Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 36
36 -v~ MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16.APRÍL1986 raðauglýsingar — raðauglýsingar raðauglýsingar Lögtaksúrskurður Hér með úrskurðast lögtak fyrir gjaldföllnum en ógreiddum söluskatti 1985 og 1986 í Kópavogskaupstað, svo og söluskattshækk- unum vegna fyrri tímabila, launaskatti, vöru- gjaldi af innlendri framleiðslu og mælagjaldi af dísilbifreiðum. Verða lögtökin látin fara fram án frekari fyrir- vara á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkis- sjóðs að 8 dögum liðnum frá birtingu úr- skurðar þessa ef full skil hafa ekki verið gerð. Bæjarfógetinn í Kópavogi, 8. apríl 1986. Forval Gert er ráð fyrir því að niðurstöður viðræðna samninganefndar iðnaðarráðherra og RTZ Metals um byggingu kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði liggi fyrir nú í haust. Verði niður- stöður viðræðnanna jákvæðar er stefnt að því að Kísilmálmvinnslan semji við einn aðila, aðalverktaka, er beri ábyrgð á byggingu og verkhönnun verksmiðjunnar, skipuleggi allar framkvæmdir, skipti verkinu í verkþætti og bjóði út til undirverktaka. Ákveðið hefur verið að efna til forvals meðal íslenskra verktaka til að finna þá aðila, er til greina kæmu sem þátttakendur í samsteypu, er tæki að sér hlutverk aðalverktakans. Forvalsgögn verða afhent á Almennu verk- fræðistofunni hf., Fellsmúla 26, Reykjavík, frá og með miðvikudeginum 16. apríl nk. gegn 5.000 kr. greiðslu. Gögnum skal skila á skrifstofu Kísilmálm- vinnslunnar hf., Höfðabakka 9, 110 Reykja- vík, eigi síðar en föstudaginn 2. maí nk. Kísilmálmvinnslan hf. 1 Hafnfirðingar Bæjarfulltrúarnir Sólveig Ágústsdóttir og Rannveig Traustadóttir verða til viðtals fimmtudaginn 17. apríl kl. 17.00-19.00 á 2. hæð Ráðhússins að Strandgötu 6. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði. Skattskrá Reykjavíkur fyrir árið 1985 Skatta-, útsvars-, launaskatts- og söluskatts- skrár fyrir árið 1985 liggja frammi á Skatt- stofu Reykjavíkur, 16. apríl til 29. apríl 1986 að báðum dögum meðtöldum, kl. 10.00 til 16.00 alla virka daga nema laugardaga. Athygli skal vakin á því að enginn kæruréttur myndast þótt álögð gjöld séu birt með þess- um hætti. Skattstjórinn í Reykjavik, Gestur Steinþórsson. fundir — mannfagnaðir —■a .........IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII "fr —„iiiiimih nmi im Sögufélag Aðalfundur Sögufélags verður haldinn laug- ardaginn 26. apríl 1986 í veitingahúsinu Duus við Fischersund og hefst kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Þórunn Valdimarsdóttir sagnfræðingur flytur erindið Aldamótabærinn í Reykjavík. Stjórnin. SVD Fiskaklettur heldur aðalfund 20. apríl kl. 13.00 í húsi félagsins. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. húsnæöi óskast Verslunar- lagerhúsnæði Vil taka á leigu 200-300 fm verslunar- og lagerhúsnæði með aðkeyrsludyrum. IngólfurH. Ingólfsson, sími 672211. Verslunarhúsnæði óskast strax við Laugaveg eða í nánd. Upp- lýsingar í síma 14197. Verslunarhúsnæði allt að 300 fm stórt með lagerplássi óskast til leigu í Reykjavík. Nánari upplýsingar veita undirritaðir í síma 685455 milli kl. 11.00-12.00 næstu daga. Endurskoóunar- mióstöóin hf. N.Manscher Höföabakki 9 Pósthólf 10094 130 REYKJAVÍK Viltu fara út á vinnumarkaðinn? Viltu vinna við matvælaframleiðslu? Þér býðst þjálfun í fiskvinnslu. Húsmæður og skólafólk á höfuðborgar- svæðinu Fiskvinnsluskólinn mun halda fiskvinnslunámskeið fyrir nýliða 21.-26. apríl nk. kl. 16.00-20.00 dag hvern. Námskeiðið verður haldið í samráði við frysti- húsin í Reykjavík og Hafnarfirði. Námsefni: Verklegt: Snyrting, vigtun og pökkun á fiski fyrir hina ýmsu markaði. Bóklegt: Þáttur sjávarútvegsins í þjóðar- búskapnum, helstu verkunargrein- ar sjávarafla, vinnslurás í frysti- húsi, kynning á sölusamtökum frystiiðnaðarins, helstu freðfisk- markaðir íslendinga, launakerfi í frystihúsunum og vinnuvistfræði. Þátttaka tilkynnist til Fiskvinnsluskólans, sími 53547. Hárgreiðsludömur/herrar Vill leigja hárgreiðslustofu í 4-6 mánuði. Upplýsingar í síma 52973 eða 51388. Flateyri: Fjáröflun tíl kaupa á hlj ómflutning’stækj um Flateyri. f VETUR hefur æskulýðsráð íþróttafélagsins m.a. unnið að fjáröflun til þess að kaupa „^ljómflutningstæki, sem unnt yrði að nota við starfsemi ráðs- ins, svo sem á „diskótekum“ og öðrum starfstímum þess. Þegar nægjanlegt fé hafði safnast saman til þess að kaupa tækin, boðaði stjórn æskulýðsráðsins börnin í skólann, þar sem for- maður þess afhenti fulltrúa nemenda tækin og fól þeim umsjón þeirra. Starfsemin hefur verið með líku sniði í nokkur ár, bömum er skipt niður eftir aldri og fer starfsemin aðallega fram í grunnskólanum. Haldin eru spilakvöld, diskótek, málfundir, fondurtímar og fleira i þeim dúr. Fastur liður í starfseminni er m.a. grímudansleikur á hverjum vetri. Síðastliðið haust stóð æsku- lýðsráðið fyrir almennum dansleik fyrir unglingana í efri bekkjar- deildum grunnskólans og bauð unglingum frá grunnskólum í nærliggjandi byggðarlögum til þátttöku. Að sögn aðstandenda þótti þessi nýbreytni takast mjög vel. Formaður ráðsins er Sigrún Gerða Gísladóttir. EFG FRUM- SÝNING Bíóhöllin frumsýnir í dqg myndina Chorus Line“ Sjá nánaraugl. annars staÖar í blaöinu. Formnður æskulýðsráðs, Sigrún Gerða Gísladóttir, afhendir fulltrúa nemenda, Jóni Svanberg Hjartarsyni, hljómtælg’asamstæðuna til notkunar og varðveislu. Nemendur úr grunnskóla Flateyrar, sem viðstaddir voru við af- hendingu hljómtækjanna. Fjórfalt fað- emismeðlag, 14.180 fyrir barn til sumardvalar Selfossi. í FYRIRSÖGN að frétt þann 11. aprU um starfsemi félags fósturmæðra á Suðuriandi og kröfur þeirra um gjald fjrrir sumardvöl barna, gætti nokkurs misskilnings í fyrir- sögn og sagt: „Fjórfalt fað- emismeðlag, 56.720 fyrir bam til sumardvalar." Hið rétta er að fósturmæður krefjast kr. 14.180 á mánuði fyrir hvert bam sem þær taka til sumardvalar. Fjórfalt er faðemismeðlagið mánaðarlega 14.180, en ekki 56.720,-. Sig. Jóns. 7&T síminn er 2 24 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.