Morgunblaðið - 19.02.1986, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 19.02.1986, Qupperneq 9
iMi H A.UHíia-5 .Qt'HlIí.)A«?.U aíVUlK .MUJHW fíHJOM MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR1986 £S Öllum þeim sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum, á 80 ára afmceli minu, sendi ég mínar innilegustu þakkir. Lifið heil. Dagbjört Níelsdóttir, Stykkishólmi. Elskulega frœndfólk og vinir hjartans þakkir fyrir hlýhug, stórgjafir og kveðjur. Sérstakar þakkir til Skagfirðingafélagsins fyrir höfðing- lega veislu og virðingu mér sýnda á 80 ára afmceli minu 11. febrúar sl. Stefana Guðmundsdóttir. Margar stærðir af veggklukkum. Tilvalið á stóra vinnustaði, skóla o.fl. Sendum ípóstkröfu. Garðar Glafssort úrsmiður, Lækjartorgi, sími 10081 „Baráttudagar gegn ríkisstjórninni** Alþýðubandalagið gekkst fyrir „baráttu- dögum gegn ríkisstjórninni", sem auglýstir vóru með brauki og bramli en runnu algjör- lega út í sandinn. Fá dæmi eru um flokks- pólitíska áróðursherferð, sem klúðrað hefur verið jafn rækilega. Staksteinarfjalla lítillega um þetta efni í dag - sem og baksvið „baráttudaganna". Ágreiningnr í farteskinu Skoðanakannanir síð- ustu misseri sýna að Alþýðubandalagið er í öldudal, hvað almenna tiltrú varðar. Þessu veld- ur tvennt öðru fremur. f fyrsta lagi hefur Al- þýðubandlagið setið átta ár ( ríkisstjómuni síðast liðinn hálfan annan ára- tug — og ber stjómar- farsiega ábyrgð á verð- lags-, launa- og kaup- máttarþróun bróðurpart þessa tímabils. í annan stað hefur það logað i innbyrðis átökum síðast liðin allmörg ár, sem mn. komu beriega í jjós á nýlegum landsfundi þess sem og við samsetningu framboðslista við kom- andi borgarstjómarkosn- ingar í Reykjavík. Það bendir margt til þess að ágreiningur hafi verið um „baráttudaga gegn rfkisstjóminni*1, hvort til þeirra skyldi efnt og einnig um skipu- lag þeirra. „Flokkseig- endur“, sem rætur eiga í Sósíaiistaflokki og þar áður Kommúnistaflokki, studdu hugmynd Æsku- lýðsfylkingarinnar um „baráttudagana", með fulltingi fiokksformanns- ins, en „andófshópurinn“ (sem kallar sjálfan sig „iýðræðiskynslóðina") hélt uppi efasemdum. Ráðamenn á Þjóðvilja ku hafa fylgt síðari hópnum. „Batátíudagamir“ áttu að höfða til laun- þega. Það mistókst. At- lagan fór út um þúfur út á við og oili ágreiningi inná við. Fyriferð „bar- áttudaganna“ Fyrirferð „baráttu- daganna“ i framkvæmd varð ekki mikii. Frásagn- ir af þeim fylitu heldur ekki síður Þjóðvi(jans. Ef fjölmenni hefði sótt þessar baráttusamkomur hefði Þjóðviljinn tíundað það ( myndbirtingum. Til þess kom hinsvegar ekki. Þess ( stað birti Þjóðvilj- inn forsíðumynd, ekki af baráttufundum sem halda átti ( öilum kjör- dæmum landsins, heidur af ræðumönnum flokks- ins, þar á meðal af Þjóð- vilja, brosandi framan i flokksformanninn. Kannski Þjóðviljaliðið hafi viljað sýna, að hann hafi orðið að athlægi með „baráttudögunum"? í texta með þessar mynd er haft eftir Sigiur- jóni Péturssyni, sem naumlega hélt velli i forvali Alþýðubandalags- ins í Reykjavík: „Þetta er upphafið að baráttunni fyrir sveitar- stjómarkosningarnar. Þær munu Kka snúast um ríkisstjómina, þvi fólk er í vigahug..." Sigurjón Pétursson, sem fer fyrir borgar- stjómarliði Alþýðu- bandalagsins, náði naum- lega marki ( forvali á heimavelli. Sá, sem nýtur takmarkaðs trausts i eigin flokksröðum, er ekki líklegur til stórræða utan þeirra. Það er sldlj- anlegt að hann vilji ekki láta borgarstjómarkosn- ingar snúast um borgar- mál, enda afrakstur hans og Alþýðubandalagsins á þeim vettvangi smásjár- efni. í Alþýðubandalaginu em allir dagar innbyrðis „baráttudagar", þar sem „sellur" og sérvizkuhóp- ar beija hver á öðrum. Slíkt tætingslið er lftt til forystu fallið. Það er hinsvegar fijálst að sinni axarskaftasmið. Verður samið um verð- bólgu? Allar götur frá 1971 hefur verðbólga verið margföld hérlendis mið- að við nágranna- og samkeppnislönd. Verð- bólgan hefur skekkt samkeppnisstöðu (s- lenzkrar framleiðslu, veikt rekstrarstöðu at- vinnugreina og brennt upp „kjarabætur" fólks. Hundrað gamalkrónur vóm steyptar ( eina ný- krónu, sem siðan hefur hriðhorast að kaupgildi og siglir harðbyri i smæð gftmnlltiAnunnflr. Það skiptir meginmáli um verðlagsþróun næstu misseri, hvem veg verð- ur staðið að kjarasamn- ingum, sem nú er að unnið. Verður samið um raunhæfar kjarabætur, sem taka mið af efna- hagslegum staðreyndum í þjóðarbúinu, - eða snú- ast samningamir um nýtt verðbólguskeið? Þórður Friðjónsson, hagfræðingur og ráðu- nautur ríkisstjómarinn- ar um efnahagsmál, ritar grein ( Snæfell, blað sjálfstæðisfólks á Vestur- landi. Þar segir ma: Jl fjölmörgum þróuð- um löndum hefur verð- bólgu nánast verið út- rýmt, verðlagshækkanir em þar óverulegar. Sem dæmi má nefna Þýzka- land, Sviss og Japan. I þessum löndum vóm verðlagsbreytingar um 2% ( fyrra og á síðustu mánuðum ársins mátti jafnvel sjá verðlagslækk- un rnilli mánaða. Víða annarsstaðar var verðbólga um eða innan við 5%, t.d. í Bandaríkj- unum, Danmörku, Nor- egi, Frakklandi og Bret- landi... í löndum OECD, sem við berum okkur gjaman saman við, er einungis eitt land, Tyrk- land, þar sem verðbólga er meiri en á íslandi. Þar var verðbólga á síðasta ári um 40%. Aðrar þjóðir í OECD búa við mildu lægri verðbólgu en ís- lendingar, jafvel ítalir og Spánveijar, sem löngum hafa átt við mikla verð- bólgu að stríða, náðu þeim áfanga á liðnu ári að koma verðbólgunni niður í eins stafs tölu.“ FtrirFullorðna Fjölbreytt, gagnlegt og skemmtilegt byrjendanámskeið fyrir fólk á öllum aldri Dagskrá: ★ Þróun tölvutækninnar ★ Grundvallaratriði við notkun tölva ★ Notendahugbúnaöur ★ Ritvinnsla með tölvum ★Töflureiknir ★ Gagnasafnskerfi ★Tölvurog tölvuval Leiðbeinandi: Dr. Kjartan Magnússon stærðfræðingur. Tími: 25. og 27. febr., 4. og 6. mars kl. 20—23. Ath.: Það borgar sig að læra á tölvu hjá Tölvufræðslunni. • Innifaldir í námskeiðsgjaldi eru fjölmargir æfingatímar. •Félagar í VR, BSRB og Starfsmannafélagi Reykjavíkur fá 10% afslátt á nám- skeiðaverði. Innritun í símum 687590 og 686790 Velkomin á tölvunámskeiA .v_/. Tölvufræðslan ÁrmúiaS6, Reykjavik. m

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.