Morgunblaðið - 20.03.1986, Síða 27

Morgunblaðið - 20.03.1986, Síða 27
og þá sérstaklega á þátt skattakerf- isins, tekjuskatt og bamabætur, sem ekki er tekið tillit til í niðurstöð- unum. „Breytingin sem verður eftir því hvorri reikningsaðferð er beitt er á mörkum þess að hægt sé að slá því fram að 24,1% landsmanna, séu undir fátæktarmörkum," sagði Bolli. „Fyrirvaramir em það margir sem hann nefnir en tekur ekki tilllit til. í skattakerfinu er leiðréttinga- stuðull sem jafnar tekjumr og ekki er hægt að líta fram hjá. Þá má deila um hvaða skilning menn leggja í orðið „fátækt". Ef hjón, með 2 böm og 45 þúsund krónur í heildartekjur á mánuði, teljast fátæk fjölskylda eins og kemur fram í niðurstöðum könnunarinnar þá em býsna margir sem em á þeim mörkum, hvað þá sama fjöl- skylda með 60 þúsund krónur á mánuði." „Ég tel að ekki sé hægt að leggja venjulegan skilning i hugtakið fá- tæktarmörk þegar litið er niður- stöður könnunarinnar," sagði Jón Þorbjömsson. „Það ætti frekar að skoða þessi mörk sem æskilegar tekjur hvers hóps. Sóknarkonur, sjúklingar og aðrir með telqur á bilinu 15 þúsund til 20 þúsund krón- ur á mánuði em á fátæktarmörk- um.“ 54% af fjölskyldu- tekjum fer í húsnæðiskostnað . Stefán Ólafsson lektor flallaði um: „Fátækt, kjaramál og velferð- arríki". í upphafí rakti hann mun á fátækt í velferðarþjóðfélagi og í hefðbundnu þjóðfélagi. Lagði upp með þá meginspumingu hvemig fátækari hluta þjóðarinnar og þeim ríkari hafi vegnað í kreppu síðustu ára. Launaskrið hefur aukist vem- lega í kjölfar kjaraskerðinganna, sérstaklega í seinni tíð. Tölur í launakönnun Hagstofunnar sýna að launaskrið hjá skrifstofufólki og hjá þeim sem vinna við stjómunar- störf er meira en hjá verkamönnum og afgreiðslukonum. Á meðan yfir- borganir hjá verkamönnum vom um 5% árið 1984 vom þær á bilinu 45 til 95% hjá skrifstofumönnum. „Því dreg ég þá ályktun að kjara- skerðingin hafí lagst með fullum þunga á fátækari hluta þjóðarinnar en ýmsir hópar aðrir hafa fundið minna fyrir henni og jafnvel ekki neitt,“ sagði Stefán. „Þrátt fyrir láglaunabætur sem komið hafa út úr kjarasamningum, sem em í ár 3% aukalega fyrir lægst launaða hópinn, vega þær ekki upp í þær aukagreiðslur sem hærri hópar fá í yfirborgunum og skipta tugum prósenta. Láglaunafólkið hefur verið skilið eftir og á það lagðar byrðar efnahagsvandans." í erindi Stefáns kom fram að styrkþegum fjölgaði hjá Félags- málastofnun Reykjavíkurborgar um 30% á ámnum 1982 til 1984, sem helst í hendur við kjaraþrónunina. Þegar kjör versna þurfa fleiri að leita aðstoðar og fengu um 1.450 aðilar framfærslustyrk hjá borginni á aldrinum 16 til 66 ára á þessu ári. Stefán benti á að rétt væri að líta á fátækt bæði sem skammtíma- og langtímaástand. Miklar breytingar á kjömm eins og til dæmis hafa orðið hjá ijölskyldum, sem hafa ráðist í að kaupa eða byggja eigið húsnæði á síðustu ámm, er best lýst sem skammtímafátækt. „Röð at- burða í húsnæðismálum hefur gjör- breytt öllum aðstæðum," sagði Stefán. „Niðurstöður í húsnæðis- könnun ungs fólks sýnir að meðal- greiðslubyrði þeirra sem keyptu húsnæði á síðustu 5 ámm er 54% af fjölskyldutekjum vegna hús- næðiskostnaðar hér á landi en í nágrannalöndunum er reynt að miða við að húsnæðiskostnaðurinn fari ekki yfír 25% af fjölskyldutekj- um. Þetta sýnir að rúmlega tekjur annarrar af tveimur fyrirvinnum heimilisins fara í húsnæðismál og styður þá staðreynd að þeir sem hafa verið að kaupa húsnæði á síð- ustu ámm em annað hvort giftir eða í sambúð. Hverfandi fáir ein- stæðir leggja í slíka §árfestingu.“ Nú getur þú keypt þennan Ijúffenga mat frá Sláturfélaginu fyrir hagstæðara verð en áður hefur þekkst. Því að við hjá Sláturfélaginu höfum nú bætt öðrum 20% við 20% lækkunina í janúar. Þú getur sýnt góða búmennsku með því að skunda út í næstu búð áður en nokkur annar áttar sig á lækkuninni. Mundu að gefa frystikistunni! SLATURFELAG SUÐURLANDS GOTT FÓLK / SIA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.