Morgunblaðið - 20.03.1986, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 20.03.1986, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ1986 Stattu þig Sverrir , eftir Þorstein Haraldsson Miklar umræður hafa spunnist nú síðustu mánuði vegna málefna Lánasjóðs íslenskra námsmanna og hefur á stundum verið deilt harð- lega á núverandi menntamáiaráð- herra, Sverri Hermannsson, af hálfu forustu samtaka námsmanna. Ýmislegt hefur komið fram í skrifum og umræðum um þetta mál en það sem undrun mína vakti var hversu gífurlegir fjármunir streyma þama í gegn og hversu lítið aðhald stjómvöld hafa sýnt til að reyna að stjóma þessu peningaflæði sem fer í gegn lánasjóðinn. Þegar námslánakerfíð var sett á laggimar var það með því markmiði að allir skyldu hafa sömu möguleika á því að afla sér framhaldsmenntun- ar burtséð frá efnahag. Ég held að allir séu sammála þessu, en nú virðist málum svo komið að það sé jafnvel undantekning ef námsmað- ur í lánshæfu námi tekur ekki námsián. Enda ekki að furða þegar á það er litið að með núverandi reglum eru þessi lán þau lang- hagstæðustu sem í boði eru og má í mörgum tilvikum tala um beina styrki fremur en lán þar sem lánin fymast á 40 árum. Nú eru lánin „Því leggnr maður eyr- un við er fram á sjónar- sviðið kemur ráðherra er hafnar þeirri leið alfarið en leggur emb- ætti sitt nánast að veði með þvi að taka þá hugdjörfu ákvörðun að stokka spilin upp, taka reglur um lánsjóðinn til endurskoðunar, því nóg sé komið.“ bundin lánskjaravísitölu en vaxta- laus. Ekki er byijað að greiða af láninu fyrr en 3 árum eftir að námi lýkur og miðast árleg greiðsla af tvennu: Fastri fjárhæð sem fylgir lánskjaravisitölu og viðbótar- greiðslu sem tekur mið af tekjum. Miðað er við að endurgreiðslum af láninu ljúki ekki síðar en 40 árum eftir að þær hófust. Má í þessu sambandi benda á að ekki er óalgengt að námslánend- ur greiði aðeins 30—40% af láninu en hitt fymist. Skildi svo einhvem undra þótt sótt sé stíft f lánin? Enda hefur lánþegum fjölgað mun meira en ráð var fyrir gert er núverandi lög um námslán og námsstyrki frá árinu 1982 gerðu ráð fyrir og lánin hafa hækkað miklu meira en reiknað var með. Útgjöld ríkissjóðs vegna þessa hafa margfaldast og nemur áætluð fjár- þörf fyrir árið 1986 á bilinu 1800—2000 milljónum króna. Hverjir borga? Til að ríkissjóður geti staðið við sínar skuldbindingar, miðað við núverandi fyrirkomulag, þarf ann- aðhvort að taka erlent lán eða að hækka skatta þegna þessa lands til að standa straum af þessu. Hækkun á sköttum okkar skattborgaranna hefur reynst vinsælt meðal stjóm- málamanna ef ríkissjóður hefur staðið illa. Því leggur maður eyrun við er fram á sjónarsviðið kemur ráðherra er hafnar þeirri leið alfarið en legg- ur embætti sitt nánast að veði með því að taka þá hugdjörfu ákvörðun að stokka spilin upp, taka reglur um lánasjóðinn til endurskoðunar, því nóg sé að komið. Sverrir Her- mannsson menntamálaráðherra mátti vita það, að hann yrði út- hrópaður af talsmönnum náms- S^^ar SERVERSLUN FYRIR FJALLA- OG FERÐAMENN. Rckin áf it Skata Reykjavík UT 58 SIMI I2045 FEMUND Hollofil fylling +25°C - -í-8°C Þyngd: 1.800 gr. Verð: 4.340.- IGLOO Hollofil fylling +25°C - -15°C Þyngd: 1.900 gr. Verð: 5.160,- ATLANTIS Quallofil fylling +25°C - -5°C Þyngd: 1.350 gr. Verð: 5.920,- LYNX 3 65 lítrar Verð: 3.280. JAGUAR 65 65 lítrar Verð: 5.260. PANTHER3 65 lítrar Verð: 3 Þorsteinn Haraldsson manna ef hann dirfðist að ætla að breyta einhveiju í sambandi við lánasjóðinn. Hann átti bara eins og aðrir fyrrverandi ráðherrar menntamála að seilast í pyngju okkar skatt- borgaranna til að svara kalli náms- manna um meiri peninga. Það er furðulegt og raunar víta- vert ábyrðarleysi gagnvart skatt- borgurunum að fyrri ríkisstjómir hafí ekki tekið á þessu máli fyrr, en væntanlega hefur þær skort það pólitíska hugrekki sem einkennt hefur störf Sverris Hermannssonar í ráðherratíð sinni. Hvaðertilráða? Með þessi námslán á að mínu mati að gilda það sama og um önnur lán að þau séu greidd til baka að fullu. Ungt fólk, sem er að koma sér upp þaki yfír höfuðið, þarf að greiða 3—5% raunvexti af sínum lánum og hver ætlar að halda þvf fram að húsnæðismál ungs fólks skipti minna máli þjóðhagslega séð heldur en málefni námsmanna. Hvers vegna eigum við skatt- borgarar að samþykkja lán til námsmanna sem eru með þeim hætti að aðeins hluti þeirra skilar sér til baka? Ættu ungir húsbyggjendur og íbúðarkaupendur ekki að kreQast þess sama og námsmenn. Hvemig væri staðan í húsnæðismálum ef lífeyrissjóðimir og húsnæðismála- stofnun lánuðu með sama hætti og Lánasjóður íslenskra námsmanna gerir nú? Hvar stæðum við þá? Mín skoðun er sú að námslán eigi að bera ca. 2% raunvexti og að þau séu greidd upp að fullu. Þeir sem skari fram úr í námi eigi möguleika á styrkjum. Hertar verði kröfur lánsjóðsins um námsárangur og peningaflæðinu verði stýrt á þann hátt að lánin veitist þeim sem virkilega þurfa á þeim að halda. Endurskipulögð verði starfsemi skrifstofu sjóðsins og kostnaði við rekstur hennar haldið í algjöru lág- marki án þess þó að það bitni á afgreiðslu lána. Það er nauðsynlegt að þessi lán séu færð að nokkru til samræmis við almenn lánskjör í landinu sem ætti að hamla gegn óeðlilegri eftir- spum eftir lánum úr sjóðnum. Við íslendingar væram betur staddir í dag ef við hefðum átt fleiri ráðherra eins og Sverri Her- mannsson sem taka á hlutunum þó að um óvinsælar ákvarðanir sé að ræða gagnvart hagsmunaaðilum. Því segi ég: Stattu þig, Sverrir. Höfundur starfar sem tollvörður á Kefla víkurflugveUi og er fyrr- verandi ritstjóri Iðnnemasam- bands íslands. Samtök kvenna á vinnumarkaði lýsa óánægju sinni með kjarasamningana: Avísun á áfram- haldandi vinnu- þrælkun kvenna Morgunblaðinu hefur borist eft- irfarandi ályktun frá Samtökum kvenna á vinnumarkaði: „Samtök kvenna á vinnumarkaði lýsa óánægju sinni með nýgerða kjarasamninga. Ástæðumar era fyrst og fremst eftirfarandi: 1. Frá júní 1983 hafa laun verkafólks verið skert um 30% þessir samningar viðhalda þeirri skerðingu. Kaupmáttur hefur rým- að um 5% frá áramótum. 5% launa- hækkun nú er eingöngu til að mæta því. Launahækkanir síðar á árinu eiga greinilega að mæta hluta af hækkun vöraverðs. 2. Engin lágmarkslaun era til- greind í samningunum. Lægstu taxtar verða enn undir 20 þúsund krónum í árslok. Laun flestra kvenna munu hækka um 800-1500 kr. við samþykkt samninga. Segir það lítið í verðhækkanir síðustu mánaða. 3. Fátækrastyrkurinn, sem mest getur orðið nálægt 600 kr. á mán- uði, hlotnast einungis þeim lægst launuðu sem ekki hafa tækifæri til að slíta sér út í bónus, vaktavinnu og yfírvinnu. Fátækrastyrkurinn miðast við heildartekjur. 4. Engin verðtrygging felst í samningunum. Hvað sem öllum forsendum líður hrynur verðbólgan ekki á einum degi úr 35% í 7%. Dag hvem munu launin okkar skerðast áfram án bóta. í samning- unum felst að þótt vöraverð hækki frá 1. jan.-l. nóv. um 6,1%, þá verður það aldrei bætt eða rætt. Vöraverð hækkar meira og þær verðhækkanir verða ræddar af svokallaðri launanefrid, sem mun ekki tryggja okkur dýrtíðarbætur. 5. Samkvæmt samningunum fær fískvinnslufólk loks möguleika til fastráðningar og 4ra vikna upp- sagnarfrests. Þessi mannréttindi ná þó ekki til farandverkafólks og atvinnurekendur seilast í atvinnu- leysistryggingasjóð til að standa straum af kostnaðinum. 6. Boðuð er ný leið — verðlækk- unarleið, sem felst í því að greiða niður vísitölu framfærslukostnaðar. Þess vegna lækka td. tollar á bílum þar sem rekstur einkabfls mælir 15% í grandvelli framfærsluvísi- tölunnar. Lækkun búvöraverðs felst í því að sumar búvörar hækka ekki 1. mars, enda mælist búvara aðeins 9,4% af framfærslukostnaði. Lág- launafólk eyðir mun stærri hluta af tekjum í matvæli, og gömlu bfl- amir hrynja í verði. Lækkun skatta felst í því að samræma krónutöluna lægri laun- um en áætluð höfðu verið fyrir þetta ár. Tekjuskattur og útsvar verða sama hlutfall af tekjum ársins og áætlað var. Verðlækkun á ýmsum þjónustu- liðum hins opinbera er lækkun á þegar orðnum hækkunum, sem við höfum þegar greitt fyrir janúar og febrúar. 7. Það er hart að verkalýðs- hreyfíngin gangist inná það að afhenda stóran hluta af lífeyrissjóð- um sínum til að íhaldið geti staðið við kosningaloforðin sín varðandi húsnæðismál, en lofað var að lán skyldu nema 80% af íbúðarverði. Þegar búið er að fara yfír samn- ingana kemur í ljós að það er launa- fólk sem borgar brúsann. Þeir sem græða era sem fyrr atvinnurekend- ur og ekki síst verslunareigendur og heildsalar."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.