Morgunblaðið - 20.12.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.12.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985 47 HINN MANNLEGI ÞÁTTUR/ Ásgeir Hvítaskáld Rithöfundadagur Dagar í lífi rithöfundar eru misjafnir; flekkóttir eins og mál- verkasýning. Stundum er maður heppinn part úr degi en oftast eru það vonbrigði dag eftir dag. Ein- stöku sinnum kemur góður dagur í heilu lagi. Nýlega upplifði ég einn svona góðan rithöfundadag. Þann dag leið mér eins og rithöfundi á toppi frægðar sinnar. Gamanið hófst í vinnunni, þar sem ég var að vinna á fasteigna- sölu til að vinna fyrir skuldunum eftir síðustu bókina sem ég gaf út. En ég og skipasölumaðurinn sát- um tveir í kaffi og spjölluðum; eldri maður sem hefur siglt um öll heimsins höf. Ég þurfti nátt- úrulega að segja honum frá mínu merkilega afreki að fá inngöngu í Rithöfundasambandið, eftir langa baráttu. En þeir sem gefa út bækur sínar sjálfir teljast ekki gjaldgeng- ir, fá til dæmis alls ekki rithöf- undastyrki. En inngangan hafði svo ekkert að segja, nema það að ég varð 2.500 krónum fátækari og fékk send alls konar boðskort. I framhaldi af þessu fór skipasölu- maðurinn að segja mér frá ferð sem hann fór eitt sinn á slóðir Hemingway; á eyju syðst á Flórídaskaga. Eyjan heitir Kay West og þar bjó Hemingway. Skipasölumaðurinn sagði skemmtilega frá og hann sagði mér frá húsinu hans Hemingway. í húsinu voru enn allar mublurnar og alls konar munir frá ferðalögum hans og stór dýrshöfuð upp á veggjum. Þetta var stórt einbýlis- hús sem stóð eitt sér og í því lifðu Iðunn frá 1860 endur- útgefin BÓKAÚTGÁFAN Dyngja hefur sent frá sér Ijósprentun af söguritinu Iðunni, sem gefið var út af Sigurði Gunnarssyni á Akureyri árið 1960, og er þessi bók „Fyrsta ár“ Iðunnar- útgáfunnar. Fullt nafn ritsins er „Iðunn, sögurit um ýmsa menn og viðburði, lýsing landa og þjóða og náttúrunnar". Ritstjóri og kostnaðarmaður Iðunnar, Dannebrogsmaðurinn Sigurður Gunnarsson, var prestur og prófastur Sunnmýlinga og sat í 17 ár á Hallormsstað, segir í inngangi að ljósprentuninni, sem Helgi Vigfússon hefur ritað. Árið 1945 vígðist Sigurður að Desja- mýri og hélt staðinn til 1862. Hann var alþingismaður Sunnmýlinga. Efni þessa fyrsta rits Iðunnar er um Egyptaland, páfaveldið, undirbúning krossleiðangranna, blóðbaðið í París, þáttur úr sögu Bayarðs riddara, Ragozky, stiga- mennirnir í kirkjulöndunum og gjalddaginn. 70 kettir sem Hemingway hafði átt, þeim var gefið að éta og haldið við en voru að mestu sjálfala. Þarna var mikill gróður og hlýtt veðurfar. Á eyjunni var lítið þorp og þaðan stunduðu enn fiskimenn veiðar. Kráin á staðnum var enn óbreytt, þangað hafði skáldið komið á hverju kvöldi. Ég lét skipasölu- manninn segja mér frá hverju smáatriði, lýsa húsinu, gróðrinum og köttunum. Við þessa frásögn hlýnaði mér öllum að innan. Ég rann út úr sölumannsgerfinu, eins og eiturslanga sem skiptir um ham. Þarna hafði hann búið í eigin húsi og lifað á því að skrifa sögur. Hann þurfti ekki að vinna á and- lausri fasteignasölu. Hann bjó í húsi á afskekktum stað og gat skrifað og skrifað. Fór á krána á kvöldin og fékk sér bjór, skrapp út í bláan sjóinn þegar hann langaði. Þetta var þá hægt ef maður datt í lukkupottinn; ég var næstum búinn að gleyma þvf. Ákkúrat þetta dreymir rithöfund um og svona draumar hafa haldið mér gangandi. Einn daginn dett ég í lukkupottinn. Það sem eftir var dagsins seldist engin fasteign. Þegar vinnudeginum var lokið fór ég niður í bæ og nálgaðist Austurvöll með varúð. Því þennan dag var ljóðahóf á Gallerí Borg, út af Ijóðahátíð í Reykjavík, og ég hafði fengið boðskort. Þessa dag- ana voru lesin ljóð í Norræna hús- inu af allra þjóða kvikindum. Ég faldi mig í runna á Austurvelli. Inni í Galleríinu var fullt af fólki, allt ólgaði í maganum á mér. Ég beit á jaxlinn og spígsporaði inn. Inni var þykk reykjarsvæla, fólk með glös á lofti; ýmist rauðvín eða hvítvin. Þarna voru undarlegir útlendingar, leikhússtjórar, út- gefendur, frægir rithöfundar og fleiri menningartappar. Pétur Gunnarsson, Þórarinn Eldjárn og Einar Kárason stóðu í einum hnapp sér á báti eins og gullkálfar. Fínar snobbkerlingar reyktu úr löngum munnstykkjum. Mér fannst ég vera ókunnugur og kunni ekki við mig í þessari kulturklíku. Stóð á miðju gólfi og enginn talaði við mig, fékk ekki einu sinni vín. Ætlaði að ganga út en rakst á litla buddu í skrautlega útsaumuðum fötum. Þarna var tækifærið að tala við starfsbróður. En hún tal- aði mjög skrítið tungumál, sem ég skildi ekki og hún ekki mig. Þetta var Sama stelpa sem flutti ljóð eftir Samana í Norður Finnlandi. Þá kom ljóshærð stúlka, grönn og áhugaverð, með rauðar varir og bauð mér vínglas af bakka. Ég tók rauðvínið því það líktist vörum hennar. Fólkið þarna inni var í litlum hópum og talaði stanslaust. Ég drakk niður í hálft glas svo ég hellti ekki á næsta mann. Skyndilega bar ég kennsl á Stef- án Júlíusson, lágvaxinn vinarlegur maður með lítil pírð augu á bak við þykk gleraugu. Það var hann sem skrifaði bækurnar um Kara litla og Lappa. Faðir minn hafði alltaf lesið þær fyrir mig og svæft okkur báða. Mjög hugljúfar sögur sem ég og pabbi höfðum mikið dálæti á. Eg gekk til hans og sagði beint út hve gaman ég hafði af bókum hans. Við tókum spjall. Hann sagði mér að enn ætti að endurútgefa Kára bækurnar fyrir jólin. En samt hafði hann alla tíð unnið fast starf með ritstörfunum. Tveir menn gengu upp að mér og sagðist annar heita Einar Bragi. Þeir sögðust vilja fá að sjá mig, því þeir hefðu aldrei séð mig í eigin persónu. Hinn maðurinn var menntaskólakennari og var sér- fræðingur í ungum ljóðskáldum. Þá bættist formaður Norræna hússins við, klæddur hvítum jakkafötum, og spurði hvers vegna ég væri ekki í hvítum fötum og með hvítu hanskana. Svo skoðuðu þeir mig hátt og lágt. En ég var með blátt sölumannsbindi, þeir hafa sjálfsagt haldið að þetta væri nýjasta skáldagerfið. Brátt höfðu vínglösin hresst mig og mér fannst ég ekki vera að- skotahlutur. Allt í einu gekk ég inn í hóp Gullkálfanna og þakkaði Pétri Gunnarssyni fyrir að hafa keypt bókina mína, en hann hafði keypt eintak af bók eftir mig. Þór- arinn Eldjárn var að gefa sjálfur út í fyrsta sinn og leitaði ráðlegg- inga. Pétur var í annað skipti að gefa sjálfur út þessi aðlíðandi jól. En ég hafði gefið út 5 bækur og allar skilað tapi. Bókaútgáfurnar eru að missa frá sér alla bestu rithöfundana, nú gefa þær bara út þýddar skáldsögur og reyfara. Allt í einu spurðu þeir hvað ég ætlaði að gefa út þessi jól. Ég sagðist ekki viss hvaða handrit yrði fyrir valinu en ég þagði yfir skuldasúp- unni. Sigurður Pálsson formaður rit- höfundasambandsins hélt ræðu, með rauðvínsglas á lofti. Hann talaði um ljóðið og höfuðið á Agli Skallagrímssyni. Svo lyftu allir glösum og átti að skála en þá var mitt glas orðið tómt. Auðvitað vildi ég skála með öllum rithöfund- unum. Ég hélt vel utan um glasið svo sæist ekki ofan í það og skálaði með tómu glasi. Mér fannst það eins og áminning vegna þess ég var ekki með neina bók þessi jól. En ofan í allan þennan heiður sem mér hafði hlotnast þennan dag, fékk ég að vita að á síðasta degi Ijóðahátíðarinnar væri frjálst Ljóðakvöld, þar mættu allir troða upp sem vildu. Það er að segja, þeir sem búið var að velja á list- ann. Hugsið ykkur, ég fékk næst- um því að lesa upp ljóð í Norræna húsinu. Ég rúllaði út á Austurvöll orðinn sætkenndur, í fínu skapi og bjart var í sálinni. Það var ljóst að ef ég ætlaði að teljast til betri rithöf- unda á Islandi þá varð ég aö fara niður í prentsmiðju og láta prenta eitt handrit eða svo; stækka bitana i skuldasúpunni. Þennan dag allan var ég rithöfundur. 9 Morgunblaðið/Ulfar ► Konur úr Langbrók sýna á ísafirði ísafirði, 17. desembcr. í SLUNKARÍKI á ísafirði halda áfram athyglisverðar myndlistar- sýningar og rekur hver aðra. Nú nýlega opnaði Gallerí Langbrók úr Reykjavík athyglisverða sýningu eftir 8 af þeim tíu konum, sem að galleríinu standa. Mcnningarráð Isafjarðar og Myndlistarfélagið á ísafirði sjá um sýninguna, sem stendur til Þorláksmessukvölds. 34 verk eru á sýningunni af fjölbreyttri gerð og eru þau öll til sölu. Strax á fyrsta degi sýn- ingarinnar kom fjöldi gesta og hafa margir lagt leið sína þarna inn til að líta sköpunarverk mannsins á skammdegisnóttu drottins. Úlfar Aðgerðir gegn sandfoki Á FUNDl bæjarstjórnar Akraness sem haldinn var þann 10. desember síðastliðinn var m.a. gerð eftirfar- andi samþykkt: „í tilefni af erindi bæjarstjóra um fjárveitingu til heftingar sand- foks frá Langasandi hvetur bæjar- stjórn Akraness þingmenn Vestur- landskjördæmis til að leggja áherslu á afgreiðslu þessa máls við stjórnvöld á Alþingi. Mjög brýnt er að hefja aðgerðir til að hindra umrætt sandfok, sem ágerist með hverju ári sem líður og hefur þegar valdið íbúum á Akranesi veruleg- um óþægindum og tjóni á eignum. Ef ekki verður unnt að hefjast handa í þessu efni má búast við óþolandi ófremdarástandi í stór- um hluta bæjarins í framtíðinni við ákveðin veðurskilyrði." Annir hjá Arnarflugi MIKLAR annir verða hjá innan- landsdeild Arnarflugs nú fyrir jólin, en alls er gert ráð fyrir, að farnar verði 55 ferðir til tíu áfangastaða félagsins. Um er að ræða 19 regluleg- ar áætlunarferðir, en því til viðbótar verða farnar 36 aukaferðir. Til flugsins verða notaðar fjórar vélar,' tvær Cessna 402-vélar Arn- arflugs og síðan hefur verið gerður leigusamningur um Chieftain- flugvél frá Flugfélagi Norður- lands, auk þess sem Twin Otter- flugvél frá Flugfélagi Norðurlands mun fljúga nokkrar ferðir. Vörur úr ull og skinnum NÝLEGA var opnað Verkstæðið, Þingholtsstræti 7B. Þar eru til sölu nýstárlegar vörur úr íslenskri ull og lambsskinni í ýmsum litum unnar á verkstæðinu eftir eigin hönnun og hugmyndum. Á boðstólum eru ýmsar gerðir af flíkum, jakkar, hattar, húfur, treflar, múffur, barnaföt o.fl., unnar úr skinnum. Verkstæðið, Þingholtsstræti 7B, er opið alla virka daga kl. 1—6, en sýningar- gluggi er á horni Bankastrætis og Þingholtsstrætis. Eigendur eru Edda og Iðunn Óskarsdætur. (Fréttatilkynning) Hvfldarstaður í hádegi höll að kveldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.