Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 68
..JVEÐÁ NOTUNUM. Qlðnaðarbanlúnn FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. . # ^ Morgunbtaðið/Ami Sæberg Fimm borgarsijorar DAVÍÐ Oddsson borgarstjóri afhenti í gær fjórum borgarstjórum minnispeninga, sem afmælisnefnd Reykjavíkur hefur m.a. látið gera í tilefni 200 ára afmælis borgarinnar. Þetta gerðist á fundi í sal borgarstjórnar, þar sem borgarstjóri og fleiri fulltrúar í afmælisnefndinni kynntu efni hátíðahalda ársins. Á myndinni sitja borgarstjórarnir fyrrverandi vinstra megin við „borgarstjóraborð- ið“, þau Auður Auðuns, Geir Hallgrímsson, Birgir ísleifur Gunnarsson og Egill Skúli Ingibergsson. Hægra megin eru Davíð Odds- son, Stefán Kristjánsson, Markús Orn Antonsson og Gerður Steinþórsdóttir. Að baki borgarstjórunum fyrrverandi sitja blaðamenn og ljósmyndarar víðs vegar af landinu, sem dvelja í Reykjavík í sérstöku tveggja daga boði vegna afmæiisins. Seðlabankínn íhugar 5% vaxtalækkun skuldabréfa Vestmannaeyjar: Varpaði ankerum yfir vatns- leiðsluna Látinn skera ankerið frá Vestmannaeyjum. JAPANSKT flutningaskip, sem hingað kom til að lesta loðnu- hrogn, varpaði ankeri yfir vatns- leiðsluna á milli lands og Eyja á ytri höfninni. Að kröfu hafnar- yfirvalda í Vestmannaeyjum voru skipveijar japanska skips- ins látnir skera ankerisfestina frá skipinu, þar sem ekki þótti á það hættandi að draga hana inn aftur og valda þannig hugsan- lega skemmdum á leiðslunni. Gífurlegt tjón myndi hljótast af því ef vatnsleiðslan færi í sundur og allt athafnalíf í bænum mundi samstundis stöðvast. Fjárhagslegt tjón gæti numið hundruðum millj- óna króna. Algjörlega er bannað að varpa ankeri eða vera með veið- arfæri á afmörkuðum svæðum, þar sem vatnsleiðslur og rafmagns- strengir liggja neðansjávar. Hafnsögumaður var að losa út Eldvíkina þegar hann og skipverjar á Lóðsinum urðu varir við að jap- anska skipið hafði látið ankerið falia á bannsvæði yfír vatnsleiðslunni. Skipstjóra skipsins var bent á að hreyfa ekki ankerið og þess krafíst að hann léti skera það frá. Féllst skipstjórinn á það eftir að hafa gert nákvæmar mælingar á sjó- korti. — hkj. MORGUNBLAÐIÐ hefur heim- ^ildir fyrir því að Seðlabankinn nú að ihuga vaxtalækkun á afurðalánum og skuldabréfum fyrir páska, og ennfremur aðra lækkun á vöxtum skuldabréfa í aprfl. Heimildarmaður Morgun- blaðsins taldi að vextir skulda- bréfa gætu lækkað um allt að 5% á næstu dögum, og síðan um önnur 2-3% í aprfl. Skuldabréf bera nú 20% vexti, en sem kunn- ugt er voru þeir lækkaðir eftir kjarasamningana úr 32%. Tómas Árnason bankastjórí í Seðlabankanum sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að verið væri að Qalla um málið í bankanum þessa dagana, en engar ákvarðanir hefðu verið teknar. „Það er stefnan að lækka vexti með lækkandi verð- bólgu og við höfum verið að kanna möguleikana á lækkun undanfama daga,“ sagði Tómas. Hann sagði að nk. mánudag yrði bankaráðs- fundur í Seðlabankanum, og þá yrði líklega tekin ákvörðum um hvort vextir lækkuðu fyrir páska eða ekki. Rannsóknaþjónusta Há- skólans í burðarliðnum ÁFORMAÐ er að setja upp þjón- ustumiðstöð, Rannsóknaþjónustu Háskólans, sem hefði það hlutverk að auðvelda og efla hagnýtingu þekkingar og veita íslensku at- vinnulifi þjónustu eftir þvi sem kostur er. Þetta kom fram í ræðu sem Sigmundur Guðbjarnason rektor Háskóla ísiands hélt á árs- þingi Félags íslenskra iðnrekenda ígær. Sigmundur sagði, að búið værí að leggja fyrir Háskólaráð tillögur að skipulagi og starfsháttum Rann- sóknaþjónustunnar, sem værí ætlað að verða tengiliður milli þeirra sem leita eftir aðstoð og þjónustu og hinna fjölmörgu sérfræðinga Háskól- ans sem gætu veitt aðstoð. „Næsta skrefíð verður að kynna þá þjónustu sem í boði verður, hvaða þekking og fæmi er fyrir hendi, hvaða aðstaða er til og hvaða menn standi þar að baki,“ sagði Háskóla- rektor. Hann sagði að ætla mætti að um 200 kennarar og aðrir sérfræðingar væm fúsir til þátttöku í þessari þjón- ustu. Hún yrði seld á markaðsverði og kæmi þá væntanlega í ljós hvort og hve mikill markaður væri fyrir hana. Háskóli íslands væri með þessu að leitast við að mæta aukinni menntunarþörf atvinnulífsins og aukinni þörf fyrir rannsóknir og þró- un nýrra leiða í atvinnulifínu. Fjórir skákmenn tefla í New York FJÓRIR íslenzkir titilhafar í skák fara um páskana til New York í Bandaríkjunum, þar sem þeir taka þátt í geysisterku opnu móti sem fer fram með svipuðu sniði og Reykjavíkur- skákmótið í febrúar sl. Skákmennimir em stórmeist- aramir Helgi Ólafsson og Margeir Pétursson og alþjóðlegu meistar- amir Jón L. Amason og Karl Þoreteins. Fyretu verðlaun á mót- inu em 700 þúsund krónur, en heildarverðlaun em 5 milljónir króna. Þátttakendur verða á annað þúsund talsins og teflt er í mörgum flokkum. Egg, kjúklingar, svínalqöt og smjör á útsölu: Dæmi um eggja- kíló á 50-60 kr. MIKIL niðurboð tíðkast á eggja- markaðnum þessa dagana vegna offramboðs á eggjum. Aigengt útsöluverð er nú tæpar 100 krón- ur kílóið en var um 180 krónur fyrr í vetur. Dæmi eru um ennþá lægra útsöluverð, eða 50-60 krónur. Skráð heildsöluverð á eggjum var í haust 160 krónur, sem samsvarar 175-180 krónum í dag. Þrátt fyrir það hefur einstaka söluaðili boðið egg allt niður í 40-50 krónur kílóið. Verulegar birgðir em af eggj- um í landinu. Helstu eggjafram- leiðendum og dreifíngaraðilum ber saman um að salan sé ágæt, en ekki nóg vegna aukningar í framleiðslu. Þeim bar líka saman um að verðið væri allt of lágt. Þessa dagana er hægt að kaupa fleiri landbúnaðarvömr á góðu verði. Kjúklingar em seldir með 20-30% afslætti, svínakjöt með 15% afslætti og smjör með 33% afslætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.