Morgunblaðið - 20.03.1986, Page 33

Morgunblaðið - 20.03.1986, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1986 33 Rithöfundur inn Malamud látinn New York, 19. mars. AP. RITHÖFUNDURINN og Pulitz- er-verðlaunahafinn Bernard Malamud lést í dag sjötíu og eins árs að aldri. Malamud skrifaði um dulhyggju, gyðingdóm og göfgi lítilláta mannsins og meðal bóka hans eru „The Fixer“ og „The Natural". Malamud fékk Pulitzer-verðlaun- in 1967 fyrir bókina „The Fixer", sem fjallar um hugrakkan liðlétting er verður fyrir því að vera borinn Fiat-verk- smiðjurnar: röngum sökum af keisarastjóminni. Bókin gerist í Rússlandi á 19. öld og var gerð bíómynd eftir henni með Alan Bates í aðalhlutverki. Bók Malamuds frá árinu 1952, „The Natural", var kvikmynduð fyrir nokkrum árum og lék Robert Redford aðalhlutverkið, homabolta- leikara, sem kominn er til ára sinna, en heldur velli fyrir tilstilli galdra. Malamud var forseti PEN, al- þjóðlegra samtaka ljóðskálda, leik- ritaskálda og rithöfunda, í Banda- ríkjunum árið 1979. Hann fæddist íBrooklyn 1914. Bernard Malamud Singapore: Enn f innast lík — einni konu var bjargað Singapore, 19. mars. AP. BJÖRGUNARMENN fundu í dag lík tveggja fómarlamba tíl viðbótar í rústum hótelsins „New World“, sem hrundi í Singapore á laugardag. Hafa nú lík þrettán manns verið grafin úr rústunum. Líkin, sem fundust í dag, eru af indverskum manni og konu. Sautján manns hefur verið bjarg- að úr rústunum frá því að hótelið hrundi. Einni konu var bjargað seint á þriðjudagskvöld. Þurfti að taka í sundur lík til þess að komast að henni. Talið er ólíklegt að nokkur leynist enn á lífi í rústunum, en fjörutíu og fimm manns, sem skýrslu greina frá að verið hafi á hótelinu, er enn saknað. Þar af eru þrettán útlendingar. Verkamenn endurráðnir Tórínó, ttaliu, 19. mars. AP. FIAT-verksmiðjumar ítölsku hafa samið um það við verkalýðs- félögin, að endurráðnir verði 5.500 verkamenn, sem sagt hefur verið upp á síðustu árum. Talsmaður Fiat sagði, að í júli nk. yrðu 700 manns endurráðnir en hinir fyrir árslok 1987 að lokinni þjálfun. Um áramótin síðustu unnu 99.772 menn hjá Fiat-verksmiðjun- um. Sala Fiat-bifreiða jókst á síðasta ári og hagnaður fyrirtækisins að sama skapi. Á fyrstu tveimur mán- uðum þessa árs seldust 249.320 bifreiðar, 22 þúsundum fleiri en á sama tíma í fyrra. Uppsagnimar á síðustu árum hafa aðallega stafað af endurskipulagningú og aukinni sjálfvirkni. / Bandarísk- um peninga- seðlum verð- ur breytt Wasbington, 19. mars. AP. Biindaríkjastjóm tilkynnti i gær, þriðjudag, að gerð banda- riskra peningaseðla yrði nokkuð breytt til að gera peningafölsur- um erfiðara fyrir. Nýjustu ljósritunarvélar eru svo fullkomnar, að í þeim má gera seðla, sem virðast réttir í flestra augum. Til að ráða bót á þessum vanda var skipuð nefnd, sem nú hefur starfað í nokkur ár, og hefur hún gert tillögur sínar til fjármála- ráðuneytisins. Lagði hún m.a. til, að litnum á seðlunum yrði breytt, græna litnum kastað fyrir róða, en á það vildi enginn hlusta. Niðurstað- an varð loksins sú að breyta seðlun- um svo lítið, að það sést ekki nema við gaumgæfílega skoðun. Breytingin er fólgin í því, að polyester-þráður er ofinn inn í pappírinn, liggur lárétt við vinstri jaðarinn, og má sja hann þegar seðillinn er borinn upp að ljósi. Þennan þráð geta hins vegar ljósrit- unarvélamar ekki endurgert. Auk þess verða orðin „United States of America" í kringum mannamynd- imar prentaðar með svo smáu letri að ljósritunarvélar ná þeim ekki. Framleiðsla nýju seðlanna hefst eftir ár og verða þeir komnir í umferð eftir 15—18 mánuði. GJAFIRNAR SEM FERMINGARBÖRNIN VIUA FÁ Philips rafmagnsrakvélar eni viðurkennd og virt gæðavara. Slgild fermingargjöf. Verð nú aðeins frá kr. 2.890.- tiþ Heimílistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 S: 20455 - SÆTÚNI 8 S: 27500 Philips hárblásarinn er fallegur, meðfærilegur, hljóðlátur, léttur, tryggður gegn ofhitun og með þrem blástursstillingum. Verð nú aðeins kr. 2.850,- ***** v r Philips morgunhaninn er út- varpsklukka sem vekur þig á morgnana með stillanlegri hring- ingu eða Ijúfri tónlist. Þú velur rásina. - FM og miðbylgju. Verð nú aðeins kr. 3.630.- Philips vasadiskótækið er bæði kraftmikið og hljómfagurt. Vönduð kassettuupptaka, þægileg heyrn- artæki og öruggar festingar. Verð nú aðeins kr. 3.250.- CW"'' Lítið en ótrúlega kraftmikið út- varps- og kassettutæki frá Phll- ips með stuttubylgju, miðbylgju, FM bylgju og innbyggðum hljóð- nema. Verð nú aðeins kr. 3.990.-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.