Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ1986 Morgunblaðið/Emilía Sigfús K. Erlingsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs, og Signrður Helgason, forstjóri, koma til fundar við Matthias Bjarnason, sam- gönguráðherra, í gærdag. Samkomulag um fargjöld Flugleiða: Engin hækkun á fargjöldum sem seld eru innanlands SAMKOMULAG tókst í gær á milli samgönguráðherra og Flug- leiða um að engar hækkanir yrðu á þeim fargjöldum Flugleiða, sem seld eru hér innanlands. Hins vegar féllst samgönguráð- herra á lítilsháttar hækkun á svokölluðum PEX-fargjöldum til Lúxemborgar, sem koma í stað- inn fyrir APEX-fargjöld. Þá var Flugleiðum heimilað að hækka Sex ára stúlka fyrir bíl: Flutt meðvit- undarlaus á slysadeild SEX ára gömul stúlka slasaðist alvarlega er hún varð fyrir bif- reið á Nesvegi laust fyrir klukk- an 16.00 í gærdag. Stúlkan var að koma út úr skóla- bíl er hún varð fyrir fólksbifreið sem ekið var austur Nesveg. Hlaut stúlkan alvarlega höfuðáverka og var flutt meðvitundarlaus á slysa- deild þar sem þegar var gerð á henni aðgerð. Stúlkan var ekki komin til meðvitundar er Morgun- blaðið fregnaði síðast í gærkvöldi. fargjöld sín, sem keypt eru er- lendis, sem nemur 3% að meðal- tali í samræmi við fargjalda- hækkun á alþjóðamarkaði. Ákvörðun um þetta var tekin í framhaldi af fundi Matthíasar Bjarnasonar, samgönguráð- herra, og Sigurðar Helgasonar, forstjóra Flugleiða, og Sigfúsar K. Erlingssonar, framkvæmda- stjóra markaðssviðs, síðdegis í gær. Matthías Bjarnason sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær, að fullt samkomulag hefði orðið um þessa lausn. „Við ræddum þessi mál á fundi okkar og þeir komu með sínar skýringar," sagði samgönguráð- herra. „í framhaldi af því var tekin ákvörðun um að engar hækkanir yrðu á farmiðum, sem seldir eru hér heima að undanskildri lítils- háttar hækkun til Lúxemborgar. I staðinn fyrir APEX- fargjöld, sem áður voru, eru þessi PEX-fargjöld aðeins hærri, en þó eru skilmálar þeirra betri fyrir viðskiptamanninn þannig að menn geta keypt farseðil- inn daginn fyrir brottfor, í staðinn fyrir tveggja vikna fyrirvara sem áður var. Ennfremur var fallist á að Flugieiðir myndu hækka fargjöld sín, sem keypt eru erlendis, sem nemur um 3% að meðaltali," sagði Matthías Bjamason. Söngvakeppni sjónvarpsins: Pálmi, Helga og Eiríkur syngja í Bergen 3. maí SÖNGVARARNIR Pálmi Gunnarsson, Helga Möller og Eiríkur Hauksson hafa verið valdir til að syngja lagið „Gleðibankann" eftir Magnús Eiríksson í úrslitum söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Bergen 3. maí í vor. í fréttatilkynningu, sem Morgunblaðinu barst frá Hug- mynd hf. í gærkvöldi, segir m.a.: „Við val flytjenda var að sjálfsögðu tekið mið af frammi- stöðu þeirra söngvara, sem tóku þátt í flutningi laganna í sjónvarpi: Björgvins Halldórs- sonar, Eiríks Haukssonar, Emu Gunnarsdóttur og Pálma Gunn- arssonar. Auk þeirra var leitað til Eddu Heiðrúnar Backman, Egils Ólafssonar, Eyjólfs Kristjánssonar, Helgu Möller, Ragnhildar Gísladóttur, Ric- hards Scobie, Sigríðar Bein- teinsdóttur og Sigurðar Dag- bjartssonar. Þá var tekið tillit til ábendinga um Dúkkulísum- ar, Megas, Lísu Pálsdóttur, Söngvararnir þrír, sem keppa fyrir hönd íslenska sjónvarpsins i Bergen, ásamt höfundi Gleðibankans. Frá vinstri: Eiríkur Hauks- son, Magnús Eiríksson, Pálmi Gunnarsson og Helga Möller. Jóhann Helgason, söngflokkinn Hingað til, Sif Ragnhildardótt- ur, Bergþóm Ámadóttur, Stuð- menn og Rikshaw. Af þessum gaf Richard Scobie ekki kost á sér en þakkaði að til hans væri leitað. Ragnhildur Gísladóttir og Egill Ólafsson sáu sér ekki fært að taka þátt í flutningi lagsins þar sem Stuðmanna- hópurinn vinnur að stóm verk- efni á sama tíma og hér um ræðir.“ Verðlagsstofnun: Kynnt sérstakt átak í að- haldi í verðlagsmálum Orar verðkannanir og kvörtunarsími VERÐLAGSSTOFNUN kynnti í gær sérstakt átak í verðlagsmál- um í kjölfar nýgerðra kjara- samninga. Georg Ólafsson verðlagsstjóri sagði í gær að aðgerðir stofnunar- innar beindust í upphafi einkum að því að fylgjast sérstaklega vel með þróun verðs og álagningar og halda uppi öflugri uppiýsingamiðlun til nejrtenda og örva þá þannig til að Tillaga heilbrigðisráðherra í ríkisstjóm: Ráðuneytin sameinist um 15 ára heilbrigðisáætlun fylgjast með verðlagi. Þá yrðu verkalýðs- og neytendafélög um allt land virkjuð til að fylgjast með verðlagi með ýmsu móti. Vonaðist Georg til að þetta aðhald dygði, en sagði að ef það kæmi í ljós að eigendur fyrirtækja nýttu ekki þá möguleika sem skapast hafa í kjöl- far samninganna til að stilla verð- lagningfu í hóf gæti komið til þess að verðlagsyfirvöld yrðu að grípa inn í verðlagninguna með beinum afskiptum. Settur hefur verið upp sérstakur kvörtunarsími í Verðlags- stofnun (91-25522). Átak Verðlagsstofnunar felst meðal annars í því að á næstunni verða gerðar örar verðkannanir og var sú fyrsta birt í gær. Það er könnun á verði á algengustu mat- og hreinlætisvörum heimilis í einn mánuð, svokölluð „innkaupakarfa". Þar kemur í ljós að fólk getur sparað sér umtalsverðar fjárhæðir með nákvæmu vali á þessum vörum, ekki síst innan verslananna. Sjá einnig verðkönnun á „inn- kaupakörfu“ ásamt fréttatil- kynningu frá Verðlagsstofnun og verðkönnunareyðublað ASÍ á blaðsíðu 38. Á fjórða þúsund bókatitla á kjarapöllum BÓKAMARKAÐUR Féiags ís- lenskra bókaútgefenda hefst í kjall- ara Vörumarkaðarins við Eiðistorg í dag kl. 14. Á fjórða þúsund bóka- titla er til sölu á bókamarkaðinum að þessu sinni og er verð á einstök- um bókum frá 25 krónum og uppúr. Þá eru á bókamarkaðinum bó- kapakkar á tilboðsverði. Fiskinnflutningur Kanada- manna til Bandaríkjanna: Bráðabirgða- tollur lækkar RAGNHILDUR Helgadóttir heil- brigðisráðherra mun í dag legga fram þá tillögu á ríkisstjórnar- fundi, að ráðuneytin sameinist um að ýta úr vör vinnu að 15 ára heilbrigðisáætlun fyrir íslend- inga, sem byggi á þeim grunni sem mótaður er i átaksáætlun Landhelgisgæsiunni hefur borist tilkynning um að tvö tor- kennileg dufl hafi rekið á land á Brunnafjörum við Homafjörð. Ekki hefur enn reynst unnt að rannsaka duflin þar sem slæmt veður hefur verið á þessum slóð- um undanfarna daga. Annað dufiið fannst í fjörunni við bæinn Krók í Suðursveit og hitt við bæinn Leiti í sömu sveit. Duflin WHO, Aþjóða heilbrigðismála- stofnunarinnar. Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær stendur nú yfir á Hótel Sögu fyrsti al- þjóðlegi fundurinn um þá átaks- áætlun WHO að ná „Heilbrigði allra árið 2.000“. 33 Evrópuþjóð- ir taka þátt í þessu verkefni, þar sögn Sigurðar Amasonar, skipherra hjá Landhelgisgæslunni, eru upp- lýsingar um þau fremur ónákvæm- ar enn sem komið er og því ekki hægt að segja neitt um á þessu stigi hvers konar dufl hér er um að ræða. Eftir því sem best er vitað eru engar áletranir á duflum þess- um. Sigurður sagði að Landhelgis- gæslan myndi kanna duflin nánar við fyrsta tækifæri. á meðal íslendingar. Áætlunin er fólgin í þvi að hrinda i fram- kvæmd 38 skilgreindum mark- miðum í heilbrigðismálum. Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu sagði í samtali við Morgunblaðið að tillaga Ragnhildar væri lögð fram af tvenn- um ástæðum: í fyrsta lagi vegna þess að ríkisstjómin þyrfti að út- vega fé til verkefnisins. Og í öðru lagi fyrir það að verkefnið næði inn á svið fjölmargra annarra ráðu- neyta en heilbrigðisráðuneytisins. Páll sagði, að til dæmis hefði menntamálaráðuneytið miklu hlut- verki að gegna í sambandi við menntun og fræðslu, fjármálaráðu- neytið gæti með ýmsum aðgerðum í skatta- og tollamálum stuðlað að betri neysluvenjum með verðstýr- ingu og landbúnaðarráðuneytið gæti ennfremur beint framleiðslu landbúnaðarafurða á hoilari braut. Einnig gæti iðnaðarráðuneytið ■stuðlað að því að óæskileg aukaefni séu ekki notuð í framleiðslu mat- væla. ENDANLEG niðurstaða um tolla í Bandaríkjunum á innflutning fersks fisks frá Kanada hefur enn ekki verið tekin. Hins vegar hefur bráðabirgðatollur verið lækkaður úr 6,85% í 6,82%. Tollur á ferskan fisk frá Kanada var settur til bráðabirgða fyrir. nokkmm mánuðum meðan fram færi rannsókn á því, hvort innflutn- ingur þessi hefði skaðleg áhrif á fískiðnað í Bandaríkjunum. Sannist það, er heimild fyrir tollun í banda- rískum lögum, svo fremi sem inn- flutningurinn telst ríkisstyrktur. Viðskiptaráðuneytið í Bandaríkjun- um ákvað í gær, að lækka þennan toll og skuli hann um tíma renna til hlutlauss aðila til varðveizlu, þar til endanleg niðurstaða í málinu fæst. Málflutningur vegna þessa hefst um mánaðamót og búizt er við niðurstöðu í byijun maí. Teljist innflutningur Kanadamanna skaða fiskiðnað í Bandaríkjunum, verður endanleg ákvörðun tekin. Verði niðurstaðan á hinn veginn, verður tollurinn endurgreiddur. Tvö duf 1 rekin á land í Suðursveit eru mjög svipuð að gerð, en að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.