Morgunblaðið - 20.12.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.12.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985 Nýkomiðmikiðúrval afmyndumfrá C-ogG-Biileder BORGAR húsqöqn Hreyfilshúsinu við Grensásveg. Siinar 686070 og 685944 Frystigeymslan við hlið Hraðfrystihúss Tálknafjarðar tekur um 50 þúsund kassa af fiski. Tálknafjörður: Hraðfrystihúsið bygg- ir stóra frystigeymslu TálknafirAi, 18. desember. í JÍJNÍ sl. var hafin bygging frystigeymslu hjá Hraðfrystihúsi Tálknafjarðar hf., en undanfarin ár hefur það valdið erfiðleikum í starfsemi frystihússins hve eldri frystigeymslur eru litlar, en þær taka ekki með góðu móti nema um 15 þúsund kassa. Flatarmál nýju geymslunnar er um 500 fm (4.255 rúmmetrar) og væntanlegt geymslurými um 50 þúsund kassar, sem raðað verður á bretti. Eykur þetta mjög alla hagræðingu og hraða við útskipun, þar sem nú verður hægt að beita lyfturum til flutnings úr geymslunni beint um borð í skip, þar sem frystihúsið er staðsett á hafnarsvæðinu. Byggingin er þegar fokheld með járni á þaki, áætlað kostnaðarverð nú í haust á fullgerðri geymslunni er 20—22 milljónir króna. Með þessari viðbyggingu myndast miklar möguleikar á stækkun vinnslu- og vélasala frystihussins, þegar eldri frystigeymslur verða teknar undir þá starfsemi, sem væntanlega verður lokaáfangi þessara framkvæmda. Verktaki er Trésmiðjan Eik sf., Tálknafirði, og hefur verkinu miðað samkvæmt áætlun. Hraðfrystihús Tálknafjarðar hf. fær hráefni sitt frá eigin togara, bv. Tálknfirðingi, sem keyptur var nýr frá Noregi árið 1979, og hefur reynst mesta happaskip. Starfs- menn frystihússins eru nú um 90 og er framleiðslan eingöngu fryst- ur fiskur sem að magni til var 72 þúsund kassar árið 1984. Lítil fiskimjölsverksmiðja var rekin á vegum frystihússins þar til haust- ið 1984 að hún brann og hefur ekki verið endurbyggð. Árið 1947 var fyrst byggt frysti- hús hér á Tálknafirði, það brann árið 1957 og var þá endurbyggt í núverandi mynd. Framkvæmda- stjóri Hraðfrystihúss Tálknafjarð- ar hf. og aðalhvatamaður að stofn- un þess var Albert Guðmundsson, en hann lést árið 1967, fram- kvæmdastjóri síðan þá er Pétur Þorsteinsson. Auk Hraðfrystihúss Tálkna- fjarðar eru rekin hér nokkur önnur fyrirtæki, svo sem Þórsberg hf., sem starfrækir saltfiskverkun og gerir auk þess út tvö báta. Hjá Vélsmiðju Tálknafjarðar hf. og Trésmiðjunni Eik sf. starfa að jafnaði 8—10 manns hjá hvoru fyrirtæki. Laxarækt er hér í örum vexti og einnig eru starfandi nokk- ur smærri fyrirtæki. f allt eru gerðir út héðan 7 þil- farsbátar og nokkrir smábátar auk togarans. Tálknfirðingur er eini vestfirski togarinn sem hefur sóknarmark og er útlit fyrir að afli verði ca. 4.200 tonn í ár. Und- anfarin 20 ár hefur verið hér næg atvinna, svo að varla hefur fallið úr dagur og hefur orðið að flytja inn erlent verkafólk til að anna vinnslunni. Síðastliðin tvö ár hefur fremur lítið verið byggt af íbúarhúsum eftir mikla uppbyggingu árin þar á undan. tbúafjöldi var í árslok 1984 um 380 manns. — JB. Leiðrétting: Hitaveita Akureyrar í forystugrein Morgunblaðsins í gær, fimmtudag, er fjallað um hug- mynd Sigurðar J. Sigurðssonar, bæjarfulltrúa á Akureyri, þess efnis, að kaupstaðurinn selji eignarhluta sinn í Landsvirkjun til að styrkja eiginfjárstöðu Hitaveitu Akureyrar, sem býr við miklar skuldir og hátt heitavatnsverð til neytenda. í greininni er vikið að verðjöfn- unargjaldi, sem Akureyringar greiða ofan á hátt orkuverð. Hér er að sjálfsögðu átt við verðjöfnun- argjald á raforku, en Akureyrar- kaupstaður á og rekur tvær orku- stofnanir, hitaveitu og rafveitu. Orðalag er hinsvegar á þann veg að ætla má að verðjöfnunargjaldið bætist við heitavatnsverðið. Það leiðréttist hér með. J Læf Stærð m 0.75—100 óla ista verð á ma Rauðgreni kr. 270.- tré rkaðinum Þinur 820.- Fjaliafura 1.01 — 1.25 kr. 440.- 1.010.- 1.26—1.50 kr. 620.- 1.280.- 1.51 — 1.75 kr. 820.- 1.570.- 1.150.- 1.76—2.00 kr. 1.100.- 2.180.- 1.450.- 2.01—2.50 kr. 1.310.- 2.560.- Leiöisvendir kr. 490.- /Tlft Leiöiskrossar kr. 780.- ÆlíycV2)|VA\ Leiðiskerti kr. 49,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.