Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ1986 _ g .......- ■ ...—..........................-.-................-.-- :--- Málþing sambands íslenskra félagsmálastjóra: Einstæðir foreldrar og barn- marg’ar fjölskyldur verst settar Á MÁLÞINGI á vegum samtaka íslenskra félagsráðgjafa um „Fá- tækt á Islandi?“, voru flutt er- indi, sem miðuðu að því að svara spurningunni um hvort fátækt sé til hér á landi og hvemig tekjudreifingin er í þjóðfélaginu. Marktækur munur á heilsufari starfstétta í erindi Ólafs Ólafssonar land- læknis; „Efni og heilsa. Breytingar á félagslegum aðbúnaði og heilsu- fari 30 til 61 árs karla á Stór- Reykjavíkursvæðinu 1967/68 til 1984“ kom fram að í könnun á heilsufari og félagslegri aðstöðu 3.000 manna tilviljanaúrtaki á vegum Hjartavemdar reyndust 100 einstaklingar falla undir skilgrein- inguna hraustir. Niðurstöður könn- unarinnar sýna marktækan mun á heilsufari starfstétta hér á landi og skera ófaglærðir og verkamenn sig úr hvað slæmt heilsufar og félags- Iegar aðstæður varðar en skrif- stofumenn og iðnaðarmenn sækja á. Meðal háskólamenntaðra og atvinnurekenda hefur vinnustreita aukist um 45% frá því að könnunin hófst. Ólafur komst að þeirri niður- stöðu að fátækt væri mest áberandi hjá sjúklingum og einstæðum mæðrum, sem meðal annars kemur fram í, að þessi hópar ráða síður yfír eigin húsnæði. Ef komast á sæmilega af þurfa menn að vinna mikið og vera heilsuhraustir. Veröum að vita að vandinn er til Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands, sagði í sínu erindi að íslendingar byggju við þá þjóðarlygi að fátækt væri ekki til. Krafan um jafnrétti í þjóð- félaginu á ekki að einskorðast við jafnrétti kynjanna heldur á að gera kröfu um jafnrétti allra til menntun- ar, húsnæðis og launa. „Krafan er ekki sú að jafn margir verði í for- stjórastól og með skúringarfötu af báðum kynjum, heldur að bilið milli forstjórans og þess með skúringar- fötuna styttist," sagði Ásmundur. Verkalýðshreyfingin krefst jafn- aðar og að fátækt verði útrýmt. Því reynir verkalýðshreyfingin að fá framgengt með því að hækka kaup í samningum, með því að jafna kaup í samningum og með því að semja um ýmiss konar tekjutilfærsl- ur við atvinnurekendur og ríki. Jafnframt því sem verkalýðshreyf- ingin leitast við að tryggja stöðu launþeganna með atvinnuöryggi. Fyrir kjarasamningana 1984 var gerð umfangsmikil en þó afmörkuð könnun á stöðu láglaunafólks þar sem reynt var að finna hvaða hópar væru í verstri aðstöðu. Niðurstaðan varð sú, að þrír hópar á vinnumark- aðinum, einstæðir foreldrar, hjón með mörg böm og lágar tekjur, og einstaklingar á lægstu töxtum án nokkurra aukatekna, eru verst sett- ir. í samræmi við þessa niðurstöður er samið árið 1984 um tilfærslur til einstæðra foreldra og bam- margra fjölskyldna og lágmarks kaup fyrir fullt starf. Þessi viðleitni varð til þess að mótmælum rigndi yfir og nánast enginn stóð upp til vamar. „Þeir sem á móti voru sögðu hvers virði er smáupphæð til þeirra sem minnst hafa. Það svar sem reynslan gaf mér var, að hún er einskis virði fyrir þá sem hafa meira," sagði Ásmundur. Hann vék síðan að þeirri bylgju sem farið hefur yfir þjóðfélagið bæði meðal vinstri og hægri manna, þá markaðshugsun að enginn eigi rétt til neins nema að láta eitthvað á móti. Þá er launafólk ekki lengur einn samstæður hópur heldur marg- ir og ólíkir. Þessi þróun sækir á í þjóðfélaginu og leiðir til þess að gagnkvæmur skilningur og sam- staða verða undir en það eru grund- vallarforsendur til að ná árangri í baráttunni við fátækt. „Þeir fátæku eru sjaldnast stoltir af sjálfum sér,“ sagði Ásmundur. „Fátækt er ekki tákn um afrek og árangur. Fátækt fylgja oft heilsu- brestir og félagsleg vandamál eða hún er afieiðing af slíkum aðstæð- um og þeir fátæku eru minnihluta- hópur. Þá skortir sjálfstraust og frumkvæði. Geta ekki í krafti fjölda eða aðstöðunnar vegna tekið til sín rétt sinn. Því verðum við að sýna þeim samstöðu, samstöðu sem ekki er nægjanleg í þjóðféiaginu og skortir einnig í verkalýðshreyfing- unni. Því verða þeir undir." Asmundur sagði að þó fátækt sé afstætt hugtak sé fjárhagsvandi þeirra, sem eru með 60 til 100 þúsund krónur í mánaðartelqur, allt annar en þeirra sem eru með 20 þúsund krónur. Skýr og vaxandi stéttaskipting í þjóðféíaginu undan- farin ár leiðir til þess að við berum okkur meira og meira saman við afmarkaðan hóp í þjóðfélaginu, þann sem við þekkjum, en ekki þjóð- félagið í heild. „Afleiðing er sú að þeir sem hafa 60 til 100 þúsund í mánaðartekjur skynja ekki að fjár- hagsvandi þeirra sjálfra er annars eðlis en þeirra sem eru með 20 þúsund krónur í mánaðartekjur," sagði Ásmundur. „Þar af leiðandi segir fólk, við erum öll láglauna- menn og þurfum öll hlutfallslega sömu launahækkun. Það er jafnvel til fólk, sem segir að það lifi enginn af 20 þúsund krónum þeir hljóti að hafa aukatekjur. Þegar fólk tínir svona áttum og yfirsýn yfir það þjóðfélag sem það býr í þá er alvara á ferðum. Til að ná þjóðfélagslegri samstöðu um að takast á við vand- ann þá verðum við að vita að hann er til. Við veióum að skynja að vandi annarra er meiri heldur en okkar til þess að fást til að fóma einhveiju til að leysa hann. Þann skilning verðum við í sameiningu að byggja upp í þjóðfélaginu." Einstæðir foreldrar verst settir Erindi Ara Skúiasonar, hag- fræðings hjá Kjararannsóknanefnd, fjallaði um: „Leitina að láglauna- manninum. Niðurstöður launakönn- unar frá 1983.“ Hann rakti gang könnunarinnar sem gerð var á kjörum 14 stéttarfélaga, 6 í Reykja- vík og 8 utan af landi. Þátttakendur vom beðnir um að gera grein fyrir launatekjum í nóvember 1983, sem Ari síðan færði fram til verðlags í mars 1986 í erindi sínu. í könnun- inni er gengið út frá ákveðnum launamörkum og eru lægstu laun talin 18.100.00 krónur, næstu mörk 20.300.00 krónur og þau hæstu 22.000.00 krónur. Síðan er 50% af laununum bætt við fyrir maka, fyrir fyrsta bam 20% og 15% á hvert bam eftir það. Lágmarkslaun hjóna með tvö böm reiknast þannig vera 34.400.00 krónur. Könnunin leiðir í ljós að einstæðir foreldar em verst settir og eftir því sem bömunum fjölgar hjá hjón- um verður afkoma þeirra verri. Með tekjur undir lægstu mörkum reynd- ust 8% þátttakenda og 17% með tekjur undir hæstu mörkum. „Sam- kvæmt þessu þarf hvert heimili tvær fyrirvinnur á íslandi ef ætlunin er að spjara sig miðað við hina,“ sagði Ari. „Ef athuguð er samsetn- ing tekna þeirra sem lentu undir lægstu mörkum, og þeim skipt í dagvinnutekjur og launatekjur með yfirvinnu og aukastörf, félagslegar tekjur eins og bamabætur og meðlög og loks makatekjur hjá hjónum, þá kemur í Ijós að félags- legar tekjur skipta einstæða for- eldra miklu máli. Helmingur tekna þeirra sem eru einstæðir með tvö böm eru félagslegar tekjur." Könnunin sýnir að launatekjur þeirra sem eru með lægstu launin eru nær eingöngu af dagvinnutekj- um og kemur fram að algengt er að launafólk hækkar dagvinnutekj- ur um 30% til 50% með yfirvinnu og bónus. Atvinnuþátttaka hefur aukist Hannes G. Sigurðsson, hagfræð- ingur hjá Kjararannsóknanefnd, fjallaði um: „Þróun launa í lág- launahópum síðustu ár.“ Hann rakti í upphafi almenna launaþróun innan ASI, hvemig greidd laun miðað við umsamin laun hafa þróast en bilið milli greiddra launa og umsamdra hefur stöðugt verið að breikka með aukinni yfirborgun á síðustu tveim- ur til þremur áram. Kaupmáttur greiddra launa á mann samkvæmt tölum frá Þjóðhagsstofnun sýnir að hann var mun hærri en kaupmáttur greiddra launa hjá ASÍ. „Áf þessu má draga þá ályktun að atvinnu- þátttaka hlýtur að hafa aukist úr þvi tekjur era hærri á hvem ein- stakling," sagði Hannes. „Þá hafa Iaun sjómanna og opinberra starfs- manna hækkað meira á síðustu áram en hjá launþegum innan ASI. Þess vegna er munur milli kaup- máttar launa hjá ASÍ og Þjóð- hagsstofnun." Þá varpar hann fram þeirri spumingu hvort laun innan ASÍ fylgi svipaðri kaupmáttarþróun. Niðurstöður sýna að mikill munur er þar á. Þeir best launuðu hafa hækkað mest og dregið mjög sund- ur milli hálaunahópa og láglauna- hópa innan ASÍ. „í febrúar 1984, var hækkuð lágmarks tekjutrygg- ing til þeirra lægstlaunuðu um 10% og í kjölfar þess varð talsvert launa- skrið hjá til dæmis iðnaðarmönnum og skrifstofufólki," sagði Hannes. „Lágmarks tekjutryggingin var seinna afnumin í kjarasamningun- um í nóvember 1984 í áföngum. Láglaunafólkið sat eftir en launa- skrið hinna gekk ekki til baka.“ Hannes taldi launataxta ekki raunhæfa lengur, 60% verka- mmanna fá greidd laun yfír hæsta taxta og 75% iðnaðarmanna. Hann benti á að 25% afgreiðslukvenna í verslunum era í hópi þeirra sem lægst laun hafa, kaupið er undir 19.000.00 krónum á mánuði. Skýr- ingin gæti verið sú að mikið gegn- umstreymi er í stéttinni og þá ef til vill vegna lágra launa. í lokin Qallaði hann um hvað aukavinnan væri mikilvæg eða 30% af tekjum karlmanna og 12 til 22% kvenna og era 22% af tekjum afgreiðslu- kvenna aukavinna. Hæpnar forsendur í erindi, sem Sigurður Snævarr, hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun, flutti, gerir hann grein fyrir nýlegri könnun á heildartekjum einstakl- inga samkvæmt skattframtölum ársins 1985, sem taka til tekna ársins 1984. Könnunin sýnir að samkvæmt reikningsaðferð félags- máladeildar OECD, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, era 24,1% þeirra 88.164 fjölskyldna, sem könnunin náði til, með tekjur undir fátæktarmörkum. Samkvæmt aðferðum sem Kjararannsókna- nefnd notar færist fátæktarbilið niður í 18,3% þeirra sem vora í könnuninni. Sigurður tók fram að í könnun- inni væri miðað við heildartekjur en ekki ráðstöfunartekjur og ekki tekið tillit til tekjuskatts eða bama- bóta. Þá benti hann á að skatt- framtöl gefi ekki tæmandi svör við öllum spumingum um tekjur og er sérstaklega bagalegt að vextir, sem ekki era skattlagðir, era ákaflega illa taldir fram. Vegna erfiðleika á að nálgast fjölskyldueininguna þar sem unglingar eldri en 16 ára teija sérstaklega fram en ekki með for- eldram var ógiftum og bamlausum einstaklingum, sem fæddir era fyrir 1960, sleppt. Ekki var hægt að fá nánari skýr- ingu á könnuninni og þeim mun sem kemur fram í niðurstöðum hennar eftir því hvorri reikningsaðferðinni er beitt hjá Sigurði í gær þar sem hann er erlendis. Sem dæmi má nefna að fátæktarmörk hjóna með 2 böm samkvæmt aðferð OECD, er 60 þús. kr. á mánuði í heildartekj- ur og 45 þús. kr. á mánuði í heildar- tekjur samkvæmt aðferð Kjara- rannsóknanefndar. Sigurður tekur fram að ljóst sé að niðurstaða könnunarinnar er háð reikningsað- ferð vegna þess að í öllum flöl- skylduhópunum era margar fjöl- skyldur með tekjur nálægt fátækt- armörkum og ef mörkin era lækkuð lítillega kemur fram mikil lækkun átíðnifátæktar. Bolli Bollason, aðstoðarforstjóri Þjóðhagsstofnunar, og Jón Þor- bjömsson, viðskiptafræðingur, sem vann að tölvuvinnslu könnunarinnar og Morgunblaðið sneri sér til, leggja áherslu á þá fyrirvara sem Sigurður hefur á forsendum könnunarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.