Morgunblaðið - 20.03.1986, Síða 49

Morgunblaðið - 20.03.1986, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1986 49 Fréttabréf um þróunarmál: Samvinna Grænhöfða- ejja og Islendinga NÝÚTKOMIÐ fréttabréf Þró- unarsamvinnustofnunar ís- Iands fjallar að þessu sinni eingöngu um starf Islendinga á Grænhöfðaeyjum. Er þar fjall- að um samstarf þjóðanna og f ramhald samvinnu þeirra. í frétt frá Þróunarsamvinnu- stofnun íslands f tilefni útkomu fréttabrefsins og hugsanlegrar stofnunar félags áhugamanna um málefni þróunarlanda segir meðal annars, að þeim íslendingum fari óðum fj'ölgandi, sem láti sig þessi málefni varða. Áhugamenn um málefni þróunarlanda hafí ekki haft með sér félag til að samhæfa krafta sína og miðla reynslu sinni. Úr þessu þurfi að bæta og gæti slíkt félag haft margháttaðan tilgang. Ennfremur segir að stofnunin búi þegar yfír margháttuðum upplýs- ingum um þróunaraðstoð íslend- inga, sem á margan hátt gætu verið nýtilegar við kennslu. Megi þar nefna fréttabréfíð sjálft, kvikmynd- ir, sem teknar hafí verið á Græn- höfðaeyjum, myndband um hátíð heilags Jóhannesar í júní 1984 og útvarpsþætti um eyjamar. Á stofnuninni sé ennfremur til nokkuð af ritum um þróunarlönd, einkum á ensku og Norðurlanda- málum. Unnið sé að því að afla upplýsinga um slík rit á öðrum bókasöfnum. Markmiðið sé að stofnunin verði, áður en langt um líði, eins konar miðstöð, sem skólar og fleiri aðilar geti leitað til, þegar þörf sé á upplýsingum um málefni þróunarlandanna. Ekki i formi? Því ekki að reyna Maqna Mín Lýsi hf. Grandavegi 42, Reykjavík, sími 91 -28777 kr. 23.568.-* NÝR SÆLUREITVR A LANDAKORTINU Flugleiöir kynna nýjan sumarstað í Vestur-Þýskalandi: Dorint-sumarhúsaþorpið við Biersdorf, nálægt Bitburg í Suður-Eifelhéraði. Umhverfið er fallegt og friðsælt. Sumarhúsin standa í skógivaxinni hlíð og er gott útsýni þaðan yfir vatnið Stausee. Bátaleiga er við vatnið og hægt er að læra á seglbretti. Sumarhúsagestir geta farið í minigolf, leikið tennis innanhúss og utan, synt í stórri Sundlaug og skroppið í gufubað á eftir. Þarna eru auk fess tveir fyrsta flokks veitingastaðir, bar, diskótek og keilusalur. boði eru íbúðir og 2 herbergja sumarhús. öll húsakynni eru nýleg og vönduð. Farþegar á leið til Biersdorf fljúga til Luxemborgar, en þaðan er innan við klukkustundar akstur til Biersdorf. Hægt er að velja á milli þess að fara með rútu eða leigja bíl. Við mælum með síðari kostinum, því það gefur sumarleyfinu meira gildi. Frá Biersdorf er stutt að fara til borga eins og Brussel, Kölnar, Frankfurt, Mainz og Strassborgar. Þá er örskammt niður í Móseldalinn. (slenskur fararstjóri er til aðstoðar og skipuleggur skoðunarferðir. * Miðað við verðtímabilið 15. maí til 21. júní 1986. Verð fyrir einstakling, miðað við 2 í íbúð í 2 vikur, og flug báðar leiöir. Frekari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn og ferðaskrifstofur. Söluskrifstofan Lækjargötu sími 27477, Hótel Esju sími 685011, Álfabakka 10 sími 79500. Upplýsingasími: 25100 FLUGLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.