Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ1986 EINKAUMBOÐ FYRIR DEXION Á ÍSLANDI DEXION Fyrir vörugeymslur, verslanir, iðnfyrirtæki og helmlli HILLUR, SKÁPAfl, SKÚFFUR, REKKAR, BAKKAR, BORÐ LANDSSMIÐJAN HF. SÍMI 91-20680 Borgarnes: Byggingarfélagið Borg hf. Borgarnesi, 17. mars. BY GGING ARFÉLAGIÐ Borg hf., sem er verktakafyrirtæki í byggingariðnaði í Borgarnesi, átti 10 ára afmæli nýverið og í tilefni þess buðu eigendur fyrirtækisins fólki að koma í fyrirtækið, skoða sig um og þiggja veitingar. Alls komu í heimsókn til þeirra um 150 manns. Að sögn Rúnars Viktorssonar, sem er einn af eigendunum, flutti Byggingarfélagið Borg hf. í nýtt 350 fermetra verksmiðjuhúsnæði sl. sumar. Sagði Rúnar að á verk- stæðinu hefðu þeir sérhæft sig í smíði glugga, hurða og opnan- legra faga. Þeir væru t.d. nýbúnir að afhenda glugga, hurðir og fög, sem þeir smíðuðu í nýja hótelið sem er verið að byggja í Hvera- 10ára gerði. En þá smíði hefðu þeir fengið vegna þess hve þeir hefðu getað boðið stuttan afgreiðslu- frest. Einnig hefðu þeir nýlega lokið við smíði á „frönskum" gluggum í mjög sérstætt einbýlis- hús í Reykjavík, væru gluggamir með upp undir 100 rúðum hver og samtals væru í gluggunum öllum 850 rúður. Þá sagði Rúnar að byggingarfélagið væri einnig í almennri trésmíðavinnu s.s. ný- byggingum og húsaviðgerðum. Hjá fyrirtækinu væru starfandi 14 manns í dag, en um 20 manns störfuðu hjá þeim yfir sumartím- ann. Sagði Rúnar að það væri nóg að gera, en auðvitað þyrfti að bera sig eftir hlutunum, þeir hefðu t.d. nýlega gert tilboð í 3 timbur- einingahús í Bifröst í Norðurárdal. —TKÞ * ___.•■■III llWWHtj. Morgunbladið/Theodór Eigendur Byggingarfélagsins Borgar hf., standa framan við „franskan" glugga. Þeir eru talið frá vinstri: Þorsteinn Benja- mínsson, Rúnar Viktorsson, Ólafur Waage og Eiríkur Ingólfsson. Kemur mikil launavinna mennta- skólanema niður á námi þeirra? „Höfum þungar áhyggjur“ segja yfirvöld tveggja menntaskóla Skólastjómir tveggja mennta- skóla á Reykjavíkursvæðinu, Menntaskólans við Sund og Menntaskólans í Kópavogi, hafa af því áhyggjur hversu margir nemendur við umrædda skóla stundi launavinnu með námi. Telja skólayfirvöld að vinnan komi niður á náminu. Könnun, sem gerð var í Mennta- skólanum við Sund, leiðir í ljós, að mikill hluti nemenda stundar all- mikla vinnu með námi. Jafnframt kemur fram, að hlutfallslega mjög fáir nýta sér aðstöðu í skólanum til náms utan kennslustunda. í fyrsta bekk stunda um 38% nemenda einhveija launavinnu með náminu og hækkar hlutfallið stig af stigi eftir því sem ofar dregur í bekkjakerfinu og nær hámarki í fjórða bekk; þar stunda um 70% nemenda launavinnu með náminu, þar af 11% 21—40 klukkustundir á viku. Lætur nærri, að um 60% nemenda í MS hafí verið við launa- vinnu á haustönn 1985. Sambærileg könnun var gerð í Menntaskólanum í Kópavogi og hníga niðurstöður hennar mjög í sama farveg. „Okkur fínnst ískyggilegt hve margir nemendur stunda launa- vinnu og einnig hversu mikið sumir vinna," sagði Sigurður Ragnarsson rektor MS. „Það fer ekki hjá því, að þetta kemur niður á skólanáminu með einum eða öðrum hætti." Sigurður vitnaði t orð formanns nemendafélagsins um það, hvers vegna nemendur ynnu svo mikið: „Hann taldi, að sumir fengju ein- faldlega ekki nóg fé hjá foreldrum, en meginástæðan væri þó líklega sú, að nemendur gerðu svo miklar kröfur um fjárráð og lífsmáta; vildu t.d. hafa nóg fé til skemmtana og fatakaupa. Þá hefur líka aukist, að nemendur séu á bflum. Tíðarandinn býður sem sé upp á það, að þeir hafí öll spjót úti til þess að afla sér tekna, hvort sem brýna nauðsyn ber til eða ekki,“ sagði Sigurður. Hann bætti því við, að mikið væri um, að nemendumir ynnu á kvöldin og um helgar, jafnvel á vínbömm þar sem þeir væm of ungir til að mega versla sjálfír. „Okkur finnst, að þetta sé gengið úr öllu hófí. Nemendur bera því jafnvel við sem fullgildri afsökun fyrir því að vinna ekki verkefni eð fá skilafrest, að þeir megi ekki vera að því vegna vinnunnar," sagði Sigurður Ragnarsson. „Við höfum af þessu þungar áhyggjur og þetta hlýtur að koma niður á náminu," sagði Gísli Ó. Pétursson aðstoðarskólameistari í MK. „Það hlýtur að koma að því hjá ýmsum, að þeir verða að gera upp við sig hvort þeir eigi að slá af lífsgæðakröfunum eða hætta námi. Maður veltir því fyrir sér hver séu tengslin á milli auglýsinga- flóðsins og mikillar fjárþarfar ungl- inganna," sagði Gísli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.