Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 62
/'l ! 1 s i ■> > 62 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ1986 }) jsettavíréiít i [ag\. Má 'eg prpftx pa£ á. úlidyrahuK>'iinr\i hja pcrl áster... TM Rea U S Pat Off.-all righls reserved <■1985 Los Angeles Times Syndicate Forstjórinn var að fara en viltu hringja aftur eftir 5 ár? Ég var staddur í banka- hvelfingunni þegar ég var gripinn óstöðvandi löngun og... HÖGNIHREKKVÍSI /TOWLJSTARKeNMAjeiNAi /VWNN SOFhiA&l- Góður útvarpsþáttur Þættimir um Oddrúnarmál, sem fluttir hafa verið á sunnudögum á rás-1 að undanfömu, hafa vakið sérstaka og verðskuldaða athygli. Ekki var hér einungis um forvitni- legt efni að ræða, heldur einnig og ekki síður var öll framsetning og uppbygging þessara þátta mjög góð. Klemenz Jónsson leikari stjómaði flutningi þeirra og hefur auk þess samið útvarpshandrit, sem mun vera að mestu byggt á sam- nefndum söguþætti Jóns Helgason- ar ritstjóra og víðar var leitað fanga. Sá ágæti og áheyrilegi út- varpsmaður Hjörtur Pálsson var sögumaður og nokkrir af okkar bestu leikumm lásu og léku ýmsar sögupersónur. Þar má nefna Róbert Amfínnsson, Þóm Friðriksdóttur, Þorstein Gunnarsson, Erling Gísla- son, Sigurð Skúlason o.fl. I stuttu máli tókst flytjendum að gera þættina um Oddrúnarmál spenn- andi og mjög áheyrilega. Þjóðleg tónlist var notuð til að tengja atriðin saman og féll hún vel að efninu. A liðnum vetri stjómaði Klemenz þáttaröð í útvarpinu um Þuríði formann og Kambsránsmenn og vom þeir samansettir á svipaðan hátt og Oddrúnarmál. Þeir þættir einkenndust líka af vönduðum vinnubrögðum og góðri textameð- ferð. Þjóðlegur fróðleikur og sagna- þættir hafa að jafnaði notið vin- sælda í útvarpinu og hinar svo- nefndu „kvöldvökur" hafa verið þar á dagskrá í vel hálfa öld. Lítil breyt- ing hefur orðið á úrvinnslu á þess- um kvöldvöku-flutningi. Enn má heyra þar sama þurrlega bunulest- urinn án nokkurra hléa og tónlist milli þessarra lestra oft á tíðum valin af handahófí. Þegar hlustað er á fagmannlega og vel unna þætti eins og Oddrúnarmál vaknar sú spuming, hvort ekki sé hægt að bæta þennan kvöldvökuflutning í útvarpinu, sem virðist mjög staðn- aður, en efnið eigi að síður áhuga- vert ef það er smekklega og skipu- lega samansett í dagskrá. Nú virðast ýmsir þættir vera endurfluttir í útvarpinu og er það oft á tíðum af hinu góða, ef vel hefur til tekist um dagskrárgerð. Oft fara ýmis góð dagskráratriði fram hjá hlustendum. Ég tel að Oddrúnarmál séu dagskráratriði, sem ætti að endurflytja. Sigrún Bjömsdóttir Of langt geng- ið í hækkunum Velvakandi. Nú er ég ill. Um daginn end- umýjaði ég ökuskírteinið mitt og komst þá að því að um áramótin hafði gjald fyrir endumýjun hækkað úr 170 krónum í 1000 krónur. Það er eðlilegt að hlutir hækki á verðbólgutímum en um 588% á einu bretti er of langt gengið. Þetta er svívirðilegt. Því langar mig að bera fram þá spum- ingu til fjármálaráðherra hvaða forsendur vom fyrir þessari hækkun?Svaróskast. ADJ Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til - eða hringja milli kl. 14 og 15, mánudaga til föstu- daga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðai efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrir- spumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, naftinúmer og heimil- isföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvi til lesenda blaðsins utan höfuðborg- arsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggjahér! dálkunum. Þakkir til við- skiptaráðherra Ég vil þakka Matthíasi Bjama- syni viðskiptaráðherra fyrir rögg- samlegt tiltal sem hann gaf bönkun- um nýlega. Afstaða bankanna gagnvart stefnu ríkisstjómarinnar um stöðvun á sjálfvirkum hækkun- um vöm og þjónustu er óskiljanleg. Þegar við lesum svo í blöðum um stórfelldan gróða þessara yfírlætis- fullu peningastofnana verðum við enn meira undrandi. Geta þessar stofnanir sjálfar sett sér „reglur" um alla hluti, sem þær veifa svo framan í almenning, t.d. um mánað- ardráttarvexti ef dregst í einn dag að borga, eða þá um hina síbreyti- legu vexti á innlánsreikningum, sem ausið er milljónum í að auglýsa en enginn getur botnað í, síst af öllu gamalt fólk. Hvað skyldu bank- amir hafa grætt mikið á sparisjóðs- bókum gamla fólksins sem þeir hafa sjálfir sett reglur um að bæm neikvæða vexti. Gamla fólkið hefur ekki haft tök á að fylgjast með hringlandanum. Þetta er svo alvar- legt mál að það verður að taka til athugunar og setja fastar reglur á bankana um að allir innlánsreikn- ingar breytist sjálfkrafa til bestu vaxtakjara. H.J. Víkverji skrifar Fyrsti matargesturinn okkar kemur í bítið á morgnana og síðan fara hinir að tínast að og em meira og minna á ferðinni fram að ljósaskiptum. Ifyrsti gesturinn er nær alltaf þröstur og nær alltaf einn síns liðs hvað sem því veldur. Er hann kannski spæjari — einskon- ar James Bond — að kanna landið? Hann sest venjulega í einhverja öspina og hugar gaumgæfílega að aðstæðum og flögrar síðan tré af tré og grein af grein og sífellt nær matarbúrinu uns hann tekur sér tak og steypir sér niður í krásimar. Þrestimir em tíðustu gestimir og halda sig í og við garðinn að heita má allan daginn, starinn lítur oftast inn á morgnana og kemur síðan aftur síðdegis, snjótittlingam- ir heiðra okkur með innliti þriðja hvem dag gæti ég trúað. Starinn er styggastur og þýtur í loftið við minnsta ónæði, hópar sig þá á augabragði og séndist út og suður eins og þúsundvængjað ský og sýnir loftfímleika þar til hann hnitar lokahringinn yfír lóðinni okkar og tyllir sér þá ýmist á þakið eða á rafmagnslínumar niðri á vegi. Þegar hann situr þar og snurfusar sig og brýnir gogginn á vímum minnir hann mest á nótur á streng eins og menn hafa kannski tekið eftir. XXX rösturinn er gæfastur og er orðinn nokkumveginn sáttur við bílana sem bmna hjá og líka við þá fótgangandi ef þeir em ekki með ólæti. Snjótittlingurinn er aftur á móti duttlungafyllri og er stund- um hinn róiegasti að kroppa undir limgerðinu þó að fólk sé á næstu grösum en er svo hina stundina rokinn eins og byssubrendur ef jafnvel krakkagrey dirfíst að anda á hann. Það er nú meira hvað þetta er smátt: eins og fíðraður þumal- fingur. Allir kostgangaramir em sólgn- astir í brauðmatinn. Ætli fuglafóð- rið sem er selt í búðunum sé mulið nógu smátt? Þeir leifa að minnsta- kosti. Allir hnakkrífast þeir um matinn þó af nógu sé að taka. Þeir frekustu mega eiginlega alls ekki vera að því að nærast, svo uppteknir em þeir af því að stugga hinum frá. Minnir á mannfólkið stundum — sumthvert að minnstakosti. XXX Einn þrösturinn gerði sér hreið- ur í birkitré hjá okkur um árið og kom sér upp ungum. Hann varð strax ákaflega heimaríkur og var sannfærður um að hann ætti landið. Ef maður gerðist of ágengur — og stundum mátti maður varla stíga út á blettinn — þá kom hann eins og flugskeyti og stefndi beint á haus- inn á manni og sveigði ekki frá fyrr en sekúndubroti frá hroðaleg- um árekstri. Gamla sagan um Davíð og Golíat. Hjá grönnum okkar fyrrverandi urðu þrestimir svo hagvanir að þeir frökkustu lögðust á eldhús- gluggann hjá húsmóðurinni þegar hún var að vafstra þar fyrir innan, til dæmis við bakstur. Það var einkanlega þegar dró í skafla á vetmm og þessir aufúsugestir gátu trítlað alveg uppað glugganum hjá henni. Síðan kúrðu þeir þama hinu- megin við tvöfalda glerið og horfðu á hana ásökunaraugum. — Hvað á þetta að þýða, manneskja? Fjand- ann ertu að drollast, kona? Sérðu ekki að við emm að drepast úr hungri? Vonandi þarf ekki að brýna fyrir fólki að gleyma ekki þessum sam- borgurum okkar. Til vonar og vara skal það samt hér með gert. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.