Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ1986
+
Landnám nýrrar tækni:
„Breytir ferli
og lífssýn“
Síðari hluti viðtals við Óskar Einarsson
um lengingu beina í útlimum
Helgi Óskarsson og prófessor Diazarov.
í fyrri hluta þessa viðtals,
sem birtist í Morgunblaðinu 12.
marz sl., skýrir Óskar Einars-
son frá aðgerðum á syni hans,
Heiga, sem framkvæmdar vóru
á sjúkrahúsi í Kurgan í Síberíu,
en þar vóru fót- og lærleggir
hans lengdir. Helgi er fyrsti
Norður-Evrópubúinn, sem
gengizt hefur undir aðgerð af
þessu tagi hjá prófessor Dia-
zarov. Hér á eftir fjallar Óskar
um þetta sérstæða sjúkrahús
og líkur á því að þær aðferðir,
sem þar er beitt, geti numið
land í heilbrigðiskerfi okkar.
Lenging beina
í útlimum
Sjúkrahús það, sem ég kenni
við prófessor Iliazarov, er 600
rúma stofnun. Það hefur unnið
sér sess sem virt og traustsverð
stofnun fyrir frumkvæði prófess-
ors Uiazarov og fjölda vel heppn-
aðra aðgerða við lagfæringar og
lengingar beina í útlimum fólks,
fyrst og fremst unglinga.
Einstaklingar, sem gengist
hafa undir aðgerðir hjá prófessor
Iliazarov og sérfræðingum hans
hafa einkum verið frá Austur-
Evrópuríkjum. Helgi er fyrsti
Norður-Evrópubúinn, sem gekkst
undir aðgerð í Kurgan. Þær að-
ferðir, sem þama er beitt, sem
og sá búnaður sem þama er nýtt-
ur, hafa vakið vaxandi athygli
lækna og heilbrigðisstétta víða
um heim, einnig hér á landi, og
veit ég ekki betur en læknir á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri hafi kynnt sér þær sérstak-
lega og nýtt a.m.k. í einu tilfelli.
Lagf æring' laskaðra
beina
Lenging beina í útlimum, fót-,
Ungur drengur — lengdur
framhandleggur.
lær-, upp- og framhandleggjum,
hefur fyrst og fremst vakið at-
hygli á starfsemi læknanna í
Kurgan. Starfsemi þeirra er síður
en svo bundin við þessa aðgerð
eina, þó allrar athygli sé verð ein
út af fyrir sig. Lagfæring beina,
sem skaddast hafa í slysum, eða
„meðfæddir" gallar á beinum, eru
ekki síður viðfangsefni á þessu
sjúkrahúsi.
Ég get tekið dæmi af Rússa,
sem missti neðan af fæti, rétt
ofan við ökla, í slysi. Þar var beitt
þeirri aðferð, sem notuð er við
lengingu leggs, og neðsti hlutinn
beygður fram, til að gera viðkom-
enda auðveldara um gang. Hér
fylgja með myndir, sem lýsa þess-
ari aðgerð að nokkm.
Hér er önnur mynd af dreng,
sem missti framan af handlegg
rétt neðan olnboga, en stefnt er
Fótleggur lengdur og beygður
fram.
að því lengja handlegginn í nokk-
um veginn „eðlilega" lengd í
tveim til þrem áföngum. Hann
verður síðan að nýta gervihendi.
Hann mætir engu að síður fram-
tíð sinni betur búinn, bæði að
sjálfstrausti og líkamlegu atgervi,
eftir aðgerðir en áður. Og það er
mergurinn málsins.
Aðgerðir, sem þama er fengist
við, ná einkum til upp- og fram-
handleggja, lenginga og lagfær-
inga á fingrum, lær- og fótleggja
og rista.
Landnám á íslandi
Eins og fyrr segir hefur tækni
prófessors Ilizarov - og tækja-
búnaður - vakið athygli víða,
meðal annars hér á landi. Sá áhugi
er að sjálfsögðu einkum hjá heil-
brigðisstéttum sem og þeim, sem
hér eygja möguleika til að láta
lagfæra eða lengja bein í útlimum,
sem aðgerða þurfa með.
Læknir á Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri hefur þegar brotið
ís í þessu efni og líkur standa til
að landnám þessarar tækni hér á
höfuðborgarsvæðinu sé ekki langt
undan. Fjármagn er hinsvegar afl
þeirra hluta, sem til heilla horfa,
í þessu eftii sem öðm.
Hér er á ferð verkefni, sem vel
hentar þjónustuklúbbum er hér
starfa margir. Ef grannt er gáð
hafa slíkir klúbbar og hjálparfé-
lög, sem safna fjármunum til
tækjakaupa fyrir sjúkrastofnanir,
lyft mörgu Grettistakinu. Ef ein-
hver slíkur hópur tekur þetta mál
að sér verður það fljótlega í höfn.
Við eigum vel hæfar og vel
menntaðar heilbrigðisstéttir, sem
geta tileiknað sér þessa tækni á
tiltölulega skömmum tíma, ef um
það verður tekin ákvörðun. Þann-
ig er hægt að mæta þörfum fólks,
sem hefur hug á að gangast undir
aðgeðir sem þessar, en á þeirra
ekki kost nema að leggja leið sína
utan, jafnvel um hálfan heiminn.
Ég hefi átt þess kost að dvelja
á sjúkrahúsi prófessors Uiazarov
í Kurgan langtímum saman,
meðan sonur minn var þar í
meðhöndlun, og hefi séð hvemig
hægt er að leysa vanda fjöl-
margra, sem sjá veröldina í nýju
og bjartara ljósi eftir en áður. Sú
lífsreynsla, sem fylgdi dvöl okkar
feðga á sjúkrahúsinu í Kúrgan,
knýr mig til að vekja athygli á
möguleikum, sem við getum nýtt,
og breytt geta til hins betra ferli
og lífssýn fjölda einstaklinga.
Hér er tímabært og verðugt
verkefni til að vinna að og hrinda
í framkvæmd.
Heimildarmyndin um Sakharov:
Þótti of dýr fyrir sjónvarpið
- Málið er enn í athugnn
Á FUNDI útvarpsráðs í síðustu sýningar. Morgunblaðið spurði
viku lagði Magnús Erlendsson Markús Orn Antonsson útvarps-
fram bókun um að sjónvarpið stjóra hvort sjónvarpið hafi hug
gerði ráðstafanir til þess að fá á að fá myndina til sýningar.
heimildarkvikmynd sem gerð var Markús Öm Antonsson sagði að
árið 1984 um Andrei Sakharov allangt væri síðan sjónvarpið gerði
og Yelenu Bonner, konu hans, til fyrirspum um myndina hjá fyrir-
tæki sem þá var með hana til dreif-
ingar. Þá kom í ljós að verðið sem
þeir ætluðu að fá fyrir sýningarrétt-
inn á myndinni var tvöfalt hærra
en sjónvarpið hefur greitt fyrir er-
lendar myndir sem það hefur tekið
til sýningar. Sjónvarpið taldi sér
ekki fært að kaupa myndina af
þessum sökum og síðan hefur málið
verið í biðstöðu.
Markús Öm sagði að annað fyrir-
tæki hafi tekið við dreifingu mynd-
arinnar og nú er verið að reyna að
hafa uppi á því. Verður kannað
hvort aðstæður hafi eitthvað breyst.
Ef svo reynist verður málið tekið
aftur upp.
1
Sjávarrannsóknir
við ísland:
Sjávar-
hitinní
hærra lagi
- ástand sjávar svipað
og hlýju árin fyrir 1965
ÁSTAND sjávar á norður- og
austurmiðum var í vetur eins og
1985 enn hagstæðara en á sama
tima 1984 og munar það einni
gráðu í hitastigi, en 1984 varð
aftur mikil breyting til batnaðar
frá því sem var svölu árin 1981
til 1983. Þá var sjávarhiti á þess-
um slóðum 0 til 2 gráður að
vetri. Um framvindu mála segir
Svend Aage Malmberg, haffræð-
ingur, að ætla megi að ástand
sjávar á norðurmiðum í vor geti
áfram orðið gott og lífsskilyrði
í sjónum sömuleiðis, þó ekki sé
unnt að fullyrða um það fyrir
víst.
Rannsóknaskipið Bjami Sæ-
mundsson var í loðnu og sjórann-
sóknaleiðangri á miðunum um-
hverfis landið í febrúarmánuði síð-
astliðnum. Helztu niðurstöður hita-
og seltumælinga eru að sögn Svend
Aage þær, að hlýsjórinn fyrir Vest-
fjörðum hafi verið 4 til 6 gráðu
heitur og áhrifa hans hafi gætt
fyrir Norðurlandi með hitastigi um
3 til 4 gráður og seltu um 35%o.
Fyrir Austflörðum var sjávarhiti 2
til 3 stig og selta 34,8%o. Kaldi sjór-
inn út af Norður- og Norðaustur-
landi með hitastigi undir frostmarki
var langt undan og seltan í Austur-
íslandsstraumi djúpt út af Langa-
nesi var há og bendir þannig ekki
til hafíss úr þeirri átt í vetur og
vor. Skilin við Suðausturland voru
að venju við Lónsbugt og hitastig
grunnt með Suðurlandi var um 6
stig. Hiti og selta dýpra fyrir Suð-
urlandi var í góðu meðaliagi eða
yfir 7 gráðum og 35,15%o.
í skýrslu Hafrannsóknastofnun-
ar um ástand sjávar vorið 1985
kemur meðal annars fram, að hita-
stig í hlýsjónum sunnan- og
vestan-lands hafi verið nálægt
meðallagi fyrri ára. Framleiðni
plöntusvifs hafi verið fremur há og
yfir landgrunninu hafi upptaka
næringarefna bent til þess, að tölu-
verður plöntuvöxtur hafi verið fyrr
um vorið. Á þessu svæði hafi enn-
fremur mælzt óvenju mikil og væn
áta, sem hafði nýtt sér þörungana
fyrr um vorið. Fýrir norðan landið
hafi útbreiðsla hlýsjávar verið með
mesta móti miðað við undangengin
20 ár og þegar í maí, hafi áhrifa
hans gætt austur að Langanesi.
Yfirborðslögin hafi verið rík af
næringarefnum og gróðuraukning-
in virtist hafa verið með seinna
móti. Austan landsins hafi hlýsjáv-
artungan náð lengra norður en
mörg undanfarin ár og óvenju mikla
átu hafi verið að finna, en hins
vegar lítið af þörungum. Umhverf-
isskilyrði í hafinu við landið vorið
1985 hafi því að mörgu leyti verið
sambærileg við ástandið á hlýju
árunum fyrir 1965.