Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 68
..JVEÐÁ
NOTUNUM.
Qlðnaðarbanlúnn
FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1986
VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR.
. # ^ Morgunbtaðið/Ami Sæberg
Fimm borgarsijorar
DAVÍÐ Oddsson borgarstjóri afhenti í gær fjórum borgarstjórum minnispeninga, sem afmælisnefnd Reykjavíkur hefur m.a. látið
gera í tilefni 200 ára afmælis borgarinnar. Þetta gerðist á fundi í sal borgarstjórnar, þar sem borgarstjóri og fleiri fulltrúar í
afmælisnefndinni kynntu efni hátíðahalda ársins. Á myndinni sitja borgarstjórarnir fyrrverandi vinstra megin við „borgarstjóraborð-
ið“, þau Auður Auðuns, Geir Hallgrímsson, Birgir ísleifur Gunnarsson og Egill Skúli Ingibergsson. Hægra megin eru Davíð Odds-
son, Stefán Kristjánsson, Markús Orn Antonsson og Gerður Steinþórsdóttir. Að baki borgarstjórunum fyrrverandi sitja blaðamenn
og ljósmyndarar víðs vegar af landinu, sem dvelja í Reykjavík í sérstöku tveggja daga boði vegna afmæiisins.
Seðlabankínn íhugar 5%
vaxtalækkun skuldabréfa
Vestmannaeyjar:
Varpaði
ankerum
yfir vatns-
leiðsluna
Látinn skera
ankerið frá
Vestmannaeyjum.
JAPANSKT flutningaskip, sem
hingað kom til að lesta loðnu-
hrogn, varpaði ankeri yfir vatns-
leiðsluna á milli lands og Eyja á
ytri höfninni. Að kröfu hafnar-
yfirvalda í Vestmannaeyjum
voru skipveijar japanska skips-
ins látnir skera ankerisfestina
frá skipinu, þar sem ekki þótti á
það hættandi að draga hana inn
aftur og valda þannig hugsan-
lega skemmdum á leiðslunni.
Gífurlegt tjón myndi hljótast af
því ef vatnsleiðslan færi í sundur
og allt athafnalíf í bænum mundi
samstundis stöðvast. Fjárhagslegt
tjón gæti numið hundruðum millj-
óna króna. Algjörlega er bannað
að varpa ankeri eða vera með veið-
arfæri á afmörkuðum svæðum, þar
sem vatnsleiðslur og rafmagns-
strengir liggja neðansjávar.
Hafnsögumaður var að losa út
Eldvíkina þegar hann og skipverjar
á Lóðsinum urðu varir við að jap-
anska skipið hafði látið ankerið falia
á bannsvæði yfír vatnsleiðslunni.
Skipstjóra skipsins var bent á að
hreyfa ekki ankerið og þess krafíst
að hann léti skera það frá. Féllst
skipstjórinn á það eftir að hafa
gert nákvæmar mælingar á sjó-
korti.
— hkj.
MORGUNBLAÐIÐ hefur heim-
^ildir fyrir því að Seðlabankinn
nú að ihuga vaxtalækkun á
afurðalánum og skuldabréfum
fyrir páska, og ennfremur aðra
lækkun á vöxtum skuldabréfa í
aprfl. Heimildarmaður Morgun-
blaðsins taldi að vextir skulda-
bréfa gætu lækkað um allt að
5% á næstu dögum, og síðan um
önnur 2-3% í aprfl. Skuldabréf
bera nú 20% vexti, en sem kunn-
ugt er voru þeir lækkaðir eftir
kjarasamningana úr 32%.
Tómas Árnason bankastjórí í
Seðlabankanum sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að verið væri
að Qalla um málið í bankanum þessa
dagana, en engar ákvarðanir hefðu
verið teknar. „Það er stefnan að
lækka vexti með lækkandi verð-
bólgu og við höfum verið að kanna
möguleikana á lækkun undanfama
daga,“ sagði Tómas. Hann sagði
að nk. mánudag yrði bankaráðs-
fundur í Seðlabankanum, og þá
yrði líklega tekin ákvörðum um
hvort vextir lækkuðu fyrir páska
eða ekki.
Rannsóknaþjónusta Há-
skólans í burðarliðnum
ÁFORMAÐ er að setja upp þjón-
ustumiðstöð, Rannsóknaþjónustu
Háskólans, sem hefði það hlutverk
að auðvelda og efla hagnýtingu
þekkingar og veita íslensku at-
vinnulifi þjónustu eftir þvi sem
kostur er. Þetta kom fram í ræðu
sem Sigmundur Guðbjarnason
rektor Háskóla ísiands hélt á árs-
þingi Félags íslenskra iðnrekenda
ígær.
Sigmundur sagði, að búið værí að
leggja fyrir Háskólaráð tillögur að
skipulagi og starfsháttum Rann-
sóknaþjónustunnar, sem værí ætlað
að verða tengiliður milli þeirra sem
leita eftir aðstoð og þjónustu og
hinna fjölmörgu sérfræðinga Háskól-
ans sem gætu veitt aðstoð.
„Næsta skrefíð verður að kynna
þá þjónustu sem í boði verður, hvaða
þekking og fæmi er fyrir hendi,
hvaða aðstaða er til og hvaða menn
standi þar að baki,“ sagði Háskóla-
rektor.
Hann sagði að ætla mætti að um
200 kennarar og aðrir sérfræðingar
væm fúsir til þátttöku í þessari þjón-
ustu. Hún yrði seld á markaðsverði
og kæmi þá væntanlega í ljós hvort
og hve mikill markaður væri fyrir
hana. Háskóli íslands væri með þessu
að leitast við að mæta aukinni
menntunarþörf atvinnulífsins og
aukinni þörf fyrir rannsóknir og þró-
un nýrra leiða í atvinnulifínu.
Fjórir skákmenn
tefla í New York
FJÓRIR íslenzkir titilhafar í
skák fara um páskana til New
York í Bandaríkjunum, þar sem
þeir taka þátt í geysisterku
opnu móti sem fer fram með
svipuðu sniði og Reykjavíkur-
skákmótið í febrúar sl.
Skákmennimir em stórmeist-
aramir Helgi Ólafsson og Margeir
Pétursson og alþjóðlegu meistar-
amir Jón L. Amason og Karl
Þoreteins. Fyretu verðlaun á mót-
inu em 700 þúsund krónur, en
heildarverðlaun em 5 milljónir
króna. Þátttakendur verða á
annað þúsund talsins og teflt er
í mörgum flokkum.
Egg, kjúklingar, svínalqöt og smjör á útsölu:
Dæmi um eggja-
kíló á 50-60 kr.
MIKIL niðurboð tíðkast á eggja-
markaðnum þessa dagana vegna
offramboðs á eggjum. Aigengt
útsöluverð er nú tæpar 100 krón-
ur kílóið en var um 180 krónur
fyrr í vetur. Dæmi eru um ennþá
lægra útsöluverð, eða 50-60
krónur. Skráð heildsöluverð á
eggjum var í haust 160 krónur,
sem samsvarar 175-180 krónum
í dag. Þrátt fyrir það hefur
einstaka söluaðili boðið egg allt
niður í 40-50 krónur kílóið.
Verulegar birgðir em af eggj-
um í landinu. Helstu eggjafram-
leiðendum og dreifíngaraðilum
ber saman um að salan sé ágæt,
en ekki nóg vegna aukningar í
framleiðslu. Þeim bar líka saman
um að verðið væri allt of lágt.
Þessa dagana er hægt að kaupa
fleiri landbúnaðarvömr á góðu
verði. Kjúklingar em seldir með
20-30% afslætti, svínakjöt með
15% afslætti og smjör með 33%
afslætti.