Morgunblaðið - 16.04.1986, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR16. APRÍL1986
Vínandi og
heilsuleysi
eftir Rúnar
Guðbjartsson
Jón Óttar Ragnarsson ritar grein
í Morgunblaðið 22. febrúar sl. undir
fyrirsögninni Vínandi og heilsa,
grein hans fjallar að mestu um
hollustu alkóhóls, skoðanir hans og
mínar fara alls ekki saman, eins
og heiti þessarar greinar ber með
sér. Grein sína bytjar Jón á, að sýna
fram á, að áfengisneysla íslendinga
hafi ekki aukist á árabilinu 1974
til 1985 og þakkar hann þessa
ánægjulegu þróun aukinni drykkju
léttra vína og bjórlíkis.
Mín skoðun er allt önnur, 26.
nóvember_1974 fór fyrsti sjúkling-
urinn frá íslandi í meðferð til Free-
port-spítala í Bandaríkjunum. Free-
port-klúbburinn var stofnaður 12.
ágúst 1976 og Samtök áhugafólks
um áfengisvandamálið, SAA, voru
stofnuð 1977 og hafa þau starfað
með miklum blóma og rekið sjúkra-
stöð og endurmeðferðarheimili fyrir
alkóhólista og aðra vímuefnasjúkl-
inga og hafa í dag um 5000 manns
farið í meðferð hjá SÁÁ og liðlega
600 hafa farið til Freeport-spítala.
Meðferðarheimili ríkisins á Vífils-
stöðum var stofnað 1976, þar hafa
farið í meðferð tæplega 2000 manns
og til Hazelden-stofnuninnar í
Bandaríkjunum hafa farið á annað
hundrað manns. Að sjálfsögðu segir
allt þetta til sln í minnkandi áfengis-
neyslu okkar.
Jón talar um alkóhól, sem hinn
lögskipaða vímugjafa Vesturlanda,
ég kýs að kalla alkóhól eina vfmu-
gjafa Vesturlanda sem ekki er
bannaður, og fyrir bragðið er hann
líklegast sá hættulegasti.
Ég er sammála Jóni, þegar hann
segir að best sé að þekkja þennan
vímugjafa okkar sem best, en hann
vill kenna sem flestum að umgang-
ast hann, en ég vil kenna sem flest-
um að forðast hann. Jón segir að
áfengið hafi Ijórar ásjónur sem sé
meðal, næring, vímugjafí og eitur-
lyf.
Alkóhól sem meðal: ég vitna til
Dr. Stanley R. Mohler prófessors,
og eins af yfírlæknum þeirrar deild-
ar Wright State háskólans í Dayton,
Ohio, sem sérhæfír sig í læknisfræði
flugliða (aerospace medicine), hann
segir: „Ef undan er skilið vímu-
ástandið sem einstaka sinnum „lífg-
ar upp á“ tilfinningalíf þeirra sem
sjaldan nota alkahol, hefur notkun
áfengis engin bætandi áhrif á heilsu
okkar. í rauninni verður hvert ein-
stakt líffæri fyrir skaðlegum áhrif-
um af áfengi, hvert sem magnið
er. Greinar um bætandi áhrif alkó-
hóls fjalla um aukningu háþéttni
„lipoproteina" (fítuhvítu), en það
efni getur ef til vill fjarlægt kólest-
eról úr æðaveggjum eða um aðstoð
við meltinguna, eða þá um svæfandi
verkun (fyrir svefn). Við verðum
hins vegar að vega og meta þessa
hugsanlegu kosti með tilliti til sann-
aðra skemmda á fjölda líffæra og
vefja. Þessar skemmdir má fínna
hjá „hófdrykkjumönnum" (social
drinkers), og hjá helgardrykkju-
manninum, sem aldrei fer yfír strik-
ið. í raun má fínna nær öll þessi
skaðlegu áhrif hjá öllu dagdrykkju-
fólki þó lítið magn sé notað á hveij-
um degi. Aukin hætta á slysum og
dauða, þrisvar sinnum hærri dánar-
Rúnar Guðbjartsson
„Svo er meðferðar-
stofnunum SAA og rík-
isins f urir að þakka að
hér á Islandi á svona
sjúklingur mikla von á
góðum bata og ham-
ingjuríku lífi, nema
hann eigi því betri
stuðningsmenn í formi,
ættingja, maka eða
atvinnurekenda. “
hlutfall hjá þeim sem drekka, en
jafnöldrum sem ekki drekka, 2/a
allra innlagna á sþítala í Bandaríkj-
unum eru tengd alkóhóli beint eða
óbeint."
Alkóhól sem næring: í alkóhóli
eru vímuefni, ertandi efni, og eitt-
hvað af snauðum hitaeiningum, ef
alkóhólið væri fundið upp í dag
yrði það mjög líklega bannað vegna
hinna gífurlega skaðlegu aukaverk-
ana þess.
Alkóhól sem vímugjafi: Jón segir:
„Fyrir bælda þjóð og feimna eru
„veikir drykkir“, t.d. léttvín eða
bjór í hófí, kjörinn vímugjafí sem
eflir samkennd og styrkir félagsleg
tengsl." Við skulum skoða þetta
aðeins nánar með veiku drykkina,
maður sem drekkur 12% sterkt
rauðvín úr rauðvínsglasi, sem eru
10 cl innbyrðir 1,2 cl af hreinu
alkóhóli, drekki hann hinsvegar
einn sjúss 3 cl af brennivíni 41,5%
þá innbyrðir viðkomandi 1,24 cl af
hreinu alkóhóli. Nú vill þessi maður
kannski ekki drekka svona sterkt
og fær sér einn öl eins og það sem
Jón vill láta selja á íslandi og er
5% að styrkleika, hann drekkur
þetta öl úr ölflösku sem er 33 cl,
með því að neyta þessarar ölflösku,
þá hefur hann innbyrt hreint alkó-
hól, sem nemur 1,65 cl og er það
33% meira alkóhól heldur en ef
hann hefði aðeins drukkið einn
sjúss af brennivíni, þetta er nú
veiki drykkurinn hans Jóns. Til enn
betri glöggvunar fyrir þá, sem ekki
hafa hugleitt þetta þá eru þær bjór-
dósir, sem seldar eru í Fríhöfninni
í Keflavík '/* lítri eða 50 cl af 5%
sterku öli, sem samsvarar 2,5 cl af
hreinu alkóhóli og er alkóhólmagnið
sama og ef drukkinn væri einn
tvöfaldur asni í vodka. Að alkóhólið
sé „kjörinn vímugjafí fyrir bælda
þjóð,“ þá veldur neyzla alkóhóls
miklu þunglyndi og að alkóhól „efli
félagsleg tengsl" er heldur ekki að
mínum dómi rétt, alkóhól er deyfílyf
(sedative drug) og sá maður sem
leitar að lífshamingjunni í einhveiju
efni, hann mun ekki fínna hana þar.
Eiturlyfið alkóhól: Ég er innilega
sammála Jóni að alkóhól sé eiturlyf,
en hann heldur að neyzla „sterkra
drykkja" valdi alkóhólisma. Það eru
margar kenningar til um hvað valdi
alkóhólisma, sú sem ég tel rétta
kemur frá Bandaríkjunum og er
þessi: Alkóhólisti er persóna sem
fæðist með mikið þol (tolerance)
gagnvart alkóhóli og eða byggir það
upp mjög fljótt þegar hún byijar
að drekka áfengi. Við skulum hugsa
okkur tvo skólafélaga, annar er
alkóhólisti, en hinn ekki, sem hefja
drykkju saman I fyrsta sinn við lok
náms um tvítugt. Þeir drekka
saman 0,5 lítra af sterku víni eða
samsvarandi í bjór eða léttum vín-
um, nokkurn veginn jafnt en alkinn
þó heldur meir, og fínna báðir mátu-
lega á sér og það skulum við kalla
vímustig 5, á skala 1 til 10. Þessir
félagar hittast síðan eftir 10 ár og
drekka saman aftur, þá þarf ei-
alkóhólistinn nokkum veginn sama
magn af alkóhóli til að ná vímu 5
og hann notaði fyrir 10 árum, en
alkinn þarf helmingi meira magn
til að ná vímustigi 5. Þessi þróun
heldur áfram og eiturlyfíð nær æ
meiri tökum á viðkomandi persónu,
og kurlar hana niður líkamlega,
félagslega og sálarlega.
Svo er meðferðarstofnunum SÁÁ
og ríkisins fyrir að þakka að hér á
íslandi á svona sjúklingur mikla von
á góðum bata og hamingjuríku lífí,
nema hann eigi því betri stuðnings-
menn í formi, ættingja, maka eða
atvinnurekanda.
í umræðu um áfengismál er oft
talað eins og alkóhól sé aðeins
hættulegt alkóhólistum, sem er víðs
fjarri, þetta er svipað og að segja,
að sykur sé aðeins hættulegur
sykursjúkum.
í lok greinar sinnar segir Jón að
alkóhólismi sé sérlega algengur hér
á landi, ég tel aftur á móti alkóhól-
isma ekki algengari hér en annars
staðar en munurinn er sá, að við
vitum hvað alkóhólismi er, en ná-
grannaþjóðir okkar í austri eru rétt
að byija að gera sér grein fyrir
því, hvað alkóhólismi er.
Að lokum þetta, ef Alþingi okkar
heldur virkilega, að það sé okkur
til góðs, og bæti vímuvanda okkar
að leyfa áfengan bjór hér, þá vona
ég að því verði skotið til þjóðarinnar
og atkvæðagreisla um það fari fram
I tengslum við annaðhvort bæjar-
og sveitarstjómarkosningar eða
alþingiskosningar, þannig að raun-
verulegur vilji þjóðarinnar komi í
ljós, en ekki eins og tíðkast hefur
að undanfömu, í sambandi við sjálf-
stæðar skoðanakannanir um áfeng-
isútsölur, með þátttöku aðeins um
helmings kjósenda.
Höfundur er flugstjórí hjá Flug-
leiðum.
„Hef veitt
fulltaf
fiskum“
Keppt í flug’uhnýting’um, hugmynda-
f örðun og fleiri greinum á vormóti
nemenda í Réttarholtsskóla
„Hef veitt fullt af fiskum,"
Friðrik Bolic hnýtir flugur
fyrir sumarið.
NEMENDUR og kennarar
Réttarholtsskóla voru önnum
kafnir er vormót tómstunda-
starfs skólans fór fram sl.
föstudag. Leikrit voru á fjölun-
um í sal skólans, myndbanda-
samkeppni var í gangi, keppt
var í borðtennis milli skóla,
fluguhnýtingum og hugmynda-
förðun svo eitthvað sé nefnt.
Um þetta leyti árs er félags-
og tómstundastarfi grunnskóla
Reykjavíkur að ljúka. Mesta
áherslan er lögð á starfsemina á
unglingastiginu og eru helstu
viðfangsefni opin hús, árshátíð,
íþróttahátíð, málfundir, skíða-
ferðalög, bingó, bekkjarkvöld og
diskótek. Tómstundastarfíð er
skipulagt í námskeiðaformi,
helstu viðfangsefnin eru félags-
málafræðsla, dans, myndbanda-
gerð, reiðnámskeið, snyrting, leik-
list, ljósmyndun, leðurvinna og fl.
Morgunblaðið/Emilía.
„Það eru bara karlar við borðtennisborðin í sjónvarpinu." Sigríður
Júlíusdóttir, ein fárra stúlkna í borðtenniskeppninni.
„Er með myrkrakompu heima hjá mér, og ætla að læra eitthvað
í þessu,“ sagði verðlaunahafinn f ljósmyndakeppninni, Gunnar
Sverrisson.
Afrakstur þessa starfs mátti sjá
í skólanum, mikill fjöldi drengja
sat í einni kennslustofunni önnum
kafínn við að hnýta flugur, Peter
Ross hét önnur gerðin, einkrækja
fyrir silung, Hairy Mary var nafn-
ið á hinni, einkrækja fyrir lax.
Friðrik Bolic var meðal þátttak-
enda, hann sagðist fara oft að
veiða á sumrin, „hef veitt fullt
af fískum", og ætlaði hann að
leggja þessar flugnagildrur fyrir
væntanlega veiði i sumar. Eftir
göngum skólans var búið að raða
upp verðlaunamyndum í ljós-
myndasamkeppni, Gunnar Sverr-
isson tók mynd af Langholtsskóla
sem fékk fyrstu verðlaun. Gunnar
sagðist stefna að því að læra eitt-
hvað í þessu, hann hefði lengi
haft áhuga á ljósmyndun og væri
með myrkrakompu heima hjá sér.
í íþróttasalnum var keppt í
borðtennis af miklum móð, 15
strákasveitir og 3 sveitir stúlkna.
Sigríður Júlfusdóttir var að ljúka
við leik sinn á eina stúlknaborðinu
í salnum. Hún sagðist enga skýr-
ingu geta gefíð hvers vegna stelp-
ur væru þama í miklum- minni-
hluta, þetta væri alveg eins íþrótt
fyrir stelpur. „En kannski eru
svona fáar stelpur í þessu, því þær
sjást ekki spila borðtennis í sjón-
varpinu, þar eru bara karlar við
borðtennisborðin."
í förðunarherberginu voru
þátttakendur að undirbúa hug-
myndaförðun. „Við fengum
myndir af andlitum sem við áttum
að mála,“ sögðu þær Anna Karen
Jörgensdóttir og Ásta Einars-
dóttir, ogtóku fram 10 teikningar
af sama andlitinu málað á ýmsa
vegu. „En svona á ég að líta út
í dag,“ sagði Ásta og bar við sig
eina myndina.