Morgunblaðið - 27.02.1986, Page 30

Morgunblaðið - 27.02.1986, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR1986 Norsk vopn finnast hjá IRA Osló, 26. febrúar. Frá J.E. Laure. VOPN frá norska hemum hafa fundist hjá Irska lýðveldishem- um i íriandi. Vopnum þessum var stolið úr vopnageymslum norska hersins í Vestby, sem er skammt utan við Osló, árið 1984. Fyrir um það bil mánuði framkvæmdi írska öryggislögreglan leit á þrem stöðum í lrlandi og vom þá rúmlega 120 skotvopn gerð upptæk ásamt 80 þúsund skotum. Flest skotvopnin voru frá Rúss- landi en einnig fundust 10 rifflar frá norska hemum. Hundrað riffl- um og um 20 þúsund skotum var stolið úr vopnageymslum norska hersins í Vestby hinn 1. maí árið 1984. Er talið víst að hér sé um sömu vopnin að ræða og óttast að ÍRA hafí enn um 90 norska her- riffla undir höndum. Rannsóknar- lögregan í Noregi hefur nú hafið rannsókn til að komast að því hvemig vopnin komust til írlands. Frakkland: Hóteleigandi vill losna við Duvalier Talioires, Frakklandi, 25. febrúar. AP. EIGANDI hótels S Tallores, þar sem Jean-Claude Duvalier hefur búið ásamt föruneyti sinu að undanfömu, hefur krafist þess fyrir dómstólum að Duvalier verði látinn fara af hótelinu. „Ég get ekki haldið uppi eðlilegum rekstri og veitt gestum mínum þjónustu eins og skyldi meðan Duvalier dvelur á hótelinu,“ segir eigandinn, Jean Tiffenat. Duvalier hefur einnig leitað til dómstóla og krafist þess að frönsk stjómvöld virði persónufrelsi sitt og fjölskyldu sinnar og gefur í skyn að leyniþjónustumenn hafi valdið sér ónæði. Duvalier kom til Frakk- lands hinn 7. febrúar ásamt föm- neyti sínu og lýstu þarlend stjóm- völd því þá yfir, að hann yrði að hverfa frá Frakklandi þegar annað ríki veitti honum landvistarleyfí. Ekkert land hefur enn lýst vilja til að taka við honum. Fabius, forsæt- isráðherra Frakklands, gagnrýndi Bandaríkjamenn á sunnudag fyrir að veita Duvalier ekki Iandvistar- leyfi. „Við höfum ekki í hyggju að hafa hann," bætti Fabius við. „Og því fyrr sem hann fer, því betra." ítalir vonast eftir því að meirihluti kjósenda hafni breytingunum. Vegna þess að ítalir vilja langtum nánari og meiri samvinnu EB- landanna en gert er ráð fyrir í tillögunum. Flokkslínur ráða þar engu. En segi Danir nei verður að hefja samninga alveg upp á nýtt. Erfiðleikar jafnaðarmanna Margir erlendir stjómmála- menn hafa sagt að það myndi verða til að grafa undan samskipt- um Danmerkur við hin EB-löndin ef meirihluti hafnar breytingartil- lögunum. En innan ríkja banda- lagsins gera menn sér grein fyrir því að afstaða jafnaðarmanna er sprottin af ágreiningi innan flokksins og á sér ýmsar orsakir. Margir þekktir stjómmálamenn úr röðum jafnaðarmanna, einkum af eldri kynslóðinni, hafa ekki viljað beygja sig undir flokksag- ann og greiða atkvæði gegn breyt- ingartillögunum. Þeir hafa ekki dregið dul á að þeir styðja þær. Þar á meðal em nokkrir ráðherr- Danir kjósa um EB í dag: Verða breytingartil- lögnrnar samþykktar? Kaupmannahöfn, 26. febrúar. Frá Ib Björnbæk, fréttaritara Morgnnblaðsins. NIÐURSTÖÐUR flestra skoðanakannana benda til að meirihluti danskra kjósenda segi já I þjóðaratkvæðagareiðslunni um breyt- ingar á Rómarsáttmálanum, sem er grundvöllur aðildarinnar að Evrópubandalaginu. Síðustu Gallup-skoðanakannanir voru birtar í Berlinske Tidende á þriðjudag. Þar kemur fram að 62% mimi styðja breytingamar og 38 ætli að segja nei. Þetta eru mjög áþekkar tölur og voru á sínum tima niðurstöður atkvæðagreiðsl- unnar sem síðan leiddu til aðildar Dana að EB. Það er vinstrivængurinn í dönskum stjómmálum sem er andsnúinn samvinnunni og þátt- tökunni í Evrópubandalaginu en Jafnaðarmannaflokkurinn á í hinum mestu erfiðleikum. Innan flokksins og einnig innan verka- lýðshreyfíngarinnar ríkir óeining um neikvæða afstöðu meirihluta þingmanna Jafnaðarmanna- flokksins. Jafnaðarmenn eru ekki á móti aðild að Evrópubandalaginu en eru hins vegar á móti því að samvinna verði aukin. Jaftiaðar- menn segja að þetta sé fyrsta skrefið að Bandaríkjum Evrópu og að meiri völd safnist í hendur Evrópuþingsins. Þeir eru einnig á móti því að sú regla verði afnumin að atkvæðagreiðsla innan ráð- herranefndar band^lagsins verði að vera samhljóða til að mál öðlist gildi. Samkvæmt breytingartil- lögu á einfaldur meirihluti að ráða. Margir jafnaðarmenn líta einnig svo á að ýmis innanríkis- mál, t.d. umhveifis- og atvinnu- mál, færist á hendur EB og að bandalagið muni ráða stefnu í dönskum skattamálum. Þeir sem eru fylgjandi breyt- ingunum segja að jafnaðarmenn séu að mála skrattann á vegginn. Fylgjendur breytinganna stað- hæfa að í hinum Eb-löndunum geti enginn, og heldur ekki jafnað- armenn í þeim löndum, botnað í neikvæðri afstöðu danskra jafnað- armanna. í Hollandi er til dæmis litið svo á að breytingamar muni vera smáríkjum mjög hagstæðar. Þá segja þeir, sem styðja breyt- ingamar, að þær feli í sér merki- legt frumkvæði um að hvers konar viðskiptahindranir hverfí milli EB-landanna. Raunin hefur verið sú að á seinni ámm hafa verið sett alls konar höft sem gera viðskipti og flutning á vömm mjög flókinn, landa í millum. Það verði til stórra bóta fyrir Danmörku að þessu verði breytt. Síðan Danir gengu EB árið 1972 hafa viðskipti þess ekki aukizt í prósentum talið við hin löndin í EB. Breytingar samþykkt- ar annars staðar Danmörk er hið eina aðildar- ríkjanna tólf sem hefur látið í ljós andstöðu við breytingamar. Það hefur tekið mörg ár að ganga frá þessum tillögum og einatt hefur verið leitað ýmiss konar málamiðlunar. Níu landanna hafa þegar skrifað undir þær, en Grikkjum virðist finnast að þeir geti verið þekktir fyrir að skrifa undir fyrr en Danir hafi gert það. ar. Á því er enginn vafí að eftir atkvæðagreiðsluna mun Jafnað- armannaflokkur Danmerkur nán- ast vera í sámm og menn velta fyrir sér hver framvindan verði ef afdráttarlaus meirihluti greiðir breytingartillögunum atkvæði. Staða leiðtoga flokksins, Ankers Jörgensen, mun óumdeilanlega verða veikari. Það er ekki ljóst hversu iengi hann getur setið í formannssæti, en vera kynni að það yrði honum til bjargar um hríð að enginn augljós arftaki er í sjónmáli. Á vinstrivængnum í dönskum stjómmálum vonast menn til að jafnaðarmenn og vinstriflokkamir geti fært sér málið í nyt; ef tillög- umar verði felldar gætu stjómar- skipti komið til greina. Aftur á móti bendir ekkert til að svo verði. Poul Sehluter, forsætisráðherra, valdi einnig réttan tíma þegar hann ákvað þjóðaratkvæða- greiðsluna og sumir spá því að þetta muni styrkja stöðu stjómar- innar og Schluters sérstaklega um langa framtíð. ÓKEYPIS * ÓKEYPIS • ÓKEYPIS • ÓKEYPIS • ÓKEYPIS • ÓKEYPIS • ÓKEYPIS HEIMSENDINGARÞJÓNUSTA Á LYFJUM OG SNYRTIVÖRUM laugavegs APÓTEK SÍMI24045 THORELLA midas

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.