Morgunblaðið - 20.12.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.12.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985 Hann er að flýta sér í Vesturröst Fróðleiksbrunnur um íslenska knattspyrnu 1985 Rossignol skíöi á frábæru verði Unglingaskíöi fullorðinsskíði gönguskíði frá kr. 2.860.- frá kr. 3.915.- frá kr. 1.500.- Vesturröst Laugavegi 178, R., sími 16770 84455. _________Bækur Steinar J. Lúövfksson íslensk knattspyrna 1985 eftir Víði Sigurðsson. Útgefandi: Bókhlaöan 1985 Árbækur um islenska knatt- spyrnu hafa nú komið út frá árinu 1981. Sigurður Sverrisson ritaði fyrstu bokina en árið eftir unnu Sigurður og Víðir Sigurösson bók- ina saman og frá árinu 1983 hefur Víðir annast verkið einn. Allt frá upphafi hafa bækurnar verið svip- aðar að formi en aukist nokuð að vöxtum bæði vegna þess að um- fjöllun þeirra er ítarlegri og eins vegna þess að umfang íslenskrar knattspyrnu vex frá ári til árs. Knattspyrna er sennilega vinsæl- asta íþróttagrein hérlendis og á meðan á keppnistímabilinu stend- ur taka þúsundir karla og kvenna á ýmsum aldri og alls staðar á landinu þátt í íþróttinni. Það er því vissulega frá mörgu að segja — margt sem skeður sem vert er að geymist í bók og eins og er eðli þóka sem þessara þá eykst gildi þeirra þegar árin líða. Þær verða góður stuðningur þegar rifjaðir eru upp atburðir og ekki er ótrú- legt að einhverjir muni i framtíð- inni ylja sér við minningar þegar bókunum er flett. Heimildargildi slíkra bóka er einnig ótvirætt og verður vafalaust oft til þeirra grip- ið og í þær vitnað þegar afla þarf upplýsinga um eitthvað er gerðist á þeim árum sem bækurnar taka til. Víðir Sigurðsson rekur atburði íslenskrar knattspyrnu árið 1985 mjög ítarlega. Hann beinir ekki aðeins kastljósi sínu að meiri hátt- ar viðburðum eins og landsleikj- um, Evrópuleikjum og 1. deildar keppninni heldur fjallar einnig um keppni í öðrum deildum og greinir frá úrslitum í leikjum hinna yngri. Slikt eykur vitanlega mjög gildi STÓRA HUNDABÓK Ein veglegasta bók sem séð hefur dagsljósið (og jólaljósin) í áraraðir. Því er Stóra Hundabókin í sérflokki sem vegleg vinargjöf. En hún er auk þess geysiiega efnismikil bók og því eru margir sem útvega sér hana til að gefa sjálfum sér í jólagjöf. Sanniö til góðir hálsar, hún vekur athygli og verðskuldaða ánægju. STÓRA HUNDABÓKIN Hafsjór af fróðleik um hundana, þessa tryggustu vini mannsins. Lýsing í máli og myndum á 200 mismunandi hundakynum heims. Leiðbeiningar um hundahald, uppeldi og þjálfun hundsins, svo hann verði góður fé- lagi og vinur. þessarar bókar. Þótt aðal athyglin beinist jafnan að keppni þeirra bestu og baráttunni um titlana þá má það ekki gleymast að mjög mikið starf fer fram á öðrum vett- vangi og að því er vert að gefa gaum og meta það að verðleikum. Það er ekki langt síðan íþróttir voru litnar hálfgerðu hornauga og taldar tilgangslaust sprikl. Nú hefur sem betur fer orðið viðhorfs- breyting. íþróttir eru taldar nauð- synlegur og mikilvægur þáttur í menningarlífi þjóða. Það þarf því að gefa öllu starfinu gaum. íþrótt- um má líkja við ísjakann. Það sem oftast er í fréttum er sá hluti sem stendur upp úr og sést á yfirborð- inu en undir er langtum stærri hluti jakans. Víðir skiptir bók sinni í nokkra kafla. Fjallar hann um keppni í hverri deild fyrir sig, greinir frá úrslitum leikja og kynnir liðin sem léku. Þetta gerir bókina mjög svo aðgengilega og auðveldara að finna það sem að er leitað. Hann hefur greinilega lagt mikla vinnu í að safna saman upplýsingum því þótt leikskýrslur séu skráðar yfir alla leiki sem fram fara i opin- berum mótum hefur hann þurft að vinna upp úr þeim, telja saman leiki og sannreyna úrslit. Allt þetta er mjög vel og samviskusam- lega unnið hjá höfundinum og gerir bókina að merkri heimild um íslenska knattspyrnu. Landsleikir allra landsliða okkar, svo og Evr- ópuleikir fá verðugt rými og sér- kaflar eru í bókinni um íslenska knattspyrnumenn sem leika með iiðum erlendis og í bókarlok er síðan fjallað um upphafsár knatt- spyrnunnar á Íslandi. Uppsetning bókarinnar er einkar lífleg. Gifur- legur fjöldi ágætra ljósmynda er i bókinni og eiga þær sinn þátt i þvi að gera hana aðgengilega, ekki síst fyrir unga lesendur. Þá eru litmyndir af öllum liðum sem hlutu meistaratitlana á árinu. Sem heimildarit er bókin íslensk knattspyrna 1985 gott rit. Texti bókarinnar er liflega skrifaður en samt hlutlaust. Þeir sem lesa og skoða bókina fá mjög gott yfirlit yfir allar staðreyndir íslenskrar knattspyrnu en helst er gagnrýni vert að höfundurinn gefur ekki meira af sjálfum sér í bókinni. Skrifar fréttaskýringar ef þannig má að orði komast. Viðir Sigurðs- son hefur sýnt það með íþrótta- skrifum sinum að hann fylgist mjög vel með og hefur gott mat á þvi sem er að gerast. Hann skrifar nokkur stutt innskot frá eigin brjósti í bókinni en þær greinar hefðu að skaðlausu mátt verða fyrirferðarmeiri og ítarlegri. Að slíkum skýringum væri mikið gagn þegar fennt hefur í sporin og menn velta ýmsu sem gerðist í knatt- spyrnunni árið 1985 fyrir sér. Þannig er t.d. um hið margfræga „Jónsmál" sem tæpt er á í bókinni en lítið hugleitt hvaða áhrif það hafði í raun og veru og hve ein- kennileg niðurstaða þess varð ef miðað er við það er gerðist er Vestmanneyingar voru sendir nið- ur í 2. deild árið 1983 fyrir hlið- stætt „afbrot".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.