Morgunblaðið - 20.03.1986, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1986
53
Janúar1986:
Vöruskiptajöfnuður óhag-
stæður um 103 millj. kr.
Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar 1986
millj. kr.
Ágengii
jan. 1985
Ágengiíjan. 1986*)
VORUSKIPTAJOFNUÐURINN
var óhagfstæður íslendingum i
janúarmánuði sl. um 108 milljón-
ir króna, en var hagstæður um
280 milljónir króna í janúar í
fyrra. I janúar 1986 voru fluttar
út vörur fyrir 2.453 milljónir
króna, en inn fyrir 2.556 milljón-
ir króna, fob, samkvæmt upplýs-
ingum Hagstofu íslands.
Á föstu gengi var útflutnings-
verðmætið í janúar 11% minna en
á sama tíma í fyrra. Munar þar
mestu að töluvert minna var flutt
út af sjávarafurðum nú. Verðmæti
innflutningsins var 3%'meira en í
fyrra, en ef frá er talinn innflutn-
ingur til stóriðju og olíuinnflutning-
ur, reynist almennur vöruinnflutn-
ingur hafa orðið heldur minni en í
janúar á sl. ári.
Meðfylgjandi tafla sýnir verð-
mæti útflutnings og innflutnings í
janúar 1986 í samanburði við janúar
1985. Tölumar eru í milljónum
króna.
Samband kúabændafé-
laga á svæði MSB stofnað
UNDANFARNAR vikur hafa
verið mikil fundahöld hjá kúa-
bændum hér í Borgarfirði. Þegar
hafa verið stofnuð félög kúa-
bænda í Borgarfjarðarsýslu,
Mýrasýslu og á sunnanverðu
Snæfellsnesi, þ.e. á félagssvæði
Mjólkursamlags Borgfirðinga.
Miðvikudaginn 12. mars sl.
komu svo fulltrúar þessara fé-
laga saman í Borgarnesi og
stofnuðu samband kúabænda á
svæði MSB.
Allmiklar umræður urðu á
fundinum um málefni mjólkur-
framleiðenda, sölu afurða og
landbúnað almennt og voru
nokkrar ályktanir samþykktar í
því sambandi. í þeirri fyrstu
segir svo:
Undanfarin ár hafa hugmyndir
um svæðabúmark átt vaxandi fylgi
að fagna meðal bænda, ef marka
má fjölda ályktana um það efni.
Grundvöllur þeirra er sá, að sam-
dráttur framleiðslu hjá einstökum
bændum nýtist öðrum á sama
svæði, en verði ekki til að raska
þeim hlutfollum milli landshlutaj
sem ríktu á viðmiðunarárunum. I
reglugerð um stjóm mjólkurfram-
leiðslu verðlagsárið 1985—’86 er
takmarkað tillit tekið til þessa sjón-
armiðs, heldur er þeim í raun refsað,
sem dregið hafa saman framleiðslu
undanfarin ár. Auk þess eru svæðis-
bundin áföll af völdum veðurfars
nánast lögfest.
Fundurinn telur slíkt með öllu
óþolandi og leggur ríkt á við land-
búnaðarráðherra og bændasamtök-
in að framvegis verði fullvirðisrétti
skipt fyrst og fremst í hlutfalli við
búmark.
Þá voru ýmsar aðrar ályktanir
samþykktar s.s. um að skora á
landbúnaðarráðherra að leita leiða
til að unnt verði að greiða eitthvað
fyrir mjólk umfram fullvirðisrétt að
búmarki á þessu verðlagsári, því
að ella sé yfírvofandi mjólkurskort-
ur í lok verðlagsársins.
Benda má á í þessu sambandi,
að sýnilega verða margir bændur
búnir eða langt komnir með fullvirð-
isrétt sinn þegar kemur fram um
mitt ár.
Þá var og samþykkt tillaga um
að skora á ráðherra o.fl. aðila að
beita sér fyrir bættum lánareglum
Stofnlánadeildar landbúnaðaríns og
ennfremur taldi fundurinn brýnt að
fyrir næsta verðlagsár verði sett
reglugerð þar sem kveðið verði á
um, að greitt skuli hærra verð fyrir
mjólk á vetrum en sumrum.
Ennfremur var samþykkt álykt-
un um að skora á stjómvöld að leita
allra leiða til að örva sölu búvara
og fagnað auknum niðurgreiðslum,
einkum þó á mjólk handa skólaböm-
um.
Var í þessu sambandi minnt á
frumkvæði Harðar Jóhannssonar í
Borgamesi og samþykkt að senda
honum þakkarskeyti.
Að lokum var svo samþykkt að
kreQast þess að reglugerð um skipt-
ingu framleiðsluréttar næsta verð-
lagsár verði sett eigi síðar en 1.
maí nk. cg var bent á, að í maí
taki bændur lokaákvarðanir um
áburðamotkun og grænfóðurrækt.
Þá eru líka síðustu forvöð að
haga sæðingu kúa í samræmi við
fullvirðisrétt. Dragist setning reglu-
gerðar hinsvegar fram í júlí, lokast
ýmsar leiðir til að draga úr tilkostn-
aði, sem annars væm færar.
I stjóm Sambands kúabændafé-
laga á svæði Mjólkursamlags Borg-
fírðinga vom síðan kosnir: Magnús
Guðjónsson, Hrútsholti, Jón Gísla-
son, Lundi, Þórólfur Sveinsson,
Ferjubakka, Þorkell Guðbrandsson,
Mel, og Sigurður Helgason, Hraun-
holtum.
Fréttaritari.
STJÓRN Myndhöggvarafélags
Reykjavíkur hefur sent frá sér
ályktun þar sem harmað er að
stjórn Kjarvalsstaða hafi tekið
ákvörðun um að reyna að leysa
húsnæðisvanda Alþýðuleikhúss-
ins langt fram á sumar á kostnað
myndlistarmanna.
í ályktuninni er jafnframt talið
ámælisvert eða algjörlega siðlaust
að tveir stjómarmanna misnoti
aðstöðu sína, en tveir stjómarmenn
Kjarvalsstaða em jafnframt í stjóm
Alþýðuleikhússins og taka þátt í
sýningunni Tom og Viv á Kjarvals-
stöðum.
Sverrir Ólafsson, talsmaður
Myndhöggvarafélags Reykjavíkur,
sagði að félagið væri með þessu
ekki að kasta rýrð á starfsemi
Alþýðuleikhússins, félagið vonaðist
til að húsnæðisvandi þess yrði leyst-
ur sem fyrst, en þeir væm hins
vegar að mótmæla að erfíðleikar
Alþýðuleikhússins yrðu leystir á
kostnað myndlistarmanna, þar sem
ekki er hægt að sinna umsóknum
þeirra um sýningaraðstöðu í húsinu,
en þessí stað komi til aðgangseyrir
sem gildir fyrir alla aðstöðu í hús-
inu.
Myndhöggvarafélagið fagnaði
hinsvegar á stjómarfundi þeirri
hugmynd að listamenn greiði ekki
leigugjöld fyrir sýningaraðstöðu í
húsinu, en þess í stað komi til
aðgangseyrir sem gildi fyrir alla
starfsemi hússins. Félagið telur að
þetta geti orðið lyftistöng fyrir lista-
líf í Reykjavík.
1985 janúar 1985 janúar 1986 janúar Breyting f.f. ári %
Útflutt alls fob 2.290,5 2.755,5 2.453,0 -11,0
Sjávarafurðir 1.689,9 2.032,9 1.744,7 -14,2
Ál 227,4 273,6 153,8 -43,8
Kisíljárn 236,3 284,3 234,2 -17,6
Skip og flugvélar — — — —
Annað 136,9 164,7 320,3 94,5
Innflutt alls cif 2.304,4 2.772,2 2.863,2 3,3
Sérstakir liöir **) 61,2 73,6 86,9 18,1
Almennur innflutningur 2.243,2 2.698,6 2.776,3 2,9
Þar af: olía 284,8 342,6 458,2 33,7
Þaraf: annað 1.985,4 2.356,0 2.318,1 -1,6
Vörusklptajöfn. fob/cif -13,9 -16,7 -410,2 -
Innflutningurfob 2.057,4 2.475,1 2.556,3 3,3
Vöruskiptajöfn. fob/fob 233,1 280,4 -103,3
Án viðskipta álverksmiðju 60,7 72,9 -203,3 —
Án viðskipta álverksm.. 173,7 -209,0 -404,4 —
járnblendiverksm. og sór- stakrar fjárfestingarvöru
**) Sérstakir 56,9 68,5 86,9 26,9
innflutningsl. fob:
Skip
Flugvélar - — — — —
ísl. járnblendifélagið 0,2 0,3 31,4 —
Landsvirkjun 1,7 2,1 1,6 —
Islenska álfélagið 55,0 66,1 53,8 —
Flugstöðvarbygging — — 0,1 —
Umreikningsgengi USD1 = kr. 40,86 — 42,31 —
*) Miðað er við meðalgengl á viðskiptavog; á þann mælikvarða er verð ertends
gjaldeyris talið vera 20,3% hærra f janúar 1988 en á sama tfma árið áður.
TILNEFNINGAR TIL
ÓSKARSVERÐLAUNA 1986
BESTA KVIKMYNDIN
BHSTI LHIKARI I
AUKAMUITVIÍRKi
KI.Al S MARIA liRANDAi'I-R
BI'STA ITIKSTJORN
SIDNI'V 1*01.1 .Ú K
BTSTA MANDRIT
ÍMV(,(.'! \ '.K.UOM KMI
•KliRT U f DTKI
BHvSTA I.E1KKONAN
MIiKVI. S'I RI I I'
BliSTA
KVIKMYNDATÓNl.IST
ioiin it viiin
Ályktun Myndhöggvarafélags Reykjavíkur:
Húsnæðisvandi Alþýðuleik-
hússins verði ekki leystur
á kostnað myndlistarmanna
ORÐIAFRIKU
LAUGARASBIÓ
ROBERT
REDFORD
KVIKMVNl) BV(,(.D \ I KASíK.NIM
DÓNSKI SKAI.DKONt
K VREN UI.IXKN
Out()tAirica
MERYL
STREEP
STORKOSItliG KVIKMYNI) MEIST/VKAVKRK A HliIMSMÆUKVARÐA
IW'MSÝNINO I II Ai.ODA IAKIR RATDVKROSS ISI ANDS I-OIÍSIDI \||)! AI VID \|l UVI S||(M|> | IIMARITINI )D-.tMS.MVNI>
Forsala aðgöngumiða að frumsýningu, sem verður laugardag-
inn 22. mars kl. 17, verður hjá Eymundsson, Lárusi Blöndal
og á skrifstofu Rauða krossins.
+ Rauði kross íslands