Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ1986 Virkjum fjármagn íslenskrar al- þýðu til uppbyggingar atvinnulífs Ræða Víglundar Þorsteinssonar á ársþingi iðnrekenda í gær Hér á eftir fer ræða Víglundar Þorsteinssonar, formanns Félags ísl. iðnrekenda á ársþingi FÍI í gær: Nýgerðir hafa eðlilega mótað umræðuna í þjóðfélaginu nú síðustu vikurnar og það ekki að ástæðulausu. Kjarasamningamir munu hafa víð- tæk áhrif umfram það sem nú þegar er komið fram. Þannig eigum við eftir að sjá umtalsverða lækkun nafnvaxta til viðbótar við þá lækkun sem þegar er orðin. Almenningur nýtur nú lækkandi bensínverðs og mun það væntanlega halda áfram að lækka. Önnur fmmáhrif kjarasamning- anna em þau að gera má ráð fyrir því að verðlag verði tiltölulega stöð- ugt út árið og atvinnulífíð muni taka á sig þær kostnaðarhækkanir sem samningunum fylgia. í sumum tilvik- um má einnig gera ráð fyrir lækkun á verði á næstu vikum og mánuðum þegar fyrirtækin hafa endurmetið rekstraráætlanir sínar og áttað sig að fullu á áhrifum kjarasamninganna og viðskiptakjarabatans. Eins og oft áður skiptast menn í hópa í afstöðu sinni til samninganna og sýnist sitt hveijum f þeim efnum. Það er áberandi að gagnrýnin á kjara- samningana beinist lítið að efnisnið- urstöðu þeirra heldur fyrst og fremst að aðferðunum við gerð þeirra. Það er mín skoðun að þessi gagnrýni sé til komin vegna þess að þeir sem finna hjá sér þörf til gagnrýni eiga erfítt um vik að gagnrýna efnisniðurstöð- una. Enda er erfítt að gagnrýna kjarasamninga sem hvort tveggja í senn auka kaupmátt launþega og hægja svo kröftuglega á verðbólg- unni, að á þessu ári verður hún aðeins Qórðungur þess sem hún var á sl. ári. Þessi umræða um aðferðarfræði er fyrir mér aðeins staðfesting á því að þeir sem gagnrýna kjarasamning- ana hafa ekki enn skilið aðdraganda þeirra og það með hveijum hætti þetta þríhliða samstarf samningsaðila og ríkisstjómar þróaðist. Aðdragandi samninganna var með þeim hætti að kaupmáttur launa rýmaði mjög hratt í lok sl. árs og í upphafí þessa árs. Eftir umfangs- miklar viðræður samningsaðila í jan- úarmánuði varð öllum ljóst að kaup- máttarrýmunin var svo mikil, að þrátt fyrir bætt kjör þjóðarinnar var engin von til þess að kauphækkanir einar sér gætu lyft kaupmættinum að nýju á það stig að meðalkaup- máttur síðasta árs næðist, hvað þá að unnt væri að verða við þeim kröf- um launþega að meðalkaupmáttur ársins 1986 yrði talsvert hærri en á árinu 1985. í þessari umræðu leiddu athuganir hagfræðinga samningsaðila til þeirr- ar niðurstöðu að án opinberra að- gerða og við stöðugt gengi þyrfti að hækka laun um 18-20% til þess að ná meðalkaupmætti ársins 1985. Slíkt hefði leitt af sér a.m.k. 15% verðbólgu á árinu 1986 þrátt fyrir óbreytt gengi og einfaldlega sett út- flutningsgreinamar á hausinn. Þessar athuganir sýndu mönnum ótvfrætt fram á það að eina færa leiðin til að auka kaupmátt launa var að semja við sem lægst verðbólgustig og leita eftir því við ríkisstjómina hvort hún væri reiðubúin til þess að styðja við samninga með opinberum aðgerðum sem gætu lækkað fram- færsluvísitöluna og þannig dregið úr því kaupmáttartapi sem orðið var. Með þessar staðreyndir í huga snem samningsaðilar sér til ríkis- stjómarinnar í lok janúar og fóm þess á leit við hana að hún stæði fyrir slfkum aðgerðum. Með svari sínu hinn 11. febrúar sl. opnaði ríkis- stjómin samningsaðilum þessa leið og komst þá strax svo vemlegur skriður á samningsgerðina að henni lauk aðeins 15 dögum síðar. Atvinnulífið axlar mikla ábyrgð Með þessum samningum axlar atvinnulífíð í landinu þyngri ábyrgð og meiri launahækkanir en það hefur gert um margra ára skeið. Á þessu ári þurfa atvinnuvegimir að taka á sig 13,6% launahækkun við stöðugt gengi íslensku krónunnar. í fyrsta sinn í mörg ár er hér verið að semja um alvöru launahækkanir. Kjarasamningamir hækka launa- greiðslur atvinnulífsins um 5.000 milljónir króna á heilu ári. Þegar þessar tölur em hafðar í huga er erfítt að skilja þá örfáu gagnrýnendur samninganna sem hafa fundið að því að þeir færðu launþegum litlar sem engar kjara- bætur og kostuðu atvinnulffíð ekki neitt. Sú gagnrýni verður ekki skýrð með neinum rökum og því nærtækast að álykta að hún sé sett fram án þess að gagnrýnendumir hafi kynnt sér staðreyndir málsins. Ég vil frekar trúa því en hinu, að hún sé sett fram gegn betri vitund, til þess eins að reyna að grafa undan samningunum. Nema þá að þessir menn sjái eftir óðaverðbólgunni og sakni hennar og þeirrar þægilegu stöðu sem hún gaf til gagnrýni. Það er allavega ljóst að þau nýju viðhorf sem myndast hafa í kjölfar lq'arasamninganna svipta stjómmálamenn þeirra aðalumræðu- efni og tileftii til gagnrýni. Kjara- samningamir leggja einmitt þær byrðar á herðar að endurhæfa sig til umræðna um hin raunverulegu vandamál íslensks þjóðfélags. Vanda- mál eins og erlenda skuldasöfnun og lélega framleiðni í samneyslunni. Það sem mesta athygli hefur vakið við gerð samninganna og yfírgnæft allt annað í umræðunni er eins og ég sagði í upphafí, þau áhrif sem samn- ingamir hafa til verðbólguhjöðnunar. Við höfum öll verið að kikna undan óðaverðbólgunni. Gildir þar einu hvort horft er tii heimilanna, fyrir- tælqanna eða hins opinbera. Verðbólguhjöðnun er forsenda hagvaxtar Það að ná verðbólgu á íslandi niður í eins stafs tölu á þessu ári er mikill árangur og mun hafa víðtæk áhrif á íslenskt efnahagslíf. En við verðum að hafa það hugfast að verðbólgu- hjöðnun er ekki sjálfstætt markmið í sjálfu sér. Verðbólguhjöðnunin er aðeins undanfari þess sem er megin- markmið þessara samninga og það er að auka skipulega hagvöxt hér á landi. Á undanfömum 5 áram hefur hagvöxtur hér á landi verið alltof lít- ill. Munar þar mest um samdráttarár- in 1982 og 1983 þegar þjóðarfram- leiðslan dróst saman um samtals 6 '/2%. Sl. 5 ár hefur hagvöxtur á ís- landi aðeins verið 0,8% á ári á meðan vöxturinn var 2,6% á ári í Bandaríkj- unum, 4,3% í Japan og 2,1% á hinum Norðurlöndunum. En það sem skiptir meiru í þessu sambandi er að hagvöxtur á íslandi verður sjaldnast vegna samræmdrar stefnu stjómvalda og skipulegra aðgerða fyrirtækjanna sjálfra. Hagvöxtur hér á landi byggist enn þann dag í dag á „Guðsgjöfum" og góðu árferði til lands og sjávar. Að þesu leyti eram við íslendingar þrátt fyrir góð lífskjör háðir sambærilegum sveiflum og framstæðustu veiði- mannaþjóðir. Jafn og stöðugur hagvöxtur er undirstaða velferðar í öllum sam- félögum, um það er ekki lengur deild. Þó að á áttunda áratugnum hafí menn haldið fram náttúrarómantík og afturhvarfí til framstæðari lífs- hátta og trúað því um stund að vel- megunin væri óháð efnahagslegum vexti. Þessi sjónarmið skutu aldrei föstum rótum hér á landi, en þó höfðu þau hér áhrif og urðu ef til vill til að hægja á framkvæmd þeirrar steftiu sem mörkuð var um miðjan sjöunda áratuginn og ætlað var að auka flölbreytni í íslensku atvinnulffí og gera það óháðara náttúrusveiflun- um. Þá stefnu þarf nú að endurmóta með tilliti til aðstæðna f dag. Þar verða allir að leggja hönd á plóginn því við íslendingar þurfum mikinn hagvöxt á komandi áiram til þess að tryggja velferð okkar. Á undanfömum áram hefur vel- megun á íslandi í of miklum mæli byggst á erlendum lántökum. Nú er svo komið í umræðunni að samstaða virðist um það að lengra verði ekki gengið á þeirri braut. Enn er þó umræðan ekki komin á það stig að þjóðin sé farin að horfast í augu við þá nauðsyn að endurgreiða þessar erlendu skuldir. Ennþá tökum við ný lán fyrir afborgunum af eldri lánum. Sérstaklega þegar þess er gætt að á undanfömum áram höfum við fjár- fest fyrir nokkra milljarða króna í óarðbærum framkvæmdum og flár- magnað með erlendu lánsfé. Slíkar fjárfestingar verðum við að endur- greiða á næstu áram úr sameiginleg- um sjóðum. Verkefnin sem biða era stór og það sem verra er, við erum í miklu tímahraki og megum við engan tíma láta fara til spillis. Horft til framtíðar Umræðuefni þessa 52. ársþings okkar iðnrekenda er „Horft til framtíðar". Undir þessu heiti ætlum við í dag að ræða þau nýju tækifæri sem gefast í rekstri fyrirtækja vegna þeirrar verðbólguhjöðnunar sem fylgja kjarasamningunum. Lág verðbólga leiðir af sér margvísleg tækifæri til hagræðingar í rekstri fyrirtækjanna. Slíkar aðgerðir geta verulega bætt samkeppnisstöðu ís- lenskra fyrirtækja og gert þeim kleift að auka markaðshlutdeild sína jafnt á heimamarkaði sem á útflutningsmörkuðum. Það skiptir því miklu að stjórn- endur fyrirtækja grípi nú tækifærið þegar verðbólgan hjaðnar og hefji enn kröftugri aðgerðir en áður á sviði vöruþróunar og markaðsmála og styrki þannig stöðu sína og nýti hin nýju tækifæri til þess að reka fyrirtækin með gróða. Gróði í atvinnufyrirtækjunum er fbrsenda hagvaxtar og framfara, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. í gróða dafnar atvinnulífíð og er fært um að greiða góð laun, í tapi veslast það upp, safnar skuld- um og lognast út af. íslensk fyrirtæki eru mörg hver alltof skuldug í dag vegna þráláts taprekstrar í óðaverðbólgunni. Við Qölmörgum fyrirtælqum blasir sú staðreynd að lánsfé leysir ekki lengur vandann, þau leysa hann aðeins með því að auka hluta- fé, sitt, fá inn nýtt áhættufé. En hvaða líkur eru á því að það takist. Að breyta skattareglum til að auka eigið fé Hér á landi ríkir það ástand að sparifé landsmanna er skattlaust í öruggri geymslu bankanna en skattað hjá þeim sem hætta sparifé sínu í ijárfestingu í atvinnufyrir- tækjum. Eg ætla að taka hér lítið dæmi til samanburðar. Einstaklingur sem ávaxtar fé sitt á sparisjóðsbók í banka á kost á allt að 8% raunvöxtum, sami ein- staklingur á kost á 9% raunvöxtum með því að kaupa ríkisskuldabréf og loks á hann möguleika á 12-14% raunvöxtum á aimennum verð- bréfamarkaði, í öilum tilvikum er Qárfesting hans og arður af henni skattftjáls. Lítum svo á það hvaða kostir bíða hans ef hann fjárfestir í hlutabréf- um. Hann verður að greiða eignar- skatt af hlutabréfum þar sem engan skatt þarf að greiða af bankabók- inni eða skuldabréfunum, hann greiðir tekjuskatt af arðinum með þeirri undantekningu þó að fyrstu Víglundur Þorsteinsson Af leiðingin er sú að til þess að hlutafélag sé samkeppnisfært við bankann sem býður 8% raunvexti þarf hlutafé- lagið að borga út meira en 20% raunvexti í arð til að standa jafnfætis. 42.500 kr. í viðteknum arði eru skattftjálsar. Afleiðingin er sú að til þess að hlutafélag sé samkeppnisfært við bankann sem býður 8% raunvexti þarf hlutafélagið að borga út meira en 20% raunvexti í arð til að standa jafnfætis. Svona reglur eru hrein vitleysa og þeim þárf að breyta strax þannig að hlutaféð njóti jafnréttis. Ef það verður ekki gert þarf ekki að gera ráð fyrir því að fyrirtækin geti aflað sér nýs áhættufjármagns til fram- tíðaruppbyggingar. Raunvaxtastefnan hefur leitt til þess að tugþúsundir íslendinga hafa tekið upp virkan spamað, þessir einstaklingar eiga í dag 70% alls spariflár í bankakerfinu. Þetta eru ekki þessir svokölluðu „arðræningjar og kapitalistar" eins og sumir stjómmálamenn hafa kosið að kalla fjármagnseigendur á íslandi. Þetta eru fyrst og fremst launþegar þessa lands, sem kunna vel að meta þá ávöxtunarmöguleika sem nú eru í boði. Ég er sannfærður um það að Qöldamargir þessara launþega em reiðubúnir til að Qárfesta í atvinnu- uppbyggingu þjóðarinnar, en til þess þurfa þeir að fá a.m.k. jafngóð kjör og þeim bjóðast í bönkum og á skuldabréfamarkaði og helst betri vegna meiri áhættu. Raunvaxtastefnan hefur sannað það launþegar þessa lands em vel vakandi yfír bestu ávöxtunarkost- um sem þeim bjóðast fyrir sparifé sitt. Þeir ávaxta sitt pund vel og skynsamlega til þess að ná góðum arði og þeir gera sér fulla grein fyrir því að við núverandi kjör er það algjör heimska að fjárfesta í atvinnufyrirtækjum. Þessari stöðu þarf að breyta nú fyrir þinglok á þessu vori, þannig að almenningur fái tækifæri til að taka þátt í atvinnuuppbyggingunni hér á landi eins og f öðrum löndum. Stofnun þróunarfélaga leysir stjómmálamenn ekki undan þessum vanda, hér þarf langtum meira til. íslenskt atvinnulíf þarf nýtt áhættufé íslenskt atvinnulíf þarf marga milljarða króna í nýtt áhættufé á komandi ámm til þess að standa undir atvinnuuppbyggingunni og skapa þann mikla hagvöxt sem okkur vantar. Eina leiðin til þess að laða fram þessa peninga er að gefa íslenskum launþegum tæki- færi til að taka þátt í atvinnuupp- byggingunni hvort heldur sem er í hátækni eða hefðbundnum atvinnu- greinum. Með virkri þátttöku almennings í atvinnuuppbyggingunni veitum við jafnframt það besta og harðasta aðhald sem unnt er að veita stjóm- endum fyrirtækjanna. Aðhald laun- þegans sem krefst þess að fyrirtæki hans græði peninga, borgi góð laun og greiði góðan, háan arð. Raunvaxtastefnan er búin að afsanna gömlu kenningamar um það hveijir eigi fjármagnið. Islenski fjármagnseigandinn í dag er laun- þeginn, alþýðumaðurinn sem vill ávaxta sitt fé á skynsaman og arðsaman hátt og er reiðubúinn til að taka þátt í atvinnuuppbygging- unni ef hann sér hag sínum vel borgið með því. Það má ekki láta úrelt afturhaldssjónarmið hindra hann í því að gera það. Félag íslenskra iðnrekenda hefur ákveðið að leita samstarfs við alla hagsmunaaðila á vinnumarkaðnum með það að markmiði að leggja til við Alþingi að skattalögunum verði breytt nú á þessu vori, þannig að hlutafé og arður njóti sömu skatta- meðferðar og annað sparifé nýtur í dag. Við væntum þess að slíkt samstarf megi takast fljótt og vel og breytingar nái fram að ganga fyrir vorið. Verkefni eru næg og það skiptir miklu að við virkjum fjármagn íslenskrar alþýðu til þess að vinna úr þeim. Að fjármagna nýiðnað Á undanfömum árum hafa nokk- ur íslensk iðnfyrirtæki og þjónustu- fyrirtæki tekið höndum saman um að leggja fram áhættuQármagn til að hrinda í framkvæmd nýiðnaðar- hugmyndum. Nú þegar hafa 3 fyrir- tæki verið sett á laggimar sem fást við nýja framleiðslu og eitt að auki í samvinnu við Háskóla íslands til þess að vinna að vöruþróun í há- tækniiðnaði. Elst þessara fyrirtækja er DNG hf. á Akureyri sem nú hefur starfað í 1 V2 ár við framleiðslu á rafeinda- búnaði, fyrst og fremst rafeinda- stýrðum handfæravindum. í dag starfa hjá DNG hf. 20 manns og ársveltan á þessu ári verður a.m.k. 40 milljónir króna og fyrirsjáanlegir miklir vaxtarmögu- leikar næstu árin. 40% af veltunni er af útflutningi. Ef ekki hefði komið til áhættufjármögnun nokk- urra starfandi fyrirtækja fyrir 1 V2 ári síðan væri DNG hf. ekki til í dag og þá vantaði þessi 20 störf sem fyrirtækið hefur skapað á Akureyri. Annað dæmi er fyrirtækið Artek hf. sem stofnað var á síðasta ári og hefur nú hafið útflutning á hugbúnaði fyrir tölvur. í dag starfa hjá fyrirtækinu 4 starfsmenn, áætl- uð ársvelta á fyrsta starfsári er liðlega 30 milljónir króna og er hún nánast öll af útflutningi. Hér eru vaxtarmöguleikar sömuleiðis mikl- ir. í þessu tilviki er einnig ljóst að áhættufé skipti sköpum. Hin fyrirtækin 2 eru skemmra á veg komin og má vænta frétta af þeim síðar á árinu. Af fenginni reynslu af stofnun DNG hf. var ákveðið að stofna fjár- festingarfélagið Frumkvæði hf. sem . áhættuQármögnunarfyrirtæki. Slík fyrirtæki hafa þann kost að dreifa áhættu hluthafanna betur en ef þeir flárfesta beint í einstökum framleiðslufyrirtækjum, þar sem ,þau beina flárfestingu sinni I marg- ar átti. Starf Frumkvæðis hf. hefur leitt í ljós að ekki skortir góðar fram- leiðsluhugmyndir. Við íslendingar eigum í dag álit- legan hóp velmenntaðra ungra vís- indamanna sem hafa aflað sér víð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.