Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ1986
BÍLABORG HF
Smiðshöfða 23, sími 68 12 65
Bestu kaupin eru hjá okkur!
Hjá okkur fáiö þiö original pústkerfi í allar geröir
MAZDA bíla. Viö veitum 20% afslátt ef keypt eru heil
kerfi meö festingum. Kaupiö eingöngu
EKTA MAZDA pústkerfi
eins og framleiöandinn mœiir meö
— þau passa í bílinn.
I Gódan daginn!
FLU GV OLLINN SKIL-
YRÐISLAUST BURT
eftirþórð E.
Halldórsson
Ég hef talsvert skrifað í blöð um
Reykjavíkurflugvöll fyrr og síðar.
Hvati þess að ég sting niður penna
að þessu sinni er þó ekki það óhapp
er varð á vellinum nýlega, þegar
einni af vélum Flugleiða hlekktist
á í flugtaki með 45 manns innan-
borðs. Það slys verður rannsakað
og fást væntanlega úr þeirri rann-
sókn viðunandi niðurstöður.
Ég hef haldið því fram, og læt
ekki af þeirri skoðun minni, að
Reykjavíkurflugvöll beri hiklaust
að leggja niður, því fyrr því betra.
Rökin fyrir því eru mörg og sterk,
en ekkert virðist hagga þeirri
ákvörðun „æðsta ráðsins" að starf-
rækja flugvöll í miðborg Reykjavík-
ur.
Mig undrar stórlega, að þeir
menn, sem telja sig ráðgjafa um
íslensk flugmál, skuli ekki sjá
hættumar sem alls taðar blasa við
samfara flugstarfseminni í miðborg
Reykjavíkur.
Auk þess að hefja flugtak og
lenda yfir miðborgina hefur á síð-
ustu árum skapast geigvænleg
hætta af þeirri fuglamergð sem
heldur sig í og við Tjömina í Reykja-
vík.
Fyrir um 10—15 ámm vom
aðeins ein álftahjón ámm saman á
tjöminni. Nú skipta álftir mörgum
tugum þama. Ég hef hvað eftir
annað horft á stóra hópa af álftum
koma í oddaflugi yfír Tjömina og
setjastþar.
Sé flugvél í flugtaki út yfír mið-
borgina og rekist á slíkan fíiglahóp,
eða jafnvel þó ekki væri nema einn
fugl af þessari stærð og þyngd, vil
ég ekki hugsa þá hugsun til enda
hver afleiðingin yrði. Ég læt tækni-
mennina um að svara því. Tel þeim
muni verða svarafátt. Og hver vildi
kalla yfír sig þá ábyrgð?
Er það e.t.v. eitthva af þessu
tagi sem beðið er eftir til þess að
flugvöllurinn verði fjarlægður, því
við stórslys mundi honum samdæg-
urs vera lokað til frambúðar.
Þórður E. Halldórsson.
»
„Eg- hef bent á örugga
og traust lausn á þessu
vandamáli, sem menn
mikla fyrir sér, að nota
Keflavíkurflugvöll til
alls flugs á suðvestur-
horninu.“
Mér hefur skilist að fyrir liggi
stórframkvæmdir við völlinn á
þessu og næstu ámm; Göng undir
flugbraut í Skerjafírði, langt undir
sjólínu og lenging sömu brautar út
í sjó. Ný flugafgreiðsla o.fl. Þessar
framkvæmdir kosta hundru millj-
óna.
Ég hef bent á öruggaog trausta
lausn á þessu vandamáli, sem menn
mikla fyrir sér, að nota Keflavíkur-
flugvöll til alls flugs á suðvestur-
hominu. Að leggja einteinung
(monorail) frá miðborg Reykjavíkur
að nýju flugstöðinni á Keflavíkur-
flugvelli. Kostnaðurinn yrði ekki
meiri en fyrirhugaðar framkvæmdir
við Reykjavíkurflugvöll. Leiðin ekin
á 15 mínútum, óháð veðri og vind-
um.
Afnot af Keflavíkurflugvelli um
þessar mundir eru innan við 10%
af því sem sá flugvöllur getur af-
kastað. Þar eru öll fullkomnustu
öryggistæki sem tilheyra rekstri
alþjóðaflugvalla. Þar er verið að
byggja nýtízku flugstöð, sem vænt-
anlega mun anna sínu hlutverki um
langan aldur.
Tæki þau sem fyrir eru á Reykja-
víkurflugvelli munu notast á völlum
úti á landi, sem eru naumast í
starfhæfu ástandi vegna tækja-
skorts.
Ég vil minna á að tvær hervélar,
4ra hreyfla af Lancaster-gerð, fór-
ust við Reykjavíkurflugvöll 1943.
Önnur stakkst á nefíð 10 metrum
frá dyrum Stúdentagarðsins, hin
stakkst á kaf í mýri, skammt frá
húsi við Kaplaskjólsveg. Ég horfði
á bæði þessi slys gerast og frábið
mér að sjá nokkuð því líkt aftur.
Öryggis í ferðamálum er leitað á
öllum sviðum á landi, sjó og í lofti
hjá öllum þjóðum þar sem ráðamenn
bera virðingu fyrir veiferð þegna
sinna.
Flugvellir á íslandi eru víðast
nálægt byggðakjama en vel stað-
settir hvað öryggi byggðar snertir
nema í sjálfum höfuðstaðnum,
Reykjavík.
Fólk sem ferðast flugleiðis á ís-
landi fer að mestum hluta til og
frá Reykjavík. Það er þess vegna
mál allra landsmanna að þar sé ítr-
asta öryggis gætt, en ekki teflt á
tæpasta vað við notkun á flugvelli,
sem engum hefði dottið í hug að
setja þama nema Bretum, sem
tróðu kofum sínum inn á milli húsa
þar sem byggðin var þéttust. Sú
var virðing fyrir velferð þegnanna
í þá daga. Breytum því viðhorfi.
Höfundur er eftirla unaþegi, bú-
aettur í Lúxemborg.
22.4% U-BIX VERÐLÆKKUN
Með nýjum samningum hefur okkur tekist að lækka verðið á U-BIX 120 um
Kr. 20.100
U-BIX 120 Ijósritunarvélin er einstök í sinni röð — fjölhæf, ódýr og
tekur lítið pláss. U-BIX 120 er þurrduftsvél, Ijósritar á allan
venjulegan pappír og glærur, tekur allt að B4 frumrit, skilar 12 A4
Ijósritum á mínútu og fullnægir þrátt fyrir smæð sína öllum þeim
kröfum sem gerðar eru til góðra Ijósritunarvéla. Þetta er lítill og
snaggaralegur gæðagripur sem vakið hefur athygli og hrifningu um
allan heim — og nú býðst þér þessi skemmtilega Ijósritunarvél á
einstöku verði.
Kynntu þér U-BIX 120 - og gerðu reyfarakaup á meðan tækifærið gefst!
SKRIFSTOFUVELAR H.F.
Hverfisgötu 33 - Sími 91 -20560
y