Morgunblaðið - 19.02.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.02.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1986 Stjórnir verkalýðsfélaganna á Austurlandi: Fordæma brottrekstur formanns verkalýðsfé- lagsins úr kaupfélaginu Egilsstöðum 18. febrúar. STJÓRNIR stéttarfélaga á Austurlandi komu saman til fundar í Valaskjálf á Egilsstöð- um um helgina. Til fundarins komu um 50 manns á svæðinu á milli Vopnafjarðar og Breið- dalsvíkur. Á dagskrá fundarins var meðal annars brottrekstur formanns Verkalýðs- og sjó- mannafélags Fáskrúðsfjarðar úr Kaupfélagi Fáskrúðsfirð- inga og samþykkti fundurinn að fordæma hana. Ályktunin var svohljóðandi: „Fundur stjórna stéttarfélaga á Akureyri: Slasaðist Austurlandi haldinn í Valaskjálf 15. febrúar 1986 fordæmir að- gerðir stjómar og framkvæmda- stjóra Kaupfélags Fáskrúðsfirð- inga gegn formanni Verkalýðs- félags og sjómannafélags Fá- skrúðsfjarðar. Fundurinn telur að nái gerræðislegar aðferðir Kaup- félags Fáskrúðsfirðinga tilgangi sínum sé opin leið til skipulegra árása vinnuveitenda á einstaka forystumenn verkalýðshreyfing- arinnar fyrir það eitt að fram- kvæma samþykktir sinna stéttar- félaga. Fundurinn skorar á stjóm Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga að draga brottrekstur formanns Verkalýðs- og sjómannafélags Fáskrúðsfjarðar til baka. Verði stjóm Kaupfélags Fáskrúðsíjarð- ar ekki við því skorar fundurinn á miðstjóm ASI að láta málið til síntaka." — Ólafur Lærbrotnaði um borð í Viðey Morgunblaðið/Júlíus HÁSETI á togaranum Viðey RE lærbrotnaði í gær þegar togarinn var á veiðum á Reykjaneshrygg. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, sótti hásetann og var hann fluttur á slysadeild Borgarspítal- ans. Myndin var tekin þegar maðurinn var fluttur úr þyrlunni. á æfingn Akureyri, 18. febrúar. FÉLAGI í hjálparsveit Skáta á Akureyri slasaðist á laugar- daginn á Súlumýrum er sveitar- menn voru þar á björgunaræf- ingu. Óhappið varð með þeim hætti að Baldvin Stefánsson ók á snjósleða fram af snjóhengju og mun snjóblinda hafa valdið þvi að hann sá ekki hengjuna. Talstöð vélsleðans eyðilagðist og gat Baldvin því ekki kallað á félaga sína sér til hjálpar. En hann hafði neyðarblys meðferðis og gat notað það. Blysið sást og komu félagar Baldvins honum til hjálpar. Baldvin var fluttur á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri. Hann er fótbrotinn með brákaðan hrygg og smávægilega áverka að auki. Vélsleðinn er ónýtur. Seltjarnarnes: Brotist inn í apótekið TVEIR ungir menn voru hand- teknir í fyrrinótt eftir að hafa brotist inn í apótekið á Seltjarn- arnesi. Þeir voru teknir í kjölfar innbrotsins skammt frá og höfðu komist yf ir skiptimynt. OPEL RECORD 1 bíll eftir OPEL KADETT 3 bílar eftir Nýjung í bílaviðskiptum á íslandi ^KAUPLEIGA reglulega af ölmm fjöldanum! ENGIN ÚTBORGUN Bílvangur býður nú fjórar tegundir af OPEL '85 eða ársfjórðungslegum til allt að fjögurra ára. á sérlega hagstæðu verði og NÝJUM GREIÐSLU- Nánari upplýsingar veita sölumenn okkar að KjÖRUM-KAUPLEIGU. EHöfðabakka 9 eða í síma 687300. Nú eiga menn völ á mánaðarlegum greiðslum BiLVANGURsf? I HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.