Morgunblaðið - 29.12.1985, Síða 11

Morgunblaðið - 29.12.1985, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. DESEMBER1985 11 Tvær húsandarkollur athuga stromp í Mývatnssveit Ljóem. Arnþór Garðarsaon Ljósm Snorri Snorrason A húsandarslóðum, í kvíslum Laxár skammt neðan Mývatns. sem sjá um þessa hlið heimilis- haldsins og er árásarhneigð þeirra all frábrugðin hegðun annara anda. Þeir verja sinn skika með öllum ráðum, og ekki einungis aðrar húsendur flýja, heldur einn- ig aðrar tegundir sem verpa á þessum slóðum, svo sem straum- öndin. Á vorin fara kollurnar á stjá og sveima mikið í kringum hús og hraunhóla í leit að holum til að verpa í. Þær kíkja í flestar holur og þess eru dæmi að þær hlammi sér ofan í strompa til að líta á aðstæður. Allar eiga þær ekki afturkvæmt úr þeim húsakynnum. Síðan hefst varpið og verpir hver húsönd að jafnaði 10 eggjum. Sagan er ekki öll þar með sögð, því húsendur verpa talsvert í hreiður annarra anda, aðallega annarra húsanda, en ekki eingöngu þó. Þær verpa einnig stundum í hreiður toppanda, hrafnsanda, dugganda og skúfanda. Það verpa allir hjá öllum má segja, því hinar endurnar gera þetta einnig. Ein- staka hreiður njóta sérstakra vin- sælda, einkum þau sem eru í köss- um og bóndi getur náð allt að 100 eggjum úr sama hreiðurkassanum með því að taka egg jafnóðum. Þegar varpi er lokið eru samt eftir 8—10 egg sem einhver húsöndin leggst svo á og klekur út. Eitthvað mun ugglaust vera um að afrækt hreiður finnist úti í hrauni með alltof mörgum eggjum. Svo klekjast ungarnir út, en áð- ur en það gerist, hverfa karlfugl- arnir af vettvangi í bili. Þeir safn- ast saman og fella fjaðrir. Tilkoma unganna markar nýtt timabil, fullt af sérkennilegum uppátækjum. Þær húsandarkollur sem verpa í hreiðurkassavörpunum við Mý- vatn og Grænavatn synda með ungastóð sín til Laxár, en þar eru auðvitað fyrir Laxárkollurnar með unga sína og enn eru mikil slags- mál vegna landamæra. Þá gerist það oft, að aðkomukolla þarf að finna sér stað og til þess þarf hún oftar en ekki að synda með ungana yfir „Ióðir“ annarra húsanda. Iðu- lega lokkast ungar húsandarinnar sem fyrir var yfir í hóp hinnar aðkomnu kollu og lóðareigandinn situr eftir ungalaus. Virki dæmið öfugt, sem sagt að aðkomuöndin tapar ungunum til ióðareigandans, þá reynir sú sem ungunum tapaði oftast að ná ungum sinum aftur nokkrum klukkustundum seinna. Stundum tekst það og þá fylgja jafnvel með nokkrir af ungum hinnar kollunnar og jafnvel ungar fleiri kolla, því aðkomuöndin sem við ræðum hér um er e.t.v. ekki sú fyrsta sem reynir að sleppa með unga sína yfir svæði heimaandar- innar. Um allar Laxárkvíslar er þetta að gerast daginn út og inn. Ég hef mest séð húsandarkollu með 110 unga af ýmsum stærðum og algengt er að sjá þær með 20—30 unga. Daginn eftir geta þær verið búnar að tapa þeim öllum til annarra húsanda og e.t.v. áttu þær ekki einn einasta af ungunum sjálfar í raun, heldur séu ungar þeirra dreifðir meðal annarra hús- anda sem átt hafa leið um, eða tóku þá af aðkomuöndum sem tóku þá af móðurinni! Þetta er sannkallað- ur sirkus og eins og heyra má, er engin regla á hlutunum. I góðum árum eru ungarnir 700—900 talsins, en í slæmum árum eins og 1978—1983 eru þeir aðeins 200—300. Þó húsandir drep- ist yfirleitt ekki úr elli, þá geta þær lifað í áratugi og miðað við aðra fugla eru þær lánglífar. 70—80 prósent kvenfugla lifa til næsta vors og 90 prósent steggj- anna og það er ástæðan fyrir því að steggirnir eru fleiri en kollurn- ar og þar af leiðandi meira áber- andi meðan þeirra nýtur við. Þá er húsöndin vanafastur fugl. Þannig merkti ég eitt vorið kollu á hreiðri við Mývatn. Hún klakti sínum ungum og veturinn eftir sást hún á Soginu. Næsta vor verpti öndin í næstu holu við þá sem hún verpti í vorið áður og veturinn eftir var hún enn komin á Sogið, næstum því á sama blett- inn. Mörg dæmi eru þess að hús- endur verpi ár eftir ár í sama hreiðrið." Hverjir eru helstu óvinir húsand- arinnar og hvað verður henni helst að fjörtjóni? „Margir fuglar deyja úr hungri og það er alvanaleg og algeng dauðaorsök. Talsvert af húsönd fer auk þess alltaf i silunganetin í Mývatni og fyrir kemur að þær festi sig t holum sem þær eru að rannsaka með varpstað í huga. Fálkinn tekur alltaf sinn toll af húsönd eins og öðrum tegundum, en hún sleppur við veiðibjöllu og aðra máva þar eð þeir eru ein- hverra hluta vegna fáséðir á varp- stöðvum húsandarinnar. Þá virðist minkurinn ekki taka húsandar- unga að neinu ráði, hins vegar tekur urriðinn einn og einn og erfitt er að henda reiður á hvað mikið af húsandarungum hverfur i þá kjafta." Þetta voru lokaorð Árna líffræð- ings um hinn gagnmerka fugl hús- öndina, sem átt hefur hug hans allan síðustu 4 árin og hann hefur nú ritað doktorsritgerð um. Er hann nefndi að urriðar hirtu „einn og einn“ húsandarunga, rifjaðist upp fyrir undirrituðum frásögn af risaurriðum í Langavatni á Mýr- um. Einn vóg yfir 20 pund og fundust í maga hans leifar af 7 toppandarungum. E.t.v. eru urr- iðarnir stórtækari en menn grunar. Einnig rifjaðist upp frá- sögn fluguveiðimanns sem var að egna fyrir urriðana á húsandar- slóðum efst í Laxá. Veturinn áður hafði hann verið að dunda sér við fluguhnýtingar eins og margir með veiðibakteríu gera. M.a. hnýtti hann eftirlíkingu af mús í „réttri stærð“. Einn daginn er urriðinn var eitthvað tregur, dró hann mús- ina fram og hnýtti hana á taum- inn. Það var heldur erfitt að kasta flykkinu, enda var veiðimaður með veigalítil veiðitæki. Það hafðist þó og svo var að draga mýslu yfir veiðistaðinn. Hver urriðinn af öðrum renndi sér á agnið og sumir oftar en einu sinni, en einhverra hluta vegna vildu þeir ekki tolla á önglinum. Annars var þessi pistill um húsendur, er það ekki? — KK FASTEIGNASALA Reykjavikurvegi 72, Hafnarfirði, 54511 9-18 virka daga 13-16 sunnudaga m RAl FASTEIGNASALA Lögm.: Bergur Oliversson HTÚLVUFRÆÐSLANH APPLEWORKS Sérstaklega vandað og ítarlegt námskeið í notk- un Applework-fjöinotakerfisins. Tilvalið nám- skeið fyrir eígendur Apple lle- og Apple llc- eígendur sem vilja notfæra sér möguleika Apple-tölvunnar til fulls. Dagskrá * Grundvallaratriði viö notkun Apple- Leiðbeinandi: tölva. * Almennt um fjölnotakerfi. * Appleworks. * Ritvinnsla með Appleworks. * Töflureiknir Appleworks. * Gagnasafnskerfið Appleworks. * Færsla skráa milli þátta kerfisins. * Útprentun skráa. * Umræöur og fyrirspurnir. Tími: 8., 10., 15. og 17. jan- úar kl. 20.00—23.00. Halldór Kristjánsson, verkfræðingur höfundur íslensku Apple- works bókarinnar. Innritun í símum 687590 og 686790. Gleðilegt nýtt ár TÖLVUFRÆÐSLAN Ármúla36, Reykjavík. 'ÖLVUFRÆÐSLANI Bráönauösynlegt námskeið fyrir eigendur IMB PC eða sambæri- legra einkatölva. Þátttakendur kynnast hinum stór- kostlegu möguleikum sem IBM PC-tölvan býður upp á og algeng- ustu notendaforrit eru kynnt. Dagskrá: Leiðbeinandi: Uppbygging og notkunarmögu- leikar IBM PC. * Stýrikerfið MS-DOS. * Ritvinnslukerfið WORD. * Töflureiknirinn MULTIPLAN. * Gagnasafnskerfið Dbase II. * Assistant-forritin frá IBM. * Bókhaldskerfið á IBM PC. Tími: 6., 7., 8. og 9. janúar kl. 13—16. Innritun ísímum 687590 oa 686790. Dr-Kri8tíán ln9var8Son 3 verkfræðingur. Gleðilegt nýtt ár TÖLVUFRÆÐSLAN í i s Ármúla 36, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.