Morgunblaðið - 19.02.1986, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 19.02.1986, Qupperneq 33
MORGUJÍBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1986 33 Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Aðstandendur sýningarinnar í Freyvangi. Þráinn Karlsson leikstjóri situr lengst til hægri. # •• Leikfélag Ongnlstaðarhrepps sýnir Kviksand í Freyvangi: Gamalt verk - en efni þess í umræðu í dag segir Þráinn Karls- son leikstjóri Akureyri, 18. febrúar. LEIKFÉLAG Öngulstaðahrepps og Ungmennafélagið Árroðinn frumsýndu síðastliðið föstudags- kvöld bandaríska leikritið Kvik- sand eftir Michael V. Cazzo. Þýðandi er Ásgeir Hjartarson, Þráinn Karlsson er leikstjóri og hannar einnig leikmynd. Kvik- sandur fjallar um áhrif eiturlyfja á einstakling, Jonna Pope, á heimili hans og fjölskyldu. „Leikritið gerist í gömlu borgar- hverfi í New York, við látum það gerast 1950. Þetta er um ungt fólk sem lendir fyrir duttlunga tilver- unnar í eiturlyfjum, spurningar vakna um það hver er orsakavaldur- inn, af hveiju einn lendir í þessu frekar en annar,“ sagði Þráinn Karlsson, leikstjóri, í samtali við Morgunblaðið í tilefni frumsýning- arinnar. Þráinn sagði verkið margslungið. „Inn í það fléttast ást bróður á bróð- ur, samskiptaleysi hjónanna og uppeldi þessa tíma, svo eitthvað sé nefnt. Þó leikritið sé gamalt er efni sýningarinnar í umræðu í dag,“ sagði Þráinn. Leikritinu var mjög vel tekið á frumsýningu, leikendum og leik- stjóra var ákaft fagnað. Önnur sýn- ing var á sunnudagskvöld og næstu sýningar verða í Freyvangi á föstu- dags-, laugardags- og sunnudags- kvöld. Jonna Pope, sem lendir í eiturlyfj- um, leikur Stefán Guðlaugsson, konu hans Celiu leikur Anna Ringsted, Polo bróður hans leikur Jóhann Jóhannsson og föður þerria Polo (Jóhann Jóhannsson) róar bróður sinn Jonna (Stefán Guðlaugs- son). Faðir þeirra Jón (Leifur Guðmundsson) í baksýn. Eiturlyfjasalinn „Mamma“ (Arni Sigurðsson) þjarmar að Jonna. Honum til aðstoðar er annar fylgdarsveinanna (Birgir Jónsson). bræðra Jón Pope leikur Leifur Guðmundsson. Aðrir leikarar eru Árni Sigurðsson, sem fer með hlut- verk „Mömmu" eiturlyfjasalans, og aðstoðarmenn hans leika Birgir Jónsson og Stefán Ámason. Þá fer Jóhanna Valgeirsdóttir með hlut- verk Snúllu. Samhljóða niðurstaða Félagsdóms; Afgreiðslubann Dags- brúnar er ólöglegt BANN Verkamannafélagsins Dagsbrúnar á afgreiðslu vara til eða frá Suður-Afríku, sem tók gildi 14. nóvember i haust, hefur verið dæmt ólöglegt í Félagsdómi. Dómararnir fimm — þar með talinn sá sem skipaður er af verkalýðs- hreyfingunni — voru sammála um þessa niðurstöðu þegar dómurinn var kveðinn upp á mánudaginn. Dómnum er fagnað af Vinnuveitendasam- bandinu, sem höfðaði málið fyrir hönd Eimskipafélags ís- lands, en hann harmaður af Dagsbrún. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, sagði i samtali við blm. Morgunblaðsins í gær að líklegast væri að félagið beitti verkfalli til að koma í veg fyrir uppskipun og af- greiðslu vara frá S-Afríku. „Ef þeir láta dæma okkur aftur mun ég leggja til að þeir flytji til Suður-Áfríku og fái inni hjá hvíta minnihlutan- um þar,“ sagði Guðmundur. Ekki á færi stéttar- félags Forsendur dómsins verða ekki birtar fyrr en síðar í þessari viku en samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins byggist niðurstaða dómaranna á því, að ekki sé á færi stéttarfélags að hlutast til um hvaða störfum félagsmenn sinni hjá einstökum vinnuveitend- um; bann um að inna hluta af skyldustörfum sínum af hendi sé brot á kjarasamningi. Engin af- staða mun hafa verið tekin til forsendu Dagsbrúnar fyrir að- gerðum sínum, þ.e. kúgunar svarta meirihlutans í S-Afríku. Af hálfu Vinnuveitendasam- bandsins var þess krafist fyrir dómnum að bann Dagsbrúnar yrði dæmt brot á kjarasamningi félagsins og VSÍ fh. Eimskips. Fallið var frá kröfu um að Dags- brún yrði dæmd til greiðslu máls- kostnaðar. Það var fundur hafnarverka- manna í Sundahöfn sem sam- þykkti í októberbyijun áskorun til Dagsbrúnar um að sett yrði af- greiðslu-, innflutnings- og út- flutningsbann á vörur frá S-Afr- íku í Reykjavíkurhöfn. Trúnaðar- mannaráð Dagsbrúnar gerði samþykkt íjiessa veru 25. október og var VSI tilkynnt um þá sam- þykkt sama dag. Nokkrum dögum síðar mótmæli VSI banninu fyrir hönd Eimskipafélags íslands og 20. nóvember stefndi VSÍ málinu til Félagsdóms. Þá höfðu viðræður VSÍ og Dagsbrúnar ekki leitt til samkomulags. Glæpur gegn mannkyninu í greinargerð Atla Gíslasonar hdl., lögmanns Dagsbrúnar, sagði m.a. að bann Dagsbrúnar væri rökstutt út frá skráðum sem óskráðum reglum um almenn mannréttindi. „Meðal homsteina íslenskrar stjómskipunar séu ákvæði stjómarskrár íslands um tjáningar-, funda- og félagafrelsi. Enn ítarlegri ákvæði sé að finna í Mannréttindayfírlýsingu Sam- einuðu þjóðanna, sem íslendingar hafi samþykkt, þ. á m. um að engan greinarmun skuli gera milli manna vegna kynþáttar, litar- háttar, kynferðis, stjómmálaskoð- ana o.s.frv. Ennfremur séu Islend- ingar bundnir alþjóðasáttmála um vemdun mannréttinda og mann- frelsis. Þessum grunnreglum, yfirlýsingum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðastofnana um aðgerðir gegn Suður-Afríku verði íslendingar að fylgja eftir. Telur stefndi (þ.e. Dagsbrún, innsk. blm.) að ákvæði vinnulöggjafarinnar verði að víkja fyrir þessum grunnreglum. Vinnulöggjöfin megi aldrei verða til þess, að íslensk verkalýðsfélög geti ekki lagst gegpi kynþáttaað- skilnaðarstefnu, sem Sameinuðu þjóðimar hafi lýst sem glæp gegn mannkyninu. Verkamenn sem aðrir hafi fullan rétt á að neita að styðja slíka glæpi beint sem óbeint. Þá telur stefndi að tilgang- ur vinnulöggjafarinnar hafi aldrei verið sá, að koma í veg fyrir aðgerðir sem hér sé deilt um. Vísar stefndi einnig til neyðarrétt- arsjónarmiða í þessu samhengi." Valdið hjá Alþingi, ekki Dagsbrún Kristján Þorbergsson lögfræð- ingur flutti málið fyrir hönd VSÍ. Lokaorð hans í málflutningi fyrir Félagsdómi vom þessi: „í máli þessu er deilt um lög- mæti pólitískrar mótmælaaðgerð- ar, sem beint er gegn stjómvöld- um í Suður-Afríku. Aðgerð þess- ari er ekki ætlað að knýja á um lausn hagsmunaágreinings á vinnumarkaði, henni er ekki ætlað að knýja á um gerð kjarasamn- inga. Hlutverk stéttarfélaga er að gera kjarasamninga en hlutverk utanríkisráðherra og Alþingis er að framfylgja pólitískri utanríkis- stefnu landsmanna. Það er því á ákvörðunarsviði Alþingis að ijúfa viðskiptatengsl íslendinga og Suður-Afríkubúa, en ekki Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar. Skiljanlegt er, að mannrétt- indabarátta blökkumanna eigi sér hljómgmnn, en það háttemi að neita að sinna skyldustörfum sín- um, eða það háttemi stéttarfélags að fyrirskipa félögum sínum að bregðast hlýðnisskyldum, og trún- aðar- og starfsskyldum við vinnu- veitenda sinn, er hvorki eðlileg né heiðarleg aðferð við að veita útrás samúð sinni með mannrétt- indabaráttu hvar sem er í heimin- um.“ Félagsdóm skipa Ólafur St. Sigurðsson formaður, Gunnlaug- ur Briem yfirsakadómari, Bjöm Helgason hæstaréttarritari, Ami Guðjónsson hrl. og Gunnar Guð- mundsson hdl. XII. Reykjavíkurskákmótið Tapskák úr þriðju umferð Bandaríkjamaðurinn Karklins vann óvæntan signr á landa sín- um, Dlugu, í fyrstu umferð, en síðan hefur hann tapað tveim skákum. í þriðju umferð tefldi hann með svörtu gegn enska stórmeistaranum, Anthony Mil- es. Hvítt: Miles Svart: Karkling Drottningarindversk vöm 1. d4 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. Rf3 - b6, 4. Rc3 - Bb7, 5. a3 - d5, 6. cxd5 — Rxd5 Varkárari skákmenn leika hér 6. — exd5 7. Dc2 - Rxc3 Skákfræðin mælir með 7. — c5, sem gefur svarti jafnt tafl. 8. bxc3 — Dd5 Með þessum leik tapar svartur tíma, því hvítur leikur fyrst e3, og síðar eftir undirbúning e4. Eðlilegra var að leika 8. — Be7 ásamt 0-0 ogc7 — c5. 9. e3 — Rd7 Svartur hefði betur leikið Be7 ásamt 0-0. 10. Bd3 — c5, ll.e4 —Dc6 Svartur leggur höfuðið á högg- stokkinn. Hann gefur hvít tækifæri til að leika d4 — d5 með leikvinn- ingi. Skárra var 11. — Dd6. 12. d5 - NÚ opnast taflið og þar með allar línur að berskjölduðum svörtum kóngi. 12. — exd5, 13. exd5 — Dxd5, 14. Bg5 — Taflmennska Karklins gegn stigahæsta manni mótsins getur varla kallast annað en velheppnuð sjálfmorðstilraun. Hann er þegar varnarlaus, t.d. 14. — f6, 15. 0-0-0 0-0-0 16. Bf5 - Dc6, 17. Re5 - fxe5, 18. Bxd8 og riddarinn á d7 fellur einnig. 14. - c4, 15. Bf5 - Rc5, 16. Hdl - Dc6,17. De2+ - Re6,18. Rd4 og svartur gafst upp, því hann er varnarlaus eftir 18. — Dxg2, 19. Rxe6 — Dxhl+, 20. Kd2 — Dd5+, 21. Rd4+ og hvítur mátar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.