Morgunblaðið - 27.02.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR1986
Alltáfloti
Yfirlitsmynd frá þorpinu Guerneville við
Russaá i Kaliforaíu. Allar götur voru undir
vatni og fiæddi inn í hvert hús er áin bólgnaði
í miklu vatnsviðri í Vesturríkjum Bandaríkj-
anna á dögunum. Yfirborð árinnar varð 199
fet, eða 5,80 metra yfir flóðhæð. Um 600 manns
lentu í erfiðleikum vegna flóðanna og var
bjargað á brott í þyrlum.
Tveir menn flýðu
til V-Þýzkalands
Hannover, 26. febrúar. AP. ^
TVEIR Austur-Þjóðveijar flýðu
yfir hin rammgerðu landamæri
í nótt og báðu um hæli sem póli-
tískir flóttamenn i Vestur-Þýska-
landi.
Gífurlegur kuldi var i nótt er
mennirnir tveir, sem eru 22 og 25
ára, flýðu. Tókst þeim að komast
yfír landamærin án þess að vopnað-
ir verðir yrðu þeirra varir. Lögregla
hefur samkvæmt venju ekki viljað
skýra nánar frá flóttanum né
ástæðum hans.
Frakkland:
„Þrír menn og kista“
valin kvikmynd ársins
Parfs, 24. febrúar. AP.
KVIKMYNDIN „Trois hommes
er un couffin" (Þrír menn og
kista) hefur verið kosin besta
franska kvikmyndin á hinni ár-
legu Cesar-verðlaunahátíð.
Mjmdin var yalin besta erlenda
kvikmyndin er Óskarsverðlaun voru
afhent í fyrra í Hollywood, en hún
hlaut einnig Cesar-verðlaun fyrir
bestan leik og bestu leikara í auka-
hlutverkum.
Cesar-verðlaunin fyrir bezta
kvikmyndaleik ársins hlaut Christ-
opher Lambert fyrir leik sinn í
„Subway". Sandrine Bonnaire hlaut
verðlaun sem bezta leikkona ársins
fyrir leik sinn í kvikmyndinni „Sans
Toit ni Loi“ eða „Ekkert þak, engin
lög...“, mynd Agnesar Varda, sem
sýnd var á kvikmyndahátíð kvenna
í Reykjavík í október sl.
HATlÐARTILBOa
FRA PANASONIC
Tvö ný stórglæsileg litsjónvarpstæki á einstöku HÁTÍÐARTILBOÐSVERÐI í tilefni af framleiðslu
EITT HUNDRAÐ MILLJÓNASTA PANASONIC sjónvarpsins. TILBOÐ SEM EKKIVERÐUR ENDURTEKIÐ
TC-2051
20 tommu meö fjarstýringu
HÁTÍÐARTILBOÐ
AÐEINS 38.850.
TC-2655
26 tommu meö fjarstýringu
HÁTÍÐARTILBOÐ
AÐEINS 53.800.
JAPIS
BRAUTARH0LT 2 SÍMI 27133
■s
t