Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1986 33 Rithöfundur inn Malamud látinn New York, 19. mars. AP. RITHÖFUNDURINN og Pulitz- er-verðlaunahafinn Bernard Malamud lést í dag sjötíu og eins árs að aldri. Malamud skrifaði um dulhyggju, gyðingdóm og göfgi lítilláta mannsins og meðal bóka hans eru „The Fixer“ og „The Natural". Malamud fékk Pulitzer-verðlaun- in 1967 fyrir bókina „The Fixer", sem fjallar um hugrakkan liðlétting er verður fyrir því að vera borinn Fiat-verk- smiðjurnar: röngum sökum af keisarastjóminni. Bókin gerist í Rússlandi á 19. öld og var gerð bíómynd eftir henni með Alan Bates í aðalhlutverki. Bók Malamuds frá árinu 1952, „The Natural", var kvikmynduð fyrir nokkrum árum og lék Robert Redford aðalhlutverkið, homabolta- leikara, sem kominn er til ára sinna, en heldur velli fyrir tilstilli galdra. Malamud var forseti PEN, al- þjóðlegra samtaka ljóðskálda, leik- ritaskálda og rithöfunda, í Banda- ríkjunum árið 1979. Hann fæddist íBrooklyn 1914. Bernard Malamud Singapore: Enn f innast lík — einni konu var bjargað Singapore, 19. mars. AP. BJÖRGUNARMENN fundu í dag lík tveggja fómarlamba tíl viðbótar í rústum hótelsins „New World“, sem hrundi í Singapore á laugardag. Hafa nú lík þrettán manns verið grafin úr rústunum. Líkin, sem fundust í dag, eru af indverskum manni og konu. Sautján manns hefur verið bjarg- að úr rústunum frá því að hótelið hrundi. Einni konu var bjargað seint á þriðjudagskvöld. Þurfti að taka í sundur lík til þess að komast að henni. Talið er ólíklegt að nokkur leynist enn á lífi í rústunum, en fjörutíu og fimm manns, sem skýrslu greina frá að verið hafi á hótelinu, er enn saknað. Þar af eru þrettán útlendingar. Verkamenn endurráðnir Tórínó, ttaliu, 19. mars. AP. FIAT-verksmiðjumar ítölsku hafa samið um það við verkalýðs- félögin, að endurráðnir verði 5.500 verkamenn, sem sagt hefur verið upp á síðustu árum. Talsmaður Fiat sagði, að í júli nk. yrðu 700 manns endurráðnir en hinir fyrir árslok 1987 að lokinni þjálfun. Um áramótin síðustu unnu 99.772 menn hjá Fiat-verksmiðjun- um. Sala Fiat-bifreiða jókst á síðasta ári og hagnaður fyrirtækisins að sama skapi. Á fyrstu tveimur mán- uðum þessa árs seldust 249.320 bifreiðar, 22 þúsundum fleiri en á sama tíma í fyrra. Uppsagnimar á síðustu árum hafa aðallega stafað af endurskipulagningú og aukinni sjálfvirkni. / Bandarísk- um peninga- seðlum verð- ur breytt Wasbington, 19. mars. AP. Biindaríkjastjóm tilkynnti i gær, þriðjudag, að gerð banda- riskra peningaseðla yrði nokkuð breytt til að gera peningafölsur- um erfiðara fyrir. Nýjustu ljósritunarvélar eru svo fullkomnar, að í þeim má gera seðla, sem virðast réttir í flestra augum. Til að ráða bót á þessum vanda var skipuð nefnd, sem nú hefur starfað í nokkur ár, og hefur hún gert tillögur sínar til fjármála- ráðuneytisins. Lagði hún m.a. til, að litnum á seðlunum yrði breytt, græna litnum kastað fyrir róða, en á það vildi enginn hlusta. Niðurstað- an varð loksins sú að breyta seðlun- um svo lítið, að það sést ekki nema við gaumgæfílega skoðun. Breytingin er fólgin í því, að polyester-þráður er ofinn inn í pappírinn, liggur lárétt við vinstri jaðarinn, og má sja hann þegar seðillinn er borinn upp að ljósi. Þennan þráð geta hins vegar ljósrit- unarvélamar ekki endurgert. Auk þess verða orðin „United States of America" í kringum mannamynd- imar prentaðar með svo smáu letri að ljósritunarvélar ná þeim ekki. Framleiðsla nýju seðlanna hefst eftir ár og verða þeir komnir í umferð eftir 15—18 mánuði. GJAFIRNAR SEM FERMINGARBÖRNIN VIUA FÁ Philips rafmagnsrakvélar eni viðurkennd og virt gæðavara. Slgild fermingargjöf. Verð nú aðeins frá kr. 2.890.- tiþ Heimílistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 S: 20455 - SÆTÚNI 8 S: 27500 Philips hárblásarinn er fallegur, meðfærilegur, hljóðlátur, léttur, tryggður gegn ofhitun og með þrem blástursstillingum. Verð nú aðeins kr. 2.850,- ***** v r Philips morgunhaninn er út- varpsklukka sem vekur þig á morgnana með stillanlegri hring- ingu eða Ijúfri tónlist. Þú velur rásina. - FM og miðbylgju. Verð nú aðeins kr. 3.630.- Philips vasadiskótækið er bæði kraftmikið og hljómfagurt. Vönduð kassettuupptaka, þægileg heyrn- artæki og öruggar festingar. Verð nú aðeins kr. 3.250.- CW"'' Lítið en ótrúlega kraftmikið út- varps- og kassettutæki frá Phll- ips með stuttubylgju, miðbylgju, FM bylgju og innbyggðum hljóð- nema. Verð nú aðeins kr. 3.990.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.