Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ1986 Ætlar þú að mála fyrir páska? Málning og lökk o.f 1. Allir litir og áferðir á veggi, gólf, glugga, vinnuvélar og skip. Hitaþolinn lakkúði, margir litir. Blakkfernis. RYDEYDIR — RVOVÖRN Málningaráhöld Rúllur, penslar, málningarbakkar og sköfur — og allt annað sem til þarf m.a. áltröppur og stigar, margar stærðir. Fyllingaref ni — Kítti Polyfilla fyllingarefni og uppleysir. Linolin — Silicon — Seal one — Kítti. Nýr rektor Skál- holtsskóla SKÓLANEFND Skálholtsskóla hefur einróma ráðið séra Sigurð Arna Þórðarson, sóknarprest á Staðarfelli í Kðldukinn, sem rektor Skálholtsskóla til tveggja ára. Séra Sigurður Ami er Reykvík- ingur, 32 ára að aldri, sonur Svan- fríðar Kristjánsdóttur og Þórðar Halldórssonar. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1973, var um skeið við guðfræðinám í Noregi en lauk embættisprófí frá guðfræðideild Háskóla Íslands vorið 1979 með fyrstu ágætiseinkunn. Hann fór síðan til framhaldsnáms í trúfræði og heimspeki við Vander- bilt-háskólann í Bandaríkjunum og er nú að ljúka doktorsritgerð sinni. _ Ritgerðin ber yfírskriftina: Á mærum lífs og dauða og er rann- sókn á inntaki íslenskra trúarhefða fiá tíð Hallgríms Péturssonar til nútímans. Er þar reynt að greina meginforsendur í íslenskum trúar- arfí annars vegar fyrir þær breyt- ingar sem urðu um síðustu aldamót en hinsvegar á því trúarkerfí, sem spratt fram með nýguðfræði, spírit- isma og fleiri hreyfíngum. Hitt leikhúsið í húsnæðisvandræðum: Rauðhóla-Rannsý í leikför um landið Sr. Sigurður Arni Þórðarson Séra Sigurður Ámi var vígður til prestsþjónustu 1984. Hann hefur verið virkur í æskulýðsstarfí hér heima og erlendis og unnið marg- vísleg störf á vegum Unglingaat- hvarfs í Reykjavík og ýmissa sjúkrastofnana. Kona hans er séra Hanna María Pétursdóttir sóknarprestur á Hálsi í Fnjóskadal, og eiga þau eina dótt- ur bama. (Fréttatilkynning) e Það er vel hugsanlegt að Maggi súpa sé rétti kvöldverðurinn. Við leggjum til að uppistaðan í kvöldverðinum hjá þér verði Maggi súpa. Með nýju brauði, fjölbreyttu áleggi og öðru góðgæti eftir smekk er Maggi-súpu- kvöldverður tilvalin leið til að bera á borð ódýran, hollan og góðan mat sem inniheldur öll nauðsynleg næringarefni og fljótlegt er að útbúa. lllll SlMI 83788 RAUÐHÓLA-RANN SÝ var sýnd í siðasta siun í Gamla Biói um helgina, þar sem æfingar eru að hefjast á óperunni 11 Trovatore eftir Verdi. Hitt leikhúsið fer með Rannsý í leikför um landið fyrstu helgina í apríl og verður m.a. sýnt á Sauðárkróki, i Vest- mannaeyjum, Akureyri, Húsavík, Keflavík og víðar. „Þetta kom svolítið aftan að okkur, við vissum ekki að Óperan þyrfti á húsinu að halda meðan á æfingum stendur" sagði Halldór Þorgeirsson framkvæmdastjóri leikhússins, og sagði leikhúsið vera að leita að húsnæði til frambúðar. Æfíngar hefjast á ópemnni strax í vikubyijun, „við ætlum að reyna að halda leikuranum i vinnu og föram þess vegna í leikför um landið, því leikaramir fá aðeins borgað fyrir þær sýningar sem þeir taka þátt í. Þegar óperan hættir tökum við væntanlega upp þráðinn aftur og höldum sýningum áfram í vor í Reykjavík. Glímubrögð i Rauðhóla-Rannsý Halldór sagði að sýningamar yrðu í íþróttahúsum um landið, „það má vel vera að stemningin verði jafnvel betri í þannig húsnæði, þar sem leikritið fer fram á glímupalli." Námskeið fyrir aðstand- endur fatlaðra barna DAGANA 5. og 6. aprfl halda Landssamtökin Þroskahjálp, Sjálfsbjörg, landssamband fatl- aðra, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Styrktarfélag vangef- inna námskeið fyrir aðstandendur fatlaðra barna. Námskeiðið er ætlað fyrir alla fjölskylduna og verður gefinn kostur á bama- gæslu í umsjá sérmenntaðs starfs- fólks meðan á því stendur. Á dagskrá em m.a. fyrirlestrar sér- fræðinga um ýmis málefni fatl- aðra barna. Námskeiðið miðast við þátttöku fólks af Reykjavíkursvæðinu, að- standendur fatlaðra bama á aldrin- um 0-12 ára, fólki utan Reykjavíkur- svæðisins er heimil þátttaka meðan húsrúm leyfír. Hámarksfjöldi þátt- takenda er 22-24. Sambærileg nám- skeið hafa verið haldin á Austfjörð- um, VestQörðum, í Munaðamesi og í Ölfusborgum. Að þessu sinni er námskeiðið haldið I Safamýrarskóla. Námskeiðið hefst á laugardag kl. 8.45 með því að aðstaða fyrir bömin er kynnt og námskeiðsgögn afhent. KL. 9.30 opnar Lára Ólafsdóttir Burgess fulltrúi foreldra námskeiðið, kl 9.45 verða erindi um starf svæðis- stjómar og aðstöðu fyrir fatlaða og rétt fatlaðra gagnvart Tryggingar- stofnun Ríkisins. Eftir hádegi heldur Jóhann Thoroddsen sálfræðingur erindi um kreppukenningar, og Ein- ar Hjörleifsson sálfræðingur fjallar um hvemig það er að eignast fatlað bam. Að loknum erindunum verða fyrirspumir og hópstarf og að þeim loknum kl. 17.45-18.30 gefst þátt- takendum tækifæri á að tala eins- lega við fyrirlesara. Á sunnudag flytur Sveinn Már Gunnarsson læknir erindi um fötlun og erfiðleika við greiningu. Eftir hádegið flytur Stefán Hreiðarsson læknir erindi um athugunar og greiningarstöðina Kjarvalshúsi, og Snæfríður Egilson iðjuþjálfi ræðir um tæknilega aðstoð við fatlaða og leiktækni. Að því loknu gefst þátt- takendum kostur á að ræða einslega við fyrirlesarafrá 17.45 til 18.30. Þátttöku skal tilkynna fyrir 25. mars, í síma 18407 frá 18-20 alla daga nema um helgar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.