Morgunblaðið - 20.03.1986, Síða 56

Morgunblaðið - 20.03.1986, Síða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ1986 Bobbysocks flankerer vinneren av Jslands Grand Prix, Magnus Eiriksson. (Foto: Knut Strand.) Sangen heter «Gledesbanken»: Islands forste skntt i Melodi Grand Prix Bobbysocks var der som tittelen, og det var Magnus kveldens œresgjester, til is- Elriksson som vant med lendingenes store giede sangcn «Gledesbanken». hadde de valgt A reise dlt — Hva jeg skal gjere ná? TONE MYKLEBOST Islands forste Grand Prix sem hún var aðeins sautján ára, fannst umboðsaðilum hún of ung til að fara strax út í mestu hringið- una og sendu hana til Hamborgar. En semsagt, Helgu vegnar vel í útlandinu og til að heyra hvað framundan væri var hringt til Amsterdam. „Það hefur verið mikið að gera undanfarið, en það er aðeins ró- legra þessa dagana," sagði Helga. feB, „ ko, ^ hefur |loM o(t kynn( sjK segir Helga Melsteð sem vinnur í augnablikinu í Hollandi. II elga Melsteð er ein af ■ ■ þeim íslensku stúlkum sem starfa erlendis við sýningar- störf. Og það er óhætt að segja að henni vegni vel, undanfama mán- uði hefur hún unnið sem fyrirsæta hjá fyrirtækinu Wella og verið að kynna vörur þeirra. Verkefninu er nú lokið í bili og er hún þessa stundina að vinna í Hollandi. Þegar Helga var sextán ára, fyrir tveimur árum, vann hún keppnina hérlendis sem haldin var á vegum „Ford Models" í New York og fór í keppnina um „Face of the Eighties". Þar var hún ein af tíu stúlkum sem valdar voru í úrslit. Síðasta sumar ákvað hún svo að láta til skarar skríða, fara utan og freista gæfunnar. Þar Magnús Eiríksson í heimspressuna Magnús Eiríksson er strax kominn í heims- pressuna og þessi úrklippa er úr einu af norsku dagblöðunum. Þar segir meðal annars að lagið Gleðibankinn hafí verið valið til að fara til Bjögvinjar í maí og þrátt fyrir skort á tækni- mönnum hafí íslenska sjónvarp- inu tekist að senda út frá úrslita- keppninni í beinni útsendingu án meiriháttar klúðurs. Þá er spallað við Hanne og Elisabeth í Bobbysocks sem segj- ast vera snortnar af íslenskri tón- list, hún sé í háum gæðaflokki. Að lokum er vitnað í Magnús sem segir að nú eigi að lagfæra lagið aðeins og velja hæfan söngvara til að syngja það. „Þeir hjá Wella vilja fá mig í heimsreisu“ Mynd af Helgu sem birtist fyrir nokkru í Passion-tímaritinu. Helgu vegnar mjög vel ytra og hefur hún náð töluvert langt á skömmum tima. „Ég kom frá Afríku fyrir um það bil viku og þar með lauk því verkefni sem ég hef verið að vinna að undanfama mánuði fyrir Wella fyrirtækið. Það hófst með rútuferð í mánuð um Þýskaland þvert og endilangt, þar sem við héldum hárgreiðslu- sýningar. Við vorum þijár fyrir- sætur, ein þýsk, önnur ensk og ég. Þetta var mjög skemmtilegt en stressandi. Þegar þessu ferða- lagi lauk fórum við til Afríku að mynda. Forráðamenn fyrirtækis- ins hafa núna farið þess á leit við mig að ég fari í heimsreisu og kynni vörur þeirra, en ég ætla frekar að freista gæfunnar í Milanó. Þegar ég fór út fyrir rúmlega hálfu ári, lá leiðin til Þýskalands, og það er ekki rétti staðurinn til að safna sér myndum í bók. En án slíkra mynda kemst maður lítið og ég þarf því að drífa í þvi að safna mér í möppu. Bestu fáanleg- ar myndir fær maður annaðhvort í Milanó eða í París og þessvegna ætla ég til Ítalíu við tækifæri. Fyrst um sinn verð ég þó héma í Hollandi að vinna og ætla svo að taka mér smá hlé og koma heim. Það verður einhvemtíma seinnihlutann í apríl og ég hlakka afskaplega til. Það verður gott að fá frí og sjá fólkið mitt,“ sagði Helga að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.