Morgunblaðið - 29.12.1985, Side 46

Morgunblaðið - 29.12.1985, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 29. DESEMBER1985 fclk í fréttum Gleðskapur íslendinga í V ínarborg Félag íslendinga í Austurríki hélt fagnað í Vínarborg í til- efni fullveldisdagsins, 1. desember. Heiðurskonsúll fslands í Vínar- borg, frú Cornelia Schubrig, bauð til veislunnar og meðal gesta var sendiherra íslands í Bonn, Dr. Hannes Jónsson og frú, formaður Austurrísk-fsienska félagsins, Werner Schulze, svo og eini full- trúi íslands í Ungverjalandi, Gunnsteinn Ólafsson. Nokkrir tón- listarnemendur fluttu íslensk lög og ræður voru haldnar og allir áttu góða kvöldstund saman. Þess má geta að í Austurríki eru búsettir tæplega fjörutíu íslend- ingar og þar eru meðtaldir sautján nemendur sem flestir stunda tón- listarnám. Þessi fámenni hópur fslendinga heldur tiltölulega vel saman og eru til dæmis haldin spilakvöld, fólk kemur saman og sker út laufa- brauð og saumaklúbbur er starf- andi. Frú Schubrig, sem að þessu sinni bauð til veislunnar í tilefni full- veldisdagsins, hefur um árin verið íslendingum þarna ytra mikil stoð og til dæmis um það er að svokall- aður Schubrig-hjálparsjóður stendur til boða ef íslendingar eiga í erfiðleikum og þurfa á hjálp að halda. Klúbbnum Dansunnendur hafa að und- anförnu getað horft á hinn sögufræga dans Charleston dansaðan i Klúbbnum. Þar hafa nokkrir nemendur úr Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar, þær Vii- borg, Þóra, Kristín og Hulda, öðru nafni Charleston systur, stigið dansinn í viðeigandi bún- ingum. Þær systur búast við að stíga dansinn áfram, amk. eitt- hvaðfram í janúar. Hverageróisnemar í austursai Kjarvalsstaða. Hveragerðisnemar F 1 Reykjavíkurheimsókn Nemendur úr elstu bekkjum í Hveragerði heimsóttu höf- uðborgina fyrir nokkrum dögum og skoðuðu Kjarvalssýninguna í Kjarvalsstöðum og Ásmundasafn, en síðdegis fór hópurinn í bíó. Nemendurnir létu vel af ferð sinni og kváðust bæði hafa haft gagn og gaman af því að sjá listaverk þessara tveggja kunnu íslensk listamanna, en myndirnar vor teknar í Kjarvalsstöðum og í rút fyrir utan Kjarvalsstaði þar ser Ásmundarsafnshópurinn beið eft ir skólafélögum sínum, sem vor í fylgd með skólastjóra og kennur um. Hveragerðisnemar í rútu í leið í Ásmundarsafn. Hveragerðisnemar í vestursal KjarvalssUða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.