Morgunblaðið - 27.02.1986, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1986 7
Fjórir starfsmenn
Hagvangs hf.taka
við rekstrinum
FJÓRIR elstu starfsmenn Hagvangs hf. hafa keypt rekstur fyrir-
tækisins frá og með 1. mars. Nýju eigendurnir eru Gunnar
Maack, Reynir Kristinsson, Katrin Oladóttir og Þórir Þorvarðar-
son. Gunnar Maack hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri frá og
með 1. mars. Þeir Gunnar og Reynir áttu áður hlut í fyrirtækinu.
Morgunblaðið/Júlíus
Nýir eigendur Hagvangs hf. Sitjandi eru Katrín Óladóttir og
Gunnar Maack og fyrir aftan þau standa Þórir Þorvarðarson og
Reynir Kristjánsson.
Fyrirtækið Hagvangur hf. var
stofnað árið 1971 af 25 aðilum
sem hver um sig átti lítinn hlut.
Síðan bættust fleiri hluthafar við
og voru orðnir rúmlega 30. í lok
síðastliðins árs hófust umræður
um breytingar á eignaskiptingu,
sérstaklega aukna eignaraðild
starfsfólks, í kjölfar þess að Ólaf-
ur Öm Haraldsson framkvæmda-
stjóri sagði upp starfi sínu. Eftir
þær umræður var ákveðið að
þessir starfsmenn keyptu rekstur
fyrirtækisins. Nýju eigendumir
munu leigja húsnæði Hagvangs
við Grensásveg sem verður áfram
í eigu fyrri hluthafa.
Að sögn nýju eigendanna styrk-
ir reynsla starfsfólksins fyrirtæk-
ið. Því hljóti það að vera hagur
þess og styrkur að starfsfólk eigi
hlut í því. Til greina kemur að
fleiri starfsmenn eignist hlut í
Hagvangi hf. í framtíðinni. Hins
vegar er ekki gert ráð fyrir eigna-
raðild annarra en starfsmanna
fyrirtækisins. Eigendum, sem
hætta að starfa í fyrirtækinu,
verður gert skylt að selja sinn
hlut.
Engar breytingar em fyrir-
hugaðar á rekstri Hagvangs hf.
Það mun áfram annast rekstrar-
og stjómunarráðgjöf, sölu- og
markaðsráðgjöf, auk ráðningar-
þjónustu, bókhaldsþjónustu og
gerð skoðana- og markaðskann-
anna.
Njarðvík;
Smyglaður
bjór í fiski-
kössum
TOLLVERÐIR úr Keflavík og
Reykjavík lögðu hald á smygl-
varning um borð í togaranum
Guðmundi Einarssyni frá Hnífs-
dal við komu skipsins til Njarð-
víkur aðfaranótt miðvikudags-
ins.
Við leit um borð í togaranum
fundust 59 kassar af áfengum bjór,
sem voru faldir í fiskikössum í lest-
inni. Ennfremur fundust tvö mynd-
bandstæki falin í brú skipsins.
Nokkrir skipverja hafa játað aðild
sína að smyglinu.
Tollverðir hafa að undanfömu
leitað sérstaklega í fískiskipum,
sem komið hafa úr söluferðum frá
Bretlandi og Þýskalandi. Talsvert
hefur fundist af smyglvamingi við
þessa leit.
Guðmundur Hauksson
Haf narfj örður:
Guðmundur
Hauksson
ráðinn spari-
sjóðsstjóri
STJÓRN Sparisjóðs Hafnar-
fjarðar hefur ráðið Guðmund
Hauksson, viðskiptafræðing,
Háahvammi 1, Hafnarfirði, í
starf sparisjóðsstjóra. Er hér um
að ræða aðra sparisjóðsstjóra-
stöðuna af tveimur, hinni gegnir
Þór Gunnarsson.
Guðmundur lauk verslunarprófí
frá Verslunarskóla íslands árið
1968 og stúdentsprófí frá sama
skóla árið 1970, en nam utan skóla
til stúdentsprófs og starfaði þessi
tvö ár hjá Sölufélagi garðyrkju-
manna við skrifstofustörf.
Prófí frá viðskiptadeild Háskóla
íslands lauk Guðmundur í janúar
1976.
Fyrri störf Guðmundar hjá Seltj-
amameshreppi: Frá 1971 til 1.
sept. 1973, sem aðalbókari. Sveit-
arstjóri Vatnsleysustrandarhrepps
fram til 1. september 1976. Frá
1. sept. 1976 til 31. des. 1981
skrifstofustjóri Málningarvöru-
verksmiðjunnar Hörpu hf. í
Reykjavík, hafði á hendi skrif-
stofustjóm fyrirtækisins, fjármál
og sölu og markaðsmál. 1. janúar
1982 hóf Guðmundur störf hjá
Amarflugi hf. Fyrst sem forstöðu-
maður Hagdeildar og ári síðar sem
fjármálastjóri og staðgengill fram-
kvæmdastjóra.
INNLENT
)t
A
TÆKNILEG ÆVINTYRI
GERAST ENN
Þriöji ættliöurinn í Honda Civic Hatchback-línunni byggir á margra ára reynslu — en er samt
byltingarkenndur í tækninýjungum. Bíll, sem aörir bílaframleiöendur munu líkja eftir. Hann er sann-
arlega frábrugöinn öörum. Bíll, sem hlotiö hefur lof bílasérfræöinga, margföld verölaun fyrir formfeg
urö, góöa aksturseiginleika og sparneytni.
BILL, SEM VEKUR
ÓSKIPTA ATHYGLÍ.
Tæknilegar upplýsingar
Vél: 4 cyl. OHC-12 ventla þverstæð
Sprengirými: 1350 cc.
Hestöfl: 71 DIN.
Gírar: 5 eða sjálfskipt.
Viðbragð: 10,8 sek./100 km 1,31.
LxBxH: 3,81x1,635x1,34 m.
Hæð undir 1. punkt: 16,5 sm.
Verð frá kr. 461.000
door Hatchback
HONDAA'tSLANOf, VATNAGOROUM 24, SIMAR 38772 — 39460.