Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1986 55 aðist allt saman. Bjami andaðist 2. okt. 1972 á gullbrúðkaupsdegi þeirra hjóna. Asa og Bjami eignuðust 8 böm, sem em þessi: Fyrsta bamið, f. 1924, dó í fæðingu. 2. Gunnar Pét- ur, f. 1926, d. 1968. 3. Ámi, f. 1927, kvæntur Áslaugu Ólafsdótt- ur. 4. Guðrún, f. 1930, gift Skarp- héðni Kristjánssyni. 5. Guðbjörg Hulda, f. 1931 d. 1932. 6. Ás- grímur, f. 1933 d. 1949. 7. Bjam- dís Hulda, f. 1938 d. 1939. 8. Reynir, f. 1942, kvæntur Guðrúnu Bemhard. Eins og sjá má á Ása 3 böm á lífi af öllum hópnum sínum, nú við leiðarlok. Það þarf mikið þrek, andlegt og líkamlegt, til að standast slíkar raunir, henni var gefið það í ríkum mæli. Hún var skapstór og það var alltaf reisn sem fylgdi henni. Hún hafði létta lund, hún var í einu orði sagt ákaflega sterk, bæði andlega og líkamlega. Ása bjó nokkur ár í húsinu sínu eftir lát Bjama, en fór síðan á Sól- vang. Það vom þau hjón löngu búin að ákveða, að þangað ætluðu þau þegar þrekið dvínaði, en Bjami dó áður en til þess kom. Hún dvaldi í 9—10 ár á Sólvangi og undi hag sínum mjög vel á þessari stofnun. Hún hafði lengst af þokkalega heilsu og hafði alltaf nóg að gera við allskonar handa- vinnu, sem hún gaf afkomendum sínum en mest hugsaði hún um þau smæstu þ.e. langömmubömin. Hún var mjög þakklát starfsfólkinu á Sólvangi fyrir allan hlýhug og elskusemi. Það var ekki fyrr en í fyrrasum- ar, sem heilsan fór að bila fyrir alvöru, þá dvaldi hún um skeið á Hafnarfjarðarspítala en fór síðan aftur á Sólvang og var ekki rúmföst nema fáeina daga, það sýnir best þrekið sem hún hafði mátti segja fram á endadægur. Ásu var ekki í mörgum félögum um ævina. Konur sem vom oft einar með böm og bú, þegar mennimir vom fjarri vegna atvinnu höfðu ekki ástæðu til þess. En þar kom að hún fór að hafa meiri tíma fyrir sjálfa sig og þá gekk hún í Slysa- vamafélag kvenna í Hafnarfirði, „Hraunprýði" og var mjög virkur félagi í áraraðir. Hún hafði yndi af þeim félagsskap, að blanda geði við konumar sem með henni störf- uðu, að undirbúa „basarinn" sem haldinn er árlega. Það vom ekki ófáar flíkumar sem hún pijónaði og útbjó og eftir að hún kom á Sólvang var hún að pijóna á „basar- inn“ sér til mikillar ánægju. Ása var mjög trygglynd mann- eskja, alveg sérstaka ánægju hafði hún af að heimsækja æskustöðv- amar að fara suður á Strönd og labba niður á „Tanga" en svo var það kallað þar sem Vorhús vom, setjast á bæjarhólinn og njóta þess að horfa á fjallahringinn, því þó gróðurinn sé ekki mikill á Strönd- inni, þá er margt fallegt sem ber fyrir auga. Eg vil að lokum þakka Ásu fyrir mig, ég kom á heimili þeirra Bjama 11 ára gömul, til að líta eftir böm- unum sem þá vom þijú og aðstoða hana, því þá var hún í fískvinnu yfír sumartímann Ég var þama viðloðandi um margra ára skeið, ég lærði margt af henni sem bam og unglingur sem ég bý að alla ævi, því hún var bráðmyndarleg hús- móðir. Það var mikils virði fyrir ungling að komast á svona heimili og svo var hún svo kát og glað- sinna, söng gjama heilu kvæðin við vinnu sína. Það er komið að leiðarlokum, löngu dagsverki er lokið, hún þráði orðið að hverfa héðan til þeirra sem famir vom á undan henni, sérstak- lega til Gunna síns, en það var það bamið hennar sem þurfti hennar mest með, í 42 ár annaðist hún hann af slíkri kostgæfni að til fyrir- myndar var. Ég á þá ósk heitasta öllum henn- ar afkomendum til handa, að þeir megi öðlast það þrek andlegt og líkamlegt sem henni var gefíð í svo ríkum mæli. Samúðarkveðjur til barna hennar og alls þeirra fólks. Hjartans þakkir fyrir mig. Helga Bjargmundsdóttir Hjónaminningj Stefanía O. Jósafatsdótt- ir og Oddur E. Kristinsson Stefanía Ósk Fædd l.júní 1906 Dáin 14. mars 1986 Oddur Einar Fæddur 22. sept. 1905 Dáinn 10. desember 1985 í dag verður kvödd hinstu kveðju frá Dómkirkjunni í Reykjavík frú Stefanía Ósk Jósafatsdóttir, ekkja Odds E. Kristinssonar, fyrrv. skip- stjóra. Minningamar streyma fram, þegar ég nú við leiðarlok minnist tengdaforeldra minna, sem rúmir þrír mánuðir skildu að. Hann and- aðist 10. desember siðastliðinn, en hún 14. mars. Stefanía átti við erfíð veikindi að stríða síðustu mánuði og kom því kunnugum ekki á óvart þó senn kæmi að ævilokum. Stefanía var fædd í Reykjavík 1. júní 1906. Foreldrar hennar vom hjónin Sigríður Jónsdóttir frá Galt- arholti í Borgarfírði og Jósafat Sigurðsson, múrari frá Miðhúsum, Álftaneshreppi, Mýrasýslu. Þeim varð tíu bama auðið og komust sjö til fullorðinsára. Stefanía var næst- elst þeirra. Sem bam dvaldist hún á sumrin bæði að Galtarholti og í Miðhúsum. Fljótlega eftir fermingu fer hún að létta undir með foreldr- um sínum og hefur störf hjá Sæl- gætisgerðinni Freyju, en þar starf- aði hún í áratug. í eftirmælum sem Hildur Valfells reit um Jósafat Sigurðsson og Sig- ríði, foreldra Stefaníu, er mikinn fróðleik að fínna um forfeður henn- ar. Hygg ég að Stefanía hafí í mörgu svipað til foreldra sinna og erft það besta í fari þeirra, en þar segir meðal annars um Jósafat. „Hann var háttprúður í fasi, glað- lyndur og ljúfur í viðmóti. Kom hann sér því alls staðar vel. Sigríður var þeim kostum búin, að allt sem hún lagði hönd að var vel og smekk- lega gert. Var auk þess hagsýn og sparsöm, en þó gestrisin. Og prúð- mennska var henni svo í blóð borin, að út af því brá aldrei." Oddur var fæddur í Reykjavík 22. september 1905, hann andaðist í Landakotsspítala eins og fyrr segir 10. desember sl. eftir skamma sjúkrahúsvist, en hann hafði átt við vanheilsu að stríða síðasta árið, sem hann lifði. Oddur var sonur hjón- anna Guðrúnar Oddsdóttur frá Landakoti á Miðnesi og Kristins Einarssonar, sjómanns úr Reykja- vík. Oddur var næstelstur fjögurra systkina. Ungur hóf hann sjó- mennsku á skútum. Síðar lá leiðin í Stýrimannaskólann, en þaðan lauk hann prófí 1929. Eftir það stundaði Oddur sjóinn, sem stýrimaður og skipstjóri. Stefanía og Oddur gengu í hjóna- band þann 12. júní 1931. Ifyrst í stað bjuggu þau á Laugavegi 143, en síðar reistu þau sér heimili á Grenimel 17 hér í borg þar sem þau bjuggu lengst af. Þau hjónin eign- uðust íjóra syni, en þeir eru: Gunn- ar, rafv., kvæntur Guðrúnu Ólafs- dóttur, Kristinn, bifr.stj., kvæntur Hansínu Bjamadóttur, Þórir, húsg.sm., kvæntur Guðrúnu Ósk Sigurðardóttur og Hafsteinn, rafv.v., kvæntur undirritaðri. Stefanía annaðist heimilið af mikilli nærfæmi og stuðlaði að því að maður hennar gæti sinnt starfi sínu sem best. Oddur sigldi öll stríðsárin á bv. Hafsteini og var farsæll skipstjóri. í byijun desember 1940 vann Oddur og skipshöfn hans frábært björgunarafrek .er þeir björguðu „Empire Thunder" 5900 tonna ensku skipi og áhöfn þess. Skipið rak stjómlaust vegna vélarbilunar. Þrátt fyrir aftakaveður tókst þeim að skjóta línu á milli skipa og koma trollvír í hið stóra skip og draga það að landi. Árið 1950 varð Oddur að hætta sjómennsku vegna heilsubrests og fer að vinna sem verkstjóri hjá Sölusambandi ísl. fískframleiðenda, en þar starfaði hann í rúmlega 30 ár, eða þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Ég vil að lokum þakka ömmu á Grenó eins og hún var alltaf kölluð af mínum bomum fyrir allt það góða sem hún gerði okkur, en hún var sérstaklega hlý og elskuleg kona. Ég bið þeim Guðs blessunar í nýjum heimkynnum. Fanney Anna Reinhardsd. Nú þegar afi og amma eru bæði horfin sjónum leitar hugurinn til baka til þess tíma þegar ég var bam. Það em bara bjartar minning- ar sem streyma fram í hugann þegar mér verður hugsað til ömmu og afa á Grenó. Alltaf var okkur vel fagnað þar. Mér er það minnis- stætt að á hvetju vori vom sóttar allavega litar stjúpur sem amma gróðursetti í beði sem var í kringum flaggstöngina. Hún gerði þetta, eins og allt annaðm, af alúð og hlýju. Sem unglingur var ég að vinna á sumrin hjá SÍF þar sem afi var yfírverkstjóri og ég fylltist alltaf stolti þegar afi birtist í salnum hjá okkur, hann var svo sérstaklega virðulegur og glæsilegur maður. Enda bar allt starfsfólkið virðingu fyrir honum. Allt sem afí gerði var gert með glæsibrag sem hæfði honum vel. Nú hin síðari ár em ofarlega í huga mér öll stórkostlegu Qöl- skylduboðin á Grenimelnum, amma og afí höfðu svo mikið yndi af því að sjá alla fjölskylduna saman komna í stofunni hjá sér og ég er viss um að ísinn hennar ömmu var sá besti í bænum og þó víðar væri leitað. Stundum komu þau við hjá okk- ur, vildum við þá gleyma stund og stað þegar rifjaðar vom upp sögur - frá löngu liðnum ámm. Áfí hafði alveg sérstakt lag á að fá alla til að hlusta hugfangna á sögur sem honum vom minnisstæðar. Já, það er tómlegt á Grenó núna, engin brosandi andlit í eldhús- glugganum. En aldrei gleymi ég björtu brosunum sem hún amma sendi okkur stuttu áður en hún kvaddi þennan heim. Amma og afí vom mjög samrýnd enda komin saman aftur, eftir aðeins þriggja mánaða aðskilnað. Ég kveð elsku ömmu og afa með þakklæti og virðingu. Hvíli þau í Guðs friði. Sif Kveðjuorð: Kjartan Tómasson Fæddur 11. desember 1899 Dáinn 9. mars 1986 Það var fyrir allmörgum ámm þegar húsnæðismál í Reykjavík og nágrenni vom ekki upp á það besta, að ung og framsækin hjón réðust í það að kaupa sér lítið hús í Kópa- vogi, nánar tiltekið suður af þeim stað sem nú stendur krossbyggða kirkjan fagra sem útsýni er frá til allra átta. Ekki var víst mikið um gróður á þeim stað og heldur lítið um sléttlendi hvað þá gijótlausan blett á lóð þeirri sem húsinu fylgdi, en fagurt var um að litast og víð- sýnt mjög. Það besta af öllu var þó að þau áttu húsið og lóðina og höfðu svo sannarlega eldmóð til að heflast handa við að byggja við húsið, slétta og ryðja gijót, gróður- setja tré og mnna, planta blómum og garðávöxtum. Saman var unnið að öllu sem einn væri maðurinn og ein væri sálin. Þegar gengið er eftir Skjólbrautinni að vori má sjá svo ekki verður um villst hvaða hús og hvaða lóð er verið að tala, jú, númer 11 er sá sælureitur. Lóðin er nú helmingi minni en áður, en stærðin skiptir hér ekki máli, heldur sú umhyggja og natni sem lögð er í verkið. Allt ber vott um hina mestu snyrtimennsku. Kjartan Tómasson sem hér er minnst vann þetta mikla verk ásamt sinni góðu konu, Lilju Ólafsdóttur. Þau hjón vom alla tíð, eins og áður er lýst, ákaflega samhent um að prýða og fegra umhverfí sitt og það var gott mannlíf í þeirra ranni. Þar hafa líka margir leitað skjóls þegar lífsvind- urinn blés kannski heldur kulda- lega. Öllum var jafnvel tekið hverra manna sem vom, skyldir eða vanda- lausir, og boðið að oma sér við vinarþel og hlýjar móttökur. Kjartan Tómasson var ekki sú manngerð sem mikið lét bera á sér, prúður maður og hlýr persónuleiki, kíminn með afbrigðum og bráð- fyndinn þegar sá gállinn var á honum. Frásagnarhæfíleika hafði hann ríka og stálminnugur á liðna atburði. Frásagnir hans er hann var vertíðarmaður í Norðurkoti á Vatnsleysuströnd þóttu mér mikill fengur, því þar var ég kunnug og þekkti til þeirra manna og staða sem frá var sagt. Kjartan kom úr stómm hópi samhentra systkina sem vom af dugmiklum bændaætt- um. Það var kært með þeim systkin- um og minnstist hann oft á þau og bemskudagana fyrir austan þegar þau vom ung og tilbúin að takast á við hana veröld. Liljuna sína fann hann líka þegar fram liðu stundir og eignuðust þau saman fjórar dætur, tvær dóu bamungar, en Kristín og Ragnhildur komust til fullorðinsára og vom augasteinar foreldra sinna. Síðar tóku þau Lilja og Kjartan til sín í fóstur Guðmund Inga, dótturson sinn og einnig dvaldi systurdóttir Lilju, hún Maja „litla", hjá þeim lengri og skemmri tíma og fór ekki milli mála hve mikið ástríki þau lögðu á hana. Maja er nú gift kona austur á Neskaupstað. Dætumar ásamt Guðmundi hafa alla tíð verið þeim mikil stoð og umhyggjusöm foreldr- um sínum ásamt góðum mökum og indælum bamabömum. Við hjónin áttum því láni að fagna að vera í nábýli við þau Kjartan og Lilju um nokkurra ára skeið er við fluttum okkur um set í Kópavoginum. Alla tíð reyndust þau okkur sannir vinir, ráðholl og hjálpleg í ýmsum framkvæmdum, ekki þó síst er ræktun hófst á lóð- inni. Það er ekki lítið sem hún Lilja á í garðinum okkar gamla af blóm- um og hollráðum. Kjartan var mjög lagtækur til allra hluta og voru smíðar í miklu uppáhaldi hjá honum enda lífsstarf hans um langan tíma. Það var ekki sjaldan að við hjónin nutum hans högu handa. Stundum var sagt í gamni að við værum ofangarðs við þau hjón vegna staðsetningar húss- eftir árum að Kjartan og Lilja væru afí hans og amma og segir það meira en nokkuð annað um viðmót þeirra hjóna í hans garð. Margar stundir átti hann í bflskúmum hjá Kjartani þegar hann var að dytta að ýmsum hlutum og talaði hann við snáðann með þeim sérstaka hætti er laðaði böm svo sterkt að honum. Hann Kjartan, þessi góði vinur og nágranni, er nú kært kvaddur. Hann var orðinn vegmóður og hvíld-i in honum því kærkomin. Lilju okkar og öllum aðstandendum biðjum við guðs blessunar. Við emm þakklát fyrir kynnin sem vom svo mann- bætandi og góð. Veri Kjartan Tóm- asson guði falinn. Páll og Þórunn Leiðrétting í minningargrein um Vilhjálm Páls- son hér í Morgunblaðinu á föstu- daginn var, var ranglega farið með nafn móður hans, en það er frú Jómnn Guðmundsdóttir og býr hún í Lönguhlíð 21 hér í Reykjavík. ins. Sonur okkar hjóna taldi vel fram t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför, BORGNÝJAR HERMANNSDÓTTUR, Fremstuhúsum, Dýrafirðl. Börn og tengdabörn. t Elsku litla dóttir okkar og systir, ANNA LÍSA ÓLAFSDÓTTIR, veröur jarðsett föstudaginn 21. mars kl. 15.00 frá Bústaöakirkju. Anna Jóhanna Stefánsdóttir, Ólafur Jóhann Pálsson, Eygló og Aldís.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.