Morgunblaðið - 20.03.1986, Page 36

Morgunblaðið - 20.03.1986, Page 36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ1986 36 Lögvemdun starfsheitis kennara: Allir með — enginn á móti — sem þátt tóku í fyrstu umræðu um málið Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra, mælti í gær fyrir sljórnarfrumvarpi um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskóla- kennara, framhaldsskólakenn- ara og skólastjóra. Frumvarpið er þrískipt, fjallar í fyrsta lagi um rétt til að nota viðkomandi starfsheiti, í annan stað um starfsréttindin og loks um ráðn- ingarreglur. Ráðherrann taldi frumvarpið nánast hluta af kjarasamningum við kennara- séttina. Hann mæltist til þess að menntamálanefndir beggja þing- deildar störfuðu saman að mál- inu til að flýta för þess í gegn um þingið. Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra, sagði Ragnhildi Helgadóttur, þá mennta- málaráðherra, hafa haustið 1984 skipað nefnd til að vinna að laga- frumvarpi um þetta efni. Upphaf- lega hafi verið að því stefnt að frumvarpið hefði hliðstæð ákvæði um lögvemdun starfsheitis kennara og felast í hliðstæðum lögum um bókasafnsfræðinga. Það töldu kennarar hinsvegar ekki nóg, þar eð þau lög fela ekki í sér lögvemdun starfsréttinda. Nefndin hafi síðan sætzt á efnisatriði frumvarpsins, eins og þau nú liggja fyrir. Frum- varpið væri samkomulagsmál. Ráðherra drap á helztu atriði frumvarpsins: 1) Lögvemdun starfsheitis, sem væri nýmæli, 2) kröfur til starfsréttinda væm nær óbreyttar, 3) frumvarpið gerir ráð fyrir sömu menntunarkröfum til setningar í kennarastarf og skipun- ar, sem er nýmæli, en matsnefnd fjalli um það hvort umsækjandi um starf uppfyllir sett skilyrði, 4) gert er ráð fyrir bráðabirgðaákvæði, sem kveður á um að „þeir sem hafa unnið við kennslu undanfarin ár án réttinda fái tækifæri til þess að afla þeirra á næstu árum“. Allir þingmenn, sem þátt tóku í umræðunni, lýstu stuðningi við frumvarpið, en þeir vóm: Páll Pét- ursson (F.-Nv), Hjörleifur Gutt- ormsson (Abl.-Al), Guðrún Agnars- dóttir (Kl.-Rvk) og Bjami Guðnason (A.-Rvk.). Menntamálaráðherra þakkaði eindreginn stuðning við frumvarpið, sem að lokinni fyrstu umræðu gekk til menntamála- nefndar þingdeildarinnar og ann- arrar umræðu. Island og alþjóðastofnanir: Gæta þarf ýtrustu hagsýni og sparnaðar — segir í þingsályktunartillögu í FJÁRLÖGUM yfirstandandi árs eru 70 m.kr. útgjöld vegna aðildar íslands að alþjóðastofnunum. Auk þess eru víða í fjárlög- um liðir með fjárframlög til slíkra stofnana. Enn er ótaiið og ómælt það fé sem varið er til utanferða á vegum ýmissa stofn- ana ríkisins og ráðuneyta í nafni alþjóðasamvinnu. Þannig segir efnislega í greinargerð með tilögu til þingsályktunar um endur- skoðun á aðild íslands að alþjóðastofnunum. Flutningsmenn eru Halldór Blöndal (S.-Ne) og Björn Dagbjartsson (S.-Ne.). Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjóminni að beita sér fyrir at- hugun á nauðsyn aðildar íslands að alþjóðastofnunum og samtök- um, sem ísland er nú aðili að, með það fyrir augum að aðild verði sagt upp þar sem unnt þykir og ýtrustu hagsýni og spamaðar gætt um þátttöku í starfsemi þeirra stofnana sem þjóðinni er tvímælalaus hagur að áframhald- Félag Sameinuðu þjóðanna skipu- leggur dagskrá friðarárs 1986 RÍKISSTJÓRNIN hefur beðið Félag Sameinuðu þjóðanna á ís- landi að skipuleggja dagskrá í tilefni friðarárs Sameinuðu þjóð- anna 1986. Er óskað eftir að samstarf verði haft við utanríkis- ráðuneytið, svo og hina ýmsu aðila og samtök hér á landi, sem áhuga hafa á málinu. Það var Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra, sem greindi frá þessu í fyrirspumatíma í sameinuðu þingi á þriðjudag. Hann sagði, að gert væri ráð fyrir því að stjómvöld létu af hendi rakna fé til styrktar þessari starfsemi og þau hefðu einnig komið á framfæri hugmyndum um dagskrá friðarárs- ins hér á landi. Meðal þess, sem 'nefnt hefði verið, væri hátíðarsam- koma í Þjóðleikhúsinu á tímabilinu 24. okt. til 19. nóv. nk., en 24. okt. er dagur Sameinuðu þjóðanna og 19. nóv. em liðin 40 ár frá því ísland gerðíst aðili að samtökunum. Einnig hefði verið rætt um ráð- stefnu í Reykjavík um þátttöku Is- lendinga í alþjóðlegu friðarstarfi eða um ófriðarsvæði í heiminum, útgáfu kynningarbæklings með efni frá SÞ, frímerkja- og/eða myntút- gáfu og kynningu í ijölmiðlum. Fyrirspyijandi, Guðrún Agnars- dóttir (Kl.-Rvk.), taldi það sýna áhugaleysi stjómvalda á friðarárinu að fara svo seint af stað með starf- ’ semi í tengslum við það, sem raun bæri vitni. Hjörleifur Guttorms- son (Abl.-Al.) tók í sama streng og gagnrýndi, að ekki væri haft samráð við þingfiokkana um skipu- lag friðarársins. Forsætisráðherra sagði, að tillag- an um að Félag Sameinuðu þjóð- anna sæi um dagskrá friðarársins væri komin frá fyrrverandi utanrík- isráðherra og hún hefði verið sam- þykkt í ríkisstjóminni 23. janúar sl. í greinargerð utanríkisráðherra með tillögunni hefði komið fram að í þessu máli væri tveggja kosta völ. Annars vegar að fela Félagi SÞ á íslandi að hafa veg og vanda af skipulaginu með stuðningi stjóm- valda og hins vegar að skipa sér- staka nefnd til að samræma aðgerð- ir friðarhópa og annast sameigin- lega dagskrá þeirra. Orðrétt sagði forsætisráðherra síðan: „Stofnun íslenskrar nefndar til að hafa um- sjón með friðarárinu var talin hafa þann kost í för með sér að stjóm- völd gætu frá byrjun til enda haft hönd í bagga með hvemig staðið yrði að því og notað tækifærið til að kynna almenningi ýmsar hliðar islenskra utanríkismála. Ókostimir voru einkum taldir tveir. 1) í ljósi ótölulegs fjölda hópa, sem áhuga hafa á friðarárinu, væri vandi að sjá hveijir skipa ættu slíka nefnd. Auk hópa, sem beint tengjast frið- ar- og öryggismálum, svo sem Samtök um vestræna samvinnu, Friðarhreyfing kvenna og Samtök lækna gegn kjamorkuvá, svo dæmi séu tekin, hafa trúfélög, æskulýðs- samtök, verkalýðsfélög og góðgerð- arstofnanir lýst áhuga á friðarár- inu. Gæti reynst býsna erfitt að sameina alla þessa hópa og gera öllum til hæfis. 2) Friðarmálin em í eðli sínu pólitísk og því talin hætta á, að ákveðnir hópar reyni að beita friðarárinu fyrir sig í ýmiss konar áróðurstilgangi. Ottast var að stofnun opinberrar nefndar kynni að leiða til þess að stjómvöld yrðu miðdepill pólitískra sviptivinda. Niðurstaðan varð því sú, að leita til Félags Sameinuðu þjóðanna enda er það aðili, sem hvað helst hefur kynnt starfsemi SÞ á íslandi. Var það ekki síst gert með hliðsjón af þeirri áherslu, sem lögð er á starf- semi Sameinuðu þjóðanna sjálfra í yfirlýsingu friðarársins." Þess má geta, að Félag Samein- uðu þjóðanna á íslandi er ftjáls félagsskapur og hefur starfað hér á landi um langt árabil. Núverandi formaður stjómar félagsins er Knútur Hallsson, ráðuneytisstjóri, en Ásgeir Pétursson, bæjarfógeti, er varaformaður. Framkvæmda- stjóri er Ragnar Ólafsson. Félagið er öllum opið og starfar óháð stjóm- málaflokkum. Tilgangur þess er að kynna starfsemi Sameinuðu þjóð- anna hér á landi og beita sér fyrir viðurkenningu íslensku þjóðarinnar á hinum ýmsu stefnumálum þeirra. Hefur félagið haft með höndum útgáfustarfsemi til fjölmiðla og gerð fræðsluefnis um SÞ. Þá hefur það beitt sér fyrir ráðstefnuhaldi og er þess t.d. skemmst að minnast, að á vegum félagsins og Háskóla íslands var haldinn fundur, þar sem Peres d’Cuellar, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kjmnti starf þeirra. andi tengslum við.“ í greinargerð segir að aðild okkar að ýmsum alþjóðastofnun- um sé „iila skilgreind og án sýni- legs tilgangs eða markmiða". Nauðsynlegt sé að staldra við og athuga „hvort allir þessir 47 liðir, sem taldir eru upp í fjárlagalið 03—401, eru skynsamlegir, nauð- synlegir eða æskilegir og verðir fjárveitinga". Minnt er á úrsögn Bandaríkjamanna og Breta úr UNESCO. „Viðgengist hefur í kringum forstjóra stofnunarinnar (UNESCO) hin versta spilling og siðleysi fyrir utan ótrúlegt skrif- stofubákn og starfsmannahald," segirþar. Þá segir að oft hafi verið gerðar tilraunir til að draga úr kostnaði ríkisins af ferðum starfsmanna þess til útlanda, en með of litlum árangri. „Meginmarkmiðið er auðvitað að farið sé ofan í saum- ana á því, hvort ýmsar alþjóða- stofnanir starfi í samræmi við stefnu og hugsjónir íslendinga og hvort öll alþjóðasamvinna, sem einhvem tíma þjónaði tilgangi, er jafngagnleg um aldur og ævi.“ í \. v. Þinglausnir ekki síðar en 23. apríl ÞINGLAUSNIR verða ekki síðar en miðvikudaginn 23. apríl, sem er síðasti vetrardagur. Þorvald- ur Garðar Kristjánsson, forseti sameinaðs Alþingis, staðfesti þetta í samtali við þingfréttarit- ara Morgunblaðsins. Fundir verða á Alþingi í dag, fimmtudag, osr síðan ;í mánudacr og þriðjudag í næstu viku, en þá taka þingmenn sér páskafrí. Þeir koma síðan aftur til starfa þriðju- daginn 1. apríl og sem fyrr segir hefur verið ákveðið, að Alþingi verði slitið rúmum þremur vikum síðar. Þingslit eru óvenju snemma að þessu sinni og stafar það af sveita- stjómarkosningunum, sem verða víðast. hvar 31. maí. Ný þingmál: Heimilisstörf — Trjárækt — Hert verðlagseftirlit Heimilisstörf - starfs- reynsla Tveir þingmenn Sjálfstæðis- flokks, Guðmundur H. Garðars- son og Salome Þorkelsdóttir, flytja þingsályktunartillögu, þess- efnis, að „íj'ármálaráðherra láti kanna með hvað hætti unnt væri að meta starfsreynslu við ólaunuð heimilisstörf í kjarasamningum þannig að þau störf veittu sam- bærileg kjör og aðrir hafa á almennum vinnumarkaði". Tillaga þessi er flutt í beinu framhaldi af breytingartillögu flutningsmanna við þingmál Sig- riðar Dúnu Kristmundsdóttur og fleiri um sama efni. Trjárækt í þéttbýli Fjórir þingmenn Sjálfstæðis- flokks, Gunnar G. Schram, Frið- jón Þórðarson, Friðrik Soph- usson og Guðmundur H. Garð- arsson, flytja þingsályktunar- tillögu, sem „felur ríkisstjórninni að eiga frumkvæði að samstarfi ríkisins, Sambands íslenzkra sveitarfélaga og Skógræktarfé- lags fslands um gerð áætlunar til næstu fímm ára um trjárækt í og við þéttbýli um land allt. Verði það m.a. markmið skógræktar- áætlunar þessarar að gróðursett verði árlega a.m.k. eitt tré fyrir hvem íbúa í sveitarfélögum lands- ins. Skal ríkisstjómin skipa þrjá menn af sinni hálfu í samstarfs- nefnd til þess að vinna að þessu verkefni í samvinnu við sveitarfé- lög landsins og Skógræktarfélag Íslands". í greinargerð er minnt á tilmæli Samtaka sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu um átak í tijárækt af hliðstæðu tagi og tillagan gerir ráð fyrir. Eftirlit meö verðlagi Guðrún Tryggvadóttir, þing- maður Framsóknarflokks, hef- ur lagt fram þingsályktunartil- lögu, sem felur ríkisstjóminni, verði hún samþykkt, að „gera ráðstafanir til þess að herða eftir- lit með verðlagi og álagningu. Sérstaklega verði fylgst með inn- kaupsverði ytra til þess að tryggja að tollalækkanir þær, sem ákveðnar vóm með lögum nr. 3 og 4 1986 í tengslum við nýgerða kjarasamninga, komi launþegum tilgóða." I greinargerð segir að tolla- lækkanir „hafi í sumum tilvikum ekki náð tilætluðum árangri í lækkun vömverðs". Þessvegna þurfí að herða eftirlit allt með verðlagi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.