Morgunblaðið - 16.04.1986, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 16.04.1986, Qupperneq 36
36 -v~ MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16.APRÍL1986 raðauglýsingar — raðauglýsingar raðauglýsingar Lögtaksúrskurður Hér með úrskurðast lögtak fyrir gjaldföllnum en ógreiddum söluskatti 1985 og 1986 í Kópavogskaupstað, svo og söluskattshækk- unum vegna fyrri tímabila, launaskatti, vöru- gjaldi af innlendri framleiðslu og mælagjaldi af dísilbifreiðum. Verða lögtökin látin fara fram án frekari fyrir- vara á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkis- sjóðs að 8 dögum liðnum frá birtingu úr- skurðar þessa ef full skil hafa ekki verið gerð. Bæjarfógetinn í Kópavogi, 8. apríl 1986. Forval Gert er ráð fyrir því að niðurstöður viðræðna samninganefndar iðnaðarráðherra og RTZ Metals um byggingu kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði liggi fyrir nú í haust. Verði niður- stöður viðræðnanna jákvæðar er stefnt að því að Kísilmálmvinnslan semji við einn aðila, aðalverktaka, er beri ábyrgð á byggingu og verkhönnun verksmiðjunnar, skipuleggi allar framkvæmdir, skipti verkinu í verkþætti og bjóði út til undirverktaka. Ákveðið hefur verið að efna til forvals meðal íslenskra verktaka til að finna þá aðila, er til greina kæmu sem þátttakendur í samsteypu, er tæki að sér hlutverk aðalverktakans. Forvalsgögn verða afhent á Almennu verk- fræðistofunni hf., Fellsmúla 26, Reykjavík, frá og með miðvikudeginum 16. apríl nk. gegn 5.000 kr. greiðslu. Gögnum skal skila á skrifstofu Kísilmálm- vinnslunnar hf., Höfðabakka 9, 110 Reykja- vík, eigi síðar en föstudaginn 2. maí nk. Kísilmálmvinnslan hf. 1 Hafnfirðingar Bæjarfulltrúarnir Sólveig Ágústsdóttir og Rannveig Traustadóttir verða til viðtals fimmtudaginn 17. apríl kl. 17.00-19.00 á 2. hæð Ráðhússins að Strandgötu 6. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði. Skattskrá Reykjavíkur fyrir árið 1985 Skatta-, útsvars-, launaskatts- og söluskatts- skrár fyrir árið 1985 liggja frammi á Skatt- stofu Reykjavíkur, 16. apríl til 29. apríl 1986 að báðum dögum meðtöldum, kl. 10.00 til 16.00 alla virka daga nema laugardaga. Athygli skal vakin á því að enginn kæruréttur myndast þótt álögð gjöld séu birt með þess- um hætti. Skattstjórinn í Reykjavik, Gestur Steinþórsson. fundir — mannfagnaðir —■a .........IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII "fr —„iiiiimih nmi im Sögufélag Aðalfundur Sögufélags verður haldinn laug- ardaginn 26. apríl 1986 í veitingahúsinu Duus við Fischersund og hefst kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Þórunn Valdimarsdóttir sagnfræðingur flytur erindið Aldamótabærinn í Reykjavík. Stjórnin. SVD Fiskaklettur heldur aðalfund 20. apríl kl. 13.00 í húsi félagsins. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. húsnæöi óskast Verslunar- lagerhúsnæði Vil taka á leigu 200-300 fm verslunar- og lagerhúsnæði með aðkeyrsludyrum. IngólfurH. Ingólfsson, sími 672211. Verslunarhúsnæði óskast strax við Laugaveg eða í nánd. Upp- lýsingar í síma 14197. Verslunarhúsnæði allt að 300 fm stórt með lagerplássi óskast til leigu í Reykjavík. Nánari upplýsingar veita undirritaðir í síma 685455 milli kl. 11.00-12.00 næstu daga. Endurskoóunar- mióstöóin hf. N.Manscher Höföabakki 9 Pósthólf 10094 130 REYKJAVÍK Viltu fara út á vinnumarkaðinn? Viltu vinna við matvælaframleiðslu? Þér býðst þjálfun í fiskvinnslu. Húsmæður og skólafólk á höfuðborgar- svæðinu Fiskvinnsluskólinn mun halda fiskvinnslunámskeið fyrir nýliða 21.-26. apríl nk. kl. 16.00-20.00 dag hvern. Námskeiðið verður haldið í samráði við frysti- húsin í Reykjavík og Hafnarfirði. Námsefni: Verklegt: Snyrting, vigtun og pökkun á fiski fyrir hina ýmsu markaði. Bóklegt: Þáttur sjávarútvegsins í þjóðar- búskapnum, helstu verkunargrein- ar sjávarafla, vinnslurás í frysti- húsi, kynning á sölusamtökum frystiiðnaðarins, helstu freðfisk- markaðir íslendinga, launakerfi í frystihúsunum og vinnuvistfræði. Þátttaka tilkynnist til Fiskvinnsluskólans, sími 53547. Hárgreiðsludömur/herrar Vill leigja hárgreiðslustofu í 4-6 mánuði. Upplýsingar í síma 52973 eða 51388. Flateyri: Fjáröflun tíl kaupa á hlj ómflutning’stækj um Flateyri. f VETUR hefur æskulýðsráð íþróttafélagsins m.a. unnið að fjáröflun til þess að kaupa „^ljómflutningstæki, sem unnt yrði að nota við starfsemi ráðs- ins, svo sem á „diskótekum“ og öðrum starfstímum þess. Þegar nægjanlegt fé hafði safnast saman til þess að kaupa tækin, boðaði stjórn æskulýðsráðsins börnin í skólann, þar sem for- maður þess afhenti fulltrúa nemenda tækin og fól þeim umsjón þeirra. Starfsemin hefur verið með líku sniði í nokkur ár, bömum er skipt niður eftir aldri og fer starfsemin aðallega fram í grunnskólanum. Haldin eru spilakvöld, diskótek, málfundir, fondurtímar og fleira i þeim dúr. Fastur liður í starfseminni er m.a. grímudansleikur á hverjum vetri. Síðastliðið haust stóð æsku- lýðsráðið fyrir almennum dansleik fyrir unglingana í efri bekkjar- deildum grunnskólans og bauð unglingum frá grunnskólum í nærliggjandi byggðarlögum til þátttöku. Að sögn aðstandenda þótti þessi nýbreytni takast mjög vel. Formaður ráðsins er Sigrún Gerða Gísladóttir. EFG FRUM- SÝNING Bíóhöllin frumsýnir í dqg myndina Chorus Line“ Sjá nánaraugl. annars staÖar í blaöinu. Formnður æskulýðsráðs, Sigrún Gerða Gísladóttir, afhendir fulltrúa nemenda, Jóni Svanberg Hjartarsyni, hljómtælg’asamstæðuna til notkunar og varðveislu. Nemendur úr grunnskóla Flateyrar, sem viðstaddir voru við af- hendingu hljómtækjanna. Fjórfalt fað- emismeðlag, 14.180 fyrir barn til sumardvalar Selfossi. í FYRIRSÖGN að frétt þann 11. aprU um starfsemi félags fósturmæðra á Suðuriandi og kröfur þeirra um gjald fjrrir sumardvöl barna, gætti nokkurs misskilnings í fyrir- sögn og sagt: „Fjórfalt fað- emismeðlag, 56.720 fyrir bam til sumardvalar." Hið rétta er að fósturmæður krefjast kr. 14.180 á mánuði fyrir hvert bam sem þær taka til sumardvalar. Fjórfalt er faðemismeðlagið mánaðarlega 14.180, en ekki 56.720,-. Sig. Jóns. 7&T síminn er 2 24 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.