Morgunblaðið - 27.02.1986, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1986
45
KK-húsið í Keflavík. Þar er
Sjávargullið til húsa, auk
skemmtistaðar. Þann 14. mars
verður nýr skemmtistað-
ur opnaður í húsinu.
nýi skemmtistaðurinn verður opnaður
verður nafninu breytt. Auglýst hefur
verið eftir hugmyndum um nafn á
staðinn og eru vegleg verðlaun í boði.
Þegar allur reksturinn verður
kominn í gang munu 75 manns starfa
við fyrirtækið, sem verður þá eitt af
stærri fyrirtækjum í Keflavík.
E.G.
„Sjávargullið“, nýr matsölustaður
Vogtim, 24. febrú&r.
NÝR MATSÖLUSTAÐUR var opnaður í Keflavík fimmtudaginn 20.
febrúar sl. Heitir staðurinn „Sjávargullið" og verður matseðillinn aðal-
lega byggður upp á sjávarréttum.
„Sjávargullið" er í KK-húsinu að
Vesturbraut 17, í glerbyggingu og
verður staðurinn eingöngu opinn á
kvöldin frá kl. 18 alla daga vikunnar.
Það er Veisla hf. sem rekur staðinn,
og sagði Ragnar Öm Pétursson hjá
Veislu hf. að reynt yrði að hafa
breytilegan matseðil frá degi til dags.
Veisla hf. er að verða eitt af stærri
fyrirtækjum í Keflavík, en fyrirtækið
hóf starfsemi árið 1983, með rekstri
skemmtistaðar á efri hæðinni í
KK-húsinu með vínveitingaleyfi fyrir
opna dansleiki um helgar og árs-
hátíðir. Skemmtistaðurinn rúmaði
300 manns. Nú hefur nýr matsölu-
staður verið opnaður i viðbyggingu á
neðri hæðinni. Þann 14. mars nk.
opnar nýr skemmtistaður á neðri
hæðinni fyrir 800 manns. Fram-
kvæmdir standa yfir við innréttingar
staðarins. Þessi staður rúmar hátt í
400 manns í sæti. Þar verða dansleik-
ir um helgar með skemmtiatriðum.
Salurinn er tilvalinn fyrir stórar árs-
hátíðir. í húsinu sjálfu verður hægt
að taka hátt í 500 manns í mat.
Samningaviðræður standa yfir við
erlenda skemmtikrafa, er munu
skemmta í nýja skemmtistaðnum í
vor og svo aftur í haust. Sagði Ragnar
Öm að þar væm ýmis þekkt nöfn,
sem ekki væri hægt að greina frá
að svo stöddu.
Undanfarin ár hefur staðurinn
vérið kallaður KK-húsið, en þegar
Úr matsal Sjávargullsins.
Pennavinir
Tólf ára norsk stúlka með marg-
vísleg áhugamál. Skrifar á ensku,
dönsku og sænsku auk norsku:
Hege Hovd,
7612 Ytteroy,
Norway. v
Frá Austur-Þýzkalandi skrifar
frímerkjasafnari, sem vill eignast
íslenzk frímerki. Hann getur ekki
um aldur sinn og skrifar bréf sitt
á þýzku:
Erwin Fiedler,
1804 Lehnin/Brdbg.,
O.Nuschkeplatz 06,
East-Germany.
Frá Portúgal skrifar 24 ára
stúlka, sem stundar nám í tungu-
málanám í háskóla í Lissabonn. Hún
skrifar á ensku, frönsku, þýzku,
ítölsku eða spænsku ef með þarf:
Ana Parra,
Rua Conde de rio Maicr, 16,
4 Asquerdo,
Alges,
P-1495 Lisboa,
Portugal.
Sextán ára japönsk stúlka með
áhuga á tónlist o.fl.:
Aki Hora,
1-4-401 Omiya 2 chome,
Chuo-ku Fukuoka City,
810 Japan.
Fjórtán ára belgískur strákur,
sem vill eignast íslenzka pennavini.
Hann getur ekki áhugamála en
kveðst skrifa á ensku:
Gaetan Horlin,
Rue de Wasmes 147,
B-7300 Quaregnon,
Belgium.
ÚR ÞYKKVABÆNUM
-ÞEIM MÁTTU TRHYSTA!
ÞYKKVABJBJARKARTÖFLUR
-AT.T.TflF Í SÉRFLOKKIÁ ÖLLUM ÁRSTÍMUM
Til þess að það sé mögulegt þurfa kartöflurnar
að njóta bestu hugsanlegra geymsluskilyrða þar til að pökkumog dreifingu til neytenda kemur.
Dreifingin þarf að vera ör og gæta verður þess að kartöflurnar verði fyrir sem minnstu hnjaski frá pökkun í pott neytenda.
Þetta vita kartöflubændur Þykkvabæjar.
FLOKKUN OG PÖKKUN
Kartöflurnar eru flokkaðar eftir stærðum og tegundum, þvegnar og þurrkaðar áður en þeim
er pakkað í eins, tveggja og þriggja kílóa umbúðir.
HELGARBOLIAR
Fallegar kartöflur,
jafnar að stærð.
Fyrirtaks helgarmatur.
PARÍSARKARXÖFIXJR
Fremur smáar, gullauga
eða rauðar íslenskar.
Þær albestu brúnaðar.
SUÐUKARTÖFUJR
Kartöflur af millistærð
til daglegrar neyslu,
gullauga eða rauðar íslenskar.
BÖKUNARKARTÖFLUR
Stórar Bintjekartöflur
henta vel til bökunar og glóðunar t.d. á opnum
eldi (útigrilli).
I
NÝJAR UMBÚÐIR ÚTILOKA
SKAÐLEG ÁHRIF SÓLARIJÓSSINS
Kartöflur eru viðkvæm vara og þola illa viðbrigðin
frá dimmu jarðhýsinu til dagsbirtunnar.
Einmitt þess vegna er grunnlitur pokanna fölgulur en sá li
dregur stórlega úr skaðlegum áhrifum sólarljóssins.
UPPSKKIFT í POKAHORNINU!
Næstu tvær vikur muntu finna nýstárlegar uppskriftir
af fljótlöguðum kartöfluréttum í tveggja kílóa
pokunum úr Þykkvabænum.
Hvernig væri að prófa eina strax.
Já þeir kunna að fara með kartöflurnar, bændurnir
í Þykkvabænum. Því getum við treyst.