Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1986 31 Glubb Pasha látinn SIR John Glubb, betur þekktur sem Glubb Pasha, yfirmaður arabísku hersveitarinnar og einn valdamesti maður í Mið- austurlöndum á sínum tíma, lést sl. mánudag á heimili sínu í Mayfield í Sussex í Englandi, 88 ára að aldri. Glubb Pasha settist í helgan stein árið 1956, þegar Hussein Jórdaníukonungur hafði vikið honum frá sem yfírmanni jórd- anska hersins og skipað araba í hans stað, en þá hafði hann getið sér mikið frægðarorð og átt sinn þátt í að móta landakortið í Mið- austurlöndum. Þegar Bretar slepptu hendinni af Palestínu brutust út miklir bardagar milli gyðinga og araba og þá þóttu jórdönsku hermennimir undir stjóm Pasha standa sig best allra arabísku hermannanna, náðu þeir t.d. undir sig vesturbakka Jórdan- ár og Austur-Jerúsalem. Glubb Pasha var gjama með rauðan höfuðbúnað bedúínanna og deildi kjörum með hermönnum sínum. Hann ferðaðist á úlföldum eða hestum og tók upp arabíska lífshætti jafnframt því sem hann stóð vörð um áhrif Breta í Mið- austurlöndum fyrir og eftir síðari heimsstyijöld. Pasha var vikið frá þegar það gekk ekki Iengur af stjómmála- legum ástæðum, að Breti stjóm- aði arabískum her, en eftir sem áður var hann mikill stuðnings- maður araba og það gladdi hann, að lítil breyting varð á vinfengi Breta og Jórdaníumanna. Sir John, sem særðist þrisvar sinnum þegar hann barðist með breska hemum í Frakklandi í fyrri heimsstyijöldinni, bauðst til þess árið 1919 að fara til íraks en þá var yfírráðum Tyrkja að ljúka þar og flest á hverfanda hveli. Þegar þangað kom fór hann til vistar hjá bedúínum, lærði tungu þeirra Sir John Glubb eða Glubb Pasha. og siði og brátt fór ekki minna orð af honum en Arabíu-Lárens á sínum tíma. Sir John varð vel ágengt við að bæla niður uppþot og uppreisn- ir í írak og árið 1926 gekk hann úr breska hemum og í þjónustu íraksstjómar. 1930 gekk hann aftur í breska herinn í Trans- Jórdaníu og sem majór í arabísku hersveitinni sá hann um eftirlit í eyðimörkinni ásamt fíokki bedú- ína. Afí Husseins, Jórdaníukon- ungs, Abdullah, konungur, gaf Sir John heiðurstitilinn Pasha. Árið 1939 var Glubb Pasha skipaður yfírmaður arabísku her- sveitarinnar en þegar Jórdanía varð sjálfstætt ríki sagði hann skilið við breska herinn og tók við yfirstjóm jórdanska hersins. Árið 1951 var vinur hans, Abdullah konungur, myrtur í Jerúsalem og 1956 veik Hússein honum frá sem yfírmanni hersins. Glubb Pasha var þrátt fyrir það áfram mjög mikils metinn í Jórd- aníu og þegar hann lést gaf jórd- anska sendiráðið í London út yfir- lýsingu þar sem farið var fögrum orðum um þjónustu hans i þágu Jórdaníumanna og jórdanska hersins. Sýrland: Ásaka íraka um bílasprengju Damaskus, 18. mars. AP. SÝRLENDINGAR ásökuðu íraka á þriðjudag um að hafa lagt á ráðin um bilsprengju, sem sprengd var í Damaskus í síðustu viku. Utvarpsstöð i Beirút sagði að rúmlega 200 manns hefðu slasast af völdum sprengingar- innar nærri byggingu, sem sov- éskir ráðgjafar hafa aðsetur i. í ríkissjónvarpinu í Sýrlandi sagði að líbanskur útsendari stjómarinn- ar í írak hefði ekið vömbfl hlöðnum sprengiefni inn í Damaskus frá norðri á fimmtudag og sprengt þar. Ekki var tekið fram hvers vegna stjóm Hafez Assad, forseta, lýsir fyrst yfír sprengingunni fjórum dögum eftir að hún átti sér stað. Sjónvarpsstöðin sýndi einnig viðtai við mann, sem kynnti sig sem Ahmed Hassan Eid, 27 ára, frá hafnarborginni Trípólí í Líbanon. Hann kvaðst hafa sprengt sprengj- una samkvæmt fyrirskipunum frá leyniþjónustu íraka. Hann hefði lengi verið vörubílstjóri og eitt sinn orðið fyrir því óhappi að aka á ír- askan herforingja. Hann hefði verið settur í fangelsi og fengið að velja á milli þess að vera tekinn af lífí eða fara í þessa sjálfsmorðsárás. Gengi gjaldmiðla London, 19. mars. AP. Bandaríkjadollar hækkaði í dag í verði gagnvart ölluin helstu gjaldmiðlum nema Kanadadoll- ar. Er gengishækkunin rakin til orðróms um, að japanski seðla- bankinn hafi reynt að sporna við frekari lækkun. Eftir að dollarinn hafði hækkað í verði fram eftir degi lækkaði hann nokkuð þegar fréttir bárust um hagvöxt í Bandaríkjunum á fjórða fjórðungi síðasta árs. Reyndist hann hafa verið 0,7% en ekki 1,3% eins og spáð hafði verið. Það styrkti hins vegar breska pundið að á fundi OPEC-ríkjanna er nú rætt um að draga úr olíuframleiðslu til að spoma við frekari verðlækkun á olíunni. Bretar em fímmti stærsti olíuframleiðandinn en ekki aðilar aðOPEC. í Tókýó fengust í kvöld fyrir dollarann 176,80 jen, 174,90 í gær, og fyrir pundið fást nú 1,4755 dollarar, 1,4782 ígær. Gengi annarra gjaldmiðla gagn- vart dollar er þetta: 2,2600 vestur- þýsk mörk (2,2490); 1,9003 svissn- eskir frankar (1,8830); 6,9600 franskir frankar (6,9125); 2,5510 hollensk gyllini (2,5355); 1.539,50 ítalskar lírur (1.529,50) og 1,3885 kanadískir dollarar (1,3907). Gullverðið féll nokkuð og fást nú 347,50 dollarar fyrir únsuna en 350,00 í gær. Þjódsögur o.fl.: Afmælisdagbækur: Afmælisdagar m/málsháttum kr. 625.00 Afmælisdagar m/vísum kr. 625.00 Afmælisdagar m/stjörnuspám kr. 625.00 Afmælisdagar m/stjörnuspám kr. 394.00 Fermingabókin kr. 950.00 Skálda, afmælisdagabók kr. 732.00 Biblíur: I Biblía skiv. kr. 1.260.00 Biblía skb. kr. 2.400.00 Nýja testamentið og Sálmarnir kr. 613.00 Nýja testamentið og Sálmarnir kr. 1.156.00 Passíusálmar: Passíusálmar, stórt br. kr. 1.125.00 Passíusálmar kr. 300.00 Passíusálmar kr. 225.00 Sálmabók kr. 350.00 Oröabækur: íslensk — íslensk orðabók kr. 4.000.00 Islensk samheitaorðabók kr. 2.950.00 íslensk — dönsk orðabók kr. 1.988.00 íslensk — ensk orðabók kr. 1.988.00 íslensk — frönsk orðabók kr. 1.988.00 íslensk — norsk orðabók kr. 1.063.00 Dönsk — íslensk orðabók kr. 1.988.00 Ensk — íslensk orðabók kr. 1.988.00 Ensk — íslensk orðabók kr. 9.975.00 Frönsk — íslensk orðabók kr. 1.988.00 Sænsk — íslensk orðabók kr. 1.895.00 Þýsk — íslensk orðabók kr. 1.988.00 Ljóö og ritsöfn: Bókin um Veginn kr. 375.00 Spámaðurinn kr. 525.00 Þér veitist innsýn kr. 488.00 lllgresi Örn Arnarson kr. 1.399.00 Kvæðasafn og greinar Steinn Steinarr kr. 1.125.00 Kvæðasafn Einars Benediktss. 4 bindi, lítið br. kr. 3.500.00 Að norðan, Ljóðasafn 4 b. Davíð Stefánss. hvert b. kr. 1.230.00 Ritsafn Bólu-Hjálmars, 3 bindi kr. 2.525.00 RitTómasarGuðmundssonar Þjóðsögur Jóns Árnasonar 6bindi kr. 5.850.00 Þjóðsögur Ólafs Davíðssonar 4bindi kr. 2.800.00 Þjóðsögur Sig. Nordal 1-3hv.b. kr. 750.00 íslenskar þjóðsögur og sagnir Sigf. Sigfússon 1 -5 kr. 3.893.00 íslensk fornrit, 19 bindi komin rexin, hv. b. kr. 1.000.00 íslendingasögur, fyrra bindi á ný-íslensku heft. kr. 1.980.00 bal. kr. 2.480.00 skb. kr. 3.880.00 ísland: Svipur lands og þjóðar Hjálmar Bárðarson kr. 1.874.00 íslenskt orðatakasaf n 2 bindi, hv. bindi kr. 977.00 íslenskir málshættir kr. 875.00 Aldirnar 12 bindi, hv. bindi kr. 1.888.00 Ferðabók Eggerts og Bjarna 2 bindi í öskju kr. 3.875.00 Ferðabók Sveins Pálssonar 2 bindi í öskju kr. 3.490.00 Landið þitt 1 -5, hv. bindi kr. 2.394.00 Landið þitt — Lykilbók kr. 2.875.00 Veraldarsaga, 8 bindi komin hv.b. kr. 1.188.00 Þingvellir, Björn Th. Björnsson kr. 2.000.00 Gamlar þjóðlífsmyndir kr. 1.245.00 I Myndlistabækur 1 Nútímalistasaga kr. 1.750.00 Listasafn ísiands kr. 3.705.00 Halldór Pétursson kr. 950.00 Einar Jónsson, myndh. kr. 2.000.00 Eiríkur Smith kr. 1.250.00 Finnur Jónsson kr. 992.00 Jóhann Briem kr. 1.250.00 Jóhannes Geir kr. 1.875.00 Jóhannes S. Kjarval í Listasafni íslands kr. 750.00 Muggur kr. 1.500.00 Ragnar í Smára kr. 1.250.00 Þorvaldur Skúlason kr. 2.775.00 Líf og list Leonardos kr. 1.188.00 Líf og list Rembrandts kr. 1.188.00 Líf og list Goya kr. 1.188.00 Lif og list Manets kr. 1.188.00 Líf og list Matisses kr. 1.188.00 Líf og list Duchamps kr. 1.188.00 Líf og list Van Goghs kr. 1.188.00 Byggingarlistasaga kr. 1.325.00 Taktu betri myndir kr. 1.495.00 10 bindi kr. 12.000.00 Sendum í póstkröfu. Útvegum gyllingu. BÓKAVERZLUN^ SIGFUSAR EYMUNDSSONAR AUSTURSTRÆTI 18, REYKJAVÍK, SÍMI 18880
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.