Morgunblaðið - 29.12.1985, Side 52

Morgunblaðið - 29.12.1985, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. DESEMBER1985 „ mieeti kana, rii&ur i Lyfkunni." áster... ... aö vakna viö ilminn af mory- unveröinum. TM Reo U.S. Pat. Ott.-all fights reserved «1985 Los Angeles Times Syndicate Með morgunkaffiriu Er það póstmeistarinn. — Ætla bara að láta yrtur vita að póst- maóurinn hefur nú bitið hundinn minn í annað skipti. HÖGNI HREKKVÍSI P£TT/A £12 TAUÖA- „J-€ JA/ ÉG VEEP VÍST VEIKI-AOUK KÖTTUIZ."' AP FAKA NONA " 111 meðferð á fuglum Smáfuglavinur hringdi: Ég vil lýsa áhyggjum mínum og furðu á þeim vinnubrögðum sem starfsmenn borgarinnar viðhafa nú yfir háveturinn til að fækka dúfum hér í borginni. Þeir venja þær á korn sem þeim er gefið á ýmsum stöðum. Þetta korn er síð- an blandað svefnlyfi. Nú þegar harðast er á dalnum hjá smáfugl- unum leita þeir í þetta korn og sofna af því og krókna síðan úr kulda. Þetta finnst mér mjög ómannúð- legt og auk þess varðar þetta án efa við lög um dýraverndun og fuglafriðun. Góður skonrokksþáttur 335&-1873 skrifar: Ég vil lýsa ánægju minni með síðasta Skonrokksþátt sjónvarps- ins, en að hann skyldi saman- standa af íslenskum myndböndum einvörðungu markar tímamót í íslenskri tónlistarsögu. Það er ljóst að gróskan er gífurleg í tónlist hér á landi þótt sumt beri af öðru hvað gæði varðar. í áðurnefndum þætti voru tvö myndbönd sem báru höf- uð og herðar yfir hin sem þó voru flest hver þokkaleg, en það voru myndbönd hljómsveitanna Grafík og Rikshaw. Þar voru fagmannleg vinnu- brögð höfð að leiðarljósi og tel ég að hið síðarnefnda myndband hljóti að vera besta tónlistarmynd- band sem gert hefur verið hér á landi, bæði hvað mynd og tónlist varðar. Ég vil eindregið skora á aðstandendur þessa myndbands að koma því á framfæri erlendis hið snarasta, jafnframt óska ég fyrir mína hönd og fjölmargra annarra eftir því að sjónvarpið endursýni þessi tvö myndbönd sem fyrst og sem oftast. Víkverji skrifar ess var getið í dagbók Morgun- blaðsins á aðfangadag, að breyting hefði orðið á fréttasendi ríkisútvarpsins á stuttbylgju til útlanda. Var tilkynnt um þá tíðni, sem gilt hefur frá 21. desember og „þar til annað kann að verða ákveðið", eins og það var orðað. Breytingar á senditíðni hádegis- og kvöldfrétta útvarpsins á stutt- bylgju til útlanda eru ekki ný- lunda. í dagbókarfréttinni kom ekki fram, hvað olli því, að skipt var um tíðni hinn 21. desember. Víkverji hefur sjálfur reynt það, að í sumar og haust var unnt að hlusta á hádegis- og kvöldfréttir útvarpsins á Norðurlöndum, í Suður-Englandi og á megin- landinu, til dæmis í Belgíu. Náðust sendingarnar á handhægt Sony- tæki 7600D, sem ekki fer meira fyrir í farangri en meðalstórri bók. Það bætti gæði sendinganna að tengja vírspotta við loftnetsstöng útvarpsins, en var ekki alltaf nauðsynlegt til að heyra það, sem sagt var. Morgunblaðið hefur birt í dag- bókinni þá tíðni, sem gildir hverju sinni fyrir þessar stuttbylgjusend- ingar. Með hliðsjón af því, hve oft er skipt um tíðnisvið, er nauðsyn- legt fyrir þá, sem viija nýta sér þessa þjónustu ríkisútvarpsins að líta reglulega í dagbókina til að átta sig á því, hvernig ber að stilla viðtækið. Víkverji minnist þess ekki að hafa lesið neinar skýringar á því frá þeim, sem að útsending- unum standa, hvers vegna svo oft er skipt um tíðni og raun ber vitni. XXX Ekki er vafi á því, að margir Islendingar sem dveljast er- lendis eru þakklátir fyrir þessa þjónustu ríkisútvarpsins. Það er öryggistilfinning fyrir marga, að geta heyrt í gamla gufuradíóinu og fá staðfestingu á því, að allt er við sama heygarðshornið á ætt- jörðinni. Þegar Víkverji hlustaði á þssar fréttasendingar að heiman um nokkurt skeið í haust og fylgd- ist samtímis náið með því, sem flutt var í fréttatímum erlendra útvarpsstöðva; undraðist hann oft þá mynd, sem dregin var af erlend- um atburðum í útvarpinu. Stund- um var eins og heimsmyndin væri allt önnur, þegar litið var á hana frá Reykjavík en London, þótt sagt væri frá sömu atburðum. Um þessar mundir dveljast margir íslendingar búsettir er- lendis hér á landi og halda jól hátíðleg með fjölskyldu og vinum. Beri fjölmiðlun ágóma í samtölum við þetta fólk, til dæmis þá sem búsettir eru í Bretlandi, má undan- tekningarlaust heyra sömu gagn- rýnina: erlendar fréttir útvarpsins (og raunar innlendar einnig) eru litaðar með einhverjum þeim hætti, að mönnum bregður í brún. Eins og lesendum Velvakanda ætti að vera kunnugt, er það síður en svo nýnæmi, að fundið sé að fréttum ríkisútvarpsins. Þó virðist heldur hafa dregið úr þeirri gagn- rýni hin síðari misseri. Kannski hafa menn gefist upp eða þeir lifa í voninni um að afnám ríkiseinok- unar á útvarpsrekstri, sem er á næsta leiti, létti af þeim okinu. XXX Annars virðast erlendar fréttir á undanhaldi í ríkisútvarpinu. Þeim er ekki gert jafn hátt undir höfði og áður. I fréttatímum út- varpsins er hins vegar lögð meiri áhersla á innlendar stjórnmála- fréttir en áður. Ekki er ólíklegt, að samkeppni um innlenda frétta- miðlun í útvarpi eigi eftir að auk- ast með tilkomu einkastöðva. Afnám ríkiseinokunarinnar eigi eftir að þrengja að erlendum frétt- um í hefðbundnum skilningi. Meira verði lagt upp úr rabbi lausamanna í útlöndum um það, sem þar er að gerast. Verulegum hluta kvöldfrétta útvarpsins er nú þegar varið í slíkt símarabb. Verði þróunin á þennan veg munu þeir hér á landi, sem vilja fá skýra mynd af því, sem er að gerast í útlöndum, leggja meiri rækt við þau dagblaðanna, sem segja erlendar fréttir, og hlusta á erlendar útvarpsstöðvar. Það er eins auðvelt að hlusta á erlendar stöðvar í nýtísku útvarpstækjum og ríkisútvarpið í útlöndum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.