Morgunblaðið - 20.03.1986, Page 2

Morgunblaðið - 20.03.1986, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ1986 Morgunblaðið/Emilía Sigfús K. Erlingsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs, og Signrður Helgason, forstjóri, koma til fundar við Matthias Bjarnason, sam- gönguráðherra, í gærdag. Samkomulag um fargjöld Flugleiða: Engin hækkun á fargjöldum sem seld eru innanlands SAMKOMULAG tókst í gær á milli samgönguráðherra og Flug- leiða um að engar hækkanir yrðu á þeim fargjöldum Flugleiða, sem seld eru hér innanlands. Hins vegar féllst samgönguráð- herra á lítilsháttar hækkun á svokölluðum PEX-fargjöldum til Lúxemborgar, sem koma í stað- inn fyrir APEX-fargjöld. Þá var Flugleiðum heimilað að hækka Sex ára stúlka fyrir bíl: Flutt meðvit- undarlaus á slysadeild SEX ára gömul stúlka slasaðist alvarlega er hún varð fyrir bif- reið á Nesvegi laust fyrir klukk- an 16.00 í gærdag. Stúlkan var að koma út úr skóla- bíl er hún varð fyrir fólksbifreið sem ekið var austur Nesveg. Hlaut stúlkan alvarlega höfuðáverka og var flutt meðvitundarlaus á slysa- deild þar sem þegar var gerð á henni aðgerð. Stúlkan var ekki komin til meðvitundar er Morgun- blaðið fregnaði síðast í gærkvöldi. fargjöld sín, sem keypt eru er- lendis, sem nemur 3% að meðal- tali í samræmi við fargjalda- hækkun á alþjóðamarkaði. Ákvörðun um þetta var tekin í framhaldi af fundi Matthíasar Bjarnasonar, samgönguráð- herra, og Sigurðar Helgasonar, forstjóra Flugleiða, og Sigfúsar K. Erlingssonar, framkvæmda- stjóra markaðssviðs, síðdegis í gær. Matthías Bjarnason sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær, að fullt samkomulag hefði orðið um þessa lausn. „Við ræddum þessi mál á fundi okkar og þeir komu með sínar skýringar," sagði samgönguráð- herra. „í framhaldi af því var tekin ákvörðun um að engar hækkanir yrðu á farmiðum, sem seldir eru hér heima að undanskildri lítils- háttar hækkun til Lúxemborgar. I staðinn fyrir APEX- fargjöld, sem áður voru, eru þessi PEX-fargjöld aðeins hærri, en þó eru skilmálar þeirra betri fyrir viðskiptamanninn þannig að menn geta keypt farseðil- inn daginn fyrir brottfor, í staðinn fyrir tveggja vikna fyrirvara sem áður var. Ennfremur var fallist á að Flugieiðir myndu hækka fargjöld sín, sem keypt eru erlendis, sem nemur um 3% að meðaltali," sagði Matthías Bjamason. Söngvakeppni sjónvarpsins: Pálmi, Helga og Eiríkur syngja í Bergen 3. maí SÖNGVARARNIR Pálmi Gunnarsson, Helga Möller og Eiríkur Hauksson hafa verið valdir til að syngja lagið „Gleðibankann" eftir Magnús Eiríksson í úrslitum söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Bergen 3. maí í vor. í fréttatilkynningu, sem Morgunblaðinu barst frá Hug- mynd hf. í gærkvöldi, segir m.a.: „Við val flytjenda var að sjálfsögðu tekið mið af frammi- stöðu þeirra söngvara, sem tóku þátt í flutningi laganna í sjónvarpi: Björgvins Halldórs- sonar, Eiríks Haukssonar, Emu Gunnarsdóttur og Pálma Gunn- arssonar. Auk þeirra var leitað til Eddu Heiðrúnar Backman, Egils Ólafssonar, Eyjólfs Kristjánssonar, Helgu Möller, Ragnhildar Gísladóttur, Ric- hards Scobie, Sigríðar Bein- teinsdóttur og Sigurðar Dag- bjartssonar. Þá var tekið tillit til ábendinga um Dúkkulísum- ar, Megas, Lísu Pálsdóttur, Söngvararnir þrír, sem keppa fyrir hönd íslenska sjónvarpsins i Bergen, ásamt höfundi Gleðibankans. Frá vinstri: Eiríkur Hauks- son, Magnús Eiríksson, Pálmi Gunnarsson og Helga Möller. Jóhann Helgason, söngflokkinn Hingað til, Sif Ragnhildardótt- ur, Bergþóm Ámadóttur, Stuð- menn og Rikshaw. Af þessum gaf Richard Scobie ekki kost á sér en þakkaði að til hans væri leitað. Ragnhildur Gísladóttir og Egill Ólafsson sáu sér ekki fært að taka þátt í flutningi lagsins þar sem Stuðmanna- hópurinn vinnur að stóm verk- efni á sama tíma og hér um ræðir.“ Verðlagsstofnun: Kynnt sérstakt átak í að- haldi í verðlagsmálum Orar verðkannanir og kvörtunarsími VERÐLAGSSTOFNUN kynnti í gær sérstakt átak í verðlagsmál- um í kjölfar nýgerðra kjara- samninga. Georg Ólafsson verðlagsstjóri sagði í gær að aðgerðir stofnunar- innar beindust í upphafi einkum að því að fylgjast sérstaklega vel með þróun verðs og álagningar og halda uppi öflugri uppiýsingamiðlun til nejrtenda og örva þá þannig til að Tillaga heilbrigðisráðherra í ríkisstjóm: Ráðuneytin sameinist um 15 ára heilbrigðisáætlun fylgjast með verðlagi. Þá yrðu verkalýðs- og neytendafélög um allt land virkjuð til að fylgjast með verðlagi með ýmsu móti. Vonaðist Georg til að þetta aðhald dygði, en sagði að ef það kæmi í ljós að eigendur fyrirtækja nýttu ekki þá möguleika sem skapast hafa í kjöl- far samninganna til að stilla verð- lagningfu í hóf gæti komið til þess að verðlagsyfirvöld yrðu að grípa inn í verðlagninguna með beinum afskiptum. Settur hefur verið upp sérstakur kvörtunarsími í Verðlags- stofnun (91-25522). Átak Verðlagsstofnunar felst meðal annars í því að á næstunni verða gerðar örar verðkannanir og var sú fyrsta birt í gær. Það er könnun á verði á algengustu mat- og hreinlætisvörum heimilis í einn mánuð, svokölluð „innkaupakarfa". Þar kemur í ljós að fólk getur sparað sér umtalsverðar fjárhæðir með nákvæmu vali á þessum vörum, ekki síst innan verslananna. Sjá einnig verðkönnun á „inn- kaupakörfu“ ásamt fréttatil- kynningu frá Verðlagsstofnun og verðkönnunareyðublað ASÍ á blaðsíðu 38. Á fjórða þúsund bókatitla á kjarapöllum BÓKAMARKAÐUR Féiags ís- lenskra bókaútgefenda hefst í kjall- ara Vörumarkaðarins við Eiðistorg í dag kl. 14. Á fjórða þúsund bóka- titla er til sölu á bókamarkaðinum að þessu sinni og er verð á einstök- um bókum frá 25 krónum og uppúr. Þá eru á bókamarkaðinum bó- kapakkar á tilboðsverði. Fiskinnflutningur Kanada- manna til Bandaríkjanna: Bráðabirgða- tollur lækkar RAGNHILDUR Helgadóttir heil- brigðisráðherra mun í dag legga fram þá tillögu á ríkisstjórnar- fundi, að ráðuneytin sameinist um að ýta úr vör vinnu að 15 ára heilbrigðisáætlun fyrir íslend- inga, sem byggi á þeim grunni sem mótaður er i átaksáætlun Landhelgisgæsiunni hefur borist tilkynning um að tvö tor- kennileg dufl hafi rekið á land á Brunnafjörum við Homafjörð. Ekki hefur enn reynst unnt að rannsaka duflin þar sem slæmt veður hefur verið á þessum slóð- um undanfarna daga. Annað dufiið fannst í fjörunni við bæinn Krók í Suðursveit og hitt við bæinn Leiti í sömu sveit. Duflin WHO, Aþjóða heilbrigðismála- stofnunarinnar. Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær stendur nú yfir á Hótel Sögu fyrsti al- þjóðlegi fundurinn um þá átaks- áætlun WHO að ná „Heilbrigði allra árið 2.000“. 33 Evrópuþjóð- ir taka þátt í þessu verkefni, þar sögn Sigurðar Amasonar, skipherra hjá Landhelgisgæslunni, eru upp- lýsingar um þau fremur ónákvæm- ar enn sem komið er og því ekki hægt að segja neitt um á þessu stigi hvers konar dufl hér er um að ræða. Eftir því sem best er vitað eru engar áletranir á duflum þess- um. Sigurður sagði að Landhelgis- gæslan myndi kanna duflin nánar við fyrsta tækifæri. á meðal íslendingar. Áætlunin er fólgin í þvi að hrinda i fram- kvæmd 38 skilgreindum mark- miðum í heilbrigðismálum. Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu sagði í samtali við Morgunblaðið að tillaga Ragnhildar væri lögð fram af tvenn- um ástæðum: í fyrsta lagi vegna þess að ríkisstjómin þyrfti að út- vega fé til verkefnisins. Og í öðru lagi fyrir það að verkefnið næði inn á svið fjölmargra annarra ráðu- neyta en heilbrigðisráðuneytisins. Páll sagði, að til dæmis hefði menntamálaráðuneytið miklu hlut- verki að gegna í sambandi við menntun og fræðslu, fjármálaráðu- neytið gæti með ýmsum aðgerðum í skatta- og tollamálum stuðlað að betri neysluvenjum með verðstýr- ingu og landbúnaðarráðuneytið gæti ennfremur beint framleiðslu landbúnaðarafurða á hoilari braut. Einnig gæti iðnaðarráðuneytið ■stuðlað að því að óæskileg aukaefni séu ekki notuð í framleiðslu mat- væla. ENDANLEG niðurstaða um tolla í Bandaríkjunum á innflutning fersks fisks frá Kanada hefur enn ekki verið tekin. Hins vegar hefur bráðabirgðatollur verið lækkaður úr 6,85% í 6,82%. Tollur á ferskan fisk frá Kanada var settur til bráðabirgða fyrir. nokkmm mánuðum meðan fram færi rannsókn á því, hvort innflutn- ingur þessi hefði skaðleg áhrif á fískiðnað í Bandaríkjunum. Sannist það, er heimild fyrir tollun í banda- rískum lögum, svo fremi sem inn- flutningurinn telst ríkisstyrktur. Viðskiptaráðuneytið í Bandaríkjun- um ákvað í gær, að lækka þennan toll og skuli hann um tíma renna til hlutlauss aðila til varðveizlu, þar til endanleg niðurstaða í málinu fæst. Málflutningur vegna þessa hefst um mánaðamót og búizt er við niðurstöðu í byijun maí. Teljist innflutningur Kanadamanna skaða fiskiðnað í Bandaríkjunum, verður endanleg ákvörðun tekin. Verði niðurstaðan á hinn veginn, verður tollurinn endurgreiddur. Tvö duf 1 rekin á land í Suðursveit eru mjög svipuð að gerð, en að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.