Morgunblaðið - 16.04.1986, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL1986
39
Kveðjuorð:
Sigurður Sigurðs-
son fv. iandlæknir
Sigurðar Sigurðssonar fyrrver-
andi landlæknis mun að sjálfsögðu
fyrst minnst fyrir hið stórmerka
starf hans í þágu berklavama. En
berklaveikin hafði á fyrri hluta
þessarar aldar og allt fram yfir
síðstu heimsstyijöld, valdið slíku
heilsutjóni Qölmargra einstaklinga
að fáheyrt er. Var fjöldi sjúklinga
slíkur, að það hafði auk þess stór-
kostleg áhrif á efnahag ríkisins og
þjóðarinnar allrar.
Brautryðjandastarf Sigurðar
Magnússonar og Helga Ingvarsson-
ar yfirlækna á Vífílsstöðum var
farið að bera árangur, en 1935 er
Sigurður Sigurðsson ráðinn berkla-
jrfírlæknir og skipuleggur og starf-
ar sjálfur við leit smitbera og stuðl-
ar þar að hinum góða árangri, sem
náðist á tiltölulega stuttum tíma, í
baráttunni við berklaveikina, svo
að víðfrægt varð um mörg lönd og
bar hróður Sigurðar og lands hans
víða.
En Sigurður Sigurðsson var
mikill félagsmálamaður og sat í ótal
félagsstjómum og nefndum svo sem
Rauða krossi íslands.
Það var því ekki óvænt að leitað
var til hans um framboð fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn til bæjarstjómar
Reykjavíkur 1946, en þar átti hann
sæti til 1958 og síðan sem varabæj-
arfulltrúi eitt kjörtímabil, til 1962,
þar starfaði hann mjög að ýmsum
heilbrigðismálum, þar sem brotið
var blað í þátttöku borgarinnar í
þessum mál um, en framkvæmdir
höfðu verið litlar fram að því á
vegum Reylq'avíkurborgar.
Heilsuvemdarstöðin við Baróns-
stíg varð til að samstilla hina ýmsu
heilsuvemdarstarfsemi í borginni,
þar voru þeir aðalhvatamenn og
framkvæmdaaðilar Sigurður Sig-
urðsson og Jón Sigurðsson frv.
borgarlæknir. Sú bygging gat rúm-
að aukna heilsuvemd og hefur hún
vissulega skilað borgarbúum betri
heilsu. A þetta ekki síst við í heilsu-
vemd bama og verðandi mæðra,
svo og áframhaldandi berklavöm-
um o.fl. Skipulag það, sem þeir
settu upp, hefur skapað starfsem-
inni möguleika á að aðlaga sig
breyttum aðstæðum í 40 ár, svo
að nú fyrst er að verða veruleg
breyting á.
Annað stórmálíð, sem Sigurður
beitti sér fyrir, var bygging Borg-
arspítalans og var hann skipaður í
bygginganefnd 1953, eftir að sam-
þykktar höfðu verið tillögur hans
um að hefjast handa. Ótal mörg
önnur mál lét Sigurður til sín taka
í bæjarstjóm (eins og borgarstjóm
hét þá), en of langt yrði upp að
telja. Attu þeir mjög gott samstarf
þar um þessi mál Bjami Benedikts-
son og síðar Gunnar Thoroddsen
borgarstjórar, en Sigurður var
aðalráðunautur um heilbrigðismál í
bæjarstóm.
Það var því einkennileg tilviljun,
að þegar þessir frábæm borgar-
stjórar okkar vom orðnir ráðherrar,
og Bjami Benediktsson heilbrigðis-
ráðherra, þá var Sigurður orðinn
landlæknir og hélt áfram að vera í
nánu samstarfí við þessa sömu
menn.
Sigurður landlæknir skilaði miklu
og árangursríku lífsstarfí, en mér
fannst, að ekki mætti láta ógetið
hinna veigamiklu starfa hans fyrir
Reykvíkinga um fjöldamörg ár.
Fyrir þau þökkum við nú og vottum
aðstandendum hans virðingu okkar
og samúð.
Páll Gíslason
Sigurður Jónas-
son — Kveðjuorð
Það var glaðvær áhyggjulaus
hópur 60 ungmenna, sem útskrifað-
ist úr 4. bekk Verslunarskóla fs-
lands vorið 1945. Erfið próf vom
að baki, framundan skólaferðalag
og síðan tæki við alvara lifsins, lífs-
starfíð sjálft.
Sú sorgarfrétt barst 6. apríl sl.
að einn úr hópnum, Sigurður Jónas-
son, deildarstjóri hjá Landsvirkjun
íslands, hefði orðið bráðkvaddur þá
um morguninn.
Sigurður fæddist á Geirseyri við
Patreksfjörð 3. desember árið 1925
og var því aðeins 60 ára er hann
lést. Með fráfalli hans em nú 9
skólasystkini okkar horfín yfír móð-
una miklu.
Óneitanlega er það mikil reynsla
að sjá skólafélagana hverfa af sjón-
arsviðinu. Eftir stendur tómarúm í
lífsmynstrinu og lífsmyndin verður
önnur.
Oft er stutt milli gleði og sorgar.
Rétt um það bil ár er liðið síðan
við héldum upp á 40 ára útskriftar-
afmæli. Á slíkri stundu er horft til
baka til æskuáranna, minningar
frá skólaámnum riQaðar upp,
glaðst yfír gömlum dögum og góð-
um kynnum, slegið á létta strengi.
Sigurður var mættur á þessari
afmæiissamkomu. Hann var glaður
og reifur að venju. Engum datt í
hug að hann yrði næstur í röðinni,
hyrfí svo fljótt og óvænt úr hópnum.
Þó mun hann eigi hafa gengið heill
til skógar.
Kær skólabróðir er kvaddur, góð-
ur drengur og ágætur félagi. Bless-
uð sé minning hans.
Eiginkonunni Hildi og systur hins
látna, bömum og öðmm aðstand-
endum, sendum við innilegar sam-
úðarkveðjur.
l'iVsjír -y.r H
Hingaö til hefur ekki verið á allra færi aö fjárfesta á þann hátt sem
hagkvæmastur hefur verið á hverjum tíma.
Til að koma til móts við almenning hefur KAUPÞING HF. hafið sölu
svonefndra EININGABRÉFA sem ALLIR ráða við. Við kaup á
EININGABRÉFUM nýtur þú HÁMARKS ÁVÖXTUNAR, tekur
LÁGMARKS ÁHÆTTU og ert með ÓBUNDIÐ FÉ.
Einfaldara getur það ekki verið.
— HVERNIG ER ÞETTA HÆGT?
Þú verður ásamt fjölmörgum öðrum einstaklingum þátttakandi í stórum
sjóði sem kaupir verðbréf með hæstu mögulegri ávöxtun — verðbréf sem
að öðrum kosti væru einungis innan seilingar mjög fjársterkra aðila.
MARGT SMATT GERIR EITT STÓRT.
í þessum sjóði vegur þitt fé jafn þungt og þeirra sem meira hafa
handa á milli. Að baki EININGABRÉFUNUM standa örugg veð
eða aðrar jafngildar tryggingar.
Hringdu í síma 686988 og fáðu nánari upplýsingar.
NAFNVEXTIR HELSTU SPARNAÐARFORMA:
Spamaöarform Nafnvextir Raunvextir
• Almennir sparisióösreikninqar 8,0—9,0%
• Sérreikningar banka 12,0—13,0%
• 6 mán. verötryggöir reikningar 15,4—15,9%* 3,0—3,5%
• 18 mán. verötryggóir reikningar 19,8—20,4%* 7,0—7,5%
• Sparisklrteini rlkissjóós 19,8—22,1%* 7,0—9,0%
# Bankatryggö skuldabréf 23,2—24,3%* 10,0—11,0%
■ EININGABRÉF 31,0%* nú 17%
* Miöaö viö 12% árlega veröbólgu.
KAUPÞING HF
Húsi verslunarinnar 68 69 88
Skólasystkini