Morgunblaðið - 20.03.1986, Side 28

Morgunblaðið - 20.03.1986, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ1986 Gamli miðbærinn: Verzlanir opnar kl. 10-14 á laugardögum til 1. júní „ÞAÐ urðu miklar umræður á þessum fundi og sýndist sitt hverjum um hvort ætti að hafa opið á laugardögum eða ekki. Niðurstaðan varð sú að menn voru sammála um að ekkert gæti komið í veg fyrir þá þróun að laugardagurinn yrði í fram- tíðinni verzlunardagur, a.m.k. til klukkan 16, þar sem vitað er að aðstandendur „Hag- kaupshússins" í Kringlumýri og Nestorgs hafa lýst þvi yfir að þeir ieggi mjög mikla áherzlu á þennan opnunartíma á laug- ardögum,“ sagði Guðlaugur Bergmann kaupmaður i Kamabæ þegar Morgunblaðið spurði hann um fund sem hald- inn var í Kvosinni sl. mánudags- kvöld með nokkrum aðstand- endum verzlana í samtökunum Gamli miðbærinn. „Við ákváðum að stíga skrefíð til hálfs til að byija með og hafa opið frá klukkan 10 til klukan 14 fram til 1. júní, en þá hefst í Reykjavík lögboðin laugardags- lokun verzlana. Það tekur sinn tíma að aðlaga bæði viðskiptavini og starfsfólk að þessum nýja verzlunartíma og því hef ég t.d. ákveðið að gefa starfsfólki mínu frí til klukkan 10 á mánudags- morgni og þegar skrefíð verður stigið til fulls og haft verður opið til klukkan 16 á laugardögum, mun ég hafa lokað fram til hádeg- is á mánudögum. En þetta eru eðlilega ráðstafanir, sem hver og einn verzlunareigandi 'verður að gera upp við sig,“ sagði Guðlaug- ur. Hér fer á eftir í heild bréf sem sent var verzlunareigendum á gamla miðbæjarsvæðinu eftir fundinn á mánudaginn: Agæti verslunareigandi! Garðasókn: Hátíðarfundur vegna vígslu- afmælis HÁTÍÐARFUNDIJR í tílefni af 20 ára vígsluafmæli Garðakirkju verður í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli í kvöld kl. 20:00. Auk venjulegra aðalfundarverk- efna syngur Garðakórinn undir stjóm Þorvaldar Bjömssonar. Bar- bara Guðnadóttir og Kristín Krist- jánsdóttir leika samleik á celló og píanó, Anna María Kaldalóns syng- ur einsöng með undirleik David Knowles og einnig munu félagar úr æskulýðsfélagi kirkjunnar syngja saman. Kaffíveitingar verða í boði sókn- amefndar. Fyrirlestrar um þjóðsagna- myndir Asgríms NÚ stendur yfir í sýningasölum Norræna hússins sýning á þjóð- sagnamyndum Ásgrims Jónsson- ar, sem sett var upp í samvinnu við Ásgrímssafn. í sambandi við sýninguna verða haldnir tveir fyrirlestrar í fyrir- lestrasal Norræna hússins. Sá fyrri er í kvöld fímmtudaginn 20. mars kl. 20.30, en þá heldur Hrafnhildur Schram listfræðingur og forstöðu- maður Ásgrímssafns fyrirlestur með litskyggnum um þjóðsagna- mjmdir Ásgríms. Sunnudaginn 23. mars kl. 17.00 talar Hallfreður Öm Eiríks- son cand.' mag. svo um þjóðsagna- val Ásgríms og segir frá þjóðsögun- um, sem hann gerði myndir eftir og nokkrum öðmm þjóðsögum, sem hafa verið vinsælt myndefni hjá listmálumm. Netaveiðar hafnar frá Stykkishólmi Stykkishólmi, 17. mars. NÚ eru 7 bátar komnir á neta- veiðar hér frá Stykkishólmi, en fleiri munu hefja róðra eftir páska. Afli hefír verið misjafnlega góður yfírleitt. Með hæstan afla nú er Þórsnesið, skipstjóri Kristinn Ól. Jónsson, sem hefír um 200 tonn í 14 róðmm. Misvindasamt hefir verið og stundum hvasst á miðum og hefír það haft nokkur áhrif á aflabrögð. Árni Samtökin Gamli miðbærinn gengust fyrir fundi um opnunar- tíma verslana í gærkvöldi, mánu- daginn 17. mars. Til fundarins vom boðaðir 25 aðilar viðsvegar úr gamla miðbænum, ýmist eig- endur verslana eða fulltrúar þeirra. Fundurinn var haldinn í veitingahúsinu í Kvosinni og sátu fundinn 18 af þeim 25 sem boðað- ir höfðu verið. Eftirfarandi tillaga var sam- þykkt á fundinum: „Þeim tilmælum er beint til eigenda verslana í gamla mið- bænum að þeir komi til með að hafa verslanir sínar opnar frá kl. 10.00—14.00 alla _ laugardaga fram til 1. júní nk. Ástæðan fyrir þessum tilmælum em auknar kröfur og óskir viðskiptavina í kjölfar breyttra viðskiptahátta og viðhorfa um þessar mundir. Gert skal ráð fyrir því að samþykkt þessi verði endurskoðuð eigi síðar en í ágúst nk.“ Með þessu er m.a. átt við að strax verði hafist handa laugar- daginn 22. mars nk. og verslanir hafðar opnar til kl. 14.00. Einnig em allir aðilar hvattir til þess að augiýsa opnun sína vel í útvarpi og/eða blöðum. Þess skal getið að lokum að tillagan var sam- þykkt með þeim fyrirvara að já- kvæðar undirtektir fengjust frá þeim eigendum verslana sem ekki sátu fundinn annars vegar, og starfsfólki verslana hins vegar. Eftirtaldir aðilar stóðu að samþykkt þessari: Guðlaugur Bergmann (Kama- bær), Skúli Jóhannesson (Tékk- Kristall), Jón Hjaltason (Óðal), Einar Egilsson (Grófín), Jafet Ól- afsson (SÍS-Torgið), Sigurður Garðarsson (fulltrúi Víðis), Heim- ir Bergmann (fulltrúi Herrahúss- ins), Gunnar Guðjónsson (Gler- augnamiðstöðin), Erla Hallgríms- dóttir (fulltrúi Máls og menning- ar), Gísli Sigurðsson (Verslunin Viktoría), Sigurður Steinþórsson (Gull og Silfur), Pétur Arason (Faco), Valdimar Hermannsson (fulltrúi Hagkaups), Garðar Kjartansson (Sportval og Bikar- inn), Ásgeir Ásgeirsson (Kúníg- und), Hilmar Friðriksson (Leik- fangahúsið), Þórir Sigurbjömsson (Verslunin Vísir). Virðingarfyllst, Gamli miðbærinn, Sigurður K. Kolbeinsson, framkvæmdastjóri. Háskóli íslands fær bóka- gjöf frá British Council SENDIHERRA Breta á íslandi, Richard Thomas, afhenti Há- skóla íslands bókagjöf frá Brith- ish Council á þriðjudaginn. Sig- mundur Guðbjarnason háskóla- rektor tók við gjöfínni sem verð- ur til afnota fyrir stúdenta í enskudeild Háskólans. Viðstödd afhendinguna voru ensku rit- höfundahjónin Margaret Drabble og Michael Holroyd. Bækumar sem um er að ræða eru ný og endurskoðuð útgáfa af British Writers í átta bindum, gefin út af British Council og Scribners í New York. Auk þess fékk Háskól- inn bókmenntahandbókina Oxford Companion to English Literature sem Margaret Drabble ritstýrði; Lytton Strachey, Vol I The Forma- tive Years; Lytton Strachey, Vol II The Years of Achievement; Lytton Strachey, endurskoðuð útgáfa í einu bindi og Augustus John, A Biography, allar eftir Michael Holroyd og eftirfarandi bækur eftir Margaret Drabble: Amold Bennet, A Biography, og skáldsögumar A Summer Birdcage, The Garrick Year, The Millstone, Jerusalem the Golden, The Waterfall, The Needle’s Eye, The Realms og Gold, The Ice Age og The Middle Ground. Margaret Drabble og Michael Holroyd komu hingað til iands fyrir Morgunblaðið/Ami Sæberg Richard Thomas, sendiherra Breta, á íslandi afliendir Sigmundi Guðbjamasyni háskólarektor bókagjöf- ina fyrir hönd British Council. Viðstödd voru rithöfundamir Margaret Drabble og Michael Holroyd. tilstuðlan British Council og halda tvo fyrirlestra. Fyrri fyrirlesturinn var í Odda á miðvikudaginn en sá seinni verður haldinn í Lögbergi, húsi lagadeildar, kL 14.00 iaugar- daginn 22. mars. Margaret Drabble er þekkt skáldkona og var ijallað um hana í norrænum sjónvarpsþætti um nú- tímaskáldkonur sem sýndur var í íslénska sjónvarpinu síðastliðið haust. Michael Holroyd er forseti Englandsdeildar PEN, alþjóðasam- taka rithöfunda. Hann er þekktur fyrir að rita ævisögur breskra lista- manna. Nú vinnur hann að um- fangsmikilli ævisögu George Bem- ard Shaw. VJterkurog k J hagkvæmur auglýsingamiðill! ••Iltogttttftlaftifr

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.