Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 42
5HAM AJaVÍUÖHOM 42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ1986 Kveðja: Steindór Signr- steinsson, Selfossi Fæddur 1. október 1913 Dáinn 14. febrúar 1986 Denni á Sólbakka: „Ég vil ekki sjá neitt umstang, þó karl eins og ég deyi.“ Ekki þætti mér undirrituð- um ótrúlegt að eitthvað þessu líkt hafi hann sagt við konuna sína, hana „Guddu", Guðbjörgu Páls- dóttur, og þá hafi hún svarað: „Við vitum nú aldrei hvort verður á undan, væni minn.“ En sú varð raunin á, sem nú er, Denni er far- inn, og ekkert auglýst fyrr en að lokinni útför. Ég komst ekki hjá að kynnast þessu ágæta fólki, á yfir 30 ára búskap mínum á Selfossi, þau frum- byggjar þorpsins og ég flyt þangað 1950 og bý þar til 1980. Á þessum árum setur „frumbyggi" úr þorpi í kauptúni eðlilega mikinn svip á staðinn. Þótt maður jafn traustur og ábyggilegur í alla staði hafi kannski ekki mikið verið í forsvari í opinberum störfum, fer ekki hjá því að framgangur byggðarlags sem Selfosskaupstaður er í dag hlýtur að draga dám af sínum bú- endum, einkum frumbyggjum. Hver "v maður er hluti af umhverfi sínu og störfum og umhverfið hluti af manni sjálfum, svo mun og vera með Selfoss í dag, að maður eins og Denni hlýtur að „spora“ veru- lega. Ég ætla mér ekki með þessum fáu línum að skrifa ævisögu manns sem jafn margt liggur eftir og Denna. Nú hefi ég ekki lesið Bíl- stjórasöguna sem nýlega kom út, um þá hörkuduglegu menn sem sáu um aðdrætti og einnig að koma vörum á markað höfuðstaðarins, > frá því fyrir stríð eða fyrir 1940 og fram á þessa síðustu daga, enda er þar mikill munur á, einkum vegna vega og farartækja. Aðeins langar mig að minnast eins sem ég heyrði frá gömlu dögunum og sýnir hún best hvað þessir menn eins og Denni og hans félagar sem óku mjólkurbílunum á fyrri árum máttu reyna og fáir í þá daga skoðuðu sem nein afrek, en kynnu að þykja erfið í dag og er hún þessi saga sjálfsagt engin sérstæða frá mörg- um öðrum ferðum þessara þrek- manna sem sumir eru famir og þeir sem eftir em láta sér fátt um finnast. Sagan er sú, að eitt sinn sem oftar fóm nokkrir bílar frá KA með mjólk (að sjálfsögðu á brúsum, ekki tankbílum) af stað til Reykjavíkur og þótti ekki góð fæðrin eins og kallað var. Eftir einn og hálfan sólarhring eða tvo kömst lestin að Kolviðarhóli. Var þá Denni látinn hringja austur og að sjáífsögðu í Egil Thorarensen, sem þá var sjálf- kjörið höfuð Selfoss, og sagði illa gengi, enda þá um tveir sólarhring- ar frá því að lagt var af stað. Egill spyr hvort allt sé brotið, segir Denni, að sem betur fer sé svo ekki. Svarið var ósköp einfalt. „Hvem Q. emð þið að hanga þama, komið ykkur áfram, það er beðið eftir mjólkinni í Reykjavík," og skellti tólinu á. í slíkum ferðum var ekki annað með en ein eða tvær skóflur svo hægt væri að handmoka frá hjólum. Einhver biti mun hafa verið með í ferðunum en ekki þótti ástæða til að hann væri of mikill. Menn vom að vinna, ekki verið að ala upp með fallþunga að markmiði. Þessi saga er ekkert einsdæmi, en þessir þrekmenn vilja sem minnst um slíkt tala, þetta var sjálfsagður hiutur. í þessa daga vom föst mán- aðarlaun, engin yfirvinna, engar aukatekjur. Hætt er við að nútíma fólki þætti nóg um. Ef um langtíma ófærð var að ræða var hvíldin heima ekki löng, því oftast munu bflstjórar hafa meira eða minna aðstoðað viðgerðarmenn þá stuttu stund sem staðið var við á heimaslóðum, þar til lagt var í næstu ferð, eftir litla eða jafnvel enga hvfld. — En Denni átti góða konu, glaðværa og káta, en þó gleymdi hún aldrei ábyrgð þeirri sem gott og fallegt heimili hefir að segja, fyrir mann sem vinnur mikið og kemur þreyttur heim. Saman unnu þau að því að fegra heimili sitt og ótvírætt mátti heimfæra málsháttinn „þar sem er hjartarúm þar er húsrúm“ á heimili þeirra á Sólbakka, því munu fleiri mér sammála vera. Óvíða hefi ég komið þar sem betra og skemmti- legra var að eiga smástund með þeim hjónum yfir kaffibolla. Með þessum fáu línum minnist ég lítillega góðs drengs sem vissi vel hvað þurfti til, að koma til manns góðum og drenglyndum afkomend- um. Þar stóðu þau hjón saman sem einn. Samúðarkveðjur til hans nán- ustu. Ól. Þorvaldsson Mig langar til að minnast fáein- um orðum vinar míns, Steindórs Sigursteinssonar, Sólbakka, sem var kallaður Denni af flestum samferðarmönnum. Hann fæddist að Keldum í Mos- fellssveit, fyrsta dag okóbermánað- ar 1913. Foreldrar hans voru Hall- dóra Gísladóttir og Sigursteinn Steindórsson. Denni munn hafa komið ungur að Selfossi og var með fyrstu íbúum staðarins. Þar átti hann síðan heima til dauðadags, 14. febrúar síðastliðinn. Innan við tíu ára aldur fór hann fyrst í sveit, þá lá leiðin að Kiðja- bergi í Grímsnesi, til hjónanna Soffíu og Gunnlaugs og var hann þar á sumrum öll unglingsárin. Þar var þá stórbú og því nóg að gera. Það var gaman að ræða við Denna um þessi sumur, því það var mikil hlýja til þessa heimilis í þeirri umræðu. Um 1930 verður hann vörubif- reiðastjóri og um leið mótar hann ævistarfið, því hann ók vörubfl næstu fimmtíu árin. Fyrst hjá Kaupfélagi Ámesinga og Mjólkur- búi Flóamanna. Á sjötta áratugnum kaupir hann sér vörubíl og fer þá í vegavinnu. Hann verður um það leyti félagi í Vörubflstjórafélaginu Mjölni og er í því næstu tvo ára- tugi. Þó að Denni væri ekki mikið fyrir að vera í félagsmálum, þá komst hann ekki hjá því. Hann var Iengi í stjóm Mjölnis og ýmsum nefndum innan félagsins. Það var gott að vera með honum í þessum stjómum. Hann var góður, hreinn og beinn og þó hann væri oft harð- orður, vissu allir sem þekktu hann best, að undir sló gott hjarta. Hann vildi engum mein gera, hvorki mönnum né málleysingjum. Eftir- farandi saga lýsir því best. Eitt haustið sem hann ók mjólk tii Reykjavíkur, verður hann var við að það er eitthvað lifandi inni í bfln- um. Hann fer að gá að þessu og finnur þá bak við sætið sitt mús. Þessari mús gefur hann allan vetur- inn í bílnum af nesti sínu. Er hægt að hugsa sér meiri hjartahlýju? Fyrir tæpum fimmtíu ámm gift- ist hann Guðbjörgu Pálsdóttur, eftirlifandi konu sinni, frá Eyrar- bakka, mikilli myndarhúsmóður. Hann fór aldrei dult með, að það t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför, JÓNS PÁLSSONAR, Fossheiði S, Selfossi. Árný Sigurjónsdóttir, börn, fósturbörn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför JÓNASAR L. JÓNSSONAR frá Hrísum, sem andaðist 15. mars, fer fram 22. mars kl. 14.00 frá Víöidals- tungukirkju, V-Hún. Farið verður í áætlunarbíl frá Reykjavík. Þeir sem hafa áhuga á fari, hringi í síma 21896 og 20554. Benedikt Jónsson. hefði verið sitt mesta gæfuspor á lífsleiðinni. Þau eignuðust fjögur böm saman, einn son átti hún áður, sem hann gekk í föðurstað. Böm þeirra eru öll mesta myndarfólk, góðir þegnar í þjóðfélaginu. Þau hjón stilltu sína strengi oft nokkuð hátt, en þau kunnu þá list að stilla þá saman og voru höfðingj- ar heim að sækja. Ég vil að lokum þakka fyrir mikla gestrisni og góðvild í minn garð á iiðnum árum. I guðs friði. Róbert Róbertsson Steindór Sigursteinsson, eða Denni eins og hann var kallaður milli samferðamanna og ættingja, andaðist á heimili sínu 14. febrúar síðastliðinn. Foreldrar Denna voru Halldóra Gísladóttir og Sigursteinn Steinþórsson. Á Stokkseyri ólst Denni upp meðal sjómanna, verka- manna og bænda, fólki sem kunni að vinna, fólki sem ekki sóttist eftir veraldarauð til dagiegs brúks, ( einhvem allsheijar bjargráðasjóð nútímans. Þetta var hugdjarft al- þýðufólk sem háði harða og drengi- lega baráttu fyrir hinu daglega brauði, veðurglöggir sjómenn, sem urðu að rísa snemma úr rekkju til að hlusta eftir brimhljóði morguns- ins, harðjaxlar íslenskrar sjómanna- stéttar sem urðu að hugsa um líf áhafna sinna, að allir áhafnarmeð- limir kæmust heilir í höfn. Þannig var veðurspá íslenskra sjómanna á þeim tíma er Denni var að alast upp. Hann hlustaði ávallt eftir brim- hljóði morgundagsins. Ég vil staldra við og íhuga hvað Einar Benedikts- son segir f ljóðinu Brim: Volduga hjartaslag hafdjúpsins kalda, af hljóm þínum drekk ég mér kraft og frið. Ég heyri i þér, skammlífa, skjálfandi alda. Skóhljóð timans sem fram skal halda, og blóð mitt þýtur með brimsins nið. Ég beini sál minni að helsins hafi, sem handan við sól drekkur lifs mfns straum. Ég sé minn himin með sólbjarma trafi. yið sjóndeild blandast skugganna kafi. Ég sekk mér í huga míns, dýpsta draum. Ég sekk mér í brimhljóðsins sogandi öldu. Og sál mína á óminnisdjúpinu kný. Ég tel mig í ætt við unnina köldu, sem einn af dropunum mældu og töldu. Sem hljómbrot í eilífðar hafsins gný. Margar ljóðlínur í þessu stór- brotna kvæði Einars Benediktsson- ar eiga við lífsgöngu þessa dreng- lundaða höfðingja. Starfsævi Denna hefst á Selfossi í heimskreppunni miklu 1930—1940. Það dugði ekki annað en reglusemi til að lifa því lffi sem fjölskyldufeðrum og ein- stæðingum var boðið upp á á þess- um tíma. Ég þreifaði lítillega á þessu sultarlffi er ég bjó á þessum árum hjá móður minni í kjallaraholu á Vesturgötunni, 7 ára gamall. Það var mikil veisla ef gefin voru nokkur sykurkom út á hafragrautinn. Það sem einkennt hefur heimili Denna og Guðbjargar á Sólbakka er gest- risni. Þar bjó traust alþýðufólk, fólk sem þekkir hinn harða skóla lffsins, þar sem engum var úthýst er að garði bar. Og enn vil ég vitna f Einar Benediktsson: ÖII sælaergleði hinsgóða. Hún gjörir að höll hvert kot Án hennar er auður hismi og hreysi, hvert konungsslot Aftveggjasálnasælu er sál hvers engils glödd. En heimsböm, sem himin glæða til hæðanna verða kvödd. Það göfuga og góða vinnur sér gengi, við lánsins spil þvi jörðin tU himins horfir og himinninn jarðar til. Um langa tíð starfaði Denni heitinn sem bifreiðastjóri hjá Mjólk- urbúi Flóamanna. Var hann þar hinn trausti maður sem aldrei gaf eftir á hverju sem gekk. í hinum erfiðu vetrarferðum yfir Hellisheiði sem oft á tíðum tóku sólarhring var ekki annað að gera en moka sig áfram með skóflu. Þetta er ótrúleg saga, en sönn. Denni var gæfumaður f sfnu lífi. Hann kvæntist traustrí og heil- steyptri konu, Guðbjörgu Pálsdótt- ur frá Skúmstöðum á Eyrarbakka. Þau eignuðust flögur mannvænleg böm. Þau eru: Sigursteinn, Ingi- björg Jóna, Sverrir og Gfsli. Áður hafði Guðbjörg, sem er móðursystir mín, eignast son, Pál Ámason, og reyndist Denni honum ávallt sem hinn trausti faðir. Við hjónin sendum eiginkonu og bömum innilegar samúðarkveðjur við fráfall þessa góða drengs. Guð blessi ykkur. Sverrir Gfslason Félag áhugaslökkvi- liðsmanna stofnað HINN 8. mars sl. var stofnað að Hreðavatni „Félag áhugslökkvi- liðsmanna á íslandi". Voru mættir slökkviliðsmenn víðsvegar af landinu. Tilgangurinn með stofnun fé- lagsins er að vinna að bættum launamálum, tryggingarmálum og allri aðstöðu fyrir slökkviliðsmenn. Ýmsar tillögur vom lagðar fram á fundinum og voru eftirfarandi ályktanir samþykktar: — Að allir slökkviliðsmenn verði tryggðir gegn slysum í starfi fyrir eigi lægri upphæð en 2 millj. kr. miðað við fulla örorku eða dauða, og að greiddir verði eigi lægri dagpeningar en kr. 12.000 á viku í allt að 40 vikur. — Að félagsmálaráðherra vinni að því, að stofnsettur verði sérstak- ur sjóður til eflingar brunavama í landinu. Fundarmenn töldu eðlilegt, að aflað verði tekna í þennan sjóð með því að leggja 1% gjald'á allar bmnatryggingar í landinu. — Að stjóm félagsins heíji nú þegar viðræður við samtök sveitarfé- laga í landinu og við einstök sveitarfélög í þeim tilgangi, að vinna að og samræma launamál áhugaslökkviliðsmanna. — Þar sem sveitarfélög telja 1.000 íbúa eða fleiri, verði skipaður slökkviliðsstjóri í fullt starf og hafi hann jafnframt á hendi eld- vamareftirlit í umdæminu. Stjóm félagsins skipa: Formaður Bjöm Sverrisson, Sauðárkróki, ritari Bjami Þor- steinsson, Borgamesi, gjaldkeri Símon Aðalsteinsson, Bæjarsveit, og til vara Guðjón Jónsson, Suður- eyri og Sævar Benediktsson, Hólmavík. raðáuglýsingar raðauglýsingar raðauglýsingar Akranes — Morgunfundur Fundur um bæjarmálefni verður haldin i Sjálfstæðishúsinu við Heiðar- gerði sunnudaginn 23. mars kl. 10.30. Bæjarfulltrúar sjálfstæðisf lokksins mæta á fundinn. Sjálfstæðisfélögin Akranesi. Kópavogur — Kópavogur Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi heldur fund fimmtudaginn 20. mars nk. kl. 20.30 í Sjálfstæöishúsinu að Hamraborg 1,3. hæð. Dagskrá: 1. Tillaga kjörnefndar að framboöslista Sjálfstæöisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningar í Kópavogi i mai 1986. 2. Önnurmál. Fulltrúaráösmenn eru hvattir til aö fjölmenna og mæta stundvislega. Stjórn fulltrúaráðsins. Bolungarvík — prófkjör Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Bolungarvík vegna bæjarstjórnakosn- inga i vor verður i verkalýðshúsinu, laugardaginn 22. mars og sunnu- daginn 23. mars kl. 14.00-17.00. Kosið verður utan kjörstaöar í Valhöll sjálfstæðishúsinu í Reykjavik fimmtudaginn 20. mars kl. 17.00-21.00. í kjöri eru: Víðir Benediktsson, örn Jóhannsson, Ásgeir Þór Jónsson, Björgvin Bjarnason, Einar Jónatansson, Gunnar Hallsson, Ólafur Kristjánsson, Ragnar Haraldsson. Þeir sem kjósa vilja i Bolungarvík utan kjörfundar hafi samband við formann kjörstjórnar, Einar K. Guðfinnsson. Kjörstjórn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.