurskoði skipu- lag rannsókna á sviði sjávarút- vegs. I því sambandi skal einkum athuga: 10.1. Hugmynd um að gera Rannsóknarstofnun fiskiðnaðar- ins að sjálfseignarstofnun. 10.2. Stöðu tæknideilda Fiskifé- lags íslands. 10.3. Fjármögnun hafrannsókna. Aðild sjómanna, útvegsmanna og fiskvinnslu að ákvörðun og skipu- lagi rannsókna. 10.4. Rannsóknar- og þróunar- starfsemi til hliðar við hinar stóru stofnanir (RF og Hafrannsókn) og hvernig hana megi fjármagna. Mikinn reyk lagði frá logandi flugeldunum á þaki verslunarinnar Víðis. Morgunblaftií/Ingvar Guðmundsaon MisheppnuÖ flugeldasýning í BreiÖholti Eldur komst í flugeldapoka og tugir flugelda sprungu á þaki verslunarinnar Víðis SÍÐASTLIÐINN föstudag laust eft- ir klukkan fimm hugðust forráða- menn verslunarinnar Víðis i Mjódd- inni hafa flugeldasýningu viðskipta- vinum sínum til ánægju, en uppá- koman snérist upp í martröð. Eftir að þremur til fjórum flugeldum hafði verið skotið á loft, komst eld- ur í flugeldapakkann og flugeldar og blys sprungu á þaki hússins og þeyttust um nágrennið. „Fólk átti fótum fjör að launa. Flugeldapokinn splundraðist og flugeldar þeyttust í fólk og um bflaplanið. Þannig veit ég til að kviknaði í buxum barns," sagði piltur, Ingvar Guðmundsson, í samtali við Morgunblaðið. „Menn náðu ekki að slökkva í pokanum, höfðu engin slökkvitæki á þaki hússins og allt sem í pokan- um var brann upp. Bjarminn lýsti upp nágrennið, hávaðinn var gífur- legur, sérstaklega inni í verslun- inni. Fólk lýsti því fyrir mér, að inni í versluninni hefði verið eins og húsið hefði ætlað að hrynja," sagði Ingvar Guðmundsson. Flug- eldarnir brunnu upp á um fimm mínútum og ekki þurfti að kalla slökkvilið á vettvang. Engin slys urðu á fólki og má segja að betur hafi farið en á horfðist um tíma. Stríð fyrir ströndum Island í síðari heimsstyrjöldinni eftir Þór Whitehead Hér er lýst undirróðri þýskra nasista á íslandi, tilraunum þeirra til að ná pólitískum og efnahags- legum tökum á landinu og koma á laggirnar „fimmtu herdeild“ sinni. í fyrsta sinn er svarað spurningum, sem brunnið hafa á vörum margra frá stríðslokum: Hvaða viðbúnað höfðu leyniþjónustur Þjóðverja og Breta í landinu í upphafi styrjald- ar? Hvert var hlutverk leynisendi- stöðvarinnar, sem þýski ræðismað- urinn og SS-foringinn Gerlach, starfrækti í bústað sínum í Tún- götu? Hvernig vann undirróðurs- maðurinn Gerlach að því að efla hér ítök nasista, og hvaða sess átti ísland að hljóta í þúsund ára ríki nasista? Hér birtist saga íslands á styrj- aldarárunum rakin eftir aragrúa frumheimilda, sem höfundur hefur dregið að sér í öllum þeim löndum sem við sögu koma. Þetta er saga örlagatíma, saga sem aldrei hefur verið sögð áður. AUÐVITAÐ ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ, AUSTLIRSTRÆTl 18. SlMI 23544. 5kíóa- kynning Halldór Matthíasson leiöbeinir viðskiptavinum okkar um val á skíöabúnaöi á morgun frá kl. 14—18 AA FISCHER TYROLIA DACHSTEIN adidas -1- TOPPmerkin í íkíóavörum öfiið á ÞEKKING - REYNSLA - ÞJÓNUSTA FALKINN 105 REYKJAVÍK SUÐURLANDSBRAUT 8 - SÍMI 91-84670

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.