Morgunblaðið - 20.03.1986, Page 35

Morgunblaðið - 20.03.1986, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1986 O g thans verksins. Þá staðreynd gerði tón- skáldið sér vel ljósa eins og marka má á þessari fáorðu en nákvæmu lýsingu hans á verkinu: „ .. .enn á ný margvíslegar litlar og nýjar nótur og jafnframt að sumu leyti afturhvarf til gamals tíma. Heildin er óskaplega fjarstæðukennd og óvænt." (Ur bréfasafni K. Szymanowskis 1916.) I sjálfu upphafi fyrsta fiðlukons- ertsins má heyra dæmi um eina merkustu uppgötvun sem Szym- anowski gerði á tónsmíðaferli sínum. Stöðugur skálfandi ómur skiptist í stutt tónmynstur sem skírskota til hinnar fjarrænu eftirvæntingar í tón- mynstrunum í „fuglasöngnum" eftir Messiaen. Szymanowski lét fyrir róða hina hefðbundnu þrískiptingu konsert- formsins en dregur í staðinn mjög skýrar línur í uppbyggingu formsins í verkinu sem er í einum þætti. Per- sónubundinn stíll hans er hann skrif- ar tónverk fyrir fiðlu staðfestir sig sjálfur í því hvemig hann aðlagar fullkomlega eðli tónlistarinnar þeim möguleikum sem einleikshljóðfærið býr yfir. Þessi tónlist sprettur beint af eðli fiðlunnar og hljómar með henni, um leið og hún dempar og dregur úr hinum áþreifanlegu eigin- leikum hljóðfærisins. Skipan einleiks- hljóðfærisins í fjölþættum vef hljóm- sveitarinnar sýnir svo ekki verður um villzt hvert skynbragð tónskáldið hefur borið á litróf tónlistarinnar. Með því að leiða í sífellu fram litla en síbreytilega hópa hljóðfæra nær Szymanowski ekki einungis fram stöðugum litbreytingum sem minna á kviksjá heldur og hæfilegu jafnvægi milli einleikshljóðfærisins og stórrar sinfóníuhljómsveitar. Morgunblaðið/Bjami um að efniö höföadi ekki til ungs fólks í dag, þar sem myndin gerist 1963, lýsir lífi og lifnaðarháttum unglinganna í þá daga.“ — Hefur „Trú, von og kær- leikur“ verið sýnd víða? „Já, hún hefur verið seld tii flestra Evrópulandanna, sýningar hafa verið vel sóttar í Noregi og nú er verið að sýna hana í Svíþjóð. Innan skamms verður kvikmyndin frumsýnd í Japan og Bandaríkjun- um.“ — Hvað ert þú að vinna við þessa stundina? „Ég er að vinna að mynd sem gerð er eftir skáldsögu Martin Anderson Nexö, „Pelle Erobrer- en“. Þetta er stórkostleg skáld- saga þar sem manneskjan er í fyrirrúmi. Ég vinn myndir mínar að miklu leyti út frá innsæi, hef mestan áhuga á manneskjunni, hvers vegna hún hagar sér eins og hún gerir, það er hinn sálfræði- legi þáttur sem heillar mig rnest." Szymon Kuran er pólskur fiðlu- leikari sem hefur verið annar konsertmeistari Sinfóníuhljóm- sveitar íslands siðan haustið 1984. Hann leikur einleik í þessu verki landa síns, Karols Szymanowskis. Þessi konsert er að öllu leyti nýst- árlegt og frumlegt verk. Allir helztu fiðlukonsertar sem fram komu á undan verki Szymanowskis voru í samræmi við þær fagurfræðilegu kröfur sem gerðar voru til tónsmíða á 19. öld. Einungis í fyrsta fiðlukons- ert Prokoffíeffs, sem saminn var um svipað leyti, má greina áþekkar nýj- ungar en þær eiga sér allt aðrar rætur en hjá Szymanowski. Báðir fíðlukonsertar þessa merka tónskálds hafa öðlazt traustan sess meðal flytjenda um heim allan. Hið óvenjunæma andrúm og töfrar fyrsta konsertsins hafa staðizt tímans tönn en þetta verk heyrist nú í fyrsta sinn hér á landi í Háskólabíói fimmtudag- inn 20. marz. Það er Sinfóníuhljóm- sveit íslands sem leikur og Thomas Sanderling, sem fæddur er í Rúss- landi, sem heldur á sprotanum. Stjórnarskipti í Hinu ís- lenska náttúru- fræðifélagi AÐALFUNDUR Hins íslenska náttúrufræðifélags var hald- inn 15. febrúar. Úr stjórn gengu Agúst H. Bjarnason, formaður, Bergþór Jóhanns- son, varaformaður, og Axel Kaaber, ritari. Núverandi stjórn er þannig skipuð: For- maður er Þóra Ellen Þórhalls- dóttir, varaformaður Jón Ei- ríksson, ritari Eva Þorvalds- dóttir, gjaldkeri Ingólfur Ein- arsson og meðstjórnandi Ingi- bjðrg Kaldal. í varastjórn sitja Einar Egilsson og Gyða Helga- dóttir. Hið íslenska náttúrufræðifélag er félag áhugamanna um íslenska náttúru og allar greinar náttúru- fræða. Það var stofnað árið 1889 og er því með elstu starfandi fé- lögum landsins. Félagar eru nú um 1.700 talsins. Félagið gefur út tímaritið Náttúrufræðinginn sem komið hefur út síðan 1931, en ritstjóri þess er Ámi Einarsson. Á vetrum eru reglulega haldnir fræðslufundir. A sumrum eru skipulagðar dagsferðir sem og þriggja til fjögurra daga ferðir undir leiðsögn kunnugra náttúru- fræðinga. Þá hefur félagið gengist fyrir námskeiðum, svo sem í sveppatínslu. Á síðastliðnu ári var gefíð út veggspjald með litteikn- ingum af þekktum íslenskum plöntum. Nú er að koma út spjald með íslenskum fuglum. (Fréttatilkyiming.) 35 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ÖNNU BJARNADÓTTUR Sviss og Sameinuðu þjóðim- ar komast af hvort án annars Yfir 75% svissneskra kjósenda höfnuðu tillögu ríkisstjórnar landsins um inngöngu Sviss í Sameinuðu þjóðirnar í þjóðarat- kvæðagreiðslu um síðustu helgi. Atkvæðagreiðslan var mikil- vægt skref til að kanna afstöðu þjóðarinnar til þátttöku í al- þjóðasamstarfi. Búist var við að tillagan yrði felld en ekki var reiknað með eins miklum atkvæðamun og raun varð á. 1.591.428 greiddu atkvæði gegn tillögunni en 511.548 með henni. átttakan í kosningunum var óvenju mikil, eða 50,2%. Meirihluti Svisslendinga situr yfirleitt heima á kjördag, en þeir eru kallaðir að kjörborði þrisvar til fjórum sinnum á ári til að greiða atkvæði um misjafnlega merkileg málefni. Þjóðinni þótti aðild að Sameinuðu þjóðunum koma sér við og sýndi, svo ekki varð um villst, að hún kærir sig ekki um þátttöku í þinghaldi á alþjóðavettvangi. Urslit kosninganna voru áfall fyrir ríkisstjómina. „Ríkisstjómin löðrunguð" sagði í forsíðufyrir- sögn dagblaðsins Blick, sem er útbreiddasta blað landsins. Ríkis- stjómin, þingið, þrír stærstu stjómmálaflokkamir, verkalýðs- hreyfíngin og meirihluti fjölmiðla studdu tillöguna. En barátta andstæðinga hennar var hörð og íhaldssemi landsmanna reyndist meiri en svo að þeir samþykktu aðild að Sameinuðu þjóðunum í fyrstu atrennu. Andstæðingar tillögunnar lögðu höfuðáhersla á mikilvægi hlutleysis landsins í kosningabar- áttunni og vildu ekki hætta á að hróflað yrði við því. „Svisslending- ar vildu ekki leggja hlutleysið undir þegar svo lítið var í boði,“ sagði einn fréttaskýrandi að kosn- ingunum loknum. Gagnsemi Sam-einuðu þjóðanna, sem voru kailaðar „pappírsmyllan í New York“, var dregin í efa og ekki var laust við að vanþóknun á út- lendingum yfirleitt skini í gegnum fortölur andstæðinga aðildar gegn tillögunni. Stuðningsmönnum til- lögunnar tókst hvorki að sann- færa almenning um að hlutleysi þjóðarinnar myndi haldast óbreytt þótt hún gengi í Sameinuðu þjóð- imar né að aðild gæti haft kosti í för með sér fyrir þjóðina. Vantrú Svisslendinga á alþjóðasamstarfi kom skýrt í ljós, en þeir em eina þjóðin í heimi sem hefur nokkum tíma greitt atkvæði um aðild að Sameinuðu þjóðunum. Pierre Áubert, utanríkisráð- herra, sagði á sunnudagskvöld að úrslit kosninganna myndu engin áhrif hafa á utanríkisstefnu lands- ins. Sviss hefur áheymarfulltrúa á allsheijarþingum Sameinuðu þjóðanna í New York og er aðili að öllum sérstofnunum þeirra. Nýkjörinn yfirmaður Flótta- mannastofnunar Sameinuðu þjóð- anna er td. Svisslendingur. Ríkis- stjómin hefur stefnt að inngöngu Sviss í Alþjóðabankann og Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn, systur- stofnanir Sameinuðu þjóðanna í Washington, en áform um það hafa nú verið lögð á hilluna. Afdráttarlaus úrslit kosning- anna vöktu ugg meðal stuðnings- manna aðildar og meirihluti fjöl- miðla harmar afstöðu þjóðarinnar. Neue Ziiricher Zeitung, virtasta blað landsins, huggaði sig við það í leiðara á mánudag að andstæð- ingar aðildar hefðu sagt fyrir kosningamar að það mætti ekki FráGenf túlka sigur „Nei-hreyfingarinnar“ sem vísbendingu um að Svisslend- ingar vildu draga sig inn í skel. Andstæðingamir létu í ljósi ósk um „nýjan og ákveðnari tón í utanríkissamskiptum" í kosninga- baráttunni að sögn blaðsins. Þeir telja að tvíhliða samskipti Sviss við aðrar þjóðir séu líklegri til árangurs og komi þjóðinni betur en fjölþjóðasamskipti á alþjóða- vettvangi. Ríkisstjómin hefur verið gagn- rýnd fyrir þátttöku sína í kosn- ingabaráttunni og andstæðingar tillögunnar velta því fyrir sér hvort það sé í verkahring hennar að reyna að hafa áhrif á skoðanir fólks. Barátta hennar jók ekki fylgi tillögunnar og hafði jafnvel neikvæð áhrif. Skattar á bensíni og olíu voru hækkaðir skömmu fyrir kosningamar og sumir fréttaskýrendur telja að hluti þeirra sem greiddu atkvæði gegn aðild að Sameinuðu þjóðunum hafí gert það til að ná sér niðri á ríkisstjóminni en ekki af andúð á alþjóðasamstarfi. Utanríkisráðherra harmaði úr- slit kosninganna en sagði að hann sæi enga ástæðu til að segja af sér embætti vegna þeirra. Hann er frekar óvinsæll ráðherra og þykir m.a. helst til ferðaglaður. Utanríkissamskipti þjóðarinnar fara að mestu fram í kyrrþey og því þótti Tages Anzeiger, næst útbreiddasta dagblaði landsins, skjóta skökku við þegar þjóðinni var allt í einu treyst til að taka ákvörðun um aðild að Sameinuðu þjóðunum eftir að henni hefur verið sagt um árabil að utanríkis- mál væm of viðkvæmur mála- flokkur til að rétt væri að fjalla of mikið um þau opinberlega. Blaðið telur að þjóðin hafí ekki verið nægilega upplýst um utan- ríkismál og telur einangrunartil- hneigingu Svisslendinga og sér- visku þeirra ekki nægilega skýr- ingu á úrslitum þjóðaratkvæða- greiðslunnar. Tillagan var felld með meiri- hluta atkvæða í öllum kantónum landsins. Hún hlaut mestan stuðn- ing, eða 40% atkvæða, í kantón- inni Jura í norðvesturhluta lands- ins en minnstan, 10% atkvæða, í smákantónunni Appenzell Inner Rhoden. Þýskumælandi Sviss- lendingar í Qallahéruðum þykja yfirleitt íhaldssamari en frönsku- mælandi landar þeirra en þeir rejmdust ekki vera það í afstöðu þjóðarinnar til Sameinuðu þjóð- anna. Það kom einnig á óvart að stærri hluti íbúa borgarhverfa, sem styðja yfírleitt Jafnaðar- mannaflokkinn, greiddi atkvæði á móti aðild en íbúar hverfa stuðn- ingsmanna Frjálslynda flokksins, stærsta íhaldsflokksins. Báðir flokkamir mæltu með aðild en Jafnaðarmannaflokkurinn barðist harðar í kosningabaráttunni. Ibúar Genfar, þar sem höfuð- setur Sameinuðu þjóðanna í Ev- rópu er, felldu tillöguna með tæplega 70% atkvæða. Genf nýtur þess fjárhagslega að hafa bæki- stöðvar fyrir starfsemi Sameinuðu þjóðanna í borginni en það hefur sínar neikvæðu hliðar. Húsnæðis- skortur er í borginni og húsaleiga er mjög há. En þrátt fyrir andúð Svisslendinga á Sameinuðu þjóð- unum þá falla þeim hugmyndir um að flytja meira af starfsemi stofnunarinnar til Vínarborgar illa. Starfsmenn Sameinuðu þjóð- anna í Genf hafa hingað til verið sama sinnis en neikvæð afstaða þjóðarinnar til stofnunarinnar kann að hafa einhver áhrif á framtíðarstarf í Genf. „Öll starf- semi Sameinuðu þjóðanna væri löngu flutt til Vínarborgar ef austurríska vínið væri ekki svona vont,“ var haft eftir vonsviknum alþjóðastarfsmanni eftir að úrslit kosninganna voru kunn á sunnu- dagskvöld. Svissneskum ráðamönnum er mjög í mun að láta úrslit kosning- anna hvorki hafa neikvæð áhrif á samstarf þjóðarinnar við Samein- uðu þjóðimar né við erlendar þjóð- ir yfírleitt. Sendiráðsstarfsmenn voru með skýringu á afstöðu þjóð- arinnar á reiðum höndum áður en endanleg úrslit lágu fyrir og gerðu eins lítið úr mikilvægi þeirra og hægt var. Stuðningsmenn aðildar segja að Svisslendingar verði fyrr eða síðar að horfast í augu við nauðsyn fullrar þátttöku í alþjóðasamstarfi og segja að endanleg ákvörðun um aðild Sviss að Sameinuðu þjóðunum hafi enn ekki verið tekin. Þijár þjóðarat- kvæðagreiðslur vom haldnar um kosningarétt kvenna áður en meirihluti svissneskra karla veitti konum loks kosningarétt í byijun síðasta áratugar. Bjartsýnustu stuðningsmenn tillögunnar vona að meirihluti Svisslendinga sann- færist um ágæti Sameinuðu þjóð- anna á næstu ámm og Sviss gerist fullgildur meðlimur í al- þjóðastofnuninni fyrir næstu alda- mót. En sérstök nefnd, sem var stofnuð fyrir kosningamar til að berjast gegn aðild, hefur ákveðið að halda starfi sínu áfram. Meiri- hluti Svisslendinga sér enga ástæðu til að ganga í Sameinuðu þjóðimar, þeir hafa komist vel af án þess fram að þessu og Samein- uðu þjóðimar komast væntanlega af án aðiidar Sviss.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.