Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ1986 64 Hver ekur hvaða bfl? 1. Alan Prost 2. Keke Rosberg 3. Martin Brundle 4. Eddie Cheever 5. Nigel Mansell 6. Nelson Piquet 7. Ricardo Petrese 8. Elio de Angells 9. Mike Thackwell 11. Johnny Dumfrles 12. Ayrton Sonna 14. Jonathan Palmer 16. Alan Jones 16. PatrickTambay 17. MarcSurer 18. Thlerry Boutsen 19. TeoFabi 20. Qerhard Berger 21. IvanCapelli 22. Christian Danner 23. Andrea de Cesarls 24. Alessandro Nanini 26. René Arnoux 26. Jaques Laffite 27. Michele Alboreto 28. Stefan Johansson McLaren Tag V6 McLaren Tag V6 Tyrrell Renault V0 Tyrell Renault V6 Williams Honda V6 Williams HondaVö Brabham BMW 4 cyl. Braham BMW4cyi. RAM Hart/FordVö Lotus RenauK V6 Lotus RenaultV6 Zakspeed T4 4 cyt. Lola Hart/Ford V0 Lola Hart/Ford V0 Arrowa BMW 4 cyl. Arrows BMW 4 cyt. Benetton BMW 4 cyl. Benetton BMW 4 cyl. Osella Alf a V8 Osella Atfa V8 Minardi MotoriVö Mlnardi MotoriV6 Ugier RenaultVö Ugier Renault V6 Ferrarí V6 Ferrari Vð e Gamla kempan Alan Jones hefur ákveðiS að hefja keppni í kappakstri að nýju. Hann mun aka nýjum Beatrice Lola/Ford keppnisbíl en samskonar bíl mun Patrick Tambay aka. Sviptingar hjá Formula i keppnisliðum: Margir ökumenn hafa nauðugir skipt um bfl FYRSTI Formula 1-kappaksturinn í ár verður í Rio de Janeiro í Brasil- íu á sunnudaginn. Þá munu 26 ökumenn, flestir hálaunaðir, berjast 'um sigur í keppni á einni erfiðustu kappakstursbraut heimsmeistara- keppninnar. Keppnin verður sú fyrsta af 16 sem gefur stig til heims- meistaratitilsins. Það hafa verið miklar sviptingar innan keppnislið- anna, frá því keppnistfmabilinu lauk á liðnu ári. Margir ökumenn hafa skipt um lið, nýir bflar og kraftmeiri vólar. Aldrei hafa jafnmörg keppnislið haft peninga til að gera stóra hluti og nú œtla menn að leggja hið sigursœla McLaren-lið að velli — eins og oft áður. Það verður þó enginn leikur. Hjá þeim ekur heimsmeistarinn Alain Prost og hefur hann nú feng- ið fyrrum heimsmeistara, Finnann Keke Rosberg, í lið með sér. Þeir munu báðir aka nýsmíðuðum McLaren-bílum og Prost hefur sigrað í brasilíska kappakstrinum tvö undanfarin ár. McLaren-liðið gæti vart verið sterkara, en það eru önnur lið líka. Rosberg hætti L'j|^jó Williams-liðinu, þar munu nú sitja fákana Bretinn Nigel Mansell og fyrrum heimsmeistari, Brasilíu- maðurinn Nelson Piquet, sem átti afleitt ár með Brabham í fyrra vegna tæknilegra vandamála. Braham er nú með nýjan bíl og nýja ökumenn, sem ætla sér mikið. Ricardo Patrese og Elio de Angelis munu stjórna Brabham-bílunum, en de Angelis var sparkað frá Lotus að undirlagi annars öku- manns þar, Brasilíumannsins Ayr- ton Senna. Senna taldi de Angelis of góðan til að vera í sama liði og hann, það setti of mikli pressu á liðið. Virðist hann hafa tak á stjórn- endum þar. Senna er líklega fljót- asti ökumaðurinn í dag, en hefur skort úthald og ekki oft lokiö keppni. Hann er líklegur til afreka í ár. Félagi Senna verður nýliðinn Johnny Dumfries. Fataframleiðendurnir Benetton hafa lagt milljónir dollara í kapp- akstur og hafa nú undir eigin nafni framleitt nýjan keppnisbíl handa þeim Teo Fabi og Gerhard Berger. Fabi var mjög góöur í fyrra en skorti traustan bíl. Alan Jones þekkja flestir, sem eitthvað þekkja til kappaksturs. Hann varð heims- meistari 1980 en hætti síðan •"^lkeppni, í ár byrjar hann að nýju á nýjum bíl með nýja vél frá Ford. Frakkinn Patrick Tambay, herra- maðurinn í Formula-sirkusnum, mun aka samskonar bfl. Hann var áður hjá Renault, sem hætti keppni í fyrra. Annar sem hefja mun keppni í ár að nýju er Frakkinn René Arnoux, sem rekinn var frá Ferrari fyrir tveimur árum fyrir ruddaskkap innan og utan brautar. Ligier hefur ráðið hann auk Jaques Laffite, sem hætti við að hætta í fyrra vegna góðs árangurs. Ferrari er nær eina liði með sömu ökumenn og í fyrra, þá Stef- an Johanson og Michele Alboreto, sem vegna slaks keppnisbíls missti af heimsmeistaratitlinum á sl. ári. Þeir æfðu ásamt öðrum Formula 1-ökumönnum í Rio fyrir stuttu og voru ekkert of ánæðir með nýja bfla sína. Náðu þeir þó þriðja og fjórða besta æfingatíma, á eftir Ayrton Senna og Nelson Piquet. Stór spurningamerki eru Martin Brundle og Eddie Cheever á nýjum Tyrell og Thierry Boutsen og Marc Surer á Arrows. Hverjir koma til með að berjast um titilinn ætti að vera Ijóst í fyrstu keppnun- um, það nægir ekki að ökumenn- irnir séu góðir, álagið á viðgerðar- mennina og stjórnendur keppnis- liðanna er mikið og ekki má skorta peningaflæði frá auglýsendum. Því eiga fátækari liðin eins og Zakspeed, Osell og Minardi litla möguleika. Peningar og reynsla er það sem gildir, því ættu Will- iams, Mclaren, Lotus, Ferrari, Benetton og Ligier að vera í farar- broddi í ár. GR Risastórsvig: Wasmeier bestur MARKUS WASMEIER frá Vest- ur-Þýskalandi sigraði i risastórs- vigi heimsbikarsins í Bandaíkjun- um á sunnudaginn. Með sigri sfn- um vann hann heimsbikarkeppn- ina í ristastórsvigi samanlagt. Þetta var annar sigur Wasmeier í ristastórsvigi á þessu keppnis- tímabili. Hann hefur einni orðið í öðru og þriðja sæti. Pirmin Zur- briggen frá Sviss var sá eini sem gat ógnað sigri hans í þessar grein, en hann varð í níunda sæti. Martin Hangl frá Sviss varð annar hálfri sekúndu á eftir Wasmeier. Peter Roth frá Vestur-Þýskalandi varð þriðji, Hans Enn frá Austurríki fjórði og enn einn Vestgur-Þjóð- verji, Michael Eder, varð fimmti. Sannarlega góður árnagur hjá Vestur-Þjóðverjum. MULLER FELL I SIÐ- ASTA BRUNINU Á laugardaginn var keppt í síð- ustu brunkeppni heimsbikarsins. Þar sigraði Anton Steiner frá Austurríki. Peter Múller frá Sviss, sem hafði alla möguleika á að vinna brunkeppnina samanlagt varð fyrir því óláni að detta í braut- inni er hann átti aðeins 200 metra eftir og hafði haft besta millitím- ann. Peter Wirnsbergerfrá Austur- ríki vann bruntitilinn. Þetta var annar sigur Steinar á þessu keppnistímabili. Hann var 11 hundruðustu úr sekúndu á undan Michael Mair frá Ítalíu. Leonard Stock frá Austurríki varð þriðjiá2:10.14mín. MorgunblaðiS/Gunnlaugur Rögnvaldsson S Finninn Keke Rosberg mun aka með rflcasta keppnisliðinu, McLar- en ásamt heimsmeistaranum Alain Prost. Hann átti í erfiðleikum með að heimfæra akstursmáta sinn á McLaren-bflinn á æfingum f Brasilíu. Risastórsvig: Marina Kiehl vann í síðustu keppni en Valliser er efst í stigakeppninni ÁÐUR ÓÞEKKT bandarísk stúlka, Pam Fletcher, vann mjög óvænt sigur í síðustu brunkeppni kvenna í Kolaradó f Bandarfkjun- um á laugardaginn. Marina Kiehl frá Vestur-Þýskalandi sigraði f risastórsvigi á sunnudaginn á sama stað. Maria Walliser frá Sviss tryggði sér sigurinn samanlagt í brun- keppnum heimsbikarsins. Hún varð í þriðja sæti á laugardaginn. Önnur varð Laurie Graham frá Kanada. Fletcher sem er 23 ára hafði start númer 30 og kom sigur hennar mjög á óvart. Hún var síð- asta stúlkan sem komst í banda- ríska kvennaliðið sem þátt tekur í heimsbikarnum. í risastórsviginu á sunnudaginn var Marina Kiehl fyrst eins og áður segir á tímanum, 1:23.40 mín. Önnur var Anita Wachter frá Aust- urríki á 1:23.64 mín. Liisa Savijarvi frá Kanada varð þriðja á 1:23.90 mín. Michaela Gerg varð fjórða á 1:23.95 mín. Laurie Grahm frá Kanada varð fimmta á 1:24.37 mín. Staðan í heimsbikarkeppni kvenna er nú þessi: María Walliser, Sviss, 276 Eríka Hess, Sviss, 238 Michela Figini, Sviss, 177 Brígitte Oertli, Sviss, 177 Vemi Schneider, Sviss, 170 Olga Charvatova, Tékkóslóvakfu, 169 Traudl Haecher, V-Þýskalandi, 163 Marína Kiehl, V-Þýskalandi, 161 Katrín Gutensohn, Austurrfki, 146 Michaela Gerg, V-Þýskalandi, 144 Lokastaðan í risastórsviginu er þessi: Marlna Kiehl, V-Þýskalandl, 76 Liisa Savijarvi, Kanada, 66 Micaela Marzola, ftalfu, 47 Italía: Roma nálgast Juventus ÖRUGGUR 3:0 sigur næstefsta liðsins, Roma, á því efsta, Juvent- us hleypti nýju lífl f fyrstu deild ftölsku knattspyrnunnar. Fimm umferðir eru eftir og forysta Ju- ventus er skyndilega komin niður f þrjú stig. Hefði liðið unnið Roma væri forysta þess 7 stig, og að- eins formsatriði að Ijúka keppn- inni. En leikmenn Roma voru ekkert á því að hleypa Juventus svo langt frammúr. Attatíu þúsund kátir áhorfendur sáu Roma ná forystu strax á annarri mínútu með marki Graziani. Pruzzo og Cerezo skor- uðu hin mörkin tvö. I hinum topp- leiknum í ítölsku knattspyrnunni um helgina skoraði Diego Mara- dona sigurmark Napoli gegn Inter Milanó úr vítaspyrnu. Ahorfendur í Napoli voru 72.000. Mark Hately skoraöi bæöi mörk AC Milanó á móti Udinese, hið síðara með hörkugóðum skalla. Fallegasta mark umferðarinnar var hinsvegar örugglega þrumufleygur gömlu brasilísku kempunnar Dirceu af þrjátíu metra færi - snún- ingsbolti úr aukaspyrnu í bláhornið uppi. Markið dugði þó Pisa ekki, því Balderisi jafnaði í síöari hálfleik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.