Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 27
og þá sérstaklega á þátt skattakerf- isins, tekjuskatt og bamabætur, sem ekki er tekið tillit til í niðurstöð- unum. „Breytingin sem verður eftir því hvorri reikningsaðferð er beitt er á mörkum þess að hægt sé að slá því fram að 24,1% landsmanna, séu undir fátæktarmörkum," sagði Bolli. „Fyrirvaramir em það margir sem hann nefnir en tekur ekki tilllit til. í skattakerfinu er leiðréttinga- stuðull sem jafnar tekjumr og ekki er hægt að líta fram hjá. Þá má deila um hvaða skilning menn leggja í orðið „fátækt". Ef hjón, með 2 böm og 45 þúsund krónur í heildartekjur á mánuði, teljast fátæk fjölskylda eins og kemur fram í niðurstöðum könnunarinnar þá em býsna margir sem em á þeim mörkum, hvað þá sama fjöl- skylda með 60 þúsund krónur á mánuði." „Ég tel að ekki sé hægt að leggja venjulegan skilning i hugtakið fá- tæktarmörk þegar litið er niður- stöður könnunarinnar," sagði Jón Þorbjömsson. „Það ætti frekar að skoða þessi mörk sem æskilegar tekjur hvers hóps. Sóknarkonur, sjúklingar og aðrir með telqur á bilinu 15 þúsund til 20 þúsund krón- ur á mánuði em á fátæktarmörk- um.“ 54% af fjölskyldu- tekjum fer í húsnæðiskostnað . Stefán Ólafsson lektor flallaði um: „Fátækt, kjaramál og velferð- arríki". í upphafí rakti hann mun á fátækt í velferðarþjóðfélagi og í hefðbundnu þjóðfélagi. Lagði upp með þá meginspumingu hvemig fátækari hluta þjóðarinnar og þeim ríkari hafi vegnað í kreppu síðustu ára. Launaskrið hefur aukist vem- lega í kjölfar kjaraskerðinganna, sérstaklega í seinni tíð. Tölur í launakönnun Hagstofunnar sýna að launaskrið hjá skrifstofufólki og hjá þeim sem vinna við stjómunar- störf er meira en hjá verkamönnum og afgreiðslukonum. Á meðan yfir- borganir hjá verkamönnum vom um 5% árið 1984 vom þær á bilinu 45 til 95% hjá skrifstofumönnum. „Því dreg ég þá ályktun að kjara- skerðingin hafí lagst með fullum þunga á fátækari hluta þjóðarinnar en ýmsir hópar aðrir hafa fundið minna fyrir henni og jafnvel ekki neitt,“ sagði Stefán. „Þrátt fyrir láglaunabætur sem komið hafa út úr kjarasamningum, sem em í ár 3% aukalega fyrir lægst launaða hópinn, vega þær ekki upp í þær aukagreiðslur sem hærri hópar fá í yfirborgunum og skipta tugum prósenta. Láglaunafólkið hefur verið skilið eftir og á það lagðar byrðar efnahagsvandans." í erindi Stefáns kom fram að styrkþegum fjölgaði hjá Félags- málastofnun Reykjavíkurborgar um 30% á ámnum 1982 til 1984, sem helst í hendur við kjaraþrónunina. Þegar kjör versna þurfa fleiri að leita aðstoðar og fengu um 1.450 aðilar framfærslustyrk hjá borginni á aldrinum 16 til 66 ára á þessu ári. Stefán benti á að rétt væri að líta á fátækt bæði sem skammtíma- og langtímaástand. Miklar breytingar á kjömm eins og til dæmis hafa orðið hjá ijölskyldum, sem hafa ráðist í að kaupa eða byggja eigið húsnæði á síðustu ámm, er best lýst sem skammtímafátækt. „Röð at- burða í húsnæðismálum hefur gjör- breytt öllum aðstæðum," sagði Stefán. „Niðurstöður í húsnæðis- könnun ungs fólks sýnir að meðal- greiðslubyrði þeirra sem keyptu húsnæði á síðustu 5 ámm er 54% af fjölskyldutekjum vegna hús- næðiskostnaðar hér á landi en í nágrannalöndunum er reynt að miða við að húsnæðiskostnaðurinn fari ekki yfír 25% af fjölskyldutekj- um. Þetta sýnir að rúmlega tekjur annarrar af tveimur fyrirvinnum heimilisins fara í húsnæðismál og styður þá staðreynd að þeir sem hafa verið að kaupa húsnæði á síð- ustu ámm em annað hvort giftir eða í sambúð. Hverfandi fáir ein- stæðir leggja í slíka §árfestingu.“ Nú getur þú keypt þennan Ijúffenga mat frá Sláturfélaginu fyrir hagstæðara verð en áður hefur þekkst. Því að við hjá Sláturfélaginu höfum nú bætt öðrum 20% við 20% lækkunina í janúar. Þú getur sýnt góða búmennsku með því að skunda út í næstu búð áður en nokkur annar áttar sig á lækkuninni. Mundu að gefa frystikistunni! SLATURFELAG SUÐURLANDS GOTT FÓLK / SIA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.