Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1986 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS t\y i/jvurrt'jj-u*w• //1r Frá sjómannadeginum. Þessir hringdu . . . Ekki fresta sjó- mannadeginum Sjómannskona hringdi Akveðið hefur verið að sveitar- stjómarkosningar fari fram 31. maí. Um sömu helgi er sjómanna- dagur. Vegna kosninganna óttast sumir að sjómenn láti ekki sjá sig við hátíðahöldin og hefur verið stungið upp á því að færa sjó- mannadaginn til 8. júní. Að mínu mati væri það til mikils skaða því það þýddi að fæstir sjómenn yrðu í landi til að nýta sér kosn- ingaréttinn. Einnig hefjast hum- arveiðar í maí og hefur fyrsta helgarfrí á þeim veiðum miðast við sjómannadaginn. Ef honum verður frestað fá þessir menn ekki leyfi fyrr en 8. júní. Um verðlækk- un á smjörinu Afurðaneytandi hríngdi: Stundum hefur verið haft á orði að auðvelt sé að plata sveita- manninn. Um þessar mundir dett- ur mér í hug að sveitamaðurinn sé að gabba okkur neytendur. Víða má lesa stórum stöfum að smjörið hafi lækkað um þriðjung. Minna fer fyrir þeim fréttum sem flalla um þá gífurlegu hækkun sem orðið hefur á öðrum land- búnaðarafurðum, s.s. osti, ijóma o.s.frv. Það væri gaman að sjá hvernig smjörið hefur lækkað ef tekið er tillit til þessa. Þessar nauðsynjar eru orðnar svo dýrar að venjulegt fólk á fullt í fangi með að láta enda ná saman. Það er til lítils að lækka verð á munaðarvamingi eins og bílum því þeir verða ekki settir á diska heimilismanna. Það væri nær að hætta þessum skrípaleik hvað sem hann nú annars heitir og fara að huga að því að landsmenn geti notið þeirrar fæðu sem þeim er nauðsynleg til viðurværis. Nýi vara- formaðurinn fráhrindandi Karl Þórðarson hringdi: Mig langar að spyija forystu- menn Alþýðubandalagsins hvort nýi varaformaðurinn fæii aðrar konur úr flokknum. Þær eru fjórar sem eru nýgengnar úr flokknum. Mér finnst þetta táknrænt fyrir flokk sem telur sig málsvara al- þýðunnar. Einnig þakka ég hófsamari öflum í ASÍ og VSI fyrir raun- verulegar kjarbætur, helst vil ég nefna Magnús Gunnarsson fram- kvæmdastjóra VSÍ. Þá hefur Þorsteinn Pálsson hleypt nýju blóði í ríkisstjómina sem varð til þess að loksins var tekið á kjara- samningum að skynsamlegu viti. Endursýnið Tarzan-myndirnar 7948-0460 hríngdi: „Ég skora á kvikmyndahúsin fA sýna aftur fjölskyldumyndimar um Tarsan. Þær nutu mikilla vinsælda meðal íslenskra bíó- gesta. Sú kynslóð sem nú vex úr grasi kann áreiðanlega að meta þær, svo ekki sé minnst á þá fjölmörgu sem gjaman vildu rifja upp ævintýri Tarsans." Áheyrileg^t útvarp MK Jakob Kristjánsson hringdi: „Ég þakka nemum Mennta- skólans í Kópavogi fyrir góða dagskrá sem þeir sendu út í út- varpi MK á Tyllidögum fyrir skömmu. Þar var leikin einkar áheyrileg tónlist og flutt efni frá hinum ýmsu uppákomum á vegum skólans. Mér þótti leitt að útvarpið skyldi ekki auglýst í dagblöðum, því margir misstu af góðu gamni. Tærnar heita ... Fróður hafði samband við Vel- vakanda og skýrði honum frá hvð tæmar heita. Yngvar Agnarsson spurðist nýlega fyrir um þetta efni í dálkum Velvakanda. Stóra táin kallast Vigga, næst kemur Háaþóra, síðan Langa-Sigga, Stutta-Gerður og loks er Lilla. Nöfnin lærði Fróði af ömmu sinni sem fæddist 1872. Hver bjó til glermyndirnar? Sigríður Jakobsdóttir hringdi: „Við hjónin höfum oft notið skemmtiatriða og ljúffengs kvöld- verðar í efri sal skemmtistaðarins Þórskaffi. Þar hanga glermyndir, mjög fallegar, sem að mínu mati njóta sín engan veginn í dimmu umhverfi skemmtistaðarins. En það sem mig langar að vita er hver bjó þær til. Við höfum reynt að spyija þjónana en ekki fengið svör.“ Svör Dýraverndunarfélags- ins vöktu fleiri spurningar Velvakandi. Ég þakka allgreinargóð svör við spumingum, sem ég beindi til for- ráðamanna Dýravemdunarfélags íslands hér á síðum Velvakanda. Eiginlega vekur þó svarið fleiri spumingar en það svarar. Eitthvað hlýtur að vera bogið við félagsskap sem ekki hefur haldið aðalfund í þijú ár. Hefur sú stjóm, sem kosin var fyrir þrem árum, nokkurt umboð lengur til þess að fara með mál félagsins? Eru ekki aliar gerðir slíkrar stjómar ólögleg- ar? Ef það er ekki ætlun þessarar „öldruðu" stjómar að ganga af fé- lagsskapnum dauðum, þá held ég nú sé ekki seinna vænna en boða til aðalfundar og kjósa til starfans öllu líflegri stjóm. Það hefur nefni- lega enginn orðið var við lífsroark hjá félaginu undanfarin ár, ef frá er taiin furðuleg stuðningsyfírlýs- ing við enn undarlegri loftárás, sem gerð var fyrir vestan héma um árið. Þá skutu lögreglumenn búsmala nokkurra bænda úr þyrlu á svipað- an hátt og ku hafa verið beitt í Víetnam og síðar í Afganistan. Þeir fengu lítið þakklæti eða fögnuð í afrekslaun hjá eigendum Qárins. Einnig þóttu þeim sem könnuðu ummerkin aðfarimar meira en lítið sóðalegar. Varla er þá á stefnuskrá Dýra- vemdunarfélagins að reka flóa- markað. Er Dýravemdunarfélagið lögskráður eigandi fyrirtækisins? Ég sendi svo félaginu mínar bestu kveðjur og vona nú að í það færist nýtt og betra líf. Næg em verkefnin, ef einhver nennir að gá að þeim. Skúli Helgason, prentari. ■ n 63 «1 Lögmenn Aðalfundur Lögmannafélags íslands 1986 verður haldinn að Hótel Esju 2. hæð á morgun, föstudag- inn 21. mars, og hefst kl. 14.00. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf skv. 19. gr. samþykkta félagsins. ^ Árshóf félagsins verður haldið að kvöldi aðal- fundardags í Naustinu og hefst kl. 19.00. Stjórnin. Nálarstungueyrnalokkurinn • Hjálp í baráttunni við aukakílóin og reykingarnar. • Hefur einnig reynst vel við margvísleg- um verkjum. • Hannað og prófað af lækni. • Algerlega hættulaust og auðvelt í notkun. Bara þrýsta með fingurgómnum. • Leiðbeiningar á íslensku fylgja. • Má setja íogtaka úraðvild. Leitið upplýsinga isíma 622323. Sendum ipóstkröfu. Heilsumarkaðurinn Hafnarstræti 11. Einkaumboö á íslandi: Heilsumarkaöurinn Hafnarstræti 11. KR0SSVIÐUR T.d. vatnslímdur oq vatnsheldur - úr greni, birki eða furu. SPÓNAPLÖTUR T.d. spónlagðar, plast- húðaðar eða tilbúnar undir málningu. Vegg- og loftklæðningar, límtré og parket. Einstök gæöavara á sérdeilis hagstæðu verðL SPARIÐ PENINGA! - Smíðið og sagið sjáif! (jj\ND5INS> \ Þið fáið að sníða niður allt plötuefni BE<TA hjá okkur í stórri sög ÚfZVAL- j yTv - ykkur að kostnaðarlausu. BJOKNINN Við erum í Borgartúni 28 s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.