Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 65. tbl. 72. árg. FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1986 Prentsmiðja Morgrinblaðsins Ake Gunnarsson látinn laus í Svíþjóð: Ekkert bendir til, að hann hafi átt aðild að morðinu Stokkhólmi, 19. marz. AP. ÞRJÁTÍU oe tveggja ára gamall Svíi, Áke Victor Lenn- art Gunnarsson, sem grunað- ur hafði verið um morðið á Olof Palme forsœtisráðherra, var í dag látinn laus og hætt við að leggja fram ákæru á hendur honum. Sagði tals- maður sænsku lögreglunnar, Hans Holmer, að „mikilvægur hlekkur í líkindakeðjunni fyrir sekt mannsins hefði brostið," er samprófun fór fram yfir honum og einu vitni ídag. Holmer gerði ekki nánari grein fyrir þessu, en sagði, að annar maður, sem handtekinn hefði verið fyrir tveimur dögum vegna rannsóknar málsins, hefði verið látinn laus. Fram væri komið, að sá maður hefði haft undir höndum ólöglegt skotvopn, en hann hefði nú verið hreinsað- ur af öllum grun. Holmer sagði, að ástæðan fyrir því, að Gunnarsson var handtekinn, hefði verið sú, að sézt hefði til ferða hans nærri morðstaðnum og hefði hegðan hans verið mjög grunsamleg. Þá var það einnig vitað, að hann hefði áður komið fram með hót- anir í garð Palme. Gunnarsson hefur alltaf hald- ið fram sakleysi sínu. Nú er talið víst, að hann muni höfða mál og krefjast hárra skaðabóta úr hendi þeirra blaða og fjölmiðla, bæði heima fyrir og erlendis, sem nafngreint höfðu hann og birt mynd af honum sem morð- ingja Palme. í yfirlýsingu, sem Hans Holmer birti síðdegis í Frakkland: dag, gagnrýndi hann m.a. dag- blöð í Sviþjóð fyrir að standa fyrir „galdraofsóknum" með því að birta nafn og myndir af manni, sem aldrei hefði verið ákærður. Sænska lögreglan stendur nú í mörgu tilliti í sömu sporum og í upphafi og verður að hefla rannsókn málsins á ný frá grunni. Rannsóknin verður nú hert á því mikla magni af upplýs- ingum og vísbendingum, sem lögreglunni hefur borizt varð- andi morðið á Palme. Búízt við svari Chiracs um stj órnarmyudun í dag Paris, 19. marz. AP. JACQUES Chirac, borgarsfjóri í París og leiðtogi Lýðveldis- sambandsins (RPR), átti í dag fund með ýmsum helztu stjórn- málamönnum Frakklands til undirbúnings myndun nýrrar ríkisstjórnar. Talið er vist, að hann muni gefa Francois Mitter- rand forseta svar í síðasta lagi á morgun, fimmtudag, um að hann taki að sér stjórnarmyndun og að hann verði þá langt kominn með að velja menn í stjórn sína. Chirac fór þess á leit við Jean Lecanuet, forseta Lýðræðis- bandalagsins (UDF), að hann yrði utanríkisráðherra í ríkisstjóm- inni. Lecanuet skýrði hins vegar frá því í kvöld, að Mitterand for- seti virtist þessu andvígur og því gæti hann sennilega ekki tekið að sér þetta ráðherraembætti. Aðrir forystumenn UDF, sem fímm flokkar eiga aðild að, ræddu einnig við Chirac, þeirra á meðal Francois Leotard, leiðtogi Lýð- veldisflokksins, Pierre Mehaign- erie, leiðtogi Miðfylkingar sósíal- demókrata og André Rossinot, leiðtogi Róttæka flokksins. „Þess verður gætt að hafa jafnvægi í ríkisstjóminni milli Lýðveldissambandsins og Lýð- ræðisbandalagsins," sagði Jean- Claude Gaudin, formaður þing- flokks UDF á þjóðþinginu, en hann var einnig viðstaddur þenn- an fund. Blaðið Le Monde kvaðst hafa það eftir áreiðanlegum heimildum í dag, að Mitterrand forseti hefði tjáð Chirac, að nýr forsætisráð- herra yrði ekki skipaður fyrr en forsetinn hefði séð fyrirhugaðan ráðherralista. Hefði forsetinn lagt áherzlu á, að „samræmi" væri milli væntanlegs utanríkisráð- herra og vamarmálaráðherra og að Chirac yrði að hafa menn í þeim embættum, sem forsetinn „gæti starfað með.“ Talið er, að bæði RPR og UDF leggi höfuðáherzlu á nýja stefnu í efnahagsmálum, þar á meðal að verðlagshömlur verði afnumd- ar í ríkum mæli og að dregið verði til muna úr opinberum út- gjöldum. Ake Victor Lennart Gunnarsson Bandaríkin: Minni hag- vöxtur New York, 19. marz. AP. HAGVÖXTUR í Bandaríkjunum varð minni á síðasta ársfjórðungi ársins 1985, en vonir höfðu staðið til. Varð hann aðeins 0,7%, en samkvæmt fyrri útreikningum var talið, að hann hefði verið 1,3%. Gengi Bandarflqadollars lækkaði aðeins í dag, eftir að þetta var til- kynnt, en fyrr í morgun hafði hann hækkað gagnvart flestum helztu gjaldmiðlum heims. Sterlingspundið lækkaði lítillega, eftir að Englandsbanki lækkaði vexti úr 12,5 i 11,5%. Fylgdu helztu bankar Bretlands í kjölfarið og lækkuðu vexti sína um 1%. Síðast breyttust vextir í Bretlandi í janúar sl., en þá hækkuðu þeir um 1%. Talið er, að fjárlagaræða Nigels Lawsons fiármálaráðherra í gær, hafí haft örvandi áhrif á brezkt viðskiptalíf, en þar hvatti hann sparifjáreigendur ákaft til þess að kaupa hlutabréf í fyrirtækjum. Sjá: Gengi gjaldmiðla á bls. 31. Stefnt að minní olíu- framleiðslu Genf, 19. marz. AP. MEXÍKÓ og fjögur önnur óháð olíuríki samþykktu í dag að ganga til samstarfs við OPEC, samtök 13 olíuútflutningsríkja, um ráðstafanir til þess að halda uppi olíuverðinu í heiminum. Ekkert samkomulag náðist þó um einstakar aðgerðir í dag. Því var hins vegar lýst jrfir sameigin- lega, að nauðsyn væri á að dregið yrði úr olíuframleiðslunni til þess að halda verðinu uppi. Engin fyrir- heit voru þó gefín í reynd um að minnka framleiðsluna. Auk Mexíkó voru það Malaysia, Egyptaland, Oman og Angóla, sem lýstu sig fús til þess að ganga til samstarfs við OPEC. Gert var ráð fyrir, að viðræðum þessara ríkja, sem fram hafa farið í Genf í tengsl- um við fund OPEC-ríkjanna, yrði lokið í kvöld. Þriggja daga fundur OPEC-ríkj- anna hófst á sunnudag. Þar hefur að svo komnu aðeins náðst sam- komulag um að stefna að því á ný að minnka offramboðið á olíu í heiminum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.