Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ1986
= HÉÐINN =
VELAVERSLUN, SÍMI 24260
SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER
= HEÐINN =
SELJAVEGI 2, SÍMI 24260
Bjóðum nánastallar
stærðir rafmótora frá
EOF í Danmörku.
EOF rafmótorar eru í
háum gæðaflokki og á
hagkvæmu verði.
Ræðið við okkur um
rafmótora.
NÝR
OG FULLKOMNARI
OFNHITASTILLIR
FRÁ DANFOSS
Úr sýning^u Þjóðleikhússins á Rikarði III.
Rétt val á
sjálfvirkum
ofnhitastillum
heldur orkukostnaði
í lágmarki.
Leitið ráða
hjá okkur.
Leifs rolla Þórarinssonar
eftir Gísla
AJfreðsson
Hr. ritstjóri.
Tilefni þessara skrifa er grein
eftir Leif Þórarinsson er blað yðar
birti sl. laugardag.
Það er sorgleg saga að mörg
undanfarin ár hefur Leifur þessi
farið hamförum á síðum dagblað-
anna og ekki hikað við að brúka
ósannindi og róg sem vopn í þeirri
baráttu sem hann þykist vera að
heyja. Sjaldan hefur þótt ástæða
til að svara manninum, einfaldlega
vegna þess að ofstækið hefur verið
slíkt að alltaf hefur um vindhögg
verið að ræða. Svo er að vísu einnig
nú, en að þessu sinni hefur hann
dregið fleiri aðila með sér í „bar-
áttu“ sína, sem rétt er að afhjúpa
og benda á.
Alþýðuleikhúsið á sér merka
sögu, sem ég ætla ekki að rekja
hér, og hefur Þjóðleikhúsið eftir
mætti stutt starfsemi þess, t.d. með
láni á búningum og leikmunum, en
ekki síst með láni á leikurum og
leikstjórum, sem oft og tíðum hafa
haldið uppi leiklistarstarfsemi Al-
þýðuleikhússins. Þá hefur undirrit-
aður ásamt fjölmörgum öðrum
starfsmönnum Þjóðleikhússins
ítrekað tekið þátt í baráttu Al-
þýðuleikhússins fyrir húsnæði, en
starfsemi þess hefur undanfarin ár
mátt líða fýrir það að hafa engan
fastan samastað. Með þessum orð-
um vil ég segja það, að samstaða
milli Þjóðleikhússins og Alþýðuleik-
hússins hefur ævinlega verið góð
og hvort leikhúsið um sig notið góðs
af tilveru hins.
Litla-svið Þjóðleikhússins hefur á
undanförnum 12 árum verið rekið
í sambýli við veitingastað í kjallara
Þjóðeikhússins. Þessi tilhögun hef-
ur mjög háð starfsemi beggja.
Veitingahúsið hefur aðeins verið
hægt að hafa opið tvö kvöld vikunn-
ar, þ.e. á föstudögum og laugardög-
um, og leikhúsið því ekki getað
boðið gestum sínum upp á veitingar
aðra daga eins og áður var. Leik-
sýningar Litla-sviðsins hafa heldur
ekki verið bestu sýningarkvöldin,
sem eru föstudags- og laugardags-
kvöld. Þá hefur burður á leiktjöldum
út og inn í kjallarann verið kostnað-
arsamur, auk þess sem húsnæðið
er að öðru leyti óhentugt til leiksýn-
inga.
í lögum um Þjóðleikhús frá 1978
er gert ráð fyrir því að Þjóðleikhúsið
komi sér upp öðru húsnæði fyrir
Litla-sviðið til að leysa af hólmi
„bráðabirgðasvið það sem komið
hefur verið upp í veitingasal leik-
húskjallara" eins og þar stendur.
Þjóðleikhúsið hefur lengi leitað
lausnar á þessu máli, en í fyrravetur
skaut sú hugmynd upp kollinum að
Litla-sviðið yrði eins konar ferða-
leikhús, sem gæti farið með sýning-
ar sínar nánast hvert sem er með
þar til gerðum búnaði, þó með
aðsetur í íþróttahúsi Jóns Þorsteins-
sonar. Einnig var talið að veitinga-
reksturinn, sem skilar þokkalegum
hagnaði til leikhússins, gæti með
þessu móti nær tvöfaldast þegar
fram liðu stundir. Þessari hygmynd
vannst fylgi og var hún samþykkt
af Þjóðleikhúsráði sl. vor.
Áætlað var að opna hið nýja leik-
svið í janúar, en til að brúa bilið
stóð til að sýna leikritið „Valborg
og bekkurinn" frá fyrra leikári fram
að áramótum, en frá áramótum
skyldi veitingahúsið að fullu taka
við rekstri kjallarans. Því miður
tókst ekki að koma þeirri sýningu
á svið aftur, sem hætti fyrir fullu
húsi í fyrravor, vegna þess að annar
aðalleikarinn hafði ráðið sig til
starfa í öðru leikhúsi. Opnun Litla-
sviðsins hefur einnig dregist, leikur-
um og leikhúsunnendum til mikilla
vonbrigða að vonum. Þó stendur
það allt til bóta, því innan tíðar
heijast æfíngar á nýju íslensku leik-
riti, sem verður fyrsta verkefnið á
hinu nýja Litla-sviði Þjóðleikhúss-
ins. Hins vegar hófst veitingarekst-
urinn að fullu í leikhúskjallaranum
frá og með áramótum og geta leik-
húsgestir nú þegið þar veitingar á
öllum sýningum leikhússins.
Nokkrir aðilar hafa falast eftir
afnotum af leikhúskjallaranum fyrir
leiksýningar og þar með Alþýðu-
leikhúsið í tvígang í haust, fyrst
fyrir sýningu sína á „Hvílíkt
ástand", sem sýnt var á Hótel Borg,
og síðan á leikritinu „Tom og Viv“,
sem sýnt er um þessar mundir á
Kjarvalsstöðum. Þessum óskum var
synjað af ofangreindum ástæðum,
en einnig má bæta því við að ef
um áframhaldandi leikhúsrekstur
hefði verið að ræða í leikhúskjallar-
anum hefði legið beinast við að
Litla-svið leikhússins héldi starf-
semi sinni þar áfram.
Eftir allar þessar útskýringar er
loks komið að þætti Leifs Þórarins-
sonar. Leifur er kvæntur Ingu
Bjamason, skeleggum og afkasta-
miklum leikstjóra Alþýðuleikhúss-
ins, sem hefur oft starfað fyrir
okkur hér í leikhúsinu með góðum
árangri. Bréf það sem undirrituðum
var sent vegha óska Alþýðuleik-
hússins, undirritað af eiginkonu
Leifs, einkenndist af þeirri „hátt-
vísi“ og „hógværð" sem svo mjög
piýða skrif Leifs Þórarinssonar.
En synjun Þjóðleikhússins á
þessari ósk Alþýðuleikhússins fór
meira en lítið fyrir brjóstið á Leifí
Þórarinssyni. Nú skyldi hefna! Og
það svo eftir yrði tekið!
Einn af leikurum í sýningu Al-
þýðuleikhússins er Sverrir Hólmars-
son, leiklistargagnrýnandi Þjóðvilj-
ans, en hann er einnig leigjandi
hjá þeim Leifi Þórarinssyni og Ingu
Bjamason. Og nú kom tækifærið:
Fmmsýning á Ríkarði þriðja. Sýn-
inguna, sem fékk frekar lofsamlega
umfjöllun í flestum fjölmiðlum,
hakkaði leigjandi Leifs, Sverrir
Hólmarsson, í sig á síðum Þjóðvilj-
ans. Heiftaræðið í gagnrýni þessari
var slíkt að engu líkara var en
Leifur Þórarinsson hefði skrifað
gagnrýnina sjálfur! Enda varð uppi
fótur og fít á Þjóðviljanum, því þó
þeir kalli ekki allt ömmu sína í
þessum efnum vom heiftin og
heftidarhugurinn slík í þessari grein
að þeir sáu ástæðu til að slá því
upp á forsíðu blaðsins þennan sama
dag! Og minnist ég þess ekki að
slíkt hafi gerst nokkm sinni fyrr
hér á landi.
Þetta þótti Leifi greinilega ekki
alveg nóg, því lesendur Þjóðviljans
em nú ekki svo ýkja margir, og
skyldi nú kné fylgja kviði í stærsta
blaði landsins, þar sem heiftaræðið
er látið geisa um heila opnu.
Ég tel að greinin segi meira um
Leif sjálfan en þá sem hann fjallar
um og hef ég því litlu þar við að
bæta, nema tvennu: Þjóðleikhúsið
hefur aldrei sóst eftir sýningarrétti
á leikritinu „Tom og Viv“, en sú
fullyrðing sýnir hvað auðvelt Leifur
á með að grípa til lyginnar. Þá er
líka rétt að fram komi að Þjóðleik-
húsráð stóð einhuga að baki undir-
rituðum um ákvarðanir í öllum
þessum málum.
Að lokum' get ég ekki látið hjá
líða að senda Alþýðuleikhúsinu
samúðarkveðjur mínar fyrir það að
hafa fengið Leif Þórarinsson til iiðs
við sig.
Höfundur er Þjóðleikhússtjóri.
Úr nýju versluninni, Bambino.
Ný barnafataverslun
Ný bamafataverslun hefur verið opnuð á Vesturgötu 12. Hún heitir
Bambino og er með fatnað, mest franskan, fyrir böm á aldrinum frá
nýfæddum til 8 ára. Eigendur verslunarinnar eru Anna L. Hafsteinsdóttir
og Vilbergur V. Gestsson.
(Fréttatilkynning.)