Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1986 53 Janúar1986: Vöruskiptajöfnuður óhag- stæður um 103 millj. kr. Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar 1986 millj. kr. Ágengii jan. 1985 Ágengiíjan. 1986*) VORUSKIPTAJOFNUÐURINN var óhagfstæður íslendingum i janúarmánuði sl. um 108 milljón- ir króna, en var hagstæður um 280 milljónir króna í janúar í fyrra. I janúar 1986 voru fluttar út vörur fyrir 2.453 milljónir króna, en inn fyrir 2.556 milljón- ir króna, fob, samkvæmt upplýs- ingum Hagstofu íslands. Á föstu gengi var útflutnings- verðmætið í janúar 11% minna en á sama tíma í fyrra. Munar þar mestu að töluvert minna var flutt út af sjávarafurðum nú. Verðmæti innflutningsins var 3%'meira en í fyrra, en ef frá er talinn innflutn- ingur til stóriðju og olíuinnflutning- ur, reynist almennur vöruinnflutn- ingur hafa orðið heldur minni en í janúar á sl. ári. Meðfylgjandi tafla sýnir verð- mæti útflutnings og innflutnings í janúar 1986 í samanburði við janúar 1985. Tölumar eru í milljónum króna. Samband kúabændafé- laga á svæði MSB stofnað UNDANFARNAR vikur hafa verið mikil fundahöld hjá kúa- bændum hér í Borgarfirði. Þegar hafa verið stofnuð félög kúa- bænda í Borgarfjarðarsýslu, Mýrasýslu og á sunnanverðu Snæfellsnesi, þ.e. á félagssvæði Mjólkursamlags Borgfirðinga. Miðvikudaginn 12. mars sl. komu svo fulltrúar þessara fé- laga saman í Borgarnesi og stofnuðu samband kúabænda á svæði MSB. Allmiklar umræður urðu á fundinum um málefni mjólkur- framleiðenda, sölu afurða og landbúnað almennt og voru nokkrar ályktanir samþykktar í því sambandi. í þeirri fyrstu segir svo: Undanfarin ár hafa hugmyndir um svæðabúmark átt vaxandi fylgi að fagna meðal bænda, ef marka má fjölda ályktana um það efni. Grundvöllur þeirra er sá, að sam- dráttur framleiðslu hjá einstökum bændum nýtist öðrum á sama svæði, en verði ekki til að raska þeim hlutfollum milli landshlutaj sem ríktu á viðmiðunarárunum. I reglugerð um stjóm mjólkurfram- leiðslu verðlagsárið 1985—’86 er takmarkað tillit tekið til þessa sjón- armiðs, heldur er þeim í raun refsað, sem dregið hafa saman framleiðslu undanfarin ár. Auk þess eru svæðis- bundin áföll af völdum veðurfars nánast lögfest. Fundurinn telur slíkt með öllu óþolandi og leggur ríkt á við land- búnaðarráðherra og bændasamtök- in að framvegis verði fullvirðisrétti skipt fyrst og fremst í hlutfalli við búmark. Þá voru ýmsar aðrar ályktanir samþykktar s.s. um að skora á landbúnaðarráðherra að leita leiða til að unnt verði að greiða eitthvað fyrir mjólk umfram fullvirðisrétt að búmarki á þessu verðlagsári, því að ella sé yfírvofandi mjólkurskort- ur í lok verðlagsársins. Benda má á í þessu sambandi, að sýnilega verða margir bændur búnir eða langt komnir með fullvirð- isrétt sinn þegar kemur fram um mitt ár. Þá var og samþykkt tillaga um að skora á ráðherra o.fl. aðila að beita sér fyrir bættum lánareglum Stofnlánadeildar landbúnaðaríns og ennfremur taldi fundurinn brýnt að fyrir næsta verðlagsár verði sett reglugerð þar sem kveðið verði á um, að greitt skuli hærra verð fyrir mjólk á vetrum en sumrum. Ennfremur var samþykkt álykt- un um að skora á stjómvöld að leita allra leiða til að örva sölu búvara og fagnað auknum niðurgreiðslum, einkum þó á mjólk handa skólaböm- um. Var í þessu sambandi minnt á frumkvæði Harðar Jóhannssonar í Borgamesi og samþykkt að senda honum þakkarskeyti. Að lokum var svo samþykkt að kreQast þess að reglugerð um skipt- ingu framleiðsluréttar næsta verð- lagsár verði sett eigi síðar en 1. maí nk. cg var bent á, að í maí taki bændur lokaákvarðanir um áburðamotkun og grænfóðurrækt. Þá eru líka síðustu forvöð að haga sæðingu kúa í samræmi við fullvirðisrétt. Dragist setning reglu- gerðar hinsvegar fram í júlí, lokast ýmsar leiðir til að draga úr tilkostn- aði, sem annars væm færar. I stjóm Sambands kúabændafé- laga á svæði Mjólkursamlags Borg- fírðinga vom síðan kosnir: Magnús Guðjónsson, Hrútsholti, Jón Gísla- son, Lundi, Þórólfur Sveinsson, Ferjubakka, Þorkell Guðbrandsson, Mel, og Sigurður Helgason, Hraun- holtum. Fréttaritari. STJÓRN Myndhöggvarafélags Reykjavíkur hefur sent frá sér ályktun þar sem harmað er að stjórn Kjarvalsstaða hafi tekið ákvörðun um að reyna að leysa húsnæðisvanda Alþýðuleikhúss- ins langt fram á sumar á kostnað myndlistarmanna. í ályktuninni er jafnframt talið ámælisvert eða algjörlega siðlaust að tveir stjómarmanna misnoti aðstöðu sína, en tveir stjómarmenn Kjarvalsstaða em jafnframt í stjóm Alþýðuleikhússins og taka þátt í sýningunni Tom og Viv á Kjarvals- stöðum. Sverrir Ólafsson, talsmaður Myndhöggvarafélags Reykjavíkur, sagði að félagið væri með þessu ekki að kasta rýrð á starfsemi Alþýðuleikhússins, félagið vonaðist til að húsnæðisvandi þess yrði leyst- ur sem fyrst, en þeir væm hins vegar að mótmæla að erfíðleikar Alþýðuleikhússins yrðu leystir á kostnað myndlistarmanna, þar sem ekki er hægt að sinna umsóknum þeirra um sýningaraðstöðu í húsinu, en þessí stað komi til aðgangseyrir sem gildir fyrir alla aðstöðu í hús- inu. Myndhöggvarafélagið fagnaði hinsvegar á stjómarfundi þeirri hugmynd að listamenn greiði ekki leigugjöld fyrir sýningaraðstöðu í húsinu, en þess í stað komi til aðgangseyrir sem gildi fyrir alla starfsemi hússins. Félagið telur að þetta geti orðið lyftistöng fyrir lista- líf í Reykjavík. 1985 janúar 1985 janúar 1986 janúar Breyting f.f. ári % Útflutt alls fob 2.290,5 2.755,5 2.453,0 -11,0 Sjávarafurðir 1.689,9 2.032,9 1.744,7 -14,2 Ál 227,4 273,6 153,8 -43,8 Kisíljárn 236,3 284,3 234,2 -17,6 Skip og flugvélar — — — — Annað 136,9 164,7 320,3 94,5 Innflutt alls cif 2.304,4 2.772,2 2.863,2 3,3 Sérstakir liöir **) 61,2 73,6 86,9 18,1 Almennur innflutningur 2.243,2 2.698,6 2.776,3 2,9 Þar af: olía 284,8 342,6 458,2 33,7 Þaraf: annað 1.985,4 2.356,0 2.318,1 -1,6 Vörusklptajöfn. fob/cif -13,9 -16,7 -410,2 - Innflutningurfob 2.057,4 2.475,1 2.556,3 3,3 Vöruskiptajöfn. fob/fob 233,1 280,4 -103,3 Án viðskipta álverksmiðju 60,7 72,9 -203,3 — Án viðskipta álverksm.. 173,7 -209,0 -404,4 — járnblendiverksm. og sór- stakrar fjárfestingarvöru **) Sérstakir 56,9 68,5 86,9 26,9 innflutningsl. fob: Skip Flugvélar - — — — — ísl. járnblendifélagið 0,2 0,3 31,4 — Landsvirkjun 1,7 2,1 1,6 — Islenska álfélagið 55,0 66,1 53,8 — Flugstöðvarbygging — — 0,1 — Umreikningsgengi USD1 = kr. 40,86 — 42,31 — *) Miðað er við meðalgengl á viðskiptavog; á þann mælikvarða er verð ertends gjaldeyris talið vera 20,3% hærra f janúar 1988 en á sama tfma árið áður. TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA 1986 BESTA KVIKMYNDIN BHSTI LHIKARI I AUKAMUITVIÍRKi KI.Al S MARIA liRANDAi'I-R BI'STA ITIKSTJORN SIDNI'V 1*01.1 .Ú K BTSTA MANDRIT ÍMV(,(.'! \ '.K.UOM KMI •KliRT U f DTKI BHvSTA I.E1KKONAN MIiKVI. S'I RI I I' BliSTA KVIKMYNDATÓNl.IST ioiin it viiin Ályktun Myndhöggvarafélags Reykjavíkur: Húsnæðisvandi Alþýðuleik- hússins verði ekki leystur á kostnað myndlistarmanna ORÐIAFRIKU LAUGARASBIÓ ROBERT REDFORD KVIKMVNl) BV(,(.D \ I KASíK.NIM DÓNSKI SKAI.DKONt K VREN UI.IXKN Out()tAirica MERYL STREEP STORKOSItliG KVIKMYNI) MEIST/VKAVKRK A HliIMSMÆUKVARÐA IW'MSÝNINO I II Ai.ODA IAKIR RATDVKROSS ISI ANDS I-OIÍSIDI \||)! AI VID \|l UVI S||(M|> | IIMARITINI )D-.tMS.MVNI> Forsala aðgöngumiða að frumsýningu, sem verður laugardag- inn 22. mars kl. 17, verður hjá Eymundsson, Lárusi Blöndal og á skrifstofu Rauða krossins. + Rauði kross íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.