Morgunblaðið - 27.02.1986, Page 18
íá
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR1986
MÁLEFNIALDRAÐRA / Þórir S. Guðbergsson
Áfsláttur á síma og
sj ónvarpsgj öldum
Eitt af þeim atriðum sem aldr-
aðir spyija gjama um er niðurfell-
ing á afnotagjaldi síma og sjón-
varps.
Því miður gilda hér tvenns
oknar reglur sem fólk á oft erfitt
með að átta sig á. Ég skrifa „því
miður", þar sem mér finnst eðli-
legast að samræma þessar reglur
þannig að þeir aldraðir sem á
annað borð eiga rétt á þesari
niðurfellingu þyrftu ekki að sækja
um hana. Reglumar em eftirfar-
andi:
1. Þeir aðilar sem njóta fullrar
og óskertrar tekjutrygging-
ar hjá Tryggingastofnun
rikisins geta sótt um niður-
fellingu á afnotagjaldi á
síma á næstu póst- og sím-
stöð.
Þeir sem hafa engin eftirlaun
eða aðrar tekjur en frá al-
manna tryggingum geta sótt
um og eiga skilyrðislausan rétt
á óskertri tekjutryggingu. Hafí
hinn aldraði hins vegar önnur
laun eða tekjur getur hann sótt
um tekjutryggingu sem skerð-
ist eftir ákveðnum reglum.
Skerðist hins vegar tekju-
trygging þó ekki sé nema
um 5 krónur er tilgangslaust
að sækja um niðurfellingu á
afnotagjaldinu þar sem ekkert
tillit er tekið til aðstæðna svo
sem veikinda eða annars auka-
kostnaðar sem til fellur. Ein-
„Detti einhverjum líf-
eyrisþega í hug að
borða að meðaltali eitt
gróft brauð á dag og
tvo lítra af mjólk (eða
samsvarandi í mjólk-
urvörum) kostar það
um 38.220 krónur yfir
árið.
Sá sem hefur um
17.000 krónur frá
Tryggingastofnun
ríkisins á mánuði þarf
því að greiða tvenn
mánaðarlaun fyrir eitt
brauð á dag og tvo
lítra af mjólk.
ungis er spurt um það hvort
viðkomandi aðili hafí óskerta
tekjutryggingu.
2. Þeir aðilar sem njóta heim-
ildaruppbótar eða uppbótar
á lífeyri frá Trygginga-
stofnun ríkisins geta fengið
á því staðfestingu og sótt
um niðurfellingu á afnota-
gjaldi sjónvarps og útvarps.
Þeir sem þurfa skv. læknisráði
að nota lyf og vera undir stöð-
ugu lækniseftirliti, njóta dýrr-
ar meðferðar, þurfa að taka
leigubifí-eiðar að staðaldri
v/hreyfíhömlunar, greiða háa
húsaleigu o.s.frv. geta sótt um
uppbót á lífeyri til Trygginga-
stofnunar ríkisins. Einungis
þeir sem hafa uppbót á lífeyri
geta sótt um niðurfellingu á
afnotagjaldi sjónvarps og út-
varps.
í árslok 1983 voru íbúar á ís-
landi, 67 ára og eldri, 20.796.
Skv. árbók Reykjavíkur voru
Reykvíkingar, 67 ára og eldri,
9.816 eða um 11,27% af öllum
íbúum Reykjavíkur.
Skv. upplýsingum frá Trygg-
ingastofnun ríkisins voru 8.198
íbúar á íslandi, 67 ára og eldri,
sem nutu óskertrar tekjutrygg-
ingar árið 1983. Af þeim hópi
voru það um 3.292 Reykvíkingar
sem nutu þá óskertrar tekjutrygg-
ingar.
Póstur og sfmi fá sendan lista
frá Tryggingastofnun ríkisins yfír
alla þá sem hafa fulla og óskerta
tekjutryggingu og síðan fara sér-
stakir starfsmenn hjá Pósti og
síma yfír viðkomandi lista og fella
dóma sína skv. nýjustu upplýsing-
um.
En dæmið er því miður ekki
ætíð svona einfalt. Komi það nú
fyrir áð einhver íbúi landsins
(hann verður að vera 67 ára
eða eldri) fari á sjúkrahús og
dveljist þar 4 mánuði eða leng-
ur samtals á síðastliðnum 24
mánuðum þá falla bætur hans
niður frá almanna tryggingum
5 mánuðinn og síðan eftir það
meðan hann dvelst á sjúkra-
húsi!
Um leið og bætumar falla
niður, fellur hann einnig út af lista
yfír þá sem njóta fullrar tekju-
tryggingar. Svo gæti því farið að
auk ýmissa annarra reikninga bíði
hans reikningur frá Pósti og síma
þegar heim kemur eftir e.t.v.
langa og erfiða sjúkdómslegu.
Lífíð er stundum ...
Nú eru um 40% allra íbúa
landsins, 67 ára og eldri sem
njóta óskertrar telgutrygging-
ar. Það þýðir einfaldlega að um
40% af lífeyrisþegum á íslandi
hafa nánast engin eða sáralítil
laun umfram bætur almanna
trygginga. Detti því einhveijum
landanum í hug sem hefur um
17.000 krónur í mánaðarlaun
frá Tryggingastofnun ríkisins
að borða eitt brauð á dag og
drekka tvo lítra af nýólk (eða
kaupa mjólkurvörur), þá kostar
það um 38.220 krónur á ári eða
meira en tvenn mánaðarlaun!
Ég álít að sérfræðingar væru
snöggir að reikna út hvað það
kostaði yfírvöld að samræma
þessar reglur og fella niður sjálf-
krafa afnotagjald á síma og sjón-
varpi þeirra sem eiga rétt á því.
Sennilega mundi það spara mörg-
um lífeyrisþeganum fjölda spora
og óþarfa áhyggjur og öðrum
mikla vinnu.
VILTU PRÓFA EITTHVAÐ NÝTT
r
SÓLVEIG
§ K0MDU ÞA TIL 0KKAR
S VIÐ KENNUM
M
<
"*BJÓÐUM UPP Á SAUNA, NUDDPOTT, LJÓS OG STURTUR
|OG SKEMMTILEGA SETUSTOFU.
JAZZ—LEIKFIMI: FYRIR KONUR A ÖLLUM ALDRI
MIS ERFIÐIR TÍMAR:
JAZZ-DANS: SPENNANDI TÍMAR ALLTAF
EITTHVAÐ NÝTT.
JAZZ-BALLET: ERFIÐ OG MARKVISS ÞJÁLFUN
FYRIR STRÁKA OG STELPUR.
HÁMARKSFJÖLDI
15 ÍTÍMA. INNRITUN
HAFIN ÍSÍMA13880
FRÁKL. 10-12OG
15—22 ALLA DAGA
JENNY
JAZZ SP0RÍÐ
HVERFISGATA 105 SÍMI:13880
ERUM A BESTA STAÐ I BÆNUM
VIÐ HLEMM. NÆG BÍLASTÆÐI.
HÖFUM 0PIÐ
HÖFUM OPNAÐ FLEIRITÍMA
ALMENNRI MÚSIKLEIKFIMI
MORGUN—DAG—OG
EFTIRMIÐDAGSTÍMAR
ALLTAF HEITT
ÁKÖNNUNNI
Morgunblaðið/BjÖm
Ólafur Þór Jónsson og Magnús Ingólfsson smidir á verkstædi sínu.
Vopnafirði:
Nýtt fyrirtæki
í tréiðnaðinum
Vopnafirði, 18. febrúar.
SNEMMA í vetur var stofnað hér
á Vopnafirði nýtt fyrirtæki i
tréiðnaði og heitir „Ólafur og
Magnús sf.“. Eigendur eru tveir,
Ólafur Þór Jónsson og Magnús
Ingólfsson.
Fréttaritari ræddi stuttlega við
þá á dögunum og spurði þá um
fyrirtækið, aðdragandann að stofn-
un þess og fleira. Það má segja að
upphafið að stofnun fyrirtækisins
hafí verið er við keyptum saman
svolítið af verkfærum fyrir um það
bil 3 árum, en þá vorum við báðir
að byija að byggja. Við fórum svo
að taka að okkur smá verkefni fyrir
fólk sem síðan þróaðist út í fleiri
og stærri verk. í haust sl. var smíði
fyrir aðra farin að taka svo mikinn
tíma að við ákváðum að fara út í
þetta sem aðalstarf og höfum ekki
séð eftir því enn sem komið er,
enda nóg verið að gera og næg
verkefni framundan.
Um verkefnin sögðu þeir að
mikið væri um smíði á útihurðum
og fataskápum um þessar mundir,
en fyrirtækið mun einnig taka að
sér flísalagnir og fleira í þeim dúr.
Þeir Olafur og Magnús sögðu að
tíminn yrði að leiða í ljós hvemig
gengi og auk þess sem að framan
er talið yrðu þeir að taka að sér
alla almenna smíðavinnu nánast
sama hvað það væri og orðum sín-
um til áréttingar bentu þeir frétta-
ritara á trillubát sem þeir hafa
tjaldað yfír úti fyrir verkstæðinu
hjá sér og eru að gera upp.
Aðspurður um það hvort Ólafur
og Magnús sf. hugsaði sér að
auglýsa í næsta nágrenni svo sem
á Bakkafírði og Þórshöfn með verk-
efni í huga, sögðu þeir að það kæmi
vel til greina að athuga þau mál
þegar lengra liði og betur væri
hægt að gera sér grein fyrir hver
stöðugleikinn yrði og hvemig hlutur
þeirra héldist á markaðinum hér
heima, en þess má geta að á staðn-
um eru fyrir tvö trésmíðaverkstæði.
B.B.